Lesbók Morgunblaðsins - 07.01.1989, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 07.01.1989, Blaðsíða 9
smátt og smátt. Hann var alltaf til staðar. Þetta var meðalmaður á hæð á sextugs- aldri með djúpar skorur í andlitinu sem líktust blýantsstrikum. Hann var með þunnt, rauðleitt hár og undarlega litlaus augnhár, augun djúpt sokkin inní höfuðið, varimar þunnar og teprulegar. — Þú ert að bíða, sagði hann við mig eitt sinn uppúr þurru þar sem ég sat og var að svipast um eftir stúlkunni. Sjálfur er ég að bíða, bætti hann við og deplaði augunum ákaft. Eg er búinn að bíða lengi. — Eftir hveq'u? spurði ég. Hann hugsaði sig lengi um áður en hann svaraði, horfði uppí loftið og togaði í undir- hökuna sem slapti eins og á horaðri kú. Loks leit hann á mig og sagði: — Engu. Á vinnustaðnum þar sem ég vann við að ryðveija hýja bfla fann ég að farið var að líta mig homauga. Þegar hlé gafst frá vinnu dró ég uppúr vasa mínum litla bók og fór að skrifa upp eitthvað sem ég hélt að gæti ailt eins verið ljóð. Nú var svo komið mínum tilfinningamálum að ég vildi ekki heita lyga- laupur og lét ég mig engu skipta þótt vinnu- félagamir skotruðu til mín augunum undur- furðulegir á svipinn. Ástin getur gert hvunndagsmenn að hetjum og þegar það er haft í huga að ég átti jafnvel í erfiðleik- um með að stafsetja nafiiið mitt rétt verður að líta á hveija setningu sem ég hripaði í þessa bók sem hetjudáð. Dagamir liðu og urðu að mánuðum. Grát- lega lítill árangur minn í þá átt að vinna hug stúlkunnar varð til þess að mig fór að dreyma hana á nætumar þar sem árangur- inn var stórbrotinn, svo stórbrotinn að ég mætti dag eftir dag of seint til vinnu sökum þess að ég vildi treina drauminn aðeins leng- ur. Dag einn gerðust þau undur að Morgun- blaðið birti eftir mig ljóð og fannst mér sem hamingjudísimar hefðu loksins ákveðið að röðin væri komin að mér. Fullur af eldmóði krafðist ég þess af stúlkunni að hún færi með mér á kaffihús og það varð úr. Ég hafði hugsað mér að blaða í Moqgunblað- inu, svona eins og af tilviljun og reka augun fullkomlega óvart í ljóðið eftir sjálfan mig og benda henni á það. Þegar á hólminn var komið kom ég varla upp orði. Hún hafði aldrei verið fallegri og tilfínningar mínar til hennar helltust yfir mig eins og flóðbylgja og ég fann og vissi að andlit mitt var rautt af hita. Samvem- stundin á kaffihúsinu leið hjá án þess að ljóðið mitt næði að komast útúr saman- brotnu blaðinu. Næsta kvöld beið ég á skemmtistaðnum eftir stúlkunni tilbúinn til þess að innheimta hina óborganlegu skuld. Maðurinn með hrakkótta andlitið og litlausu augnhárin sat við sama borð og hann var allur á iði líkt og eitthvað angraði hann stórkostlega. - Það dugar ekki að bíða lengur, sagði hann og deplaði augunum ákaft. Katastróf- an er ekki langt undan. Skjálftamir, bætti hann við þegar hann mætti skilningsvana augum mínum. Það era allir steinsofandi jrfír þessu. Jörðin á eftir að opna munninn °g gleypa þessa borg. Einu sinni var ég í útlendri borg og hún hrandi meðan ég skrapp í sturtu. Slq'álftamir eiga eftir að koma, það er engin spuming. Nei, nú dugar ekki að bíða lengur. Hann stóð hvatlega upp og gékk hratt í burtu, drifinn áfram af einhverri innri sýn. Stúlkan með göldróttu augun kom ekki þetta kvöld og heldur ekki það næsta. Mér leið orðið eins og prinsinum í ævintýrinu um Öskubusku og fannst sem tíminn hefði numið staðar á miðnætti um alla framtíð. Mánuðir liðu hjá. Ég sat í biðskýli í gamla, slitna rykfrakkanum mínum og gluggaði í Spámanninn eftir Kahlil Gibran meðan ég beið eftir strætisvagni. Annað slagið leit ég upp og virti fyrir mér bflana sem þutu hjá sem leiftun inní hveijum bíl prívat heimur, prívat hugsanir. Skyndilega sá ég bflana ekki lengur, augu mín störðu yfir götuna og Spámaðurinn féll úr höndum mínum niðrí rykið. Hinumegin götunnar ýtti stúlkan með galdraaugun á undan sér bamavagni. Við hlið hennar gekk maðurinn með gamla and- litið og litlausu augnhárin og hann steig varlega til jarðar líkt og hann óttaðist að jörðin gæti þá og þegar opnað munn sinn og gleypt hann með húð og ’hári. Hötundur er rithöfundur. Ljóð vikunnar I Sjónvarpi 8. janúar Gunnarshólmi eftirJÓNAS HALLGRÍMSSON Skein yfir landi sól á sumarvegi — og silfurbláan Eyjafjallalind gullrauðum loga glæsti seint á degi. Við austur gnæfir sú hin mikla mynd hátt yfir sveit og höfði björtu svalar á himinblámans fagurtæru lind. Beljandi foss við hamrabúann hjalar á hengiflugi undir jökulrótum, þarsem að gullið geyma Frosti ogFjalar. En hinum megin föstum standa fótum blásvörtum feldi búin TindafjöII og grænu belti gyrð á dalamótum. Með hjálminn skyggnda, hvítri Ifkan mjöll, horfa þau yfir heiðarvötnin bláu, sem falla niður fagran RangárvöII, þar sem að una byggðar býlin smáu, dreifð yfir blómguð tún og grænargrund- ir. Við norður rísa Heklu tindar háu. Svell er á gnípu, eldur geisar undir. í ógna djúpi, hörðum vafin dróma, skelfing og dauði dvelja langar stundir. En spegilskyggnd í háu Iofti Ijóma hrafntinnuþökin yfir svörtum sal. Þaðan má líta sælan sveitarblóma, því Markarfljót í fögrum skógardal dunar á eyrum, breiða þekur bakka fullgróin akur, fegurst engjaval þaðan af breiðir hátt í hlíðar slakka glitaða blæju, gróna blómum smám. Klógulir ernir yfir veiði hlakka, því fiskar vaka þar í öllum ám. Blikar í laufi birkiþrasta sveimur, og skógar glymja, skreyttir reynitrjám. Þá er til ferðar fákum snúið tveimur úr rausnargarði hæstum undir Hlíð, þangað sem heyrist öldufalla eimur, því hafgang þann ei hefta veður blíð, sem voldug reisir Jtán á Eyjasandi, þar sem hún heyir heimsins langa stríð. Um trausta strengi liggur fyrir landi borðfögur skeið með bundin segl við rá, skínandi tijóna gín mót sjávar grandi. Þar eiga tignir tveir að flytjast á bræður af fögrum fósturjarðarströndum og langa stund ei litið aftur fá, fjarlægum ala aldur sinn í löndum, útlagar verða vinar augum fjær, svo hafa forlögfært þeim dóm aðhöndum. Nú er á brautu borín vigur skær frá Hlíðarenda hám, því Gunnar ríður, atgeirnum beitta búinn. Honum nær dreyrrauðum hesti hleypir gumi fríður og bláu saxi gyrður yfir grund, — þar mátti kenna Kolskegg allur lýður. Svo fara báðir bræður enn um stund, skeiðfráir jóar hverfa fram að fljóti. Kolskeggur starír út á Eyjasund, en Gunnar horfir hlíðarbrekku móti. Hræðist þá ekki frægðarhetjan góða óvina fjöld, þó hörðum dauða hóti. „Sá ég ei fyrr svo fagran jarðar gróða, fénaður dreifir sér um græna haga, við bleikan akur rósin blikar rjóða. Hér vil ég una ævi minnar daga alla, sem guð mér sendir. Farðu vel, bróðir og vinur!“ — Svo er Gunnars saga. Því Gunnar vildi heldur bíða hel en horfinn vera fósturjarðar ströndum. Grímmlegir ijendur, flárri studdir vél, ijötruðu góðan dreng í heljar böndum. Hugljúfa samt ég sögu Gunnars tel, þarsem ég undrast enn á köldum söndum lágan að sigra ógna bylgju ólma algrænu skrauti prýddan Gunnarshólma. Þar sem að áður akrar huldu völl, ólgandi Þverá veltur yfir sanda. Sólroðin líta enn hin öldnu ijöll árstrauminn harða fögrum dali granda. Flúinn er dvergur, dáin hamra tröll, dauft er í sveitum, hnipin þjóð í vanda. En lágum hlífir hulinn verndarkraftur hólmanum, þar sem Gunnar sneri aftur. Listaskáldið góða er óþarft að kynna fyrir landsmönnum og fá kvæði hafa orðið þeim eins hjart- fólgin. Þess mun fjöldi íslendinga minnast við flutning Gunnarshólma, þegar þeir lærðu kvæðið utanbókar í bamaskóla. Nú er gott að rifja upp, hvort það tollir enn í minni. VILBORG HALLDÓRSDÓTTIR Líf Svo undurhægt upp úr portinu laeðist um dimma gangana konan með farm sinn dýrmætan bamið. Alein alein alein í fólksmergðinni leiknum og öfundin hnitar hringi kringum hana eins og slímug leðurblaka blái fuglinn í bijóstinu titrar hann er að kafna Ijósið í augunum að slökkna í stað þess að leiftra skærar verða að geislasverði svo vanmáttug er hún orðin Iftil litil lítil langar að öskra deyja til hvers að vera að þessu fyrir hvem fyrir hvern ekki fyrir hana lengvr. En hvað verður um bláa logann íbijóst- inu. eða bamið? Höfundurinn er leikkona. TRYGGVI V. LÍNDAL Hjáfé- lagsráð- gjafanum Hann: Ég heiti Jón Jónsson. Ég er gangandi tímasprengja. Eg er með félagslegan herðakistil. Hún: Eigum við að tala um það? Sitjum, tölum, slappaðu af. Hver hefur sína rödd. Mér líkar glannalegur hattur þinn. Mér finnst ekkert hlægilegt við handleggsstúfinn þinn. Hann: Ég fór í víking og ég kom aldrei heim. Eg er afskræmdur einsog flött byssukúla sem enginn vill bræða upp. Hún: Langar þig að ræða um það? ÖII höfum við frumþarfir fyrir ást, virðingu, öryggi. Hann: Ég hef spilað á trompet og beðið eftir englunum. Eg er að rifna að innan. Hún: Sestu niður og segðu mér frá því. ÖII höfum við týnt svo miklu. Höfundur er þjóðfélagsfræðingur. PALMI EYJÓLFSSON í Fjalla- sandi Daglangt og náttlangt brimið byltist við land hver bára með sog og dulúð hinn fram- andi kraftur, en Ijósgrá froðan sleikir hinn svarta sand og selimir lyfta upp hausnum ogstinga sér aftur. Með kvíða í augum, jafnt um fjöm og flóð þeir forðast manninn, — ó vara þig saklausi kópur, en utan við brímið er bátur á fiskislóð á breiðum vængjum sveimandi fugla- hópur. Hér týndust mannslíf, sorgin á bæjum var sár og seint komu vorin, með undrin og kvak í mnni, . með sólstafi í fjallið, — en brimgnýrinn aldir og ár undirspil dagsins, samgróið tilvemnni. Og fjaran er hluti þess lands, sem Guð okkur gaf menn glímdu við brimið ogýttu skipum frá landi. En suður í löndum er ylvolgt hið opna haf og afkomendurnir brúnir á hvítum sandi. Gullbrydduð hafsbrún, vorbjört í vest- urátt það er værð yfir byggð, er rauðu logarnir deyja. Svo fellur að aftur og fuglamir garga hátt er fiskibáturinn leggur af stað til Eyja. Höfundur býr á Hvolsvelli. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 7. JANÚAR 1989 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.