Lesbók Morgunblaðsins - 28.01.1989, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 28.01.1989, Blaðsíða 14
Lyftur í VAL GARDENA: 58"5 20 3~ 5 'Ö' 5 y Möguleikar til íþróttaiðkana: Eftir dag á skíðum: ii íi>? * Söfn, Sýningar Skíðabærmn, Wolkenstein (Selva á ítölsku) liggur í stór- brotnu umhverfi. í lyftum og 25 í brekkum, en viss- ara er að koma tímanlega að síðustu lyftu til að geta rennt sér 10-15 mínútna brun niður í Wolk- enstein. Lyftumar loka kl. §ögur. Sólrík háslétta „Seiser Alpe" ligg- ur fyrir ofan Val Gardena, paradís fyrir gönguskíðafólk. Að austan- verðu við fjallið Langaklett liggur Fassa-dalur, sem er geysilangur og víðáttumikill, með 10 mismun- andi skíðasvæðum. Efst í dalnum er lyftutenging yfir á Marmolada- jökul, en þar er vinsælt sumar- skíðasvæði. Neðar í dalnum er komið í fjallaskörðin „Passo De Rollo" og „Passo San Pellegrino", þar er líka hinn frægi skíðabær, Cavalese, en Canazei er aðalbær- inn efst í dalnum. Öll þessi svæði og fleiri gefa geysimikla mögu- leika. Hægt er að renna sér á milli svæðanna, en ef tími er skammur er betra að notfæra sér skíðarú- tumar, sem ganga á milli — verð í þær er innifalið í „skíðapassan- um“. Til athugunar Þeir sem koma akandi, ættu að hafa smágjaldeyri handbæran, en vegaskattur er á öllum hraðbraut- um í ftalíu. Einnig er gjaldtaka á Evrópubrúnni rétt sunnan við Innsbruck. Tíu til tólf tíma akstur er frá Lúxemborg til Val Gardena — um fjórir tímar frá Salzburg. Þeir sem ætla að flakka á milli skíðasvæða í Evrópu á aðalskíða- tímanum, ættu að tryggja sér gist- ingu áður — til að fá hana ódýr- ari. Víðast er hægt að fá gistingu án bókunar, en hætt er við að hún verði þá í dýrari kantinum. Þeir sem eru forsjálir og panta sjálfir — hringja á ferðaskrifstofur — fá skrá yfir verðin og panta fyrirfram. Litlu fjölskyldu-gistiheimilin, eru yfirleitt umtalsvert ódýrari en stærri hótel. Almennar upplýsingar Hæð skíðasvæðis: 1.200-2.681 metrar. íbúafjöldi í Val Gardena: 8.500 Heilræði til „hægfara“ skíðamannsins Hvernig á að skíða í Qöl- mennum skíðabrekkum? Vinsælustu skiðabrekkurnar erlendis minna oft á yfirfullar sólar- strendur, um háannatímann, þegar skíðafólkið þyrpist þangað hvað- anæva að úr heiminum. Og ferðamenn breiða ekki úr sér i kyrrstöðu í brekkunum eins og á sólarströndum — heldur renna sér á fleygi- ferð — hver innan um annan! Og margir kvarta yfir þvi, að stöð- ugt verði erfiðara og hættulegra, að skíða af öryggi í gegnum mannþröngina! í langþráðu skiðafrfi erlendis er ekki í samræmi við „óskáfrfið“ ——. að komast ekki upp í brekkumar, vegna biðraða og þora kannski ekki að skíða niður, þegar upp er komið — ekki vegna svimandi hæðar, heldur af ótta við að lenda i árekstrum! Skíðamaður, sem þekkir svæðin, reynir að sjálfsögðu að velja staði, sem ekki eru yfirfullir, en á háannatímanum (febrúar, mars og um páska) er alltaf hætta á að lenda í Qölmenni og þá er betra að vita — hveraig best er að skfða í fjölmenni. Að leika „köttur og mús“ — í brekkunum! Stundum er — leikur músarinnar að komast undan kettinum — eina leiðin til að forðast árekstur. Og flölmenni — í skíðabrekkum, jafnt sem annars staðar — dregur til sín þá sem vilja sýna sig! Skíðabúning- ar eru alltaf að verða skrautlegri og þeir sem vilja sýna sig mest — skíða oft of hratt miðað við getu — og eru hættulegastir í „umferð- inni“. Skrautlegir skíðabúningar og skíðahæfni fara ekki alltaf sam- an. Beitið sömu brögðum í brekk- unum og góður leigubílstjóri í Lon- don — á skíðum eins og í akstri er hættulegast að taka framúr! Að „keyra“ of hratt eða — ofhægt! Höfuðsynd, hjá hraðskreiðum skíðamanni er að fella þann, sem skíðar hægar með því að fara fram- úr honum — of nálægt og of hratt. Og það hjálpar ekki þeim, sem skíðar hægar — að fara eftir regl- unum, ef aðrir gera það ekki — eða láta sem ekkert sé. Hægfara skiðamaður má ekki breyta allt í einu um stefnu — til dæmis fara yfir fjölfama braut, án þess að líta upp fyrir sig. Hann má heldur ekki fara í andstætt svig á móti öðmm skíðamanni — slíkt getur valdið mjög slæmum höfuðhöggum. Ör- uggast, fyrir hægfara skíðamann- inn, er að halda sig ekki á miðri braut, heldur til hliðar. Nokkrar „gullvægar“ skíðareglur Ef þú ert óömggur, þá renndu þér til hliðar og stoppaðu. Þó að þér finnist, að straumurinn niður brekkuna sé óendanlegur, þá myndast alltaf bil á milli. Vertu ekki áhyggjufullur, þó að svigtækni þin fari í mola, vegna þess að þú ert að forðast árekstra, ágætt að æfa stuttar, skarpar beygjur og æfa sig í að stoppa snögglega á brautarendum, þegar þú ert ekki undir álagi. Ef allt annað bregst, þá er alltaf hægt að renna sér til hliðar á ömggan stað. Eins og í akstri — líttu fram á við og aftur fyrir þig og vertu viðbúinn mestu „ökuföntunum"! Biðraðamenning Englendingar hafa löngum haft það orð á sér, að þeir kunni að standa í biðröð! Vestrænar þjóðir gætu líka tekið Japani sér til fyrir- myndar, en unga kynslóðin þar er alin upp í því að taka tillit til ann- arra og er einstaklega kurteis. f Svifið yfir Dólómíta-tindum. Hvílst eftir góðan málsverð — í sól og snjó. manns. Gistirúmafjöldi: fyrir 16.000 manns. Þrír skíðaskólar og 200 skíða- kennarar. Svigskíðasvæði með 175 km löngum, vel búnum brautum: 25 km erfiðar; 100 km miðlungs; 50 km léttar. Lengsta braut er 8 km, hæðarmunur 1.200 metrar - miðl- ungsbraut. Lyftugeta: 60.000 manns á klst. Svæðið fær 5 stjöm- ur. Gönguskíðasvæði með 12 lögð- um brautum, yfir 75 km á lengd; 3 rennslubrautir (1.640-1.790 m) yfir 15 km á lengd. Svæðið fær 5 stjömur. - O.SV.B. miklum fjölda eiga allir að hafa sama rétt og biðraðamenning á að ríkja við lyftur. Því miður berast þær fregnir úr Bláfjöllum, að full- orðna fólkið sé oft alveg að gefast upp á yfirgangssemi þeirra yngri, sem lyðjast iðulega inn í biðraðim- ar. Ef einhver leyfir sér að mót- mæla, þá fara hinir sömu aðeins aftar í röðina og troða sér þar inn. Slík frekja hleypir illu blóði í hina, sem standa í sömu spomm og eyði- leggur þá hvíld og slökun, sem er fólgin í heilbrigðri útiveru. Ferða- blaðið hefur ekki fregnað, hvemig ástandið er á öðrum skíðastöðum á landinu — vonandi er þetta und- antekning, sem á eftir að breytast. Oft er ferðamönnum vísað af skíða- svæðum erlendis, vegna yfirgangs- semi — samanber sænsku skóla- hópana, sem ekki fá lengur aðgang að skíðasvæðinu í Lech, vegna slæmrar hegðunar! 14

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.