Lesbók Morgunblaðsins - 25.02.1989, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 25.02.1989, Blaðsíða 4
w U R S ■ ■ 0 G U HVERF I SGOTUNNAR Ljósm.: Lesbók/Biami. Norðurpóllinn stendur enn á HverSsgötu 125 og er innsta húsið við götuna. Það var upphaOega reist sem veitingahús og tók nafn sitt afþví hversu langt það var út úr bænum. Það var vinsælt af Reykvíkingum að fara þangað inn eftir, gangandi eða ríðandi, og fá sér kaffisopa eða súkkulaði og kökur með. Veitingahúsið fór fljótlega á hausinn og þá var þar sett upp gufuþvottahúsið Norðurpóllinn sem var hið fyrsta sinnar tegundar í bænum. í fyrrakvöld keyrði um þverbak Þar opnuðu þeir Magnús Þorsteinsson og Bjami Þ. Magnússon Conditori og Café Eden árið 1916 og ráku í nokkur ár. Seinna rak Björn billiard-stofu í húsi sínu um langt árabil. AUGNABLIKS- HÚ SNÆÐISKREPP A Segir nú ekki af veitingahúsum og skemmtistöðum fyrr en um 1930 en þó má geta að Aldan í Traðarkotssundi var ekki langt undan. Á Hverfisgötu 32 var á kreppu- árunum og fram í stríð rekið gistiheimili af Þuríði Þórarinsdóttur, móður þeirra Þór- arins Guðmundssonar fíðluleikara og Eg- gerts Gilfers en systur séra Árna á Stóra Hrauni. Þuríður var fijálslynd með það hveijir gistu hjá henni og komst nokkurt óorð á húsið um tíma. Steindór Sigurðsson skáld skrifaði um lífið í Reykjavík 1936 og þar kemur þetta gistiheimili við sögu. Hann fyallaði m.a. um götusprúttsalana sem hímdu fram á nótt í öðru hveiju skúmaskoti í borg- inni hvemig sem viðraði. Síðan segir hann: Þessar vandrandi vínbúðir em oft atvinnulausir strákar, sjóara- og eyrarkarla- synir, sem flosnað hafa upp úr föðurhúsa- kjallaranum, og þeir hafa sjaldan ráð á meiri vömlager en sem vasarnir taka. — Takist þeim að umsetja það yfír kvöldið geta þeir sjálfír dmkkið eina til tvær flösk- ur frítt á eftir og keypt sér krónu rúm á Hernum eða á „32“ sem er merktur staður og mikið sóttur af bæjarbúum í augnabliks- húsnæðiskreppu." Ærsl Og Gauragangur Við CaféRamona Hverfísgata 32 stendur enn og eins húsið við hliðina. Þar var gerð tilraun til að setja á stofn veitingastofu árið 1937 en hún end- aði með ósköpum eins og eftirfarandi samtímafrétt úr Morgunblaðinu ber með sér: „Lögreglan lét í gær loka veitingastofunum á Café „Ramona“ í Hverfisgötu 34. Hafa undanfarin kvöld verið miklar óspektir fyrir utan kaffíhús þetta svó gersamlega óviðun- andi hefir verið fyrir fólk sem býr þarna í næstu húsum. Veitingastofur þessar vom opnaðar fyrir Skemmti og samkomustaðir hafa verið allmargir við Hverfisgötu og kemur þá að sjálfsögðu fyrst upp í hugann Þjóðleikhúsið og Ingólfskaffi. En þar hafa líka verið kaffihús á borð við Eden, Norðurpólinn og Café Ramona. Og þar var jafn- 4. og síðasti hluti „Lögreglan lét í gær loka veitingastofunum á Café Ramona í Hverfisgötu 34. Hafa undanfarin kvöld verið miklar óspektir fyrir utan kaffíhús þetta svo gersamlega óviðunandi hefur verið fyrir fólk sem býr þarna í næstu húsum.“ Eftir GUÐJÓN FRIÐRIKSSON vel um árabil vafasamt gistihús sem kallað var „32“. Norðurpóllinn Og Eden Árið 1904 fengu hjónin Guðmundur Há- varðsson og Valdís Gunnarsdóttir leyfí til að reisa veitingahús í landi Rauðarár. Þetta hús stendur ennþá og telst númer 125 við Hverfisgötu, er rétt fyrir ofan Hlemm. Hús- ið var svo langt út úr bænum að þau Guð- mundur fundu ekkert betra nafn á veitinga- stofunni en að skíra hana Norðurpólinn. Þess má geta að þegar reist var bráða- birgðahúsnæði handa fátæku fólki suður undir öskjuhlíð árið 1917 þótti við hæfí að kalla það Suðurpólinn til mótvægis við Norð- urpólinn á Hverfísgötu. Meðan veitingastofa þeirra Guðmundar og Valdísar var við lýði var vinsælt af Reykvíkingum að fara í skemmtigöngur inneftir, meðfram sjónum eða inn Laugaveg, og fá sér kaffísopa eða súkkulaði og kökur með í Norðurpólnum. Hestamenn áðu þar líka en Guðmundur Hávarðsson var mikill fræði- og vísindamað- ur varðandi hesta og skrifaði bækur um þá. Hafði hann á boðstólum í Norðurpólnum ýmislegt varðandi hestamennsku svo sem ólar, svipur og gjarðir. Þegar Friðrik VIII. heimsótti ísland með pomp og pragt árið 1907 þótti við hæfí að dubba veitingamanninn Guðmund Hávarðs- son upp í að vera ökumann konungs, öðru nafni konungskúsk. Var þá keyptur handa honum tignarskrúði mikill; hempa blá eða svört, silfurhneppt og silfurrennd, en pípu- hatt hafði hann á höfði. Þessi mikla upp- hefð mun hafa ruglað Guðmund nokkuð í ríminu enda gleymdi hann nú með öllu að sinna Norðurpólnum og fór hann á hausinn 1908. Önnur veitingastofa var skömmu síðar neðar við götuna, í hinu glæsilega timbur- húsi Björns Rósenkrans að Hverfisgötu 35 sem enn stendur á hominu á Klapparstíg. Alþýðuhúsið á stríðsárunum. í kössunum á tumi hússins áttu menn að geta lesið h eimsfré ttimar í Ijósaletri eins og gerðist í erlendum stórborgum en sú ráða- gerð komst aldrei tíl framkvæmda. Ljósmyndasafniö/SkaftiGuðjónsson

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.