Lesbók Morgunblaðsins - 07.01.1989, Blaðsíða 17
7. JANÚAR 1989
Alpaland
norðursins
Fjallavatn — lítill bær í dalsbotni — og allir á skíðum.
Noregur hefur lengi haft það
orð á sér, að þar sé of dýrt að
eyða skíðafríi og að norsk skíða-
svæði séu meira fyrir gönguskíði.
„Þetta er bara þjóðsögn,“ segja
Norðmenn og við skulum líta á
hvað þeir hafa fyrir sér í því. Nú
er búið að ákveða, að Vetrar-
Ólympíuleikamir 1994 verði í
Lillehammer og Norðmenn ætla í
tengslum við leikana að koma
Noregi á heimskortið, sem „Alpal-
andi norðursins“. Þeir hafa líka
úr miklu að moða — um 700 skíða-
svæði eru frá Kristjánssandi í
suðri til Kirkjuness í norðri. Frá
1984 hafa yfir 130 nýjar lyftur
verið byggðar — 45 nýjar lyftur
voru teknar í notkun í fyrra og
fleiri eru í smíðum. Norðmenn
vinna stöðugt að því, að verð á
gististöðum þeirra sé við allra
hæfi. Hagstæðasta gistiverðið er
á gistiheimilum, í norsku „hyttun-
um“ eða í hjólhýsum. Mörg eldri
skíðahótel hafa líka gjörbreytt
gistiaðstöðu sinni, bæði endurnýj-
að og byggt nýtt, þannig að gisti-
möguleikar eru alltaf að verða
fjölbreyttari. Norðmenn ætla sér
í framtíðinni að vera með útsýnis-
flug í þyrlum yfir stórbrotnasta
flalllendið, svipað og hefur náð
miklum vinsældum í Bandaríkjun-
um, Nýja-Sjálandi og víðar.
Kostnaður
Skíðafrí í Noregi kostar álíka
Á kortinu má sjá hvernig skíða-
staðirnir liggja.
og skíðafrí í Austurríki, en er yfir-
leitt ódýrara en til dæmis í Sviss.
Auðvelt ætti að vera að fá hag-
stæð fjölskyldufargjöld til Noregs
í gegnum íslenskar ferðaskrifstof-
ur. Norsk skíðahótel fá svipaða
einkunn í gæðaflokkun og þau
frönsku í erlendum skíðablöðum,
þó að vart sé hægt að hugsa sér
ólíkari uppbyggingu. Lyftugjöld
eru yfirleitt lægri í Noregi en á
meginlandi Evrópu, kosta til
dæmis um V3 af lyftugjöldum í
Frakklandi.
Hvað einkennir norsk
skíðasvæði?
Vissulega má þar nefna margt.
Matur ber svipmót af hinu fræga
„smörgás“-borði Norðurlanda, má
þar nefna reykt hreindýrakjöt,