Lesbók Morgunblaðsins - 25.02.1989, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 25.02.1989, Blaðsíða 6
& JARKENNSLA Greinár fyrir Fræðsluvarp U mhverfisfræði — nýtíng náttúruauðlinda Umhverfisfræði byggir á vistfræði, sem er grein innan líffræði, en auk þess á öðrum náttúrufræðigreinum s.s. jarðfræði, jarðvegs- fræði, vatnafræði og veðurfræði. Það sem skilur umhverfísfræði frá öðrum náttúru- eftir SIGRUNU HELGADÓTTUR íslenskar stofnanir sem sinna umhverfismálum Pjölmargar stofnanir í fslenska stjóm- kerfinu sinna umhverfismálum og stjómun náttúruauðlinda að einhveiju leyti. Sem dæmi má nefna; Hafrann- sóknastofnun, Veiðimálastofnun, Nátt- úrufræðistofnun, Landgræðslu ríkisins, Orkustofnun, Náttúmvemdarráð og HolluBtuvemd ríkisins. fræðigreinum er, að hinn hefðbundni nátt- úmfræðingur skoðar og skilgreinir náttúr- una sem hlutlaus áhorfandi en umhverfís- fræðingur leitast við að sjá hvaða áhrif menn hafa á náttúrana, í fortíð, nútíð og framtíð og hvaða áhrif umhverfið hefur á manninn. Maðurinn hefur alltaf haft áhrif á um- hverfi sitt en hversu mikil þau em hefur verið háð menningu hans og trú. Þetta var augljóst þegar Evrópubúar, kristið fólk alið upp í s.k. vestrænni menningu, fluttu til „nýrra“ heimsálfa og hittu þar fyrir frum- byggja með allt aðra menningu og trú og þess vegna allt aðra afstöðu til umhverfísins og allt aðrar aðferðir við nýtingu náttúmnn- ar. Nýting náttúmauðlinda og menning þjóða er samofín í eina heild og þá líka umhverfisfræði, mannfræði, þjóðháttafræði o.fl. í nútímaþjóðfélagi er rejmt að skipu- leggja umhverfíð á markvissan hátt, ákvarð- anir um nýtingu náttúmauðlinda og eignar- hald á þeim em oft mjög umdeildar og það hvemig til tekst með nýtingu auðlindanna ræður hagsæld þjóðanna í peningum talið. Þannig fléttast umhverfísfræðin skipulags- fræði, hagfræði og pólitík og færa má rök að því að harla stutt er á milli umhverfís- fræði, heimspeki og siðfræði. Maðurinn hefur ekki aðeins áhrif á um- hverfí sitt, heldur ekki síður umhverfíð á manninn. Með nýjum aðferðum í sameinda- líffræði og erfðafræði hafa menn komist að því að allir menn jarðar em af einum og sama stofninum, jafnvel afkomendur einnar konu sem var uppi fyrir 200 þúsund ámm. Á þessum tiltölulega stutta tíma í þróun mannkyns hefur fólk aðgreinst í hina ólíku kynþætti Jarðar, með því að aðlagast umhverfí sínu bæði í útliti og menningu. Svertingjar suðursins em margir háir og grannir, en slík líkamsbygging eykur kæl- ingu líkamans. Þeir hafa lært af rejmslunni kjmslóð fram af kjmslóð á hvem hátt megi rækta í frumskógunum, með því að ryðja aðeins smáa bletti í einu og nota hvem blett stuttan tíma og taka þá nýjan blett í gagn- ið. Þannig er hægt að koma í veg fyrir jarð- vegsrof og ræktuðu blettimir jafna sig fljótt aftur. Hvítingjar norðursins s.s. Inúítar urðu hins vegar stuttir og kubbslegir, halda því vel í líkamshitann og þeir lærðu að lifa í náttúm þar sem við hin kæmumst ekki af. í viðbót við að umhverfíð móti manninn bæði líkamlega og menningarlega þegar til langs tíma er litið þá er ljóst, að umhverfíð hefur mikil áhrif á vellíðan einstaklinga. Allir vita að það skiptir máli fyrir líkamlega heilsu okkar, hvemig stól við sitjum á og hvemig rúmi við sofum í og viðurkenna að það sé heilsunni og jafnvel lífínu hættulegt að anda að sér rykmenguðu lofti eða eitur- efnum. Það er einnig viðurkennt að um- hverfíð hafí áhrif á andlega heilsu fólks en hins vegar umdeilanlegt hvers konar um- hverfí er mönnum heppilegast. Tilraunir með dýr hafa sýnt, að sum þeirra breyta um hegðun, verða t.d. taugaveikluð og árás- arhneigðari en þau vom, ef þau em látin vera mjög þétt. Það sama er talið geta átt sér stað hjá fólki sem býr mjög þétt og í Línurit sem sýna mismunandi vöxt. Umhverfishagfræði. a) Vöxtur lifandi vera á hverjum stað og hveijum tíma er takmarkaður vegna þess að efnivið- ur vaxtarins er í takmörkuðu magni og rými þessa vaxtar, hvort heldur sem það er afgirt tún bóndans, Gskeldisker, ísland allt eða Jörðin í heild, hefur takmarkaða stærð. Náttúruleg- ur vöxtur er hinn almenni vöxtur alls í náttúrunni, okkar eigin Ifkamar hækka samkvæmt þessu línuriti, hratt fyrstu árin, síðan hægar og loks stöðvast vöxtur alveg. b) Þrátt fyrir það, að takmarkaður vöxtur sé náttúrulögmál streitast menn við að auka stöð- ugt framleiðslu slna, hver svo sem hún er. Stöðugt aukin þjóðarframleiðsla (og hlutfallið þjóðaríramleiðsla/íbúi = hagvöxtur) telst vera af hinu góða hjá stjómmálamönnum en þjóðar- framleiðslan getur ekki aukist stöðugt þar sem land þjóðar er takmarkað og auðlindir henn- ar allar. Stöðug aukning á þjóðarframleiðslu hefur fyrr eða síðar þær afleiðingar að höfuð- stóllinn, náttúruauðiindir Jarðar, rýma og vextimir minnka. c) Peningaupphæð á vöxtum tvöfaldast eftir ákveðinn tíma, t.d. eftir 12 ár ef hún er á 6% vöxtum og eftir 6 ár ef hún er á 12% vöxtum. Upphæðin stækkar tiltölulega hægt í fyrstu en sfðan sífellt hraðar. Upphæð sem fær á sig vexti og vaxtavexti hækkar samkvæmt s.k. veldisvexti sem er algjör andstæða náttúrulegs vaxtar. Sá maður eða sú þjóð sem mikið skuldarþarf fraun að auka framleiðslu sína samkvæmt veldisvexti til að hafa upp ískuldimar. samansaíhað Iífrænt efni frá upphafi lífs á Jörð. Jörðin hefur ákveðna og takmarkaða stærð, f henni er ákveðið magn þeirra rúmlega hundrað frumefna sem hún er samsett úr. Hugsum okkur að minni hringurinn sýni stærð Jarðar. Hugsum okkur líka, að hægt væri að safna saman öllu lffrænu efhi sem til hefur verið á Jörðinni síðan líf kviknaði. 1 þeirri hrúgu væru Ifkamar allra manna og dýra sem uppi hafa verið, regnskógar nútímans og burknaskógar fortiðar. Ef þetta væri hægt, þá yrði sú hrúga sem þama safnaðist hlutfallslega jafn miklu stærri Jörðinni og stærri hringurinn á þessari mynd er stærri þeim minni. Þetta er þeim mun merkilegra þegar það er haft í huga, að aðeins um þriðjungurþeirra frumefna, sem þekkt eru ájörðinni, tekurþátt ímyndun Iffræns efnis. Allt efni Jarðarinnar er á einhvers konar hringrás. 1 kennslubókum og handbókum má fínna myndir af slfkum hringrásum, s.s. hringrásum vatns, niturs o.fl. Hér er sýnd einfölduð mynd af hringrás kolefnis (C) um lífverur. Jafnvægi - Mengun. Köllum hólfín f þessari teikningu hringrás viðkomustaða kolefnis. Ef á ákveðnum stað á Jörðinni fer álíka mikið magn kolefnis inn á viðkomustaði hringrásarinnar og fer út frá þeim, þá er hringrásin fjafnvægi. Uppsöfnun efnis á viðkomustað er oft kölluð mengun. Dæmi um slfka mengun er t.d. þegar farið er að veita úrgangi frá byggð út í vatn. Við það eykst dautt lífrænt efni í vatninu, rotverum fjölgar og getur fjölgað það mikið að öndun þeirra tekur til sín það mikið súrefhi, að súrefhismagn vatnsins verði oflítið fyrir físka þess og þeir deyi. Nú á tímum veldur notkun kola og olíu mikilli röskun á hringrás kolefnis. Kol og olía eru dautt lífrænt efni, mikið magn af leifum lífvera sem lifðu á Jörðinni fyrir um 300 milljónum ára. Skyndilegur bruni alls þessa efnis nú veldur mikilli hækkun á magni koltvísýrings (COJ f lofti, sem aftur hefur s.k. gróðurhúsaáhrif með ýmsum ófyrirséðum afleiðingum. Alvarleg mengun er oft fólgin f þvf að náttúruleg efni eru tekin út úr hringrá- sinni og breytt á þann hátt að þau geti ekki komist inn f hana aftur á eðlilegan hátt. Þetta eru gerviefhi, sum hver eitruð og hættuleg. Plast má nefha sem dæmi um gerviefni. Það er oft unnið úr olíu, en eftir að henni hefur verið breytt í plast ráða engar rotverur ogjafnvel ekki bruni við það að breyta þvf aftur f náttúrulegt kolefhi og önnur þau frumefni sem þar eru bundin, þær frumeindir eru mannkyni glataðar sem slíkar, hafa breyst í einskis nýta mengun.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.