Lesbók Morgunblaðsins - 25.02.1989, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 25.02.1989, Blaðsíða 14
myndir málaðar áður en hann fór að mála sólina í Frakklandi. Opið kl.10-5 frá og með þriðjudegi til laugardags; kl. 1-5 á sunnudög- um. í Stedelijk-safni, við sömu götu númer 113 er frábært safn af 20. aldar málverkum. Opið kl.11-5 daglega. eru í miðbænum. Flestir sem þekkja Amsterdam eiga sitt uppá- halds kaffíhús, en nefna má staði eins og Koekenbier við Eerste van der Helstraat 51 rétt hjá Cuyp- markaðnum; Wijnand Fockink við Pijlsteeg 31 og Scheltema við N.W. Voorburgwal 242. Tónlistar- og óperuhallir Hollenska tónlistar- höllin, Concertgebouw við Van Baerlestraat 98, er yfírleitt með hljómleika á hveiju kvöldi. Allir sem kunna að meta góða tónlist, ættu að fara þangað — hljómgæði í höllinni eru frábær. Salimir eru tveir. Con- certgebouw-hljómsveitin, með sínum nýjum stjómanda, Riccardo Chailly, leikur yfírleitt í aðalsal. Miðaverð er allt frá 240 upp í 2.400 krónur á dýrustu tónleik- ana. Nýja tónlistarleikhúsið, Muz- iektheater við Amstelstræti 3, er oft með góðar ballettsýningar. Miðaverð er frá 410-1.050 krónur fyrir ballettsýningar, en 450- 1.880 fyrir óperusýningar. Bæði Concertgebouw og Muziektheater gefa út sýningarskrá mánaðar- lega, sem liggur frammi á hótel- um og ferðaskrifstofum. „Amster- dam This Week" gefur góðar upp- lýsingar yfír hvað er á boðstólum í borginni (kostar um 35 krónur). Hollenskt mataræði Amsterdam er ekki þekkt sem sælkerastað- ur. Hollenskt fæði er oft þungt og bragðlítið, en sjávarrétt- ir eru yfírleitt ferskir. Af físk- veitingastöðum má nefna Ðikker en Thijs við Prinsengracht 444, þar kostar máltíð með víni um 2.500 krónur. Nýlenduáhrifín má enn fínna á hinum fjölmörgu ind- Gististaðir og hótel HÁhugaverðasti hluti Amsterdam er hálfhring- ur út frá aðalbrautar stöðinni, sem endar í bugðóttri götu meðfram einu síkinu — Sing- elgracht. Nokkur smærri hótelin við Leidseplein eða Museumplein eru í dýrari kantinum, en önnur í næsta nágrenni töluvert ódýrari. Nefna má hótelin: Jan Luyken við Jan Luykenstraat 58, þar sem tveggja manna herbergi með morgunverði kostar um 6.000 krónur — í Acro við Luykenstraat 44, kostar tveggja manna her- bergi með morgunverði 2.800 krónur og Fita við Jan Luy- Götukort af miðbæ Amster- dam. Indónesískir staðir f Amsterdam minna á nýlenduskeið Hollend- inga. ónesísku veitingastöðum, sem sér- hæfa sig í vel krydduðum réttum — þekktum undir nafninu „rijstaf- el“. Ef þið viljið prófa, reynið til dæmis Indonesia við Singel-stræti 550. Forðist indversk-kínverska og hollensk-japanska staði. Hollendingar eru mjög hrifnir af sfldarrétti, sem þeir nefna „maatjes", hrá, létt söltuð og krydduð sfld, seld hjá götusölum og hafa sinn hátt á að borða hana:„Gríptu í sporðinn, hallaðu þér aftur og gleyptu sfldina í heilu lagi"! Strax í maí, fyllast strætin af ferðamönnum, sem æfa sig á að borða sfldina — að hollenskum sið — og skola henni gjaman nið- ur með glasi af köldu gini. „Maatj- es“ er seld á götumarkaðnum við Albert Cuyp, á flóamarkaðnum handan Waterlooplein (báðir stað- ir lokaðir á sunnudögum) og í Haringhuis Jan Hendriks við Oude Doelenstraat 18 í miðbænum. „Brúnu kaffíhúsin" eru fyrir þá, sem vilja spjalla saman undir léttum drykk og veitingum. Nafn- ið fá þau frá brúnu tréstólunum og borðunum — eyddum og vel pússuðum af löngum gestasetum — og frá tóbaksreykmettuðu and- rúmslofti. Brúnu kaffíhúsin finnast á hverju götuhomi í Amst- erdam. Þangað fara Amster- dambúar eftir vinnu og margir sitja þar heilu kvöldin. A daginn er boðið upp á kaffí eða bjór, en á kvöldin fá margir sér þar gin- glas. Mörg góð „brún kaffihús" kenstraat 37 er með svipað verð. Hótelverð í Amsterdam er lágt miðað við margar stórborgir, en minni ódýrustu hótelin eru oft mikið bókuð. Ferðaskrifstofa Amsterdam, rétt við aðalbrautar- stöðina, tekur að sér að finna gist- ingu fyrir smáþóknun. Þeir sem vilja ævintýralegan gististað gætu reynt fyrir sér í gamla gufubátn- um, sem liggur bundinn við De Ruyterkade, bryggju 9, rétt neðan við bakinngang aðalbrautarstöðv- arinnar. Þar er hægt að fá her- bergi innan við 1.000 krónur. Samgöngur Það er þægilegt að ganga um í Amsterdam — meðfram gömlu síkja- húsunum 441-513 við Her- engracht — heimsækja forngripa- verslanir við Spiegelgracht — ganga um „rauða (forboðna) hverfið" handan Voorburgwal og um höfnina á bak við aðalbrautar- stöðina. En gætið ykkar á hjól- reiðamönnunum, sem njóta næst- um því sömu vemdar og heilagar kýr í Indlandi — lítið alltaf til beggja handa, áður en þið farið yfír götu — þeir hjóla jaftivel yfír á rauðu ljósi! Hægt er að kaupa kort, sem gildir yfír daginn og gefur ótakmarkaðan aðgang í strætisvagna og jámbrautir (dagsverð um 200 krónur) — til sölu við hliðina á Ferðaskrifstofu Amsterdam, rétt við aðalbrautar- stöðina. Flesta íslendinga dreymir um að komast á sólhlýja pálmaströnd um páskana. Páskaferðir hjá íslensk- um ferðaskrifstofum Páskamir — ein helsta ferða- mannahelgi ársins — eru snemma í ár. Úr mörgu er að velja hjá íslenskum ferðaskrifstofum, en það vill brenna við eins og oft áður, að margar ferðaskrifstofur eru með ferðir til sömu áfanga-- staða og ferðir einstakra ferða- skrifstofa eru keimlíkar. Að sjálf- sögðu miðast framboð við eftir- spum og íslendingar eru ekki frá- brugðnir öðrum Norðurlandabú- um í því, að miða fríið fyrst og fremst við sólarlönd, þar sem Spánarstrendur eru efstar á óska- lista. En ný lönd koma alltaf fram á sjónarsviðið, sem mikið er spurt um. Núna segja skrifstofumar að áberandi sé, að allir skólahópar vilji láta skipuleggja skólaferða- lögin til Thailands eða Kýpur, en þau enda oft annars staðar, þegar farið er að tala um verð. Skipu- lagðar páskaferðir hjá ferðaskrif- stofunum fara hér á eftir. SAMVINNUFERÐIR-LAND- SÝN eru með fjölbreytt úrval: Benidorm 22.3.-5.4. verð frá kr. 30.120; Mallorca 21.3.-4.4. verð frá kr. 28.600; Kanaríeyjar 21.3.- 7.4. verð frá kr. 52.180; Thailand 19.3. -6.4. verð kr. 104.900; Skíðaferð til Austurríkis 18.3.- 30.3. verð frá kr. 70.800. Að auki býður skrifstofan upp á Stórborg- arstiklur og sérstaka golfferð um páskana. Gyllt musteri Thailands heilla líka. ÚRVAL er með páskaferðir til Kýpur frá 22.3. Fólk getur valið um 9 eða 16 nætur eða upp í þrjár vikur — tveggja vikna ferðin er vinsælust, hótelgisting í Lúx- emborg eina nótt innifalin í verð- inu, sem er frá kr.52.700. Úrval er með Thailandsferð 16.3.-5.4. verð kr. 119.000 og átta daga ferð til Búdapest og Vínar 19.-26.4. verð kr. 68.550. Örfá sæti em laus í páskaferðina til Kanaríeyja 15.3.-5.4. verð frá 56.400. ÚTSÝN býður: Costa del Sol 22.3. -4.4. verð frá 42.900 - Kýp- ur frá 22.3.-4.4. verð frá kr. 50.400 (hótelgisting eina nótt í Lúxemborg innifalin) — Kan- aríeyjar 21.3.-7.4. verð frá kr. 56.020. SAGA býður: Thailandsferð 24.3. -4.4. í gegnum Kaupmanna- höfn, verð kr. 89.840 — Kýpur 20.3. -4.4. hægt að velja um hvort farið er í gegnum London eða Amsterdam, verð frá kr. 46.000 — tvær ferðir til Costa del Sol: 1) brottför 17.3. dvalið 16 nætur, farið í gegnum Amsterdam, verð frá kr. 55.500; 2) brottfór 20.3. dvalið 11 nætur, farið í gegnum London, verð frá kr. 39.550 — tvær ferðir til Portúgal: 1) Alg- arve, brottför 22.3. 15 daga ferð, verð frá kr. 46.000; 2) Estoril og Lissabon, brottför 20.3.-1.4. verð kr. 46.000, hótelgisting eina nótt í London innifalin. FERÐAMIÐSTÖÐIN VERÖLD býður páskaferðir til: Thailands í 18 daga, brottför 20.3. verð 98.900 — Costa del Sol, þrettán daga ferð, verð frá kr. 34.700 — Benidorm, þrettán daga ferð, verð frá kr. 32.600. ATLANTIK býður: Mallorca 23.3. -5.4. verð frá 48.800 - Ax- enfels í Sviss 18.-27.3. verð frá kr. 50.500. FARANDI býður: Parísarferð 22.-28.3. verð kr. 34.000 og höf- uðborgimar Vín í 7 daga og Búda- pest í 5 daga, verð um kr. 50.000. FERÐASKRIFSTOFA GUÐ- MUNDAR JÓNASSONAR býður að venju skíðaferðir um páska: Crans Montana í Sviss 18.-27.3. verð frá kr. 59.000 og Ischgl í Austurríki á sama tíma, verð frá kr. 66.000 (ódýrari hótel í Sviss). FERÐAVAL býður tveggja vikna dvöl á heilsuhóteli í Búlg- aríu með fullu fæði, verð kr. 59.500. Brottför 18.3. EVRÓPUFERÐIR eru með golfferðir til Algarve í Portúgal um páskana. Brottför er um Lon- don 16.3., gist á 4. stjömu hóteli og verð, ef dvalið er til mánaða- móta, frá kr. 53.000. Hinar ferðaskrifstofumar eru ekki með sérstakar páskaferðir, en halda sig við hefðbundnar ferð- ir — borgarpakka, flug og bfl og ferðir á eigin vegum eins og þær framangreindu bjóða líka upp á. Taka ber fram, að uppgefið verð getur verið villandi, en reynt var að miða við það ódýrasta sem boðið er upp á, t.d. fjórir saman í íbúð eða með bamaafslætti reiknuðum inn í verðið — þannig er ekki alltaf að marka lægsta verðið, þar sem allir geta ekki nýtt sér það. Skíðastaðirí Ölpunum Tölurnar vísa til snjódýptar (sm) í bænum/skíðabrekkunum AUSTURRÍKI Gaschurn .35/170 Ischgl ..30/140 Saalbach ..65/185 Schladming ..20/150 St. Johann ....60/130 St. Anton . 60/270 ZellamSee ..30/160 ITALIA Cervina 10/100 Cortina ..... 0/ 15 Livigno .....18/ 30 Madonna......0/ 20 Selva ....... 0/ 20 SVISS Crans-Montana 10/ 50 Flims/Laax .... 30/ 70 Gstaad ......30/ 40 Verbier .... 10/140 Zermatt ...20/ 60 FRAKKLAND Alpe d'Huez . 70/ 90 Avoriaz ...20/ 60 LaPlagne ..70/100 Meribel ...20/110 Megeve ....20/ 70 Vald'lsere ....50/100 Valmorel ..15/ 75

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.