Lesbók Morgunblaðsins - 07.01.1989, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 07.01.1989, Blaðsíða 4
Myrkur um iniðjan dag Endurminningar frá Kötlugosinu 1918 Ekki varð fólki í Víkurkauptúni svefnsamt þessa fyrstu nótt gossins, hættan af hlaupinu vofði stöðugt yfir og voru því verðir settir austur með Víkurhömrum til þess að fylgjast með hlaupinu, ef það skyldi fara vestur með. Áttu þeir að þeyta þokulúðra ef hættu bæri að höndum. EftirÓSKARJ. ÞORLÁKSSON Risastór jaki, sem hlaupið skildi eOir. TJ XX inn 12. október sl. voru liðin 70 ár frá síðasta Kötlugosi, en Katla gaus síðast þann dag haustið 1918. Þeim, sem áttu heima í nágrenni Kötlu, er þessir atburðir gerðust, munu þeir seint úr minni líða, svo stórkostleg voru þau nátt- úruundur, er gerðust í sambandi við gos þetta. Slíka atburði lifa menn sjaldnast nema einu sinn á ævinni og því standa þeir lengi lifandi fyrir hugskotssjónum, þegar litið er til baka. Sjötíu ár eru ekki langur tími í sögu einn- ar þjóðar, en á þessum árum hafa orðið ótrúlega miklar breytingar í íslensku þjóðlífí, ekki hvað síst er snertir samgöngur um landið, vítt og breitt. Skaftafellssýslan var fyrir sjötíu árum tiltölulega einangruð. Hún var sýsla mikilla sanda og mikilla sæva, og þar var fremur erfitt um ferðalög. Þá voru 3 dagleiðir frá Vík í Mýrdal til Reykjavíkur og margir farartálmar á þeirri leið og fjórar dagleiðir austan af Síðu og yfir erfíð jökul- vötn og sanda að fara. Menn gátu því ekki hlaupið til og fylgst með því sem var að gerast á afskekktum stöðum, eins og menn geta nú í dag. Nú komast menn á bifreiðum á tiltölulega stuttum tíma upp í óbyggðir og geta svifið í flugvélum yfir þeim stöðum, þar sem eitt- hvað markvert er að gerast, jafnvel þótt í óbyggðum sé. Það sem gerðist fyrir 70 árum á afskekktum stöðum var því fjarlægt og ókunnugt flestum landsmönnum, nema helst þeim, sem næstir voru, enda áhugi að fylgj- ast með sérkennilegum atburðum minni þá en nú. Þá voru heldur ekki blaðamenn og ljósmyndarar á hverju strái. KÖTLUGOSIÐ 1918 Þegar Katla gaus 1918 voru liðin 58 ár frá síðasta gosi árið 1860. Fáir mundu það gos, enda mun það hafa talist til hinna minni gosa. Og þótt Katla og Kötlugos bærust stundum í tal manna voru ýmsir þeirrar skoðunar, að Katla væri útdauð og myndi ekki gjósa framar. Þannig var þetta 1918. Víðsvegar um landið fylgdust menn að vísu nokkuð með þessum viðburðum, en víðast hvar voru þeir fjarlægir og óljósir. En mörgum eldri Skaftfellingum eru þeir enn í fersku minni og enn sjást þess víða merki, hvar Katla var á ferðinni. Mig langar í stuttu máli að rifja hér upp nokkrar minningar frá þessu Kötlugosi, eins og þær hafa geymst í huga 12 ára' drengs, sem þá var að alast upp austur í Vík í Mýrdal og varð vitni að þessum atburðum, sem hafa brennt sig fastar í hugann en flest annað á lífsleiðinni. Hér verður aðeins reynt að bregða upp nokkrum augnabliksmynd- um, en ekki að rekja rás atburðanna ná- kvæmlega eða segja sögu Kötlugosa, nema að litlu leyti. Það má þó geta þess, að talið er að Katla hafi gosið alls 16 sinnum, á rúmum þúsund árum, fyrst 894 og nú síðast 1918. Um fyrstu gosin eru heimildir fáar og sagnir óljósar. Talið er jafnvel, að nokk- ur af fyrstu hlaupunum hafi komið úr jöklin- um upp af Mýrdalssandi. Frá og með hlaupinu 1625 eru til allítar- legar lýsingar á gosunum, eru það frásagn- ir sjónarvotta og margar þeirra mjög merki- legar. Kötlugosum hafa jafnan fylgt stórkostleg jökulhlaup og öskufall, sem hafa gert Skaftafellssýslu þungar búsifjar, og lagt í auðn stórlandsvæði, þar sem byggðir hafa eyðst... í fyrsta jökulhlaupinu 894 eyddist byggðin norður af Álftaverinu, svokallað Dynskógahverfi. í hlaupinu 1311 eyddist Lágeyjarhverfi, vestan Álftavers. I hlaupinu 1660 tók af bæ og kirkju á Höfðabrekku, er þá stóð undir fjallinu, þá tók og af út- ræði við Skiphelli og við Skorbeinsflúðir undir Fagradalshömrum. Hlaup Kötlu 1721 er eitt mesta hlaup, sem sögur fara af. Þá eyddist bærinn í Hjörleifshöfða, er þá stóð vestan við höfð- ann en hann stóð síðan óbyggður í 30 ár. Öllum hlaupunum fylgdu meiri og minni landspjöll og erfiðleikar í sveitum eystra Hefur því íbúum Skaftafellssýslu jafnan staðið nokkur ógn af Kötlu og aðförum hennar og vonað, að hún yrði senn út- brunnin, en ef dæma má eftir gosinu 1918, er ekki líklegt að sú von rætist í bráð. Þjóðsagan Um Kötlu Lengi fram eftir öldum kunnu menn lítil skil á orsökum eldgosa, eins og reyndar á flestum öðrum fyrirbrigðum náttúrunnar, en samt leitaði alþýða manna sinna „skýr- inga" er smám saman festu rætur í þjóð- trúnni og lifðu í minni manna. í þjóðsögum Jóns Árnasonar er sagt frá einni slíkri þjóðsögu um uppruna Kötlu- hlaupa, er felur í sér einfalda „skýringu" á VatnsOaumurinn dreiGr sér um sandana austan við Vik. þessu náttúruundri, en hefur jafnframt á sér ævintýralegan blæ. Er talið að þjóðsag- an eigi uppruna sinn í Mýrdalnum, sem er ein af nágrannasveitum Kötlu. „Það bar til eitthvert sinn á Þykkvabæjar- klaustri, eftir að þar var orðið munkasetur, að ábóti, er þar bjó, hélt matselju eina, er Katla hét. Hún var forn í skapi og átti hún brók þá, sem hafði þá náttúru, að hver sá, sem í hana fór þreyttist aldrei á hlaupum; brúkaði Katla brók þessa í viðlögum. Stóð mörgum ótti af fjölicyngi hennar og skap- lyndi, og jafnvel ábóta sjálfum. Þar á staðn- um var sauðamaður er Barði hét, mátti hann oft sæta hörðum ávítum af Kötlu, ef nokkuð vantaði af fénu, þegar hann smal- aði. Eitt sinn um haust fór ábóti í veislu og matselja með honum og skyldi Barði hafa rekið heim allt féð, er þau kæmu heim. Fann nú smalamaður ei féð sem skyldi, tek- ur hann því það ráð, að hann fer í brók Kötlu, hleypur síðan sem aftekur og finnur allt féð. Þegar Katla kemur heim verður hún brátt þess vís, að Barði hefur tekið brók hennar. Tekur hún því Barða leynilega og kæfir hann í sýrukeri því, er að fornum sið stóð í karldyrum og lætur hann þar liggja. Vissi enginn hvað af honum varð, en eftir því sem leið á veturinn og sýran fór að þrotna í kerinu heyrði fólk til henn- ar: „Senn bryddir á Barða." En þá hún gat nærri, að vonska hennar myndi upp komast og gjöld þau, er við lágu, tekur hún brók sína, hleypur út úr klaustrinu, og stefnir norðvestur til jökulsins og steypir sér þar ofan í, að menn héldu, því að hún sást hvergi framar. Brá þá svo við, að rétt þar eftir kom hlaupjir jöklinum, er helst stefndi á klaustrið og Álftaverið. Komst sá trúnað- ur á, að fjölkyngi Kötlu hefði valdið þessu, var gjáin þaðan í frá nefnd Kötlugjá og svæðið er hlaup þetta eyddi Kötlusandur." (Þjóðsögur J.Á. I b. 184 bls.) GOSIÐ Þegar gosið hófst 12. október 1918 var bjart og fagurt veður í Vík í Mýrdal. Nóg var að starfa í þorpinu. Sláturtiðin stóð sem hæst og margt fólk vann við slátrun og verið var að skipa út kjöti í vélbátinn Skaft- felling og 3 Vestmannaeyjabáta, sem leigð- ir höfðu verið til kjötflutninga. Einnig var skipað upp tunnum og salti, en vegna skorts á þessum vörum hafði orðið að fresta fj'ár- rekstrum yfir Mýrdalssand um tíma og kom það í ljós síðar, að þetta var mikið happ og hefur vafalaust forðað frá töluverðu mann- tjóni. Laust eftir hádegi þennan dag fann fólk í Vík allsnarpa jarðskjálftakippi og stóðu hræringar þessar um tíma, en fóru fljótt minnkandi og líktust, er á leið, fíngerðum titringi. Brátt tóku menn eftir því, hvar ský eða gufustrókur allmikill steig upp á himininn í norðri yfir Mýrdalsjökli, í þeirri stefnu, er talið var, að Katla hefði bólstað sinn. Hækk- aði gufustrókur þessi stöðugt. Veltust skýja- bólstrar upp á himininn með ofsa hraða og tóku fljótt á sig hinar furðulegustu kynja- myndir. Þótti mönnum þetta kynlegt í fyrstu, en áttuðu sig fljótt á því, að þetta gátu ekki verið venjulegar skýjamyndir, heldur að hér væri Katla að vakna eftir 58 ára væran svefn. Þegar leið að nóni fóru að heyrast dynk- ir miklir til fjalla og mökkurinn úr jöklinum óx jafnt og þétt og tók brátt að sjá til leiftra í skýjabólstrunum. Um svipað leyti tók fólk eftir því, hvar jökulhlaup mikið geystist fram Mýrdalssand vestan verðan, milli Hjörleifs- h8fða og Höfðabrekkuheiða.Fyllti hlaupið strax farveg Múlakvíslar og bar með sér stóra ísjaka, allt á haf út. Var það hin stór- kostlegasta sjón, að sjá vatnsflóðið geysast fram sandinn og bera með sér hin furðu- legustu jakabákn, er byltust áfram í straum- kasti hlaupsins. Voru jakar þessir, sem hin stærstu hafskip, og má því geta sér nokkuð til um vatnsmagnið á sandinum, og hvílíkt hyldýpi þar hefur verið, enda leið ekki á löngu, áður en straumkast mikið og öldurót

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.