Lesbók Morgunblaðsins - 25.02.1989, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 25.02.1989, Blaðsíða 5
ELÍSABET JÖKULSDÓTTIR Kvik- mynda- handrit PÉTUR EGGERZ PÉTURSSON Islenzk þíðing í þessum kulda, í þessum nístingskulda brakar við fót, snjórinn þurr geymir ... gleymir? Morgna strýk ég hrím úr augum, kem hjarta ígang. Gegn hríðinni gengur það, hittir þig hélaða undir vegg og spyr: Vantar þiðanda? ÞÓRUNN GUÐMUNDSDÓTTIR Kvöl Kvöl þín hélt fyrir okkur vöku við vöktum saman samt ein. Við létum ekki á neinu bera. en það var þessi nagandi óvissa um örlög þín er batt okkur saman ósýnilegum böndum Nú sit ég og bíð eftir... Höfundur er skrifstofustúlka í Reykjavík 1. sena Fjalí'skríður upp eftir einu fjalli. Loks veit enginn hvort fjallið er að skríða upp eftir hinu. Tvö fjöll skríða upp eftir hvort öðru. Þegar upp er komið blasir dýrðlegt útsýni við. Stórkostleg fjallasýn hvert sem auga gefur leið. 2. sena Bifreiðastöðin Bifröst á HverGsgötu 6 var ein af átta leigubílastöðvum í Reykjavík um 1930. Ljósmyndasafnið/Magnús Ólafsson skömmu síðan. Eigandi „Ramona“ er Páll Vídalín. í fyrravetur rak Páll kaffihús í Hafnar- stræti undir nafninu „Rauða myllan" og varð lögreglan að loka henni. Strax og veitingastofan „Ramona" var opnuð á dögunum fór að bera á ærslum og gauragangi þar, þó meira fyrir utan veit- ingastaðinn en inni. Hafa ólæti þessi að kvöldlagi síðan ágerst með degi hverjum og þurfti hvað eftir ann- að að kalla á lögregluna til að halda uppi reglu. I fyrrakvöld keyrði þó um þverbak. Var jafnvel ráðist á bíla sem þarna fóru um götuna. Snjóboltum rigndi án afláts á rúður kaffi- hússins og óp og óhljóð heyrðust langar leiðir. I gær sá lögreglan sér ekki annað fært en að loka kaffistofunni „Ramona“. í INGÓLFSSTRÆTIER ég í Fæði ... Árið 1919 fékk fulltrúaráð verkalýðs- félaganna leyfi til að byggja bráðabirgðask- úr á lóð sinni á homi Hverfisgötu og Ing- ólfsstrætis og sex ámm seinna var reist einlyft steinsteypuhús á lóðinni. Þetta var upphaf Alþýðuhússins. Það var svo árið 1936 sem núverandi bygging var reist og vígð. Arkitekt þessa stóra fúnkishúss var Þórir Baldvinsson. Á þessum tíma var Al- þýðublaðið orðið stórveldi undir stjórn Finn- boga Rúts Valdimarssonar og á tumi Al- þýðuhússins áttu borgarbúar að geta lesið heimsfréttimar í ljósaletri um leið og þær bæmst. Búið var að koma upp kössum fyr- ir letrið en af einhveijum ástæðum komst verkið aldrei lengra. í Alþýðuhúsinu var skemmtistaður, nefndur Ingólfs Café, og þar vom kostgang- arar á daginn en á kvöldin vom þar böll. Margir þekktir borgarar og skáld vom í fæði í Ingólfskaffí. Einn þeirra var Leifur Haraldsson frá Háeyri, sem þýddi m.a. Stríð og frið eftir Tolstoi. Þetta var á þeim áram sem svokallaður atómkveðskapur var mjög umdeildur og skrapp þá þessi vísa út úr Leifi: Ungu skáldin yrkja kvæði án þess að geta það. í Ingólfskaffi er ég í fæði án þess að éta það. Æðakollur Og Blikar Á stríðsámnum var oft glatt á hjalla á skröllum í Ingólfskaffi. Theodór Friðriksson sjómaður og rithöfundur var starfsmaður þar á árunum 1940-41 og eftirfarandi lýsing er frá honum komin: „Salirnir fýllast á svipstundu, setið er við öll borð. Karlar og konur svipast hvert eftir öðm. Stúlkurnar leggja gljáandi smátöskur, með snyrtivömm, púðri, naglalakki, varalit og speglum, frá sér á borðin ... Hjá Bretun- um, sem allir em yfirmenn úr hernum, liggja dýrir hlutir á borðum, vindlaveski og kveikj- arar úr silfri. Bretar em ósparir á þjórfé og veita borðdömum sínum vel. Margir þeirra hafa með sér wiský og romm og blanda í glösin við bjórinn eða ávaxtasaf- ann. Stúlkurnar hænast að þeim eins og æðarkollur að blikum ... Stólar em færðir sitt á hvað og borðum ýtt saman þar sem margir vilja sitja í hóp. Stúlkunum fjölgar stöðugt og afdráttarlaust hjá Bretum og nokkrar slæðast til Norðmanna ef þeir hafa eitthvað að bjóða. íslendingum finnst þeir vera afskiptir... Utan af götunni berast fregnir frá Hótel Heklu að þar hafi allt farið í uppnám, lög- reglan hafi orðið að skerast í leikinn og reka alla gesti út löngu áður en dansinn hætti á Ingólfskaffi.“ Þannig var nú ástandið í „den tid“. Seinna var Alþýðuhúskjallarinn, þar sem áður var Ingólfskaffi, og þótti skemmtanabragur þar rustalegur með köflum. Nu er hinn fíni veit- ingastaður Amarhóll í þessum húsakynnum. Eftir að Þjóðleikhúsið tók til starfa 1950 var opnaður skemmtistaðurinn Þjóðleik- húskjallarinn og er hann enn rekinn þar. Hann er nú orðinn einn rótgrónasti skemmtistaður höfuðborgarinnar eða sá sem hefur minnst breyst. Þar hefur margur víndropinn' mnnið og mörg stúlkan faller- ast. Og þar hafa líka mörg „gáfuleg" orð verið sögð um dagana enda hefur staðurinn haft á sér það orð að þangað sæki mennta- og listamenn. Þannig er Hverfisgata: ekta borgarstræti með fjölbreyttu lífi og starfi. í þessum greinum hefur reyndar að mestu verið vikist undan að segja frá hinum íjöl mörgu íbúum götunnar. Árið 1901 vom þeir aðeins 198 en á næstu ámm fjölgaði þeim ört og vom komnir yfir þúsund árið 1914. Þá var gatan næstíjölmennasta gata bæjarins, aðeins Laugavegur var fjölmenn ari. Hámarki náði íbúaíjöldinn árið 1928 en þá bjuggu 1556 við Hverfisgötu. Eftir 1945 fór að fækka við götuna og árið 1987 vora þar aðeins 437 íbúar eða innan við þriðjungur af því sem flest hafði verið. Höfundur er sagnfræðingur FjöIIin tvö geta ekki lengur haldið sér saman. Stenst ekki eðlisfræðilega. Annað fjallið hrynur niður af hinu. Þegar það gerist hrynur hitt fjallið niður smátt og smátt. Og svo er ekkert útsýni lengur. 3. sena Komið er fram á hyldýpisbrún. f hálfu myrkri. ímyrkrínu sést móta fyrir útsýninu sem gaf auga leið. (Aðalleikendun Laurence Oliver og Greta Garbo) Lesbók/Bjami Björn Rósenkrans kaupmadur reisti þetta glæsilega timbur- hús á Hverfisgötu 35 og rak þar biljardstofu í mörg ár. Þar var líka Conditori og Café Eden eftir 1916. Lesbók/Bjami Þuríður Þórarinsdóttir rak hótel á HverGsgötu 32 á kreppu- og stríðsárunum. Það var einfaldlega kallað „á 32“. Sagt var að staðurinn væri mikið sóttur af bæjarbúum í augna- bliks húsnæðiskreppu. Áfast húsinu til hægri er númer 34. Þar var Café Ramona árið 1937 en sá staður endaði með ósköpum. LF.SBÓK MORGUNBLAÐSINS 25. FEBRÚAR 1989 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.