Lesbók Morgunblaðsins - 25.02.1989, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 25.02.1989, Blaðsíða 10
Lisía H ún hét Lisía, og hún grét þegar hún fædd- ist. Flest okkar gera það — sem betur fer —, en Lisía hélt áfram að gráta langtímum saman. HÚn átti heima á litilli eyju í suður- hluta Filippseyja, blessuð af sól, hita og Allt þetta byrjaði haustið þegar Lisía lét skrásetja sig hjá hjúskaparmiðlun í Lausanne. Fyrir 180 franka voru allir hennar góðu kostir settir í tölvu og teknir til samanburðar við þá karlmenn sem komu til greina. Útkomuna fengum við senda til okkarmeð morgunpóstinum. Af þessum hugsanlegu eiginmönnum, átti Lisía kost á að velja þrjá úr og hitta hvern fyrir sig einu sinni, eða einn þeirra þrisvar í röð. EftirUNNI BÖRDE KRÖYER gnægð af ferskum fiski, en bannfærð af fátækt, ólæsi og sjúkdómum. Frá bamsaldri og fram yfir unglingsárin vann hún berfætt á hrísgijónaökrunum með móður sinni og systur, flatir breiðir fætur hennar báru vitni um það alla hennar daga. Fljótlega hafði faðir hennar horfið á braut með annarri konu, yfírgefið móður hennar bitra og veika með litlu telpumar tvær og ömmuna. Amman var ströng og sterk og Lisíu þótti íjarska vænt um hana, en hún dó úr hjartabilun um sjötugt þegar hún var að taka niður þvott af snúra. Moðir hennar dó úr hjartaslagi og beislqu fjöratíu og þriggja ára gömul, meðan telpurnar vora enn þá á unglingsaldri. Lisía fyrirgaf föður sínum aldrei, og lengi mátti hún ekki heyra á hann minnst, þó að eins konar kuldalegt samband kæmist á, þegar fram liðu stundir, milli þeirra, „hinn- ar konunnar“ og þriggja hálfbræðra hennar. Lisía vissi ekki nákvæmlega fæðingardag sinn, vegna þess að þorpskrifstofan hafði brannið. Einhvem veginn hafði henni þó tekist að grafa upp tvo afmælisdaga, annan í desember og hinn í febrúar. Við héldum upp á komu hennar í heiminn þann 14. febr- úar, því að hún hafði svo miklar mætur á degi heilags Valentínusar. Síðasta sinn sem við héldum upp á afmælið varð hún 31 árs, þvert ofan í vegabréfið hennar sem taldi hana 32 samkvæmt aftnælisdeginum 29. desember. Skólaganga hennar var, þegar best lét, skrykkjótt, eftir því sem ég komst næst. Hún skrifaði ensku eftir eyranu og útkoman varð oft furðuleg. Hún settti ævinlega P í staðinn fyrir F, kallaði til dæmis Foxie hund- inn okkar Poxie, og hún hafði pisk í mat- inn, þegar pamilían var að heiman. Auk enskunnar talaði hún tagalo, sína eigin mállýsku frá eyjunni, og dálitla spönsku. Undir tvítugt komst hún til Manila og fór að vinna hjá fílippeyskri fjölskyldu, síðan í amerískum herskála og að lokum hjá amerískum liðsforingja og fjölskyldu hans, og með þeim komst hún til Evrópu. Hún átti hið óræða bros Austurlandabú- ans til að leyna öllum tilfinningum, jákvæð- um sem neikvæðum. Trúlega brosti hún, þegar hún sagði upp vistinni hjá evrópskum vinnuveitanda sínum, vitandi að hún átti á hættu að verða send aftur til Filippseyja, af því hún hafði ekki atvinnuleyfí. Þessi húsbóndi hennar hafði neytt hana til að borða kartöflur, en Lisía át hrísgijón þrisv- ar á dag og fannst kartöflur vera villimanna- fæða. Hún fyrirgaf vinnuveitanda sínum aldrei. Hún lagði sér aldrei annað Iqötmeti til munns en fuglakjöt því fuglakjöt er auð- kennilegt, og hún hafði einu sinni borðað hundalqot í Manila, þegar lítið hafði verið um kjöt. Hun hafði einhvemtíma verið með lítinn hund á snærum sínum, sem hafði hlaupið að heiman frá sér, og hún hafði leitað að honum dögum saman árangufs- laust. Það sem henni þótti hvað verst var tilhugsunin um að seppi lyki jarðvistardög- um sínum á matarborði einhvers veitinga- hússins, en þegar hún minntist á það hló hún. Ein af endurminningunum að heiman, sem henni var kær og hún talaði oft um, var ómur af röddum fiskimannanna um þijúleytið á nóttunni, þegar þeir kölluðu upp tegundir aflans til áð velq'a kaupendurna. Fyrir hana var það hápunktur dagsins að prútta um besta fiskinn. Önnur svipmynd frá eyjunni hennar sem einnig kom henni til að hlæja, ofurlítið beisklega að vísu, var þjófamir sem stálu kjúklingunum þeirra sífellt á nóttunni undan gólffjölum hússins. Hún lá vakandi og beið eftir þeim, en þeir voru ævinlega fljótari en hún. Fyrir utan bros sín og hlátur hafði Lisía furðulegt lag á að neita allri ábyrgð ef'eitt- hvað fór úrskeiðis. Hún kom sökinni á hvern sem var og viðurkenndi aldrei að neitt væri henni að kenna nema þá helst óbeinlínis og endaði þá alltaf á „það var ekki mér að kenna“. En það er heldur ekkert gaman að vera hræddur. Stundum fékk Lisía algjört taugakast, og vældi þá hástöfum: „Engum þykir vænt um mig, og hún móðir mín er dáin, og hún elskaði mig. Þér eigið herrann og bömin, en enginn kærir sig um mig.“ Og hún gaf sig algerlega á vald sjálfsvorkunnseminni, og endaði með perskum piski og píkjum í matinn og fullvissu um að okkur öllum væri hún ósegjanlega kær. Það var Lisía sem næstum varð hundun- um að fjörtjóni með gæsku sinni og of rífleg- um matarskammti svo að ég varð að þeyt- ast til dýralæknisins með tíkina Foxie más- andi. Ég hélt að hún væri að fá fyrir hjart- að, aðeins til að komast að raun um að hún hafði étið yfir sig af andasteik frá kvöldinu áður — ferðin kostaði mig 45 franka. Lisía trúði á guð, og hann var strangur, en það mátti semja við hann. Hún átti líka draug í bílskúmum okkar og talnaband með krossi sem hékk á dyrasnerlinum utan á herbergishurðinni hennar til að bægja frá bílskúrsdraugnum og öðram illum öndum. Hún hafði sagt vinum sínum, sem komu að heimsækja hana, að skifta sér ekki af kon- unni sem hafði dáið uppí herberginu hans Ara. „Þessi kona kemur stundum í heim- sókn, en það gerir ekkert til,“ sagði Lisía, „það er allt í góðu, og hún snýr aftur þang- að sem hún á heima.“ Allir sjúkdómar þjáðu Lisíu allt frá krabbameini til berkla og hjartakveisu, en hún harðneitaði að fara til okkar ágæta Dr. Lambelet, vegna þess að „hann spraut- ar mann“. Og það var Lisía, fæddur meistarakokk- ur, sem dekraði við okkur með dásamlegum réttum sínum, fagurlega frambomum, ávallt með ferskum blómum á matborðinu, síhugs- andi um velferð „pamilíunnar" sinnar. Það var Lisía sem neitaði að hætta vinnu á kvöldin fyrr en allt var í fullkomnu lagi í hennar augum. Hún skýrði það fyrir mér „þér skiljið ekki Filippseyjabúa. Við verðum að vinna okkar verk óaðfinnanlega. Ef við geram það ekki, eram við einskis virði.“ Það var líka Lisía sem sagði: „Það er þungur á yður bossinn, frú mín.“ Svolítið óréttmæt athugasemd fannst mér alltaf og gaf bossa hennar sjálfrar homauga. Lisía var dæmalaust auðtrúa, en innst inni bjó hún yfir ríkum sjálfsbjargarhæfi- leika. í hennar augum var engri manneskju treystandi. Allir ætluðu að hafa eitthvað út úr henni, enginn að gefa neitt. En svo sagði hún líka við mig, þegar hún þurfti veralega á samúð að halda: „Þér erað eins og hún móðir mín, frú.“ Hún elskaði ekki aðeins Foxie, corgihund- inn, og Pumpkin, púðulhundinn, heldur líka fuglana, hamsturinn, naggrísinn, snákinn og annað það sem bömin komu með heim. Tímunum saman gat hún verið að annast blómin mín með sínum stórkostlegu gróður- fingram. Og það var hún sem stal rósum og tómötum úr garði næsta nágranna, vegna þess „að ég á þetta í raun og vera. Ég gróðursetti þetta þegar ég var í vistinni hjá þýska greifanum í þessu húsi“. (Og var lát- in sofa í atómbyrginu gluggalausu í kjallar- anum.) Og það var Lisía sem lét sér tíðrætt um „skíthælinn" sem hafði hætt við hana vegna annarrar konu, og hún fékk til að koma pökkum til og frá Filippseyjum, því hann vann hjá Swissair-flugfélaginu og fór reglu- lega til Manila. Og í hvert sinn sem ég benti henni á að hún gæti ekki bæði talað illa um manninn, og um leið notað hann í eigin þágu, stakk hún upp í mig með svari sem dugði: „Guð skilur þetta,“ sagði hún. Og þetta sem Guð skildi var að í hverjum mánuði fór vænn skammtur af launum Lisíu auk margra pakka af svissnesku súkkulaði, fötum og jafnvel úram til systur hennar og flölskyldu á litlu eyjunni þar sem hún var fædd. Og ég lokaði augunum fyrir þessum frem- ur vafasömu umsvifum. Allt þetta er um Lisíu, sem giftist Marcel dag einn í apríl, og sá með því rætast draum sinn að gerast svissneskur ríkisborgari með óvefengjanlegan rétttil atvinnuleyfis í Sviss. Allt þetta byijaði haustið þegar Lisia lét skrásetja sig hjá hjúskaparmiðlun í Lausanne. Fyrir 180 franka vora allir henn- ar góðu kostir settir í tölvu og teknir tii sámanburðar við þá karlmenn sem komu til greina. Utkomuna fengum við senda til okkar með morgunpóstinum klukkan 10. (Við Lisía höfðum eytt dijúgum tíma og vandað okkur mikið við að semja textann fyrir tölvuna.) Af þessum hugsanlegu eigin- mönnum átti Lisía kost á að velja þijá úr og hitta hvem fyrir sig einu sinni, eða einn þeirra 3svar í röð. Ef það bæri ekki árang- ur, varð hún að bytja á nýjan leik og borga aftur 180 franka. Hún varð líka að lofa að svara hveijum umsækjanda skrifiega, sem lenti á mér, þar sem pranskan mín var svo- lítið betri en hennar. Við höfðum rætt alvarlega hina ýmsu möguleika, og ég var búin að svara ógrynn- um bréfa, eftir að við höfðum rifist lítillega vegna jákvæðra og neikvæðra eiginleika hinna ýmsu kandidata. Að lokum komum við okkur saman um einn vagnstjóra/sport- veiðimann, skrautleg rithönd og sport- veiðin ómótstæðileg meðmæli — og Lisía borgaði 180 franka fyrir þijú stefnumót. En Lisía, orðin 31 árs, var svolítið tepra- leg í sér, og sagði mér að um leið og hún leit vagnstjórann/sportveiðimanninn augum hafi hún lýst því yfir við hann: „Ef þú reyn- ir að snerta mig, c’est fini,“ og „ef þú skrökvar að mér, c’est fini aussi.“ Og þar- með hurfu þeir af sjónarsviðinu vagnstjórinn og sportveiðimaðurinn. Eftir nokkrar svip- aðar uppákomur var Lisía í þann veginn að hætta við allt saman, vegna þess að hún

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.