Lesbók Morgunblaðsins - 25.02.1989, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 25.02.1989, Blaðsíða 7
Nokkrar heimildír um umhverfisfræði Almenna bókafélagið gaf út bókina Raddir vorsins þagna eftir Rachel Car- son árið 1965 og Heimur á helvegi árið 1973 en þessar bækur báðar áttu mikinn þátt í því að auka áhuga fólks og vitund fyrir umhverfísvemd eftir að þær komu út í sínum heimalöndum. Mál og menning gaf út bókina Vista- skipti eða náttúruvemd eftir Hjörleif Guttormsson árið 1974. Á ámnum 1974-83 kom út árlega blaðið Náttúra- verkur og var gefið út af félögum verk- fræði- og náttúrafræðinema í Háskó- lanum. Ekkert heilstætt rit um nútíma um- hverfísfræði og nýtingu náttúraauð- linda er til á fslensku. Þær stofnanir sem sinna hluta þessa málaflokks gefa gjaman út fjölrit eða bæklinga um af- mörkuð verksvið og áhugamannafélög um umhverfísvemd s.s. samtökin Lff og land og Landvemd hafa gefíð heil- mikið út af flölbreyttu efni. Auk þess skal bent á fjölritið Landnýting á ís- landi og forsendur fyrir landnýting- aráætlun sem landbúnaðarráðuneytið gaf út árið 1986. í nokkur ár hefur Miðlun klippt greinar um umhverfismál út úr blöðum og gefíð út í fjölrituðum heftum. Að lokum skal bent á bókina The Gaia Atias of Planet Manage- ment for today's caretakers of to- morrow’s world (Pan Books Ltd., London) þrátt fyrir að hún sé ekki til í íslenskri þýðingu. einsleitu umhverfi. Til eru vfsindamenn sem halda því fram, að fólk hafí þörf fyrir nátt- úralegt umhverfi. Þeir benda á, að maðurinn þróaðist í milijónir ára á gresjum Afríku og sé því að einhveiju leyti aðlagaður slíku umhverfí. Trúir sínum gresjuuppruna leitist menn við að hafa hitastigið hjá sér svipað og þar er og vilja hafa blóm og jafnvel húsdýr í kring um sig. Þeir borgi fyrir út- sýni og útivist dýram dómum, kaupi hús í útjaðri borga, þaðan sem er miklu dýrara að sælqa vinnu en ef búið er í háhýsum í miðri borg, kaupi sumarhús, eða fari reglu- lega í ferðalög út í náttúrana. Þótt vangaveltur um áhrif umhverfis á manninn geti verið harla merkilegar þá era það þó hinar gífurlegu breytingar sem mað- urinn hefur á umhverfíð sem eru aðalvið- fangsefni umhverfísfræðinnar. Þær breyt- ingar stafa af því að maðurinn tekur ekki tillit til staðreynda um móður Jörð og virðir ekki lögmál hennar, s.s. lögmál um hringrás- ir og um takmarkaðan vöxt (sjá meðfylgj- andi myndir). Margir nota umhverfisfræðina til að sýna fram á, að breyti ekki maðurinn gjörðum sínum gagnvart umhverfinu þá sé stutt í að ekki verði lífvænlegt fyrir fólk á Jörðinni. Um þessa hlið umhverfísfræðinnar var nokkuð fjallað í fræðsluvarpspistli þeim sem þessari grein fylgir og verður það ekki endurtekið hér. Maðurinn getur lært, skilið og aðlagað sig. Án þessa hæfíleika hefði hann aldrei þróast hér á Jörð og lagt hvem kima hennar undir sig. Á sfðustu árhundruð- um hefur þekking mannsins aukist gífurlega á ýmsum sviðum og tækniframfarir verið miklar. Auðmýkt er forsenda aðlögunar. í árþúsundir aðlagaði fólk sig búsvæði sínu í auðmýkt. Tæknin gefur manninum hins vegar þá tilfínningu að hann ráði yfír um- hverfi sínu, snerting takka breytir myrku herbergi í bjart, köldu húsi í heitt og snún- ingur krana færir vatn þangað sem þess er þörf. Með tækninni má gjöreyða búsvæði mannkyns. Aukin þekking og tækni hefur líka veitt okkur sýn inn í aðra heima en við þekktum fyrir. Hún hefur veitt okkur sýn inn í alheiminn og við skiljum hve örlítið brotabrot okkar Jörð er af þeim heimi. Hún veitir okkur sýn inn í óendanlegan fyölbreyti- leika lífheimsins, ekki bara þess sem nú er á Jörð, heldur alls kyns heima sem þróast hafa og horfíð í tímans rás. Hún veitir okk- ur einnig sýn inn í óendanlegan fjölda menn- ingarheima fólks, menningarheima sem ríktu fyrir árþúsundum þar sem fólk lifði við frið og jafnrétti og í sátt við umhverfí sitt. Hlýtur ekki öll þessi þekking að leiða til þess að við skiljum smæð okkar bæði í tíma og rúmi og að við öðlumst aftur auð- mýkt? Sigrún Helgadóttir er kennari frá Kennaraskóla Islands og líffræðingur frá Háskóla Islands, meö framhaldnám (M.Sc.) frá Edinborgar- háskóla í nýtingu náttúruauölinda. M A T V Æ L A F R Æ Ð 1 Hvernig á að lesa á umbúðir matvæla? Mestu skiptir að neyt- andinn fái upplýsing- ar um efnainníhald og næringargildi, sem eru aðgengilegar og sem hann getur hag- nýtt sér við matarinn- kaup og fæðuval." Á þennan hátt endaði grein eftir Dr. Jón Ó. Ragnarsson í Morgunblaðinu september 1982. Þar gagnrýndi Jón slælega frammi- stöðu matvælaframleiðenda við að merkja rétt umbúðir matvæla. Ný matvælareglugerð um merkingu neyt- endaumbúða fyrir matvæli og aðrar neyslu- vörur (sfj.tíð. B, nr. 408/1988) var gefin út á síðasta ári. Er vonandi að allir matvæla- framleiðendur sjái metnað sinn í því að til- einka sér sem fyrst nýju reglumar við hönn- un nýrra umbúða og breytingar á eldri. Ruglingslegar Merkingar Það er ekkert einfalt mál að lesa umbúða- merkingar, sem eru mjög mismunandi milli vörutegunda hvað varðar ýmsa þætti. Til dæmis má nefna magn næringarefna. Sums- staðar stendur næringargildi í 100 grömm- um og annars staðar næringargildi í 15 grömmum eða í einni matskeið. Enn annars- staðar stendur næringargildi í skammti (fer eftir vörategund hver hann er). Ólíklegt er að fólk sé með reiknivél upp á vasann til að margfalda kcal (hitaeining- ar) eða álíka. Einnig er til í dæminu að vörur svipaðrar gerðar mérktar ýmist með „síðasti söludag- ur“, „framleiðsludagur" eða „best fyrir“. Sumir framleiðendur hafa séð sér hag í því að merkja vöra, sem ekki þarf að rot- veija með „engin rotvamarefni" eða „ekk- ert kólesteról" á vöru sem unnin er úr plöntufeiti og svo má lengi telja. Má telja víst að hringlandahátturinn í merkingum matvæla hérlendis hafi gert. neytendum mun erfíðara fyrir en ella að nýta sér þær upplýsingar sem þar eiga að koma fram. Það er að sjálfsögðu krafa frá neytendum að samræmis sé gætt í merkingum mat- væla. Þetta er eitt af þeim atriðum sem ætlunin er að lagfæra með gildistöku nýju reglugerðarinnar. Rétt er að minnast á það áður en lengra er haldið hversu oft starfsfólk verslana verð- merkir matvöru með þeim hætti, að ekki er hægt að lesa ýmsar mikilvægar upplýs- ingar, sem koma fram á umbúðunum. Þess- háttar ætti að vera auðvelt að kippa í liðinn. Hér á eftir verður greint frá þeim upplýs- ingum, sem eiga að koma fram á umbúðum matvæla samkvæmt nýju reglugerðinni. Þess ber að gæta að ekki er um tæmandi úttekt að ræða heldur nokkur atriði sem gætu gagnast almenningi. VÖRUHEITI Heiti vörunnar á auðvitað að lýsa inni- haldi hennar og eiginleikum. Meira að segja myndir utan á umbúðunum mega ekki vera villandi. Sé myndin af ávexti, er ætlast til að hann sé í vörunni. Sum vöruheiti eru ekki leyfíleg. Til dæm- is er bannað að kalla sykurbætt vatn með bragð- og litarefni ávaxtasafa. í ráði er að staðla vöruheiti kjötvara, m.a. eftir vinnslu þeirra og magni kjöts í vörunni. Eftir ÓLAF SIGURÐSSON Langþráð reglugerð er komin. Ætti hún að vera hvatning til matvælaframleiðenda um að kynna sér málin og laga það sem farið hefur úrskeiðis. Það er nefnilega dýrt að merkja rangt. Geta ber þess sem vel er gert. Hér eru umbúðamerkingar tH fyrirmyndar. Varan er erlend og eins umbúðimar, en aliar merkingar eru á íslensku og mjög greinilegar. Nafn Og Heimilisfang Framleiðanda Mikilvægt er að merkja heimilisfang framleiðanda til að vita hvar má fá nánari upplýsingar um vöruna. Einnig þarf að vera hægt að tilkynna galla. Heimilisfang skal gefíð upp sem bær, borg eða hérað, en auk þess er heimilt að skrá götuheiti, húsnúmer og/eða símanúmer á umbúðimar. Nýleg vara (grænmetisréttur) í verslun- um á höfuðborgarsvæðinu er til dæmis merkt með símanúmeri en ekki heimilis- fangi. Bendir það til þess að viðkomandi framleiðandi hafi ekki haft fyrir því að kynna sér nýju reglumar þó svo að verið væri að setja nýja vöru á markað. Nettóþyngd Eða LagarmálVöru Nauðsynlegt er að vita magn þess sem verið er að kaupa til að geta gert verðsaman- burð og metið næringarefnainnihald. Er þá skilyrði að varan standist þau mál sem gef- in eru upp. Sumar vörur, sem vega minna en 50 grömm, er ekki nauðsynlegt að merkja með nettóþyngd. Ákveðnar reglur gilda um leyfíleg frávik frá uppgefínni nettóþyngd. Ef varan er merkt 500 grömm verður hún að ná 95% þeirrar þyngdar. Þegar vara er þyngri, má frávikið ekki vera meir en 98% af uppgef- inni nettóþyngd. Geymsluskilyrði Gert er ráð fyrir þrenns konar aðstæðum. 1. Kælivöru sem á að geyma við 4°C eða kaldara. 2. Frystivöru 'sem á að geyma við -s-18°C eða kaldara. 3. Ekki þarf að gefa upp geymsluskilyrði fyrir matvöru sem geyma má við stofu- hita. Oft er það svo að í kæliskápum verslana og heimila er einhver staður þar sem hitinn Batnandi mönnum er best að lifa. Efha- gerðin Valur befur sætt mikilli gagn- rýni fyrir notkun ólöglegra litarefna. Þar eins og annarsstaðar er verið að vinna að lag&eringum á framleiðslunni i samræmi við nýja löggjöf um auka- efni. fer ekki niður fyrir 7°C. Helstu ástæður þess eru þær að sífellt er verið að koma fyrir nýjum vörum úr hlýrra umhverfí. Þurfa framleiðendur að taka tillit til þess við mat á geymsluþoli. Geymsluþol Geymsluþol kælivöru sem hefur minna en þriggja mánaða geymsluþol, skal merlqa með „pökkunardegi“ og „síðasta söludegi". Þetta á við um td. niðursneitt álegg. Aðrar vörur sem hafa minna en þriggja mánaða geymsluþol, skal merkja með „síðasti söludagur" (dag/mán). Þetta á við um td. brauðvöra. Vörutegundir, sem hafa frá þriggja til átján mánaða geymsluþol, skal merkja með „best fyrir“ (mán/ár). Þetta gæti átt við ýmsa tilbúna grauta eða pakkavöru. Frystivara með meira en 18 mánaða geymsluþol skal merlqa með „best fyrir“. INNIHALDSLÝSING Öll viljum við vita hvað við erum að kaupa. Innihaldslýsing á að gefa greinar- góða lýsingu um samsetningu vörunnar. Hér á að skýra frá hráefnum og aukefnum í röð eftir minnkandi magni. Rétt er að gera sér grein fyrir því hvaða hráefni er eðlilegt að nota í tiltekna vöru til að meta hvort rétt sé merkt. Til dæmis er tiltekin tegund af salatsósum í verslunum merkt þannig að eggjarauður eru nefndar fyrst. Ef á umbúðum eru fullyrðingar um að varan innihaldi mikið eða lítið af tilteknum hráefnum, skal magn þeirra koma fram. Sanitas malt er jafnan auglýst sem „sykur- minna" en inniheldur ekki nema nokkrum prósentum minna af sykri en Egils malt/ GeriðBetur Af nógu er að taka ef einhver vildi skammast út í umbúðamerkingar matvæla. Einnig eru dæmi um að of langt hafi verið gengið í skömmunum. Það er kannski ekki furða þegar ástandið er með þeim hætti sem lengi hefur tíðkast. Starf heilbrigðisfulltrúa getur oft orðið erilsamt og mikil ábyrgð samfara. En nú er lag. Langþráð reglugerð er komin. Ætti hún að vera hvatning til mat- vælaframleiðenda um að kynna sér málin og laga það sem hefur farið úrskeiðis. Það er nefnilega dýrt að merkja rangt. Einnig er það virðingarleysi fyrir neytendum að fylgja ekki eftir þeim reglum sem hafa ver- ið settar þeim til verndar. Nýja reglugerðin er það plagg, sem mat- vælaframleiðendur geta ekki verið án. Eru þeir hér með eindregið hvattir til að fá sér eintak hjá hollustuvemd ríkisins. Höfundur er matvælafræðingur. IZSBÓK MORGUNBLAÐSINS 25. FEBRÚAR 1989 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.