Lesbók Morgunblaðsins - 28.01.1989, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 28.01.1989, Blaðsíða 5
Ljósm.Lesbók: RAX Knut 0degárd ásamt konu sinni, Þorgerði Ingólfsdóttur, á heimili þeirra í Norræna Húsinu. Nú er ætlun þeirra að búa bæði hér og í Noregi, en Knut er nýlega orðinn heiðurslaunaþegi norska Stórþingsins og það gerir honum kleift að snúa sér eingöngu að ritstörfum. vegna upp komu slíkir risar í listum og Noregur fóstraði á síðustu öld. Ekki er hægt að koma auga á neitt í norsku þjóð- félagi 19. aldar, sem hafi verið svona gífur- lega örvandi og varð til þess að Noregur eignaðist meistara eins og Grieg, Ibsen, Bjömson og Munch. Þó er hægt að benda á eitt: Grieg sótti sínar fyrirmyndir í norsk þjóðlög og Bjömson las Heimskringlu Snorra. Sem sagt; þeir sóttu í gamlan, norr- ænan arf. Aftur á móti er erfítt að sýna framá, að nýmæli í myndlist Munchs og leikhúsverkum Ibsens eigi sér rætur í þess- um arfi. En þetta var ótrúleg öld í Noregi og allir þessir menn vom á sama tíma að spranga um götumar í lítilli borg eins og Christian- ia var þá, - og ekki megum við gleyma Hamsun, sem brá töluverðum frægðarljóma á Christianiu með sínum fræga Sulti. Svona er bylgjuhreyfíng listarinnar og við skulum minnast þess, að íslenzk tunga og menning áttu líka sína höfuðsnillinga, sem risu uppúr flatneskjunni fyrr á öldum og höfðu markverð áhrif á það, hvemig þið talið málið nú á dögum. Þetta hef ég hug- leitt mikið í vetur eftir að ég fór að lesa þýðingu Odds Gottskálkssonar á Nýja testa- mentinu. Oddur er mér hugstæður, bæði sem manngerð og vegna þess að hann sem var af norsku foreldri, varð íslandi svo holl- ur og svo trúr því sterka og góða í íslenzkri menningu". „Hvar finnst þér að styrkleiki norrænnar listhefðar liggi? Ég veit að benda má á síðari tíma stórmeistara eins og Sibelius og Grieg í músík og Munch og Kjarval í mynd- list. En fínnst þér að bókmenntirnar eigi dýpstar rætur?“. „Enginn getur víst svarað því, hvað á sér dýpstar rætur í norrænni list. Það er líka torvelt að skilgreina, hvað var skapað sem list og hvað kom til í öðmm tilgangi, til dæmis sem galdrar. Það eina sem við vitum með vissu er, að skrifaðar bókmenntir em yngsta listgreinin. Við getum varla talað um bókmenntir í nútíma skilningi fyrr en kristnin kom með latínustafróf og rithefð. Munnleg skáldhefð er auðvitað langtum eldri og hefur ef til vill lifað jafti lengi og menn hafa búið á Norðurlöndum. Þetta vit- um við lítið um. Aftur á móti höfum við mörg dæmi um ævafoma myndlist á Norð- urlöndum, til dæmis era í Norður-Noregi ótrúlega fallega gerðar hellaristur af hrein- dýrum, teiknaðar 5000 árum fyrir Krist. Persónulega hallast ég að því að listin eigi sér tvær aðaluppsprettur: Önnur er frásagn- arlistin og hin er galdurinn. Frásagnarlistin er rík á Norðurlöndum, bæði í bókmenntum og myndum. En bæði í bundnu máli fomu og fomum sögnum er galdurinn snar þátt- ur; sambandið við ósýnileg goðmögn, sem maðurinn hefur ætlað að réðu sínu í tilve- runni. Það er þegar þessir tveir þættir - frásögn- in og galdurinn - fléttast saman að norræn list kemst hæst. Það hefur verið mikið skrif- að um „töfraraunsæi" í suðuramerískum bókmenntum. En hér á Norðurlöndum höf- um við ekki síður heillandi hefð, þar sem kemur saman frásagnarlist og galdur. Ég bendi á Hamsun, Halldór Laxness, Strind- berg, Heinesen, Sillanpáá, Jensen og marga aðra mætti nefna. Mér þykir miðaldalistin standa mér mun nær og vera miklu nútíma- legri en margt af list 19. og 20. aldar. Lilja Eysteins munks, ort á 12. öld, er mjög nútí- malegt verk. Það þekki ég vegna þess að ég hef þýtt Lilju á norsku og skrifað langa ritgerð um kvæðið." „Með samlíkingu við heim íþróttanna má slá því föstu, að bókmenntalandslið Norður- landanna fyrr og síðar sé mjög sigurstrang- legt. Þessi langa hefð, munnleg og skrifleg, á ugglaust sinn þátt í því. Eg held þó að umheimurinn hafi til þessa vanmetið, hvað norræn myndlist frá þvf f fyrsta lagi á víkingaöld og aftur á síðustu öld og framan af þessari er sterk; mörgum varð það Ijóst í fyrsta sinn á farandsýningunni, sem þú nefndir, Scandinavia Today, að Norðurlönd áttu framúrskarandi málara, sem hafa stað- ið í skugganum vegna þess að þjóðimar sunnar í álfunni hafa reynt að einoka lista- söguna, ekki sfzt Fransmenn. Munch er sá eini sem hefur orðið verulega frægur. En ég minni í þessu sambandi á málara eins og Hammarshöj, sem vakti verulega at- hygli á þessari fyrmefndu Norðurlandasýn- ingu og fleiri mætti nefna: Christian Krogh, Gallen Kallela, Helene Scherfbeck og síðast en ekki sízt Scheving og Kjarval. En hvað um nútfðina? Það væri dapurlegt ef slíkir risar á sviði listanna heyrðu einungis til fortíðinni hér á Norðurlöndum. “ „Samtíðin getur aldrei áttað sig til fulls á þessu. Það þarf ákveðna íjarlægð til þess að greina slíkt. Vel má vera, að einhveijir norrænir listamenn verði síðar meir taldir með mönnum eins og þeim, sem við höfum nefnt. Að sjálfsögðu getum við bent á Lax- ness og Heinesen, sem enn era meðal vor. Það má auðvitað spyija sem svo, hvort við höfum orðið eitthvað slappari í allri vel- ferðinni. Það er víst löngu ljóst, að listrænt framkvæði vex ekki með bættri almennri velferð". „Þú hefur sjálfur vakið athygli okkar á listrænum stórvirkjum með sýningum f Norræna Húsinu og ég hygg að margur muni lengi minnast Munch-sýningarinnar 1986, vegna þess að þar sáum við dálftið nýja hlið á manninum; myndir sem til dæm- is er sjaldgæft að sjá f bókum um hann. “ „Já, það gleður mig að þú skulir drepa á þetta, vegna þess að fæstir sýningargest- ir átta sig á því, eða hugsa yfirhöfuð um það, hvemig svona sýning verður til. Marg- ir hafa ugglaust haldið, að Norræna Húsinu hafi boðizt farandsýning á þessum myndum Munchs, en svo var ekki. Sýningin var alveg að okkar framkvæði. Fyrst ræddi ég um hana við forráðamenn Munch-safnsins í Ósló, en síðan fóram við Ólafur Kvaran saman þangað og fengum að fara í mál- verkageymslur safnsins. Sú spuming vakn- aði, hverskonar Munch-sýningu við vildum setja saman. Áherzluatriðin gætu verið mörg. Niðurstaðan varð sú að sýna verk frá síðari hluta ævi hans, fram til 1943. Þama eins og í flestum tilvikum er það Norræna Húsið sem setur sýninguna saman í stað þess að taka við einhverju sem býðst. Til dæmis áttum við frumkvæði að því sl. sumar að koma upp sýningu Lenu Cron- quist. Mér finnst að fátt eða ekki neitt, sem sýnt hefur verið í Norræna Húsinu í minni tíð hafi komið sýningargestum eins á óvart. Lena reyndist tiltölulega óþekkt hér, enda þótt hún sé lfklega eitt stærsta nafnið núna í sænskri myndlist. Það sýnir, að Norræna Húsið hefur þörfu hlutverki að gegna. Lena tók vel hugmyndinni um sýningu á íslandi og við ólafur Kvaran fórum utan og völdum á sýninguna í samráði við sænsk- an listfræðing og málarann sjálfan. Þetta er samt flóknara mál en kann að virðast i fyrstu og þar að auki dýrt, þvi verkin voru út um allt í Svíþjóð, bæði á söfnum og á einkaheimilum. Við bytjuðum á því að velja eftir ljósmyndum, en síðan gekk sænski list- fræðingurinn í að fá verkin Iánuð. Allt verð- ur að vera tryggt í bak og fyrir; það þarf að ganga frá verkunum til flutnings þegar búið er að tína þau saman, setja saman sýningarskrá og þegar sýningunni er lokið þarf að fá flutningafyrirtæki til að skila myndunum. Grafíksýningin Norrænt grafík-þríár var líka framkvæmd eftir hugmynd, sem hér varð til, því ég vildi gjaman taka þátt í að lyfta grafíkinni sem listrænum tjáningar- miðli á Norðurlöndum. Af íslenzkum listamönnum, sem við höf- um sýnt á sumarsýningum Norræna Húss- ins, get ég nefnt Gunnlaug Scheving; við sýndum sjávarmyndir hans 1985 og árið eftir sýndi Svavar Guðnason, en sumarsýn- ingin það ár var á verkum fjögurra lista- manna: Einars Hákonarsonar, Gunnars Am- ar, Helga Þorgils og Kjartans Ólasonar. Sumarsýningin 1987 var á skúlptúrverkum Jóns Gunnars, og síðastliðið sumar sýndum við Jón Stefánsson. Þessar sumarsýningar voru hugsaðar sem dálítið framlag af hálfu hússins til þess að kynna áhugasömum er- lendum ferðamönnum íslenzka myndlist. Sýning Svavars Guðnasonar 1986 er meðal þess eftirminnilegra sem ég hef átt frumkvæði að; einnig sýning norska málar- ans Frans Widerberg 1987 og dönsku Co- bra-málaranna, Asgers Jom og Henrys Heeraps. Af annarskonar sýningum er stóra víkingasýningin, sem opnuð var um siðustu helgi, án efa merkisatburður í sögu Norr- æna Hússins og reyndar fyrir menningarlíf- ið hér. Ég átti sjálfur hugmyndina að þess- ari sýningu og í samvinnu við Þór Magnús- son þjóðminjavörð hefur hún komizt í fram- kvæmd. Þetta er heldur ekki neinskonar tilbúin farandsýning sem býðst; hún hefur kostað tveggja ára undirbúningsvinnu, bæði hér og úti í Englandi“. „Hvað finnst þér, Ijóðskáldinu, um heilsu- far Ijóðsins á okkar tímum? Þegar ég hugsa um allt það unga fólk, sem kemur í hveijum mánuði með Ijóðin sín til Lesbókarinnar, þá sýnist mér augljóst að Ijóðlist þyki miklu sjálfsagðari í skólum núna en var á mfnum yngri árum. Hvemig er þessu varið á hinum Norðurlöndunum?“ „Ég hef þá hugmynd, að íslendingar hafi alltaf ort mikið og að það gildi yfirleitt urn alla þá, sem lifa í nábýli við náttúruna, hvort sem það er skógur eða haf. Því miður held ég að þetta, sem þú nefndir, eigi ekki við á hinum Norðurlöndunum. Eftir því sem ég veit bezt, era nú færri ungskáld í Nor- egi en þegar ég var ungur. Norræn ljóðlist hefur annars sterkt, sameiginlegt svipmót, til dæmis er norsk ljóðlist mjög náttúrabund- in; menn leita eftir tengingum milli náttú- runnar og eigin sálarlífs. Norrænn kveð- skapur hefur sérstakt náttúra-myndmál og einmitt það nefndi Regis Boyer í formála fyrir þýðingum á ljóðum mínum á frönsku. Það virðist sem ljóðlistin sé traust mót- vægi gegn vélamenningunni; það er eins og norræn ljóðlist - og ekki sízt íslenzk og norsk - geymi með sér vamarþrótt gegn því að láta anda véltækninnar gleypa sig. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 28. JANÚAR 1989 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.