Lesbók Morgunblaðsins - 05.11.1988, Síða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 05.11.1988, Síða 10
, - *****,■.,.\ - * .'. PSIPW ,•■*.-ií«*í. /' v '>' ’V' ^■’'; ' y irfiSSSt-^ u. í;-;,'. , - - ' . .... Sá/x?- " . .,.. ...,','., .. . . . ; A^®æS£?í ÍV«‘ '*’• -..1 : §?§ Akureyri og Búðargil séð utan af Pollinum, Hlíðarfjall í baksýn. (21. ágúst) Við Surtshelli í Hallmundarhrauni, Eiríksjökull í baksýn. CoIIingwood gekk í hellinn og Gumst mikið til um þessa klakahöll: „Það var undurfagurt að horfa á birtuna bak við allar þessar gegnsæu og leiftrandi linur, keUur og kögur, org- elpípur, sptrur og líkneski og merlandi ískristaUatjaldið. “ (21. júlí) Snæfellsjökull séður frá Búðum, t.v. er Stapafell. „Ég málaði hann í lágnættishún Náttúran skartaði sínum fegurstu litum og framsviðið iðjagræn tún, þakin lækja Fegurðin og Um þessar mundir kemur úthjá Bókaútgáfunni Erni og Örlygi vönduð, litprentuð útgáfa á íslandsmyndum Collingwoods frá 1897 ásamt ljósmyndum, sem þá voru teknar. Haraldur Hannesson samdi ævisögu Collingwoods, þýddi sendibréf hans, ritaði formála og eftirmála og hafði umsjón með útgáfunni ásamt Ásgeiri S. Björnssyni, sem kannaði myndefni og samdi myndatexta. Bjöm Th. Bjömsson og Janet B. Gnosspelius rituðu einnig formála, en Sigurþór Jakobsson sá um uppsetningu og útlit. Gjöf íslandsvinar Örfá orð um MAJRK WATSON, sem færði Þjóðminjasafiiinu að gjöf flestar myndir W.G. Collingwoods Island og íslenska þjóðin hef- ur á öllum öldum eignast vini og aðdáendur sem sótt hafa landið heim og sýnt þjóðinni mikla ræktarsemi. Einn slíkra manna, sem hæst ber í þessum efnum á síðari árum, er án efa Englendingurinn Mark Wat- son. Strax á unga aldri tók hann slíku ástfóstri við ísland og íslenska menningu að hann kom nærri árlega til landsins. Mark Watson hafði mikla gleði af sögustöðum og fomum minjum. Þannig hvatti hann mjög til þess að gamli bær- inn í Glaumbæ í Skagafirði yrði varð- veittur og gaf mikið fé til þess að svo mætti verða. Þegar Mark Watson kom hingað til lands kom hann ávallt færandi hendi og gaf bókasöfnum og ýmsum stofnunum fágætar bækur og listaverk sem hann vissi að ekki voru til hér á landi. Ekki er unnt að gera þessari starfsemi hans nánari skil á þessum stað, en þess verð- ur að geta, að hann færði eitt árið Þjóð- minjasafni að gjöf flestar íslandsmyndir breska málarans og fomfræðingsins W.G. Collingwoods sem hann málaði hér á landi sumarið 1897. Þetta er tvímæla- laust ein hin veglegasta gjöf sem Þjóð- minjasafni íslands hefur borist bæði fyrr og síðar. Dr. Kristján Eldjám forseti íslands, þáverandi þjóðminjavörður, lét svo um mælt, að myndimar væra ger- semar sem aldrei yrðu metnar til fjár. Richard Mark Watson fæddist í Yorks- hire árið 1906, sonur Mantons lávarðar. Hann hlaut menntun sína í Eton-skóla og var um skeið í utanríkisþjónustu Breta. Hann andaðist á heimili sínu í / London í marsmánuði 1979. Mark Watson var trúr og dyggur vin- ur íslands og þjóðarinnar sem það bygg- ir. Hann var fölskvalaus vinur vina sinna og íslendingar munu varðveita minningu hans um langa framtíð. Heiti bókarinnar: Fegurð íslands og fornir sögu- staðir, er vel við hæfi og kemur að þeim kjarna málsins, að sö- gustaðirnir vora hvat- inn til fararinnar, en fegurðin varð teiknar- anum ljós og gerði hann hugfanginn, þegar komið var á staðinn. Collingwood vann menningarsögulegt afrek fyrir okkur; hann var góður skrásetjari jafnframt því að vera fær vatnslitamálari samkvæmt gamalgró- inni hefð brezka skólans og prýðilegur teikn- ari. Það er einkum og sér í lagi eitt, sem Collingwood er lagið: Að fanga andrúm. Það er þekkt fyrirbæri úr landslags- og stað- armyndum, að eitt er að skrásetja og hafa öll smáatriði í lagi, en annað að ná stemmn- ingunni. Það sem einkennir sögustaði - og raunar alla aðra staði einnig - í myndum Collingwoods, er andrúm hinnar fullkomnu rósemi. Bæirnir kúra vallgrónir í landslag- inu, nema einstaka höfuðból eins og Oddi, þar sem íbúðarhús og kirkja bera svipmót hinnar komandi aldar. Þetta andrúm rósem- innar hefur líklega horfíð endanlega með vélaöldinni, 4-5 áratugum eftir að Colling- wood var á ferðinni. Grímstunga í Vatnsdal. Þar bjó á sög vandræðaskálds. Á árunum 1886-1889 þingmaður Húnvetninga, og Ingunn Jó svo: „í Grímstungu var stór, fornfáleg mikill leki í öllum húsum“. Vorið 1899 ist bústólpi mikill. T.h. sést í Tungumúla

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.