Lesbók Morgunblaðsins - 07.01.1989, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 07.01.1989, Blaðsíða 8
Mynd: Daöi Guöbjörnsson Fljótandi draumar Dag einn gerðust þau undur, að Morgunblaðið birti eftir mig ljóð og fannst mér sem hamingjudísimar hefðu loksins ákveðið, að röðin væri komin að mér. Fullur af eldmóði krafðist ég þess af stúlkunni að hún færi með mér á kaffihús og það varð úr. Eftir GUÐBERG AÐALSTEINSSON Avísum stað stendur skrif- að að sá einn gefí nokk- uð sem gefí af sjálfum sér. Alloft hef ég þegið sjálfan mig af sjálfum mér og í þeirri sælu bamstrú að sælla sé að gefa en þiggja hef ég stöku sinnum reynt að gefa sjálfan mig. Þessi saga er um slíka tilraun sem var gerð í fúlustu alvöru en einhvetju kann að skeika að hægt sé að kalla hana dagsanna. Eg var í einu af þeim húsum í borginni þar sem hægt er að fá drauma keypta í fljótandi formi, önnum kafínn við að halda uppá þann stórviðburð í mannkynssögunni að sléttur aldarfjórðungur var liðinn frá því ég leit þennan heim fyrst augum. Þetta kvöld hafði ég drukkið óspart'af þeim guðaveigum sem fá lyft andanum uppá hærra plan. Það var heiðvirður ásetn- ingur minn að drekka mig pöddufullan og var allt útlit fyrir að mér tækist það og voru borð, stólar og silfurlitaðar súiur fam- ar að flækjast fyrir fótum mínum sem hundsuðu fullkomlega þetta apparat sem kallað er heili. Barþjónn með andlit sem líktist sítrónu með rauða slaufu var að útbúa handa mér vískíblöndu þegar ég fékk vitrun. Ekki ber að skilja þetta svo að ég líti á sjálfan mig sem heilagan mann, í þessa vitrun vantaði alla gígjutóna, eldgíæringar og furðusýnir. Þama í hálfmyrkum sal iðandi af sveittu holdi í sparifötum mættu aldarfjórðungs- gömul augu mín öðrum augum, augum sem hafa fylgt mér eftir alla tíð síðan eins og skugginn minn. Þetta voru göldrótt augu því þau drógu mig til sín þrátt fyrir útskeifa brauðfætur gegnum þvögu sem við fyrstu sýn leit út fyrir að vera óvinnandi öðrum en berserkjum og fyrr en varði var ég kominn eins nálægt þessum augum og var velsæmandi. Eigandi galdraaugnanna var stúlka með mjög ákveðinn en þó fallegan svip. Hár hennar var Ijóst og liðað og virtist lifa nokk- umveginn sjálfstæðu lífí, hún var með há kinnbein og nautnalegar varir og smávaxinn og fíngerðan líkama sem mig langaði sam- stundis til að halda utanum. Ég ákvað að gefa sjálfan mig. — Eg ætla að drekka mig blindfullan í kvöld, heyrði ég sjálfan mig segja. Svona eftir á að hyggja sé ég að þessi yfírlýsing um framtíðaráform mín gat haft þau áhrif að kynni okkar yrðu ekki lengri, en það fór á annan veg. Hún sagðist vinna á bókasafni og mátti heyra á henni að hún var mikill bókaunnandi. Bækur voru mér satt best að segja ekki hjartfólgnar og því erfíðara verður að skilja þá fullyrðingu sem frá mér kom og ég mun skýra frá hér á eftir. Ég hef það eitt mér til málsbótar að ég var þá þegar yfir mig hrifinn af þessari grannvöxnu stúlku. — Ég er skáld, sagði ég. Viltu dansa? Hún brosti með göldróttu augunum sínum og stóð upp. Ég elti hana út á dansgólfið og tók að hreyfa mig í takt við tónlistina. Ég vil taka það fram að ég hef engin próf- skírteini í þeirri tegund fótmennta sem kall- ast dans, því síður leyfi ég mér að kalla mig náttúrutalent á því sviði. Annað slagið fann ég að eitthvað mjúkt lenti undir fótum mínum og stöku dansari rak upp sársauka- vein en ég lokaði augunum fyrir slíkum smáóhöppum og hélt ótrauður áfram á hinni grýttu braut kúnstarinnar. í miðri hringsveiflu með hælslætti undir vinstri rasskinnina greip stúlkan í mig og sagðist því miður verða að fara. — Ég skulda þér dans, sagði hún og hvarf inní iðandi mannhafíð. Þannig atvikaðist það að ég átti inni dans. Sjálfsagt undrar engan þótt ég hafi frá þeirri stundu sótt heim þennan skemmti- stað af stakri samviskusemi. Dyragæslu- menn og barþjónar þekktu mig orðið með nafni og þegar ég mætti á staðinn heilsuðu þeir mér kumpánlega sem gömlum og trygg- lyndum vini. Jafn örugglega og sólin rís í austri og sest í vestri birtist ég um hverja helgi á vínrauðu og klístruðu nælonteppinu leitandi að hinum göldróttu augum. I hvert sinn sem við hittumst minnti ég hana á skuldina en það var sama hversu oft við dönsuðum, alltaf jókst skuldin. Það var orðið að einu raunverulegu nautn lífs míns að dansa við þessa stúlku, halda utan- um hana, finna hár hennar stijúkast við vanga minn og fylgja með augunum mjúk- um hreyfingum hennar um dansgólfið. Ekki man ég hvenær ég tók fyrst eftir manninum með lífsþreytta andlitið, helst er ég á því að ég hafí tekið eftir honum svona

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.