Lesbók Morgunblaðsins - 05.11.1988, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 05.11.1988, Blaðsíða 8
•«£*» r* j « iij i i• Myndverk svissað yfir í barbíleik og gleymt allri lífsbar- áttu. Það var kannski draumur minn. Það var ekki fyrr en ég byrjaði að mála að ég vaknaði uppúr þessum draumasvefni. Og var um leið tilbúin til að takast á við lífið, hversdagsleika þess, baráttu og vinnu. Ég fann tilgang í myndlist og allan kraftinn í henni. Það er mér dýrmætt að hafa fund- ið það. — Og myndlistin er ekki neinn barbí- leikur? — Hún er mér alvarlegur leikur. Myndlist- in er ströng og krefjandi en gefur mér líka allt sem ég þarf. Hún líkist mér, eins og systir mín segir. — Hvernig vinnur þú? Ég hef ekki eirð í málverkið nema ég hafi nægan tíma og frið til að helga mig því. Ég byrja heldur ekki á að mála hug- mynd nema hún hafi öðlast klassískt gildi í mínum hugarheimi. Ég tel að ef hugmynd standist ekki tveggja ára hugleiðingu þá er hún einskis virði. Eg framkvæmi sennilega svona fimm prósent af þeim hugmyndum sem ég fæ og mér finnst það nóg. Ég fæ meira útúr gæðunum en magninu. Ég er hálfgerð tímaskekkja. Þoli ekki einnota rusl hvort sem það er andlegt eða veraldlegt. — Hvað meinarðu? — Nú t.d. vil ég frekar drekka kók úr flösku og skila henni þó það sé fyrirhöfn, heldur en drekka úr dós og kasta henni eitthvað. Það er útí hött. Allir hlutir og hugsanir hafa afleiðingar. Virðingin fyrir jafnvæginu gefur lífsfyllinguna. Afþreying er hreint eitur þar sem hennar er neytt í ísinn er háll ún segir dæmisögu. Um þegar þráin stækkar og verður stærri en lífið sjálft, sest við stjórn- völinn og stýrir öllu. Um hvernig önnur þörf vaknar og tekur í stýrið. Og hún talar um sig og horfir á þig, hlustár vel eftir hvort „Allir hlutir og hugsanir hafa afleiðingar. Virðingin fyrir jafnvæginu gefur lífsfyllinguna. Afþreying er hreint eitur . . .“ Rætt við Ástu Guðrúnu Eyvindardóttur Eftir KRISTÍNU ÓMARSDÓTTUR þú trúir. Hún heitir Ásta Guðrún Eyvindardóttir og stundaði nám í myndlistar- og handíðaskóla íslands á árunum 1977 til 1980 og lauk tveggja ára námi frá the Central School og Art and Design í London. Ég spyr Ástu um feril hennar. — Allan minn tíma í myndlistarskólum tók ég myndlistina ekki alvarlega. Leiklistin var eitthvað sem ég gat hugsað mér að klífa fjöll og björg fyrir og ég gerði það. Ég tók inntökupróf í leiklistarskóla. Komst ekki inn. Það tók mig síðan mörg ár að sætta mig við að leikkonudraumurinn yrði ekki að alvöru. Á meðan sinnti ég myndlistinni með litla fingri eða eins lítið og ég komst upp með. Hún var mér einfalt mál, kannski of einfalt. Ég trúði ekkert á hana. Síðan gerðist það bara, að ég fór að V Ásta við hafíð- henni áleitið myndaefhi Til sælkerans frá hafínu mála með olíu. Það er eitt af því magnað- asta sem fyrir mig hefur komið. Þannig var, að í október ’85, fékk ég að fara — með liti og striga — með einu skipi Hafskips í ferð um Atlantshafið, af því ég sagðist vilja mála hafið. Mergurinn málsins var hins vegar sá að ég átti mér þann undar- lega draum að fara sjálf í hafið. Ekki endi- lega til að sökkva eins og steinn og deyja. Ut úr þessu hræðilega rugli kom sú ein- faldasta lausn sem hægt er að hugsa sér. Mennimir um borð skemmtu sér við að stilla upp og festa blindrammana sem ég var með, sjá út bestu staðina á skipinu fyr- ir mig til að mála á. Þeir voru frábærir, hver á sinn hátt, og hrifu mig hreinlega. Þannig fór, að ég prófaði olíulitina sem ég var með. Fyrst fyrir þá. Síðan sagði ég óvart: — verði ljós! Og viti menn, það varð ljós. Augu mín tóku að opnast og myndlist- in og ég að endurfæðast. Og ekki orð um það meir. Það ylli bara endalausum misskiln- ingi. ísinn er háll. — Þegar ég var lítil stelpa var ég alltaf í dúkkuleik. Eg átti margar barbídúkkur, saumaði og prjónaði heilu dúkkufataskáp- ana og bjó til mörg dúkkuhús. Stundum er eins og maður bara vilji halda áfram í barbíleik og kannski var leiklistarþrá mín löngun til að halda áfram þeim leik. Þó ég geri mér grein fyrir því nú að leiklist er allt annar og alvarlegri leikur en það. En kannski ruglaði ég leiklistinni saman við glamúrhliðar hennar sem maður sér og heyr- ir um og eru örugglega bara þjóðsögur. Ég var líka — og er — þess fullviss að leiklist sé nauðsynlegt tæki fyrir alla í lífinu. Að þurfa að leika, að kunna að leika, það verður maður að geta, hvort sem er á leik- sviði eða í lífinu sjálfu. Og auðvitað væri það þægilegt að geta svo ríkum mæli og hér. Það er líkt og að borða súkkulaði í öll mál. Það er gott á bragðið en ekki gott fyrir líkama né sál. Orsök og afleiðing haldast alltaf í hendur, því verður ekki breytt og þess vegna er sjálfselska ekki dyggð. En að elska sjálfan sig og því sem manni er trúað fyrir af lífinu sjálfu, í raun og sannleik, það er lykillinn að paradís. Og ef paradís er til, var hún þá ekki sköpuð einmitt fyrir þessa jörð? — Fylgir þú einhverri stefhu í mynd- list? - Ég fylgi því sem býr í mér. Myndlistin kemur kannski hjá mér í staðinn fyrir drauma hjá öðru fólki. Mig dreymir ekki þegar ég sef. Við Barbí eigum það eitt sam- eiginlegt. En ég mála mig útúr því. Sumar myndirnar rætast eins og draumar. Þess vegna líka, er myndlistin það magn- aðasta sem hefur komið fyrir mig og ég vil fara vel með hana, ekki hoppa útí eitthvað sem ekki er mér eiginlegt. Mér er þetta næstum því heilagt. Hingað til hef ég unnið mest með undir- meðvitundina, tilviljanir og táknmál, og held því áfram. — Ertu óhrædd við að fara þína leið? — Nei, ég er skíthrædd. Sérstaklega vegna þess að ég er bara venjuleg mann- eskja. Það skiftir mig miklu máli að vera frjáls í myndlistinni. Ég hef afskaplega gaman af að vinna og lifa og þá er ekkert eitt fram- ar öðru. í sambandi við myndlistina, ef hún hefur einhvem tilgang fyrir aðra, þá finnst mér gott að geta veitt hana. Á minn hátt. Mín hamingja stendur samt ekki og fellur með því hvort ég verði myndlistarmaður eða ekki. Höfundur er blaöamaður á Morgunblaðinu ^BHHHHHBHHBHHHHHHH 8

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.