Lesbók Morgunblaðsins - 25.02.1989, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 25.02.1989, Blaðsíða 16
heyra að aka stórum jeppa af hæfílegri virðingu og rólegheitum en ekki snaggara- lega eins og smábílunum. Þar sem öku- maður situr hátt og hefur góða aðstoð spegla er ekki vandamál að smokra sér í þröng stæði eða smjúga eftir þröngum götum, milli bfla þeirra ökumanna sem ekki kunna að leggja. Það mætti alveg skjóta hér inn brýningu til ökumanna að einmitt í snjó- og ófærð- artíð eins og verið hefur er nauðsynlegt að menn skilji ekki bílana eftir úti á miðri götu eins og nú er algengt. (Og þarf reynd- ar stundum ekki ófærð til því það er engu líkara en sumir ökumenn hlaupi úr bflum sínum á ferð og láti hendingu ráða hvar þeir leggjast!) En aftur að Bronco: Þegar menn taka að venjast bílnum kemur smám saman í ljós að hann er ekki eins stór og mikill og kannski virðist og aksturinn verð- ur leikur einn. Aldrifíð var óspart notað í ófærðinni og hægt að komast leiðar sinnar hvar sem er í borgarlandinu með það að vopni. Ekki var það hins vegar reynt í torfæru eða á langleiðum en ljóst er að bíllinn er mjög hljóðlátur. Heyrist lítið frá vél og lítið heyrðist líka frá hjólbörðum enda voru þeir reyndar ekki mjög grófír. Það leikur lítill vafí á því að Bronco er hinn þægileg- asti ferðabfll. Fjöðrun er mjúk og og hann tekur vel á móti í djúpum holum og skom- ingum. Fjórir geta með hægu móti komið sér vel fyrir i bflnum með tilheyrandi bún- að sinn í farangursrými þótt ekki virðist það stórt. Toppgrindin tekur þá afganginn ef á þarf að halda. Að endingu Bronco II er bandarískur jeppi af milli- stærð. Hann er skemmtilega lipur í akstri, einkar hljóðlátur og mjúkur því ekki fínnst mikið fyiir grófu yfírborði vegar, holum eða skomingum. Bronco er rúmgóður að innan og 140 hestafla vélin með beinni innspýtingu gefur nægan kraft. Umboðið á ennþá bíla af 1988 árgerðinni sem kosta á bilinu 1400 til 1500 þúsund en vilji menn árgerð 1989 þarf að bæta við nærri 300 þúsundum króna. Jóhannes Tómasson. Af snúninga- liprum Bronco II Varla þarf að rifja það upp fyrir lesendum hversu Ford Broneo jeppi varð skyndilega vinsæll meðal landsmanna fyrir tveimur ára- tugum og hvernig hann hélt þeim vinsældum í nokkur ár. Aðrir jeppar komust síðar í tísku Bronco II er álitlegur kostur meðal jeppa — rúmgóður að innan en ekki allt of stór hið ytra vel teiknaður jeppi, hljóðlátur og þægilegur ferðabíll og þeir bandarísku vom ekki beint sam- keppnisfærir í verði þegar dollar steig mjög í verði. Einnig urðu miklar breyting- ar á Bronco á þessum árum sem urðu ekki beint til að lækka verðið. Bronco hefur á ný komist á blað - ekki slegist í hóp söluhæstu bfla en náð sér verulega á strik. í framleiðslulandinu, Ameríku, hefur Bronco átt miklum vinsældum að fagna og hefur oft náð efstu sætum í vinsælda- könnunum á þessum áratug eftir að hann breyttist. Við lítum í dag á Bronco II með aldrifí að sjálfsögðu, gerðina XL, bein- skiptan. Bronco II árgerð 1989 er ekki stórkost- lega frábrugðinn fyrri árgerð. Framendinn er nýr, grillið, en samt engin framúrstefna á ferðinni. Hið innra hefur líka litlu verið breytt, það er helst í mælaborðinu. Verðið á 1988 árgerðinni hefur verið milli 14 og 1500 þúsund krónur en árgerð 1989 kost- ar kringum 1.755 þúsund krónur. Margt í boði Búnaður þessarar gerðar af Bronco er sem hér segir. Vélin er 2,9 1 V-6 og 140 hestöfl með beinni innspýtingu. Aflhemlar; diskar að framan, skálar að aftan og ABS læsivöm á hemlakerfí. Fimm gíra skipting með yfírgír, vökvastýri, framdrifslokur, varahjólsfesting með læsingu og hlíf, krómaðir stuðarar, dökkir útispeglar, topp- grind, útvarp ásamt klukku og snælduspil- ara með flórum hátölurum, öryggisbelti fyrir fram og aftursæti, aftursætisbak er skipt og á afturrúðu er þurkka með sprautu og rafmagn í rúðunni en gler er litað í öllum rúðum. Það er kannski ekki ýkja margt sem kemur á óvart þegar Bronco er annars vegar. Ökumaður gengur að þessu öllu vísu þótt vissulega sé þama allt annar og meiri bfll en gamli Broncoinn. Sæti em allgóð þótt stillingar séu kannski ekki eins margar og í evrópskum lúxusbílum. Fram- sæti em góð og ökumanni er vel fyrir komið undir stýri og hann hefur góð tök á gírskiptingu. Mælar blasa vel við og nauðsynlegir rofar. Á sérstökum slq'á beint Broaco II er verklegasti bíll. framan við ökumann birtast ljósmerki sem gefa þessar hefðbundnu viðvaranir til kynna um olíu, öryggisbelti og þar fram eftir götunum. Stefnuljósa- og þurrkuarm- ar em báðir vinstra megin við stýrið og hefði maður kannski kosið þurrkurofann hægra megin. Þessar staðsetningar venj- ast þó trúlega fljótt við nánari kynningu. Þurrkurofínn er með þurrkutöf eða let- ingja eins og títt er en hann er iíka stillan- legur og það er kostur. Þurrkumar sjálfar virðast hins vegar hálf veigalitlar rétt eins og var í gamia Bronco að minnsta kosti þegar hressileg úrkoma er annars vegar. Nægur kraftur Akstur og umgangur er lítið áhyggju- efni. í fyrstu virðist hann eitthvað þungur en það stafar kannski af þeirri tilhneigingu að stíga of létt á bensíngjöf. Að minnsta kosti er nógur kraftur í orkubúinu ef á þarf að halda. Auðvitað er 1400 kg bíll þungur en kraftur, skemmtileg skipting og vökvastýri gera aksturinn að ánægju. Bronco er lipur í borgammferð og virð- ist að sumu leyti stærri að innan en að sjá hið ytra. En eins og fyrr var greint verður bíl sem þessum aldrei ekið eins og japönskum smábíl. Það virðist frekar til- B 1 L A R Að innan er allgott rými bæði í fram- og aftursætum. Farangursrýmið er vissulega stærra en í gamla Bronco.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.