Lesbók Morgunblaðsins - 28.01.1989, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 28.01.1989, Blaðsíða 3
T-EgPiW M ® :R; oli N B J. A d: [8j Jj N |8J Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvstj.: Haraldur Sveinsson. Ritstjórar: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson, Aðstoð- arritstjóri: Björn Bjarnason. Ritstjórnarfulltr.: Gísli Sigurðsson. Auglýsingar: Baldvin Jóns- son. Ritstjórn: AÖalstræti 6. Sími 691100. Knut 0degárd hefur verið forstjóri Norræna hússins undan- farin fjög-ur ár og lætur nú af því embætti. Af því tilefni hefur Lesbók átt samtal við hann, þar sem fram kemur m.a., að hann hefur staðið í stríði við röksemdir meðalmennskunnar og leitazt við að hafa efnisskrá og sýningar í hæsta gæðaflokki. Ferdablaðid beinir oft sjónum sínum að skíðastöðum um þessar mund- ir. Austurríki er vinsælasta skíðalandið hjá íslendingum, en suðurhlíðar Alpanna, Ítalíumegin, eru rétt handan við Brennerskarðið. Að hvaða leyti er Suður-Tyrol frábrugð- ið Austurríki sem skíðaland og hvaða möguleikum býr þaðyfir. Forsíðan er í tilefni af fráfalli Salvadors Dali og er forsíðumynd- in af málverki hans, Hugleiðingu um heilagleika, frá 1960. Jafnframt er af þessu sama tilefni birt grein um æviferil og list Dalis, sem ugglaust má slá föstu, að hafi verið frægasti myndlistarmaður heimsins.' Hann varð þjóðsagnapersóna í lifanda lífí; kunnur fyrir undarleg uppátæki, en þegar frá líður verður það myndlist hans, sem heldur nafni hans á lofti. Með Dali er genginn einn af höfuðsnillingum aldarinn- ar i myndlist. Arnarhólstún var eitt sinn mun stærra en nú er. í annarri grein sinni um Hverfisgötuna fjallar Guðjón Friðriksson sagnfræðingur um fínu húsin, sem byggð voru á tún- inu eftir að gatan var framlengd gegnum gijótgarða og kálgarða niður á Lækjartorg eftir aldamótin. GÖSTAÁGREN Jóhann Hjálmarsson þýddi Orðsending „Maður nokkur sagði: „Égflýði á vit einsemdar. Dageinn varð mér ljóst að ég fyrirleit mennina. Þann dag öðlaðist égfrelsi og ég sneri aftur til manna. ““ Dýpið Til eru Ijóð svo voldug og djúp að engum tekstaðyrkja þau. Sönnunin fyrir tilvist þeirra eraðþau eru óort. Við þreifum á veggnum sem skýlirþeim, en finnum ekki glufu á hvítri örkinni. Á eftirsanna skáldskapar- tilraunir okkar, fingraförá veggnum, aðhannertil. Ljóðin eru úr Jár (útg. Söderströms 1988) eftir Gösta Agren (f. 1936), annarri þeirra bóka sem tilnefndar voru af Finna hálfu til Bókmennta- verðlauna Norðurlandaráðs 1989. Bókin er hin fyrsta í fyrirhuguðu þriggja binda verki með sama heiti. Fyrir tveimur vikum hlaut Gösta Ágren hin rómuðu Finlandia-verölaun fyrir Jár. Þýð. R B B Heillandi ævintýri og sjaldgæf f rásagnarlist Fyrir rúmlega þremur ára- tugum dvaldist ég um tæp- lega eins árs skeið í Alsaee. Þar var þá enn töluð þýsk mállýska í borgunum, að ekki sé talað um sveita- þorpin. Þegar piltar á mínu reki fréttu að eg væri frá íslandi brást ekki að þeir spyrðu spumingar sem f fyrstu kom flatt upp á mig. Eiginlega var þessi spuming um svo hversdagslega hluti, að það hafði aldrei flögrað að mér, að nokkur þyrfti að spyija svo sjálfsagðra tíðinda. Enn síður gat mér til hugar komið hvaðan þessum drengjum væri kominn fróð- leikur um líf tii sveita á íslandi. Þessi spuming hljóðaði alltaf eins: hefír þú nokkru sinni riðið berbakt við snæri upp um ijöll á íslandi? Þegar eg í fyrstu hafði gengið úr skugga um, að eg hefði skilið spuminguna rétt og svarað því til, að sveitastrákar á íslandi teldu ekkert eðlilegra en þeysa berbakt um fjöll og dali ef tækifæri gæfist, þá ljómuðu Alsace-piltamir og sögðu, að þessi hefði verið draumur þeirra lengi, að ríða þembing- inn um fy'öll og djúpa dali, þar sem hvergi væri girðing né akrar, ekkert nema víðátta og frelsi. Þegar þessi undarlega forvitni um brúkun hrossa hafði vakið mér furðu nokkrum sinn- um tjáði mér ungur upprennandi fiðlusnill- ingur, að þessi áhugi piltanna væri sprottinn af lestri bóka Jóns Sveinssonar, Nonna. Ævintýri þessa jesúíta í Eyjafjarðardölum fyrir hundrað árum voru æskulesning ungra drengja í Suður-Þýskalandi og á þýsku málsvæði í Frakklandi. Þegar svo ljós- hærður strákur frá þessu ævintýralandi birt- ist' svo allt í einu ,var ekkert eðlilegra en inna hann eftir siðum og hestamennsku í sólardölum norður á íslandi. Sá Nonni, sem þessir piltar þekktu, var hvorki sá eilítið dularfulli pater, sem gekk um götur stórborganna og spjallaði fremur við tötramenn en aðra, né þjálfaður klaustramaður úr ströngum skóla þeirra, sem kaþólska kirkjan setti til vamar villu mótmælenda. Alsace-drengimir kynntust tólf ára strák, sem lýsti sveitinni sinni og litla þorpinu við Pollinn sem sælustað á jörð. Slíkur var Nonni, — hann hélt áfram að vera drengur innan við fermingu, þótt orð- inn væri hámenntaður Jesúíti, vamarmaður heilagrar kirkju. Þar er mér umhugsunarefni hvort ein- hveijir gamlir vinir mínir frá Alsace sjái um þessar mundir þætti þá, sem af einhveijum óræðum ástæðum em kenndir við nafn pat- ers Jóns Sveinssonar S.J., og sýndir hafa verið um jólaleytið í Ríkissjónvarpinu. Ef svo er, þá munu þeir sjá eitt, sem vekur minningu um bækur lesnar í æsku. Ungur piltur þeysir berbakt á gráum hesti í enda- lausri víðáttu, frelsi, þar sem ríkir „nóttlaus voraldarveröld". Fyrstu kynni mín af Nonna vom reyndar ekki af lestri bóka. Ungur að aldri dvaldist eg á heimili þar sem var gamall maður, sem eg kallaði afa, þótt ekki væram við skyldir. Hann var fæddur um miðja síðustu öld, og kunni frá mörgu að segja. Eitt af því, sem hann sagði mér vora sögur af Nonna, ævin- týram hans í Danmörku. Síðar hefír mér orðið hugsað til þess hvaðan hann hafði þessar sögur, hafði hann heyrt eitthvað af þeim sagt, hafði hann lesið einhvem tímann sögur eftir þennan söguglaða Jesúíta? Eg vissi það aldrei, enda skipti það ekki máli. Sögumar sagði hann og enn finn eg töfra hinnar munnlegu frásagnar hríslast um mig þegar eg minnist þessara rökkurstunda í návist blinda mannsins, sem var tuttugu og fimm ára þegar Jón Sigurðsson lést. Kannski eiga sögur ekkert erindi á bækur annað en vera lærðar og sagðar öðram. Sagan verðúr þá fyrst raunveraleg saga þegar hún er sögð eða lesin upphátt. Manns- röddin ljær sögunni nýjar víddir, opnar sýn til margra átta. Eg mun hafa verið sex eða sjö ára þegar fóstra mín las upphátt fyrir okkur heimilisfólkið söguna af Bjarti í Sum- arhúsum. Þegar eg fletti þeirri bók nú heyri eg enn lestur hennar, og atvikin raðast upp og örlög fólksins í Sumarhúsum og röddin sem flutti mér tíðindin af þeim verða ein heild í huga mínum. Ekkert hefír jafn mikil áhrif á mann og reynsla þeirra ára þegar svið þekkingarinn- ar, vitneskjunnar, er að þenjast út. Stundum finnst mér eg ekkert hafa lært eftir ferm- ingu. Fram að þeim tíma heyrði eg sögur, las bækur og safnaði reynslu, sem mótað hefir viðhorf mitt til hlutanna, viðbrögð við umhverfínu, og ráðið því hvaða þekkingar eg hefi reynt að afla mér. Þetta er vissu- lega afdrifaríkt fyrir hvem og einn. Þarna koma lfka tilviljanir við sögu. Hefði eg ekki heyrt sagt frá Nonna þegar eg var stráklfng- ur að beijast við að læra að lesa, þá hefði eg ef til vill aldrei fundið töfrana í frásögn hans, og hefði eg ekki heyrt frá Bjarti í Sumarhúsum á þeim aldri, er allt festist í minni manns, hefðu snilldarverk Laxness ef til vill ekki orðið mér svo nákomin sem ella. Og ekki aðeins varð lestur fóstra minnar til að leiða mig inn í söguheim Lax- ness. Eitthvert haustið var tilkynnt, að Halldór Laxness ætti að lesa úr nýút- kominni bók sinni. Við sátum við útvarps- tækið og biðum. Loks var búið að afgreiða langar fréttaþulur með bréfum frá fréttarit- uram úti um land, langar veðurfregnir höfðu loksins tekið enda og útvarpshljómsveitin lokið sér af. Þá kom Laxness, og í einu vetfangi var heimilisfólkið statt á Þingvöll- um við Öxará og „sá svarti snærisþjófur" af Akranesi, Jón Hreggviðsson kristbóndi á Rein, kveður Pontusrímur eldri sitjandi tvívega á burst Lögréttuhússins og íslands- klukkan er brotin og flutt til skips. Eg held að þessi saga hafi fengið aukið gildi í huga mínum vegna þess að höfundur- inn leiddi mig sjálfur inn í margslunginn heim frásagnarinnar. Það er mikil list að lesa, en ef til vill er ekkert í senn jafn flók- ið og heillandi og að hlusta, grípa tilbrigði frásagnarinnar á augabragði, fínna hið innra samhengi án þess áð geta lesið aftur erfiðan kafla. Þegar hlustað er verður að beina athyglinni að textanum, atburðarás- inni, yfírtónum stflsins, orðavalinu. Að hlusta á frásögn er að vera í senn virkur og þiggjandi, skapandi og túlkandi. Sagan grípur mann á annan hátt en þegar lesið er. Það er allt önnur athöfn að hlusta en að lesa. En hvort sem hlustað er á verk góðs höfundar eða þau lesin ná töfrar frá- sagnarinnar tökum á manni, og þegar drengir í Alsace hitta unglingspilt norðan af íslandi kemur þeim fyrst í hug sólskin á fjöllum þar sem gæðingum er hleypt yfir móa og mel. Sagan er sá heillandi vera- leiki, sem gerir ísland að landi ævintýrsins í huga þeirra. Slík var list Jóns Sveinssonar S.J. HARALDUR ÓLAFSSON LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 28. JANÚAR 1989 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.