Lesbók Morgunblaðsins - 28.01.1989, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 28.01.1989, Blaðsíða 7
SALVADOR DALI varð geysilega frægur listamaður, en þrátt fyrir meistaralega færni og hugmyndaflug í sínum súrrealíska myndstíl varð hann ekki eins áhrifamikill og þeir Picasso og Braque til dæmis. Það helgaðist af því, að súrrealisminn varð aldrei víðtæk eða Qölmenn hreyfing. Persóna Dalis átti líka nokkurn þátt í frægð hans. Hinsvegar mátti segja um Dali, að hann lifði sjálfan sig. Á ævikvöldi hans snerust fréttir af meistaranum mest um falsanir á grafíkverkum hans og allskonar svindl óvandaðra manna, sem nýttu sér að hann gat ekki lengur fylgst með því sem gerðist. Eftir MAGNUS ROSELIUS Um Salvador Dali má segja, að hann hafí sjálf- ur öllum öðrum fremur gætt hugmyndir manna um listamanninn sem einhvem geggj- aðan snilling holdi og blóði, því enginn hefur einmitt verið iðnari við það en hann að halda þeirri goðsögn við lýði, að miklir málarar séu oftast alveg stórklikkaðir menn. Hann hafði hið mesta yndi af alls kyns skrípalát- um og skondnum uppátækjum. Raunar má full- yrða, að á síðustu æviárum Dalis hafi það þó eink- um verið sá feikna fjölmenni og harla misliti hópur manna í kringum hann — það er að segja þeir aðilar, sem hvað mest mötuðu krókinn á sölu verka hans — umboðsmenn, fjármál aráðgj afar, lögmenn, ritarar, aðstoðarmenn ýmiss konar, og svo auðvitað allir „vinirnir" — sem í ríkum mæli voru farnir að ráðskast með goðsagnaper- sónuna Dali og höfðu umsetningu verka hans að mestu leyti í hendi sér. Einum þessara manna, er lengi vel var öryggisvörður listamannsins, bílstjóri og einnig dálkahöfundur við spænskt héraðs- blað, tókst á fáum árum að verða bæði margmilljón- eri og eignast tvö einkar álitleg sveitasetur með því að selja útg- áfuréttinn á Dali. Enda þótt segja megi, að raunverulegum stórveldisdögum Dalis sem listamanns hafi að flestra áliti þegar verið lokið í kringum 1960, voru síðari tíma verk hans, málverk og grafík — sem hann reyndar lét aðstoðarfólk sitt að mestu um að mála og þrykkja (semja eða setja saman) — seld fyr- ir himinháar upp- hæðir. Jafnframt því var listaverka- markaðurinn yfir- fullur af fjölda- framleiddum litó- grafium, árituðum teikningum og aragrúa af fölsuð- um verkum eftir Dali. Þessa hringiðu atburðanna varð svo Dali að horfa upp á meira eða minna hjálpar- vana. Hann bjó síðustu æviárin í sérkennilegri húsaþyrpingu sinni í Port Lligat í Katalóníu — þessi híbýli hans líktust einna helzt ein- hverju furðulegu völundarhúsi: Dali-„höllin“ er reyndar grundvöl- luð á nokkrum kofum fiski- manna, sem tengdir hafa verið saman með alls konar undarlegum rangölum, sölum, hvolfþökum og smátumum. Þama dvaldi hann að mestu síðustu æviárin í umsjá hjúkrunarkvenna, „ráðgjafa", þjónustufólks og öryggisvarða. Lá hann gjaman í rúminu fram yfir há- degi, en sat annars hálfklæddur í hæginda- stól og starði tómlega út í loftið með yfir- varaskeggið sitt heimsfræga lafandi slappt niður á við. Síðustu 10 æviárin lét hann yfirvaraskeggið ekki lengur sperrast ögrandi út í loftið. Gegnum plastslöngu sem fest var í vinstri nös hans var honum gefin næring — og á margan hátt minnti hann einna mest á dapran, uppgefinn furðufugl í búri. Salvador Dali átti sér djúpar rætur í því katalónska landslagi, sem einkennir strönd- ina við Cadaqués, þar sem hann bjó lengst af. Myndefni frá þessum slóðum skjóta stöð- ugt upp kollinum hér og þar í allri listsköp- un Dalis, jafnvel í allra torkennilegustu súrrealískum verkum hans. Salvador Annar Strax í bemsku var drengurinn almennt álitinn meira en lítið „skrýtinn" — og það er alls ekki fjarri lagi að álíta, að hann hafi reyndar snemma á ámm tekið til við að færa sér fyrir alvöru í nyt þessi skiýtileg- heit sín. Hann vár þegar sem bam á marg- an hátt einkar sérvitur, kúnstugur og samt alveg tvímælalaust gæddur miklum gáfum. Og sjálfur vissi hann mæta vel um sitt eig- ið ágæti, um hæfileika sína og sérkenni, enda fékk hann óspart að heyra það af vömm fólks, sem þekkti til hans í æsku. Fór Salvador litli þá líka smátt og smátt að gera allt sem í hans valdi stóð til að undirstrika sérvizkulegt framferði sitt og reyna að láta uppátæki sín að minnsta kosti gefa af sér einhvem arð. Hann var sem sagt ekki galnari en svo, að hann skildi brátt, að vel væri hægt að hagnast á ýmiss konar fíflalátum. Síðar tók hann svo að beita sér að því með oddi og egg að komast á sérstakan stall í listasögunni sem hinn hreinræktaði, súrrealíski trúður; naut hann við það stuðnings og hvatningar hinna ráð- andi afla í heimi'listanna, sem vom stór- hrifín af trúðum. Kringumstæðumar við fæðingu Dalis hinn 11. maí 1904 vom svo sérstæðar, að þær hlutu að boða harla óvenjulegt og fmmlegt lífshlaup, en sennilega hefur þó örlagaþmng- inni afstöðu himintungla og stjömumerkja Dagar víns og rósa liðnir, Gala og Dali orð- in gömul. Eftir að Gala féll frá, var Dali mjög einmana og umkringdur afsetum, sem nýttu sér elliglöp hans. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 28. JANÚAR 1989 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.