Lesbók Morgunblaðsins - 07.01.1989, Blaðsíða 19
F erðafréttir
Vinalegt gistiheimili í Bretlandi.
höfn. Sýningargripimir koma frá
Bandaríkjunum. Risadýrin eru
mótuð í eðlilegri stærð, hreyfa
sig, gefa frá sér óhugnanleg hljóð
og líta mjög ógnvelqandi út! Sýn-
ingargestir ganga í gegnum aðal-
inngang, en í miðrjum garði er
búið að koma fyrir stóru tjaldi er
hýsir dýrin. Sýningin stendur
fram yfir páska.
Einkunnir fyrir Kastrup-
og Kennedy-flugfvöll
Það er ekki eins erfitt og áður
að fara um Kennedy-flugvöll í
New York að sögn erlends ferða-
blaðs. Núna eru það aðeins um
45 mínútur frá því að þú yfírgef-
ur flugvélina þangað til þú ert
kominn í rútu eða bíl. Áður gat
það tekið um 2-3 klukkutíma!
Ameríska tímaritið Time gengst
fyrir árlegum rannsóknum, hvaða
alþjóðlegu flugvallaverslanir em
bestar. Að þessu sinni fær danski
flugvöllurinn á Kastrup hæstu
einkunn.
Útsölur í Frankfurt
Frankfurt er stöðugt að verða
vinsælli borg hjá íslendingum,
sem flestir koma þangað til að
njóta lífsins eða í verslunarerind-
um. Vetrarútsölur hefjast form-
lega í Frankfurt síðasta mánudag
í janúar og standa f tvær vikur.
Algengt er að verð lækki þá frá
30% og allt niður í 50-60%. Aðal-
verslanahverfíð er við Hauptwac-
he-torg og á göngugötunni Zeil.
Aigengustu spumingar hjá
íslensku ferðamönnunum eru:
Hvaða verslanir taki greiðslukort
— hvaða bankar láti af hendi
reiðufé út á kort og hvemig á að
fá söluskatt endurgreiddan? Stór-
verslanimar KAUFHOF,
HERTIE, OTT UND HEINEM-
ANN við Zeil viðurkenna bæði
Euro og Visa. Flestir bankar og
öll pósthús iáta af hendi reiðufé
út á Euro-kort, en aðeins tveir
bankar í miðbænum, CC-Bank og
KKB-Bank taka við Visa-kortum.
Banki á aðaljámbrautarstöð (op-
inn til kl. 22 á kvöldin) tekur við
báðum kortum. Leiðbeiningar um
endurgreiðslu söluskatts eru í
dálkinum „Hinn hagsýni ferða-
maður". Til fróðleiks fyrir ferða-
menn til Bretlands, þá heijast
útsölur þar yfírleitt síðustu dag-
ana í desember, rétt eftir jól og
standa fram eftir janúar.
Árleg víkingahátíð
Jórvíkur
Hin árlega víkingahátíð í enska
bænum York hefst 27. janúar og
stendur til 25. febrúar. Þar verður
margt á dagskrá að venju, allt frá
víkingabardaga til hefðbundinnar
bálfarar á langbát. Jórvík er nafn-
ið á hinni gömlu víkingabyggð í
sögubænum og Jórvíkur-víkinga-
safnið hefur dregið til sín fjórar
milljónir ferðamanna, síðan það
var opnað í apríl 1984. Bærinn
York, sem liggur 193 mílur norð-
ur af London, var eitt aðalaðsetur
víkinga og hluti af víkingabyggð-
inni í Jórvík endurfæddist, þegar
ferðamönnum var gefínn kostur á
að ferðast 1000 ár aftur í tímann
með rafknúnum „tímabílum"!
Að geta eldað sjálfur
í skoskum stíl
Hús á friðsælli eyju; íbúðir í
gömlum, sögulegum húsum; end-
umýjuð lítil mylluhús eru á meðal
Frá víkingasafiiinu i Jórvík.
meira en 30 friðaðra húseigna,
sem „National Tmst for Scotland"
hefur látið útbúa sem orlofshús
með eldunaraðstöðu fyrir ferða-
menn, frá mars til októberloka.
íbúðir em í Leith Hall og Haddo
House í Aberdeen-skíri; orlofshús
í Ross-skíri og Dumfries-skíri og
stórt íbúðarhús á eyjunni Canna,
suður af Skye. Nánari upplýsingar
hjá Alison Rankin, Dept. HS,
National Trast for Skotland, 5
Charlotte Square, Edinburgh EH2
4DU.
Á skíðum í Skotlandi
Eitt af tilboðunum í bæklingn-
um„Ski Holidays Scotland" hljóð-
ar upp 50 pund á mann fyrir fimm
gistinátta orlofsdvöl á skíðasvæði
í hjarta Skotlands. Boðið er upp
á gistingu í lúxushótelum, gisti-
heimilum og litlum húsum með
eldunaraðstöðu í bæjunum Ca-
imgorm, Glenshee, Lecht og Glen-
coe. Fjöldi skíðafólks í Skotlandi
hefur tvöfaldast síðustu 10 árin
og gistinætur vom um 670.000 í
fyrra. 19 skíðaskólar em til-
greindir í bæklingnum. Nánari
upplýsingar hjá Scottish Tourist
Board eða í síma (0349) 63434.
„Travelodge“ við
breska þjóðveginn
Gistiheimili meðfram þjóðveg-
um í Bretlandi hafa hingað til
verið undir nafninu „Little Chef
Lodge“, en heita nú „Trave-
lodge". Gistihúsakeðjan „Tmstho-
use Forte" var áður með 29 slík
gistiheimili við veginn, en frá árs-
byijun era þau komin upp í 40.
Travelodge er með ódýra gistingu
og sama verð hefur gilt síðustu
þijú ár; eins manns herbergi 1400
krónur, tveggja manna herbergi
1750 krónur. Öll herbergin em
með sérsnyrtiherbergi, litasjón-
varpi og aðstöðu til að hita sér
kaffi eða te.
Yfir Eyrarsund með
„þotuhraða“
Milli Kaupmannahafnar og
Helsingjaborgar þjóta nú nýtísku
þotubátar á 80 km hraða á
klukkustund. Ferðin frá Kaup-
mannahöfn til Helsingjaborgar
tekur um 40 mínútur. Brottför í
báðar áttir er níu sinnum á sólar-
hring. Bátamir em með lúxus-
farrými fyrir þá sem óska, veiting-
ar og sölu á tollfijálsum varningi.
Risaeðlur til sýnis
í Kaupmannahöfh
Fyrsta desember var opnuð
sýning á risaeðlum og öðmm fom-
aldardýmm í Tívolí í Kaupmanna-
Hinn hagsýni
ferðamaður
Margs þarf að gæta á ferðalögum og oft er hægt að spara
sér ótaldar upphæðir, ef rétt er að málum staðið. íslending-
ar eru kaupglaðir erlendis, enda vöruverð oft freistandi lægra
en vöruverð hér heima. Mörgum vex I augum að fá söluskatt
í viðkomandi landi endurgreiddan vegna útfyllingar á eyðu-
blöðum og fleira, en við skulum líta á hvað það er í rauninni
einfalt.
i
Atriði til athugunar:
1. Söluskattur fæst ekki endur-
greiddur nema keypt sé fyrir
ákveðna lágmarksupphæð, þess
vegna er oft betra að gera inn-
kaup í stórverslunum.
2. Farið að upplýsingaborði við-
komandi verslunar og spyijið hvar
„service center" sé.
3. Takið eyðublað vegna sölu-
skatts í hverri deild um leið og
þið borgið.
4. Þegar þið emð búin að kaupa
allt sem þið ætlið ykkur í viðkom-
andi stórverslun, þá farið þið með
öll eyðublöðin að „service center“
— takið númer þar, látið stimpla
á eyðublöðin og hjálpa ykkur til
að fylla þau út.
5. Hafíð með ykkur vegabréf,
oftast er beðið um vegabréfsnúm-
er.
6. Oft getur verið upp í klukk-
utíma biðröð við „service center",
sérstaklega síðdegis — betra að
Það getur munað um minna en að fá endurgreiddan söluskatt af dýrum varningi.
vera á ferð snemma dags.
7. Hafið allan varning, sem þið
ætlið að fá endurgreiddan sölu-
skatt á, í sérstakri, handhægri
tösku, þegar þið komið á flugvöll-
inn, en þið þurfið að vera viðbúin
að sýna hann, eftir að komið er
í gegnum innritun.
8. Flestar flughafnir endur-
greiða söluskattinn í beinhörðum
peningum — aðrar senda ávísun
seinna.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 7. JANÚAR 1989 19