Lesbók Morgunblaðsins - 28.01.1989, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 28.01.1989, Blaðsíða 13
„Góðan dag, hvernig gengfur?" — hijómar á retórómönsku „bon di, co va-la pa?“ — nokkuð fram- andi, en áhugavert eins og siðir og þjóðbúningar í Latínudöiunum. Á skíðum í Suður-Týról: Skíðað í suðurhlíðum Alpanna - Ítalíumegín Smádaður með léttri hressingu — í sól og snjó. Austurríki er vinsælasta skiðalandið hjá íslendingum, en „land- könnuðir á skíðum“ (þeir sem vilja nýjar og nýjar brekkur), sem hafa rennt sér mörgum sinnum Austurríkismegin í Ölpunum — skipta gjarnan 2-3 vikna ferð — yfir á jafnmörg svæði og skjótast oft yfir landamærin til Ítalíu til að £1 meiri fjölbreytni í brekkum. Viðmælandi Ferðabiaðsins, mikiil skíðaunnandi, tók sér bíl í Lúxem- borg til að geta ekið á miili skiðastaðanna og kom við á nokkrum skiðasvæðum í Austurríki, en ók síðan yfir Brennerskarðið til Suður-Týról og eyddi rúmlega vikutíma í Vai Gardena-dalnum. Latínudalirnir þrír Val Gardena eða „dalurinn gró- skumikli" (mikið vínræktarsvæði) er geysilega umfangsmikið skíða- svæði og lyftupassinn gildir í 457 lyftur! Þama er sem sagt hægt er að vera á fleygiferð allan daginn og skíða eftir nýjum og nýjum brekkum — eitthvað fyrir „land- könnuði á skíðum!“ Brekkur eru við allra hæfi. Þrjú þorp eru í daln- um, St.Ulrich, St.Cristina og Wol- kenstein (í 1563 metra hæð), sem er miðkjami skíðasvæðisins, með heimsmeistarabrautina beint niður í bæinn — alltaf keppt í desember og janúar. Efst í dalnum hefur byggst upp hótelþyrping á Plan De Gralba í 1.800 metra hæð. Óteljandi Qallaskörð liggja að daln- um (frá 2.300-2.800 metra hæð), sem flestum er haldið opnum. Dalverpin voru mjög einangruð, áður en ferðamenn fóru að flæða yfir og stór hluti íbúanna. talar retó-rómönsku — afbrigði af latínu, en þýskan gengur þarna jafnmikið og ítalskan. Vegna retó- rómönsku málýskunnar gengur svæðið líka undir nafninu „Latínudalimir“. Af hverju nafnið „Dólómíta-Alpar“? Sandro Pertini, fyrrum Ítalíufor- seti, sem ftalir kölluðu „afa Ítalíu" bar orðstír Val Gardena víða, hann kallaði dalinn „fallegasta dal í heimi“ og fór þangað sjálfur aftur og aftur. Viðmælandi okkar segir svæðið miklu stórfenglegra og lit- auðugra en í austum'sku Ólpunum, enda önnur steintegund ríkjandi. Þama eru stórar drangsúlur, í öll- um regnbogans litum, í klettabelt- unum, svokallaðir „dólómítar", enda ber suðurendi Alpanna — ít- alíumegin — nafnið Dólómita- Alpamir. Við hafnargerð í Þorláks- höfn voru notaðir stórir steindr- angar í undirstöður, sem hægt var að krækja saman — þeir vom nefndir „dólómítar" eftir steind- röngunum í Suður-Týról. Andrúmsloft — sól og snjór Þó að Suður-Týról hafi tilheyrt Austurríki fyrir fyrri heimsstyij- öld, þá er andrúmsloftið í bæjunum ekki eins aðlaðandi og í aust- urrísku þorpunum — annar húsa- stíll. Wolkenstein hefur yfir sér alþjóðlegan ferðamannablæ og næturlíf er fjölbreytt — í viðar- klæddum vínstofum og skemmti- stöðum. í bænum eru 8 fjögurra stjömu hótel og 26 gistiheimili, sem aðeins hljóta 3 stjömur, en látið ekki hræða ykkur, því á litlu gistiheimilunum er hægt að finna gistingu og morgunverð, jafnvel innan við 500 krónur! Úrval veit- ingahúsa í fjöllunum er meira en víða í Austurríki og alls staðar hægt að fá sér hressingu. Margir kannast við Sigurð Demetz Franz- son, söngvara, sem er ættaður frá Wolkenstein, en veitingahús ætt- ingja hans er í fjallaskarði Langa- kletts, i 3.100 metra hæð. Svæðið er sólríkara en í austurrísku Ölpun- um, en snjórinn ekki eins öruggur. Skíðasvæðið Hægt er að velja um margar leiðir upp á skíðasvæðin, svo að biðraðir em nánast engar. Strýtu- myndað, sérkennilegt fjall er á miðju svæðinu „Sella“, sem hægt að skíða í kringum — í skemmti- legri og þægilegri dagsferð. Sjö lyftuþrep em í hringnum — 25 km

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.