Lesbók Morgunblaðsins - 28.01.1989, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 28.01.1989, Blaðsíða 9
André Breton sem þá taldist einkum fara þar fram í broddi fylkingar. f hópi hinna nafntoguðustu súrrealista í París héld sig einnig þýzki dadaistinn Max Ernst, ljósmynd- arinn Man Ray, málarinn Hans Arp og ljóð- skáldið Paul Eluard. Súrrealistamir vildu vinna að því að víkka vitundina og stefndu að gerð allsheijar-lista- verka. Þeir gerðu kvikmyndir, sömdu leik- húsverk og frömdu geminga, lásu upp kvæði sín og sömdu ávörp til almennings. Þeir héldu sig pólitískt mjög á vinstri vængnum og vom flestir yfirleitt kommúnistar eða anarkistar. Andalúsíuhundurinn var tekin á örfáum dögum, og olli kvikmyndin þegar í stað hinni mestu hneykslun, þótti ferleg með endemúm og einstaklega viðurstyggileg. Þeir Bunuel og Dali höfðu þegar uppi áform um aðra svæsna kvikmynd, sem átti að heita Gullöld- in, en þar skyldi koma fram nöpur og eftir- minnileg gagnrýni á kirkjuna og trúarbrögð í heild. EINNÁBÁTI Um þetta leyti sleit Dali öllu sambandi við föður sinn, sem þótti nú útséð um, að sonur- inn yrði nokkum tíma sá embættismaður með háskólaprófi, sem þau foreldramir höfðu lengi vonazt eftir. Það sem þó olli mestu um sambandsleysi þeirra feðga var ömgglega það tiltæki föðurins að stofna til ástarsam- bands við mágkonu sína, yngri systur Felipu, áður en eiginkonan lézt af krabbameini, þá 47 ára að aldri. í nokkmm af myndum sínum hefur Dali lýst þeim svikum, sem hann fann sig beittan, hugboðinu um leynilegt ráða- bmgg; heimi hinna fullorðnu sem dáraskap. Fullur örvinglunar leitaði hann að ímynd móður sinnar hjá þeim konum, sem hann kynntist um hríð en vísaði svo brátt á bug einni af annarri: Ekki varð það til að bæta hug hans til föður síns, að Salvador eldri skyldi svo ganga að eiga mágkonu sína að Felipu látinni. Móðursystirin var þar með orðin stjúpmóðir. Sem listamanni stóðu honum þegar á ámn- um 1927—29 allar dyr opnar í listaháborg- inni París. Hann málaði eins og hann ætti lífíð að leysa og fékk mjög góðar undirtektir hjá listgagnrýnendum borgarinnar. En samt sem áður var hann í stöðugum peningavand- ræðum og eigraði stefnulaust um í daglegi, lífi; það var honum kvalræði að annast sínar hversdagslegustu þarfir og takast á við alla þá flóknu hluti, sem alls staðar mættu honum í stórborgarlífinu. Honum var það t.d. gjör- samlega um megn að ferðast einn og án leið- sagnar með neðanjarðarbrautinni í París, og hin versta raun fyrir hann að þurfa að velja einhveija rétti af matseðlum veitingahús- anna; það gerði hann alveg mglaðan. Hann tók því alltaf leigubíl, hvert sem hann þurfti að fara innanbæjar og borðaði alltaf sama réttinn á matsölustöðum. Gala Þegar að því kom, að konan birtist í lífsmynstri Salvadors Dalis, þá var það líka svo um munaði. Hún varð eiginkona Dalis og stöðugur lífsförimautur, umboðsmaður Krossfesting, 1954. Hugmyndauðgi Dalis var með eindæmum og hér eins og svo oft er Gala, eiginkona hans, í myndinni. hans, félagi, hjálparhella og hans illi andi allt til dauðadags árið 1982. Frá upphafi þeirra kynna kom það sárasjaldan fyrir, að þau væm lengi fjarri hvort öðm, en ef svo vildi til einstaka sinnum var Dali gjörsamlega hjálparvana. Samlíf þeirra varð ein einasta æðisgengin tveggjamanna-langavitleysa, oft- ast ástríðufullt, kærleiksfullt, stormasamt og alla tíð eitt meiriháttar sjónarspil. Árið áður en Gala andaðist — en hún var þá áttatíu og átta ára en Salvador tíu ámm yngri — gekk eiginkonan algjöran berserksgang og æpti í mikilli geðshræringu: „Ég vil fá skiln- að. Dali er alveg getulaus!" Eftir þessa yfirlýsingu sló Gala Salvador sinn í höfuðið svo að blóðið lagaði úr honum. Hún hét Élena Deluvina Diakonoff, var af rússneskum lágaðli komin, en var aldrei kölluð annað en Gala eða gælunöfnum dregn- um þar af eins og Galarina, Galútsjka, Gal- útsjkineta. Hún var í sannleika gædd slav- neskri skapgerð og fegurð og hafði til að bera fágun fornrar miðevrópskrar menning- ar, næmt skyn og glæsileika í framkomu, þegar sá gállinn var á henni. Samtímis var hún kona með nánast óseðjandi hvöt til kynlífs. Þegar þau Salvador og Gala hittust fyrst árið 1929 var hún gift kona og átti dóttur með ljóðskáldinu Paul Eluard, en var þá jafnframt í tygjum eða í ménage á trois við þýzka málarann Max Ernst. Þetta þríhyrningssamband átti skömmu síðar eftir að valda ýfingum milli þessara tveggja karl- manna, en að því er konuna varðaði var þetta fyrirkomulag greinilega mjög unaðsríkt og fullnægjandi. Á HÁTINDIFRÆGÐAR OgAuðlegðar Eftir að þau Gala tóku saman hófst hið raunverulega velgengnistímabil listamanns- ins Salvadors Dalis og í kringum 1930 mál- aði hann sum af þeim verkum, sem áttu eft- ir að gera hann heimsfrægan, m.a. Þijósku minninganna, Sjálfsfróarann mikla, Draum- inn og Gátu Vilhjálms Tells. Um málverkið Gátu Vilhjálms Tells lét Dali eftirfarandi orð falla: „Wilhelm Tell, föðurvofan, hefur lagt kótilettu á höfuð mér og gefur þannig í skyn löngun sina til að éta barnið Dali, sem hann heldur á í örmum sér. Rétt við ilskó hans stendur vagga úr valhnetu og í vöggunni ligg- ur bámið Gala vakandi með geislandi björt augu. Minnsta hreyfing fótarins myndi kremja hana til bana. Langa totan og út- þanda skinkusneiðin hljóta líka að hafa dýpri merkingu." Eftir að Dali hafði lagt París gjörsamlega að fótum sér með hinum fáránle- gustu, súrrealísku myndverkum, hélt hann tvær einkasýningar í New York, hlaut þar ekki einungis einróma lof heldur og rokna- sölu á verkum sínum. Myndir hans tóku að verða nánast gulls ígildi og alls konar furðule- gustu uppákkomur með Dali í aðalhlutverki og Gölu sem skipuleggjanda og stjórnanda skrípalátanna gáfu þeim brátt auð fjár. Þau keyptu sér fáeina fiskimannakofa í sjávar- plássinu Port Lligat, rétt við Cadaqués á strönda Latalaníu, og tóku að tengja húsin saman og innrétta þau eftir sínu eigin hugar- fiugi. Þegar spænska borgarastyijöldin braust út urðu þau Gala að flýja fyrirvara- laust til Frakklands; þangað komin á flóttan- um fréttu þau, að um þijátíu af íbúum Lli- gats hefðu verið drepnir og að Garcia Lorca, vinur Dalis, hefði verið tekinn af lífi af morð- sveitum falangista. Þau bjuggu erlendis öll stríðsárin. BreyttViðhorf TilDalis Við lok síðari heimsstyijaldar fluttu þau hjónin aftur til Spánar og varð Dali þá að votta einræðisherranum Franco hollustu sína. Vinahótin við Franco kostuðu Dali tiltrú og vináttu allra fyrri velunnara meðal evrópskra menntamanna: Paul Eluard, Max Emst, Pic- asso, Bunuel o.fl. lýstu yfir andúð sinni á undirlægjuhætti Dalis. Sjálfur tók Dali það ekki ýkja nærri sér. Hann hélt ótrauður áfram að græða fé á verkum sínum og uppátækjum fyrir fjölmiðla, sem greiddu honum himin- háar upphæðir fyrir að koma fram sem hinn óviðjafnanlegi súrrealíski trúður. Hann varð brátt stórauðugur maður og naut auðsins í fyllsta mæli. 1955 keypti hann höllina Pubol á Spáni og gaf konu sinni sem einkaheimili hennar. Lét hann gera mikla sundlaug handa henni í lystigarði hallarinnar og er lögun laugarinnar eftirlíking af þrútnum getnaðar- limi. Skjallandi ummæli Dalis um afrek il generalissimo Francos í viðureiginni við Baska urðu til þess að vinum hans fór sífellt fækkandi og einsemd og heilsuleysi urðu hlutskipti hans síðustu æviárin. Hann þjáðist af parkinsonveiki og fékk alvarlega heila- blæðingu 1980, en eftir það var hann hálfla- maður og gat ekki kyngt lengur. Fráfall Gölu varð honum mikið áfall til viðbótar öllu öðru. Þau ár sem hann enn átti eftir ólifuð voru ömurleg og einmanaleg: Hann skræln- aði beinlínis og visnaði upp líkt og vannærð, rótslitin planta. Líflegu sjónarspili í heimi lista og gervilistar er nú lokið, trúðurinn horfinn yfir á önnur svið. UOÐ VIKUNNARISJONVARPINU JACQUES PRÉVERT Signugata Slgurður Pálsson þýddl Signugata hálfellefu að kvöldi á horni annarrar götu slagandi maður. . . ungur maður með hatt í frakka kona hristir hann til. . . hún hristir hann og talar til hans og hann hristir hausinn hatturinn hans rammskakkur og hattur konunnar er að renna aftur af þau eru bæði náföl manninn langar örugglega að fara f burtu . .. hverfa ... deyja .. . en konan er haldin ofsafenginni löngun að lifa og rödd hennar hvíslandi rödd það er ekki hægt að komast hjá því að heyra íhenni það eru kveinstafir... skipun... hróp... þessi rödd er svo áfjáð... og döpur og lifandi... nýfætt veikt barn sem skelfur á leiði í kirkjugarði um vetur... óp mannveru með fingurna klemmda í bílhurð.. söngur setning alltaf sama setningin endurtekin... án afláts án andsvars i maðurinn horfir á hana og ranghvolfir augunum hann baðar út öngunum eins og drukknandi maður og setningin kemur aftur á horni Signugötu og annarrar götu heldur konan áfram án þess að láta undan ... ber fram sömu kvíðafullu bón sár sem þýðir ekki að setja plástur á Pierre segðu mér sannleikann Pierre segðu mér sannleikann ég vil fá að vita allt segðu mér sannleikann ... hattur konunnar dettur Pierre ég vil fá að vita allt segðu mér sannleikann ... heimskuleg bón og mikilfengleg Pierre veit ekki hverju svara skal hann er glataður sá sem kallaður er Pierre... hann setur upp bros sem hann langar kannski til að sé blíð „ Svona nú vertu róleg þú ert alveg galin og hann veit ekki að hann hitti naglann á höfuðið en hann sér ekki hann getur ekki séð hvernig munnurinn á honum afskræmist í brosinu... hann er að kafna heimurinn leggst ofan á hann og kæfir hann hann er fangi blýfastur í eigin loforðum . .. honum er gert að standa reikningsskil.. . andspænis honum ... samlagningarvél ástafbréfaritvél þjáningarvél hremmir hann ... sleppir honum ekki... Pierre segðu mér sannleikann LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 28. JANÚAR 1989 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.