Lesbók Morgunblaðsins - 05.11.1988, Side 9

Lesbók Morgunblaðsins - 05.11.1988, Side 9
Erlend áhrif á íslenzkt mál Ekki gagnar að áfellast rigninguna þegar húsið lekur. Þó má grípa til þess ráðs að setja fötu undir lekann. Tæma síðan úr fötunni með reglulegu millibili, þó svo það skvampist og gusist svolítið upp úr henni meðan á verkinu stendur. Enginn er verri þó hann vökni, eða hvað? En skyldi ekki vera ráðlegra að gera við lekann af því fólki sem í húsinu býr? Þar býr svo margt fólk. Hver ætti að ábyrgj- ast lekann? Enginn. Þess vegna hefur það ekki verið gert enn. Við erum tvöhundruð og fjörutíu þúsund hræður sem búum í hús- inu og kippum okkur ekki upp við smá slett- ur: „Þess misskilnings verður stundum vart, að mælt mál lifi sínu eigin lífi og réttast sé að láta það afskiptalaust, lofa því að fara sínar eigin götur. Þetta er fjarstæða þegar af þeirri ástæðu að málið læra börnin svo sem það er fyrir þeim haft.“ Eftir INGIBJÖRGU ELÍNU SIGURBJÖRNSDÓTTUR „Á tímum hnignunar, kúgunar og niður- lægingar tókst okkur að varðveita málið þrátt fyrir lélega menntun, enga barna- skóla og fáa málfræðinga. Nú er svo komið að þeir sem hafa lært islenzku í æðri skólum, hika við að skera úr um hvað sé rétt mál og hvað rangt. Þeir geta oftast bent á hliðstæðu úr eldra máli og því eldri sem vitleysan er því réttari sé hún. Eða, ef nógu margir tala vitlaust þá sé komin hefð á vitleysuna og hún orðin rétt mál. Afleiðingin er sú að nú leiðréttir enginn annars málfar. Nú hlær enginn að ambögum manna. Nú eru allir í vafa um málfar sitt. “ Um tunguna gegnir sama máli og um alla aðra hluti sem þarfnast ræktunar og umhirðu, að óræktar- og hnignunarhættan er sífellt yfírvofandi. Þess misskilnings verður stundum vart, að mælt mál lifí sínu eigin lífi og réttast sé að láta það afskiptalaust, lofa því að fara sínar eigin götur. Þetta er fjarstæða þegar af þeirri ástæðu að málið læra bömin svo sem það er fyrir þeim haft, og þá er aug- ljóst að mikið veltur á því að þeir sem böm- in læra málið af kunni það vel sjálfir, en það gjöra þeir því aðeins að þeir leggi rækt við málfar sitt. Aður fyrr iðkuðu afar og ömmur þá málrækt sem forfeður okkar og formæður hafa haft um hönd frá ómuna tíð og var að miklu leyti fóigin í því að læra og fara með munnlegan fróðleik og ekki sízt kveðskap. Betri móðurmálskennsla verður ekki fengin og hún er orðin torgæt nú á dögum eins og bamauppeldi er nú yfírleitt háttað, og móðurmálskennsla í skól- um getur ekki bætt þennan missi. Umsjónarmaður pistilsins íslenzkt mál, Gísli Jónsson, segir í 310. þætti sínum í Morgunblaðinu: „Málsýkingin hjá bömum og unglingum er hættulegust, því lengi býr að fyrstu gerð. Smekkurinn, sem kemst íker, keim- inn lengi ber, segir máltækið. “ „Það er að verða óþolandi að fylgjast með því, hvemig viss hópur kaupsýslu- manna vinnur að því að eyðileggja islenzkt mál. Hvarvetna blasa við erlend fyrirtækjaheiti: Westem fried chicken, Southern fried, Kentucky fried, Broadway o.s.frv. Viðþessi erlendu heiti á fyrirtækj- um bætist nú, að þeir eru famir að setja upp heljarstór auglýsingaskilti við hrað- brautir með þessum ósóma, eins og t.d. má sjá, þegar ekið er um Mosfellssveit, þar sem skilti með nafninu: „Westem fried chicken“ blasir við augum, þegar ekið er út úr höfuðborginni vestur og norður. Það á að banna erlendu fyrir- tækjaheitin með lögum ogþað á að banna þessi auglýsingaskilti. Fyrr en varir verða þau orðin aðalyarlegri umhverfísmengun, eins og þau _ hafa alls staðar orðið. “ (Víkverji — ísienskt mál, 310. þáttur. Mbl.). Slettunum rignir inn í landið, og við fáum engan veginn rönd við reist. Ekki á meðan við einblínum á regnið'í stað þess að líta okkur nær. Miklu alvarlegri meinsemdir em allsendis óháðar erlendum áhrifum, eða allt að því. Aðal meinsemdin felst í vissu virðing- arleysi fyrir „réttu" máli eins og minnst var á hér áðan. Þekktir og jafnvel mjög vinsæl- ir fjölmiðlamenn bæði í útvarpi og sjónvarpi tala svo „ljótt" mál og þar með „rangt“- mál að það hreinlega sker í eyrun. Eða hvað finnst fólki yfirleitt um þegar Hemmi Gunn, Bjami Dagur, Albert Guðmundsson og fleiri margsegja „stæðsti" og „hæðsti" í einu og sama viðtalinu og ár eftir ár? Það virðist ekki vera að neinir af samstarfs- mönnum þeirra, segjum t.d. útvarpsráð eða ábyrgir stjómmálaforingjar, leiðrétti þessa menn. Nei, því fer fjarri. En svo vikið sé að erlendum áhrifum sem em áberandi um þessar mundir og hver ijöl- miðlamaðurinn apar hugsunarlaust eftir öðmm ber hæst orðið „síðan" sem nú er notað eins og Englendingar nota „since“ og Danir og Svíar nota orðið „siden" og „sedan". Fyrir mörgum ámm... síðan... segja fjölmiðlamenn óáreittir_og afleið- ingin er sú að svo til hvert mannsbara tek- ur svona til orða í dag. Ætti að lögleiða þetta sem rétt (rétta vitleysu) þar sem flest- ir taka sér þetta til fyrirmyndar? En lítum nú nánar á eðli og greiningu erlendra áhrifa frá sjónarhóli fræðimanns: „Ný orð og nýjar merkingar, sem orðið hafa til við erlend áhrif, kallast einu nafni tökuforði, á þ. Legngut. Fræðimenn grein- ir á um, hvemig flokka skuli þennan fórða. Við skulum láta okkur nægja hér mjög ein- falda skiptingu. Samkvæmt henni greinist tökuforðinn í þrennt: 1) tökumerkingar, 2) tökuþýðingar, 3) tökuorð. En ef betur :r að gáð em nýyrði upp og ofan annað- hvort tökumerkingar eða miklu oftar ein- hvers konar tökuþýðingar, en þeim má skipta í ýmsar undirdeildir. Við skulum fyrst minnast á nokkrar töku- merkingar, þ.e. orð sem hafa heyrt til ísl. orðaforða, en fengin hefir verið önnur merk- ing: Simi, merking frá d. telefon, tele- graf, þulur, merking frá d. speaker, e. announcer, mengi, merking frá e. set, toga, togari, merking frá e. trawl, trawl- er. Sérstök undirdeild slíkra orða eru ný- gervingar eins og hanna, merking frá e. design og tölva, merking frá e. computer. Tökuþýðingar eru þó miklu algengari í íslenzkri nýyrðasmíð, en með þessu hugtaki er átt við orð sem þýdd em lið fyrir lið, sbr. t.d. orð eins og glóðarlampi, þar sem d. glodelampe er þýtt lið fyrir lið. Af slíkum orðum mætti nefna flotvog, d. flydevægt, færiband, d. transportbánd, hljóðdeyfir, d.lyddæmper, o.s.frv. Undirdeild af töku- þýðingum em svonefndar hálfþýðingar en þá er nýyrðið aðeins að nokkm leyti þýðing hinnar erlendu fyrirmyndar. Gott dæmi um það er Iflkamning, d. legemliggerelse, fjölmiðill e. mass media, róttækur, d. radikal o.s.frv. Við sjáum þannig að nýyrðasmíð er ekki neinn hemill á erlend menningaráhrif. Hún er tiltekin viðbrögð við þeim, sem miða að því að gera þessi áhrif aðgengilegri fyrir allan almenning. Og þessi viðbrögð em ekk- ert séríslenzkt fyrirbæri. Tökuþýðingar og tökumerkingar tíðkast í öllum menningar- málum og em nauðsynlegur þáttur í þróun þeirra. Tökuorð em loks einn þátturinn í þróun eða öllu heldur eflingu orðaforðans. Hlut- verk þeirra er hið sama og tökumerking- anna og tökuþýðinganna að fylla einhveija holu í merkingarforða málsins. Það fyllir enga holu að taka upp ensku sögnina smæla, því að við höfum ísl. sögnina brosa, sem rækir hlutverk sitt af prýði, en orðin bíll og gír, disilvél og benzín hafa hlut- verki að gegna, vegna þess að við höfum ekkert orð sem fótfestu náði og bætti úr jeim skorti málsins að geta tjáð þá merk- ingu sem í þessum orðum felst. Hveijir bera ábyrgð á því að halda ylhýra móðurmálinu frá erlendum gusugangi? Þú last — þetta mál með unað og yl yngdan af stofnunum hörðu. Ég skildi, að orð er á íslandi til um allt, sem er hugsað á jörðu. Einar Benediktsson Einar Benediktsson segir ekki að orð sé á íslandi til um allt sem er talað á jörðu. Hefði hann sagt það hefði hann sem betur fer haft á röngu að standa. Fyrir kemur að íslenzkir fræðimenn hliðri sér hjá að fjalla um fræði sín á íslenzku á þeim forsendum að það sé ekki hægt. Oft tala slíkir menn í allri hógværð, en sú hóg- værð er ekki öll þar sem hún er séð því jafnframt því sem menn játa vanmátt sinn til að tala og skrifa á íslenzku gefa þeir auðvitað þeirri skoðun undir fótinn að þeir eigi afskaplega auðvelt með að láta merki- legar hugsanir í ljósi á útlendu máli. Þessi skoðun er tortryggileg. Hin er trú- verðugri sem ráða má af lítilli sögu sem sögð er af Sveinbimi Egilssyni. Danskur maður, sem fregnað hafði að Sveinbjöm væri hið ágætasta latínuskáld og að öðru leyti í fremstu röð lærdómsmanna, spurði hann einhveiju sinni hvað hann kynni mörg tungumál. Margir muna ugglaust svar Sveinbjamar: „Eg kann ekkert mál nema íslenzku!" Sú tregða margra fræðimanna til að hugsa og skrifa á íslenzku er til marks um það að í þessu efiii sem ýmsum öðmm sé andlegu lífí þessarar þjóðar mikilla ábóta vant. Andleysið er aðalsmerki fræða íslenzkukennara og íslenzkufræðinga. Þetta andleysi getur birzt í tómleika tækninnar við greiningu orðflokka í eddukvæði. Það getur líka birzt í því að þegar svo ágætum mönnum er ætiað að fjalla um vanda íslenzkrar tungu á líðandi stund, þá verði ekkert annað fyrir þeim en vandi sem skil- greindur var — og leystur að miklu leyti — af málhreinsunarmönnum 19du aldar. Annar vandi íslenzks máls og íslenzkrar hugsunar er sýnu brýnni en sá hvort sögnin „að brúka" (helzta deiluefni íslenzkumanna í Samvinnunni 1971, undir fyrirsögninni „Tungan og tíminn") fer vel eða illa í mál- inu. Hann er sá hvort okkur sem nú lifum auðnast að varðveita skapandi mátt íslenzkrar tungu sem vísindamáls jafnt sem hversdagsræðu (Einar Ben.: „Norræn menning" í lausu máli I, Reykjavík 1952, 338), hvort við bemm gæfu til að hugsa á íslenzku handa íslendingum þá hugsun sem oft er kennd við vísindi og heimspeki ekki síður en hina sem við látum í ljós með sögn- inni „að brúka". Vísindaleg og heimspekileg hugsun einkennist öllu öðm fremur af sér- tækum hugtökum: huglægni og hlut- lægni. Orðin „huglaegur" og „hlutlægur" leitaði séra Amljótur Olafsson uppi. Amljót- ur lætur eftirfarandi orð falla í Rökfræði sinni um hin sértæku hugtök vísinda og heimspeki: þau em, segir hann, „hinn dýrð- legasti vottr um flug og styrkleika greindar- aflsins og eitt hið fagrasta blóm mannlegrar hugsunar". Reynslurök hnfga að því að jafnvel við agasömustu fræðastörf er mál góðra fræði- manna að langmestu leyti daglegt mál, hvort sem orð þess em notuð í eiginlegri eða yfír- færðri merkingu. Mannleg hugsun, í öllum vísindum sem í skáldskap og daglegu lífi, er leikur lítilla bama að hversdagslegum orðum svo sem að gljáandi steini og glitrandi skel. Orð allra mála eiga ræður í hversdagslegri reynslu og spretta af vettvangi dagsins. Skynsamleg hugsun er öðm fremur leikur að fjörlegum og djarflegum líkingum, skáldlegum líking- um. Eins og fagur skáldskapur er skynsam- legur, er skynsemin skáldleg. Höfundur er lausamaður í blaöamennsku. Heimildir: Amfjótur Ólafsson: „Rökfræði" f Tímariti Hins islenzka bókmenntafjélags XII, Reykjavfk 1891, 194. Bjarni Einarsson: „Málvöndun og fyrnska" f Skirni 1974, 41-69. Einar Benediktsson: „Norræn menning" f lausu máli I, Reykjavík 1952, 338. Gfsli Jónsson: „Islenzkt mái" f Mbl. 310. þáttur. Halldór Halldórsson: „Um málvöndun" f bókinni Mái og túlkun, 1981, 201-222. Vfkveiji: „íslenzkt mál“ f Mbl. 310. þáttur. Þorsteinn Gylfason: „Að hugsa á íslenzku" f Skfrni 1973, 129-166. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 5, NÓVEMBER 1988 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.