Lesbók Morgunblaðsins - 28.01.1989, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 28.01.1989, Blaðsíða 2
H E 1 L S U F R Æ Ð 1 Aukefiiin og við Nær allar kannanir á viðhorfum almennings til mataræðis hafa leitt í ljós að meirihlutinn hefur miklar áhyggjur af því hvort mataræði þeirra sé „hollt“ eða ekki. Aftur á móti er skilningur almennings á mismunandi hollustu Aukefnin eru komin til að vera. Þau hafa verið notuð í matvæli frá alda öðli og verða það sjálfsagt áfram. Það sem er nýtt í þeim málum er framleiðsla tilbúinna aukefna með efnafræðilegum aðferðum. Hræðslan við þau hefur leitt til þess, að notkun náttúrulegra aukefna hefur aukizt á kostnað þeirra tilbúnu. EftirÓLAF SIGURÐSSON oft ekki sá sem ætla mætti. Er ýmislegt misskilið samkvæmt könnunum þar um. A meðan fólk er óupplýst um þessi mál munu sjálfskipaðir leikmenn og æsifréttamennska ætíð eiga upp á pallborðið hjá því. Oft er talað um að sérfræðingamir séu ekki nógu duglegir að kynna málin faglega og á að- gengilegan hátt: En það er ekki eingungis við sérfræðing- ana að sakast. Sé tekið tillit til þess hve mikil umfjöllum er um listir og menningu í fjölmiðlum, miðað við vísindi og rannsókn- ir og síðan hve margir starfa við þessar greinar, sjáum við hróplegt ósamræmi. Rangar Fullyrðingar Og falsanir Uum aukefnin Ymsar fullyrðingar hafa komið fram um óhollustu aukefna. Hefur verið rætt um of- urvirkni bama og ofnæmisviðbrögð eða svonefnt fæðuóþol. Einnig hafa verið birtar falsaðar skýrslur þar sem fullyrt er um krabbameinsvalda o.fl. Það eina sem má telja að eigi sér stoð í raunvemleikanum er að sumir einstaklingar geta haft fæðuóþol eða ofnæmi gegn ein- staka aukefnum. Samkvæmt upplýsingum Brauð, ís, kökur, sælgæti og Beira. Hætt er við að þessar vörur yrðu harla ógeð- felldar áa aukefha. Ýmsir sériræðingar tefja, að náttúrulegu aukefhin séujafh örugg og önnur. Þó telja heilbrigðisyfírvöld iétt að auka hlut þeirra á kostnað tilbúinna aukefha. frá ofnæmisdeild Landspítalans er mjög erfitt að átta sig á tíðni ofnæmistilvika hér- lendis. Skortir mjög rannsóknir á þessu. Talið er að böm fái ofnæmi gegn algeng- ustu fæðutegundum vegna þess hve melt- ingarfærin em óþroskuð. Er ætlað að um 6% bama fái ofnæmi af þessum orsökum, en erfitt getur reynst að staðfesta þær tölur nákvæmlega. Talið er að um 1% af fullorðn- um geti haft ofnæmi gegn fæðu en gæta verður þess að um sama fyrirvara er að ræða. Skortir mjög á rannsóknir um þessi mál hérlendis. Þó skal geta starfs Davíðs Gíslasonar læknis á Vífilsstöðum. Að hans sögn er óvenjuhátt hlutfall þeirra, sem leita læknis- hjálpar vegna líklegra ofnæmisviðbragða með ofnæmi gegn algengustu rotvamarefn- um. Hefur hann oft bent á mikilvægi þess að matvælaframleiðendur merki framleiðslu sína með tilheyrandi E-númemm svo of- næmissjúklingar geti forðast þessi efni. HVERSU MARGIR HAFA OF- NÆMIGEGN AUKEFNUM ? Ein erlend heimild1 greinir frá því að um 3-15 einstaklingar af hiveijum tíu þúsund (0,03-0,15%) geti haft ofnæmi gegn aukefn- um. Önnur heimild greinir frá því að um 0,01- 0,23% einstaklinga hafi ofnæmi gegn auk- efnum í matvælum. Telja höfundamir þeim tölum bera vel saman við aðrar heimildir, sem þeir nefna. Ef þetta er rétt er ljóst að ekki nema lítill hluti almennings þarf að varast aukefii- in. Oft veit fólk, sem er haldið ofnæmi, hvað um er að ræða og forðast þá viðkom- andi aukefni svo framarlega sem það er merkt á umbúðimar. Heilbrigðisyfirvöld' hafa verið gagnrýnd fyrir það að banna aukefni, þegar það em enn fleiri einstaklingar, sem hafa óþol gegn matvælunum sjálfum. Einnig að þeir, sem hafa óþol eða ofnæmi gegn aukefnum, geta varast matvæli, sem þau er að finna í. Heilbrigðisyfirvöld hafa aftur á móti bent á, að taka þarf tillit til þess að mismunandi aukefni valda missterkum ofnæmisvið- brögðum og að áhrifín geti einnig verið magnbundin. Sum aukefni em þvi aðeins leyfð í fáeinar vömtegundir og þá í litlu magni. Því má búast við að tiltekið aukefni sé leyft í eina tegund matvæla en bönnuð í aðra. Framleiðsla Aukefna Aukefnin em komin til að vera. Þau hafa verið notuð í matvæli frá aldaöðli og verða það sjálfsagt áfram. Það sem er nýtt í þeim málum er framleiðsla tilbúinna aukefna með efnafræðilegum aðferðum. Hræðslan við þau hefur leitt til þess að notkun náttúm- legra aukefna hefur aukist á kostnað þeirra tilbúnu. Hér hefur gætt nokkurs misskilnings. Vinnsla náttúmlegra aukefna er yfírieitt flókin og mjög „efnafræðileg". Fyrst þarf að einangra aukefnið og svo að hreinsa úr því öll önnur efni. „Efnafræðilega" aukefnið er jafnvel framleitt eða einangrað með svipuðum að- ferðum, þ.e. felling, eiming, suða í sým eða basa og/eða úrdráttur með lífrænum leysi- efnum. Notkun efnahvata hefur aukist vem- lega hin síðari ár. „HOLLUSTA" AUKEFNA Sú skoðun hefur komið fram, að unnin aukefni séu ömggari en þau náttúmlegu, þar sem þau fyrmefndu hafa verið mun meira rannsökuð vegna efasemda um holl- ustu þeirra. Þetta gæti hafa átt við fyrir áratug eða svo, en nú orðið má segja að jafnt sé komið milli náttúmlegra efna og gerviefna hvað rannsóknir á hollustu þeirra varðar. Má treysta því að leyfð aukefni ógni ekki heilsu landsmanna. Við rannsóknir á krabbameinsvaldandi efnum í ávöxtum og grænmeti fyrir og eft- ir úðun með .skordýraeitri kom í ljós að náttúmleg efnasambönd í garðávöxtunum vom mun öflugri krabbameinsvaldar en rétt notað skordýraeitur. Vom ýmsar tegundir skordýraeiturs og garðávaxta rriældar. Töldu rannsóknarmennimir að ýmis nátt- úraleg efnasambönd yrðu alls ekki leyfð í matvælin yrði farið fram á það af matvæla- framleiðendum. Við ættum þó ekki að venja okkur á það að hræðast matvælin vegna þeirra efnasam- banda sem þar er að fínna. Síst ef við forð- umst einhæft mataræði. Fólk sem almennt ferðast með lyftum, bílum eða flugvélum setur sig jafrian ekki inní þær öryggiskröfur sem em gerðar og treystir jafnan á öryggið, jafnvel þó að það sé ekki 100%. LlTAREFNI Væm öll litarefni bönnuð og ekki lengur notuð í matvæli er hætt við að það geti orðið heldur ógeðfelld reynsla að kaupa í matinn, hvað þá að borða hann. Litarefnin gegna sérstöku hlutverki í matvælum. Þau em að vísu ekki „nauðsyn- leg“ fyrir hollustu sakir en sú staðreynd að við viljum fá matvæli sem líti vel út og em gimileg ræður mestu um notkun þeirra. Þess vegna nota matvælaframleiðendur lit- arefni { matvæli. Verði litarefni (sem og önnur aukefni) talin skaðleg er notkun þeirra bönnuð. En málið er ekki svo einfalt. Tökum sem dæmi tartrazine, sem nú er aðeins leyft í brennd og óbrennd vín, en hefur áður verið notað í gosdrykki. Þrátt fyrir að lítill minnihluti almennings fái ofnæmi við neyslu þess, var ákveðið að banna það og em nú önnur litar- efni notuð í staðinn. Bent hefur verið á að í raun sé möguleiki á að ofriæmið flytjist yfir á annan hóp, þ.e. þann hóp sem hefur ofnæmi fyrir þeim litarefnum sem koma í staðinn fyrir tartrazine. Einnig em þau efni ekki eins stöðug og þarf því jafnvel að nota önnur aukefni til að auka stöðugleika þeirra. Þessháttar gagnrýni er m.a. svarað með því sem áður hefur verið sagt um missterk ofnæmisviðbrögð gegn mismunandi aukefn- um ,og að ofnæmi gegn aukefnum er misal- gengt eftir því hvaða aukefni á í hlut. Þann- ig geta sum aukefni verið leyfð á einum stað en bönnuð á öðmm, allt eftir því hvem- ig viðkomandi heilbrigðisyfirvöld meta ástandið hveiju sinni. Rotvarnarefnin Þessi efnaflokkur hefur sætt mikilli gagn- rýni. Sögur hafa m.a. heyrst um að lík rotni ekki í gröfum vegna neyslu aukefna í mat- vælum. Þessháttar sögur bera einungis vitni um gagniýnislausa hugsun viðkomandi eða trúgimi. Það versta í þessu em fullyrðingar utan á umbúðum matvæla, sbr. „engin rotvamar- efni“ eins og þau séu eitthvert eitur. Svo notar sami framleiðandi rotvamarefni í aðr- ar vömr fyrirtækisins. Svona' vitleysa er afleiðing af fáfræði og er eingöngu verið að spila á þekkingarleysi almennings í þess- um efnum til að geta „selt betur en hinir". Ætla má að rotvamarefnin séu ekki hættulegri en önnur aukefni. Þó hefur Davíð Gíslason læknir bent á háa tíðni ofnæmisvið- bragða hjá fólki gegn algengustu rotvamar- efnunum eins og áður hefur verið minnst á. Má vera að mjög almenn notkun tiltek- inna rotvamarefna (bensósýra og sorbin- sýra) sé um að kenna. Þó vantar mikið á rannsóknir um þessi mál til að staðfesta þessháttar. Athyglisvert er að sérfræðingar hafa bent á, að líklega er mun hættuminna fyrir þorra almennings að neyta matvöm með rotvam- arefnum í, en sömu vöra án rotvamarefna, vegna hættu á eitmnum af völdum örvera- gróðurs, þar sem geymsluþol mundi lækka stórlega, væm rotvamarefnin ekki notuð. LOKAORÐ Almenningur verður að gera sér grein fyrir því að það ferli sem matvælaframleiðsl- an er komin í er ekki vegna tilviljana. Notk- un aukefna hefur aukist vegna aukinna krafna frá neytendum í fjölbýli um fyöl- breyttan og góðan mat með langt geymslu- þol. Rannsóknir á áhrifum aukefna em sífellt í gangi og fer fram reglulegt endur- mat þeirra. I ljósi þessa endurmats hefur nýlega ver- ið gefin út sérstök reglugerð um aukefnin. Munu matvælaframleiðendur vera í óða önn að breyta framleiðsluvöram sínum til móts við nýjar og breyttar reglur, væntan- lega okkur neytendum til hagsbóta. HEIMILDIR: 'Tumcr, A. Food Manufacture júU 1987 s:81-86. ^Young, E et. al. Joumal of the Royal College of Physicians vol. 21 no. 4 okt. 1987 s: 6-11. Höfundur er matvælafræðingur. 2

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.