Lesbók Morgunblaðsins - 15.04.1989, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 15.04.1989, Blaðsíða 2
B Æ K U R Guðbrandur Siglaugsson tók saman GARY KÍNDER TH£ 3EST DOCUMCNTGD. MOSTCREÐ18LE UFOGASEEVER Gary Kinder: Light Years. Penguin Books. Einn svissneskur alþýðumaður stað- hæfir að hann hafi oftar en eitt hundr- að sinnum átt stefnumót við verur utan úr geimnum, verur sem eru í litlu einu frábrugðnar þeim sem drottna yfír jarðarkringlu vorri. Fátt væri við slíkar staðhæfíngar hægt að gera en svo vill til að maðurinn náði flölmörgum ljós- myndum af farartækjum geimveranna og telja sérfræðingar með öllu óhugs- andi að um falsanir sé að ræða. Þeir menn sem hafa lífsviðurværi sitt af því að fínna upp og stjóma brellum í kvik- myndum segja að slíkt sér að sönnu mögulegt með miklum tilkostnaði kunnáttu og mannafla. Tímafrekt mun það og vera. Víst hafði sá svissneski Eduard Meier nógan tíma en hann var ekki loðinn um lófana og hjálparlaust hefði hann tæpast getað föndrað þetta því hann er einhentur. Ekki náði Meier eingöngu ljósmyndum af feijunum, heldur og tókst honum að kvikmynda eina og að auki fékk hann að gjöf málmbút sem sérfræðingur vestur í Bandaríkjunum skoðaði og segist viss um að búturinn hafí komið úr öðru umhverfí en við þeklqum, en ekkert getur hann sannað því stykkið hvarf bókstaflega úr höndum hans. Fyrir nýja árukynslóð sem stundar hlægilegan galdur ætti þessi bók að vera nokkur huggun. ÍbnABtschek CíIUCK’S ZIMMER Ailfi Cwiifihte nnd I.ieder Wondratscek: Chuck’s Zimmer. Wilhelm Heyne Verlag. Wolf Wondratschek er eitt þessara sjaldgæfu metsöluskálda. hann er þýskt afsprengi Beat-skáldanna Bandarísku, og skyldur Bukovsky í annan legginn. Hann yrkir um hina löngu vegi, hina bitru timburmenn ást- ardiykksins, reykdimm herbergisljóð, stofuljóð Ieðuijakkamannsins og af- skiptaleysi og hinn síkvika dauða. Bráðskemmtilegur gagnrýnandi, Marcel Reich-Ranicki að nafni, Iofar trúlega ekki upp í ermina á sér þegar hann spáir Wondratschek því að ein- hver ljóða hans eigi eftir að standa upp úr öilum þeim kveðskap sem gerður var á áttunda áratug þessarar aldar. Wondratschek er auðvitað skáld- stimi og á skilið sólblóm í leðuijakka- hnappagatið. Þessi bók geymir öll Ijóð og söngva úr fjórum kvæðabókum höfundar. Þær komu út hver í sínu lagi á árabilinu 1974-1980. ..„málið vex í höndum hans.. H 44 Hugleiðingar um íraska skáidið Hameed Sa’eed ameed Sa’eed er frægasta samtímaljóðskáld íraks. Hann hefur gefið út sjö ljóðabækur og á urídanförnum árum hafa verk hans ver- ið þýdd á mörg tungumál. Hann er í miklum metum í Arabaheiminum. Þá má geta að hann er formaður Arabiska rithöfundasam- bandsins. Hann er ritstjóri dagblaðsins Bylt- ingin f Bagdad sem er útbreiddasta blað landsins og hann er í vinfengi við áhrifa- menn Baathflokksins sem er við stjóm í landinu. Ég hitti Sa’eed þegar ég var í írak 6.1. haust og hann gaf mér meiri skilning en ég hafði fyrir, á ýmsu sem er að gerast í írak nú eftir að stríðinu við írani er lokið, þótt vopnahlé hafí að vísu ekki Verið samið. Hann kom mér fyrir sjónir sem agað og rólynt hörkufól, með dijúgan forða af sálar- kyrrð og manneslqulegu innsæi. Svo sagðist hann ætla að senda sér bók sína sem var að koma út á ensku í þýðingu Salman D. Al-Wasiti og heitir því yfírlætislausa nafni „Ljóð." Hann sagðist sjálfur ekki kalla þetta úrval úr ljóðum sínum, öllu frekar mætti líta á þetta sem stutta yfírlitsgöngu um ljóð- heim hans frá því sú fyrsta kom út 1968. Og bókin hans kom með skilum. Hameed Sa’eed hefur verið talinn til arab- isku skálda sem komu fram með nýjungar á sjöunda áratugnum. Hvað sem ungum aldri leið bjó þessi kynslóð yfír lífsreynslu vegna mjög snögglegra lífsháttabreytinga og almennum lífshögum. í Arabalöndum, sem urðu þegar olía fannst vítt og breitt um svæðið. Það var kynslóð Sa’eeds sem varð að taka að sér að fella þær að nútíman- um, eldri kynslóðin átti nóg með að reyna að átta sig á hvað væri að gerast og tókst auðvitað misjafnlega. Eldra fólkið var tor- tryggið, var á varðbergi og óttaðist að gaml- ar hefðir og fomar arabiskar dyggðir myndu líða undir lok. Breytingar á ljóðinu haldast í hendur við þjóðfélagsbreytingamar. Þeirra tekur að gæta eftir að seinni heimsstyijöld- inni lauk. Fáeinir eldri rithöfundar sýndu viðleitni í að ná tökum á „nýja arabiska ljóð- inu“ þótt það væru skáld af kynslóð Hame- ed Sa’eed sem urðu til að fullkomna það Arabaheimurinn hafði þegar á heildina er litið verið mjög vanþróaður, miðað við Evrópu. Flest höfðu lotið forsjá erlendra ríkja, jafnvel eftir að Ottomanheimsveldið leið undir lok. Þó væri fullmikið að tala um að þau hafí verið nýlendur í sama skilningi og var í Afríku og Asíu. ólæsi var mikið, heilsuvemd af skomum skammti og engin iðnvæðing svo að taki að minnast á það. Lífíð gekk fyrir sig eins og það hafði gert um aldir, langflestir voru bedúínar og þótt ékki sé heldur rétt að tala um skort og nauð eins og í ýmsum vanþróuðum ríkjum, var lífsbaráttan hjá öllum þorra manna hörð ogóvægin. í áratugi hafði verið vitað að olía var í jörðu í þessum heimshluta og vinnsla var hafin þótt í smáu væri framan af. Sýnilegt var að með rannsóknum myndi væntanlega fínnast óhemju magn en fáa óraði sennilega fyrir því hversu gríðarlegt það var né hvflíka kollsteypu í samfélagsháttum og lífshögum olían hafði í för með sér. Margir urðu til að hvetja til varfæmi og risu öndverðir gegn framþróuninni. Eins og áður er vikið að hefur það ugglaust stafað bæði af ótta um að gamlar hefðir hyrfu og svo hafa menn gert sér ljóst, að alls konar spilling gæti fylgt. En framþróuniri varð ekki stöðvuð og á þessum árum urðu arabisk skáld og sagna- menn enn mikilvægari og hlutverk þeirra, því að éftir rödd þeirra var hlustað og al- þýða manna treysti þeim til áð veita æski- leg handleiðslu á þessum umbyltingartím- um, vegna þess hve arabisk sagnahefð átti rík ítök í hugum fólksins og var snar þáttur f daglegu lífí þess. í samtali sem ég átti við Majid Al- Samarraie en hann sá um að velja í ljóðabók- ina og skrifar formála kom fram að frá því Hamed Sa’eed byijaði að yrkja hefur honum verið umhugað að halda þéttingsfast í „ræt- ur sínar" eins og Al-Samarraie orðaði það. Rætur sem beina honum í tvær áttir eða öllu heldur í eina stefnu þar sem tvær meg- inlínumar liggja samsíða. Önnur er gömul og hefðbundin, hin er ný og breytinga- kennd. Hamed Sa’eed veit fyrir löngu hvar styrkur hans liggur og þrátt fyrir eðlislæga hógværð, hefur hann ekki í frammi upp- gerðarefasetndir um listræna hæfíleika og það sem skiptir mestu, hann trúir því sem hann segir og er sjálfum sér samkvæmur. Sa’eed byijar fyrir alvöru að yrkja um 1968. Haon var þá í í útlegð frá heimborg sinni, Hilla. Ljóðið sem birtist með þessari grein „ís“ var skrifað þá og vakti athygli á honum. í þeim skilningi. í því birtist næm- ur skilningur og skynjun á lífinu - lífí sem . þeirra ólgaði innra með honum og hann túlkaði á sinn hátt og sýndi andstöðu við þann veruleika sem honum var gert að búa við. En í því birtist einnig löngun til að sigr- ast á þessum fráhrindandi vemleika. í fyrstu bók sinni „Strendumar köldu" varpaði hann strax fram spumingum um tengsl sín til ljóðsins sem slíks og í hina röndina um tengsl einstaklinganna. Sa’eed hefur aldrei brotið gegn sterkri og klass- iskri hefð hins arabiska ljóðs, en hann hefur hleypt inn í hana frísklegum og hýjum straumum og hugmjmdum. Hann segir að lífsskoðun sín komi fram í ljóðunum: að árangur náist meðþví að samhengi sé hald- ið fremur en byltingarkenndum heljarstökk- um. Sa’eed er skáld mannúðar og hann dreym- ir um betri tíð. Því hafa allir tímar orðið hans tími. Þörf hans til að ná tökum 'á augnablikinu er þó oft mjög einkenni ljóða hans. Tíminn hefur sýnt og sannað að marg- Hameed Sa'eed, ritstjóri og skáld. ir rithöfundar þessarar kynslóðar hefur hleypt nýju og fijóu lífi í arabíska ljóðlist samtímans. Þó svo að Sa’eed ráði yfír mikilli leikni í uppbyggingu ljóða sinna, verður hún aldr- ei á kostnað skáldskaparins. A1 Samarraie segir að vald hans á arabiskri tungu sé óvenjulega auðugt og áreynslulaust að „mál- ið vaxi í höndum hans.“ „ Hann þenur málið til hins ítrasta, en hlúir að þvi samtím- is. Veitir því næringu og dregur næringu úr því.“ SAMANTEKT: JÓHANNA KRISTJÓNSDÓTTIR HAMEED SA’EED: IS Þegar vetur gengur í'garð, skýtur lokum fyrir gluggana varnar mér allra útgönguleiða og kallar fram sorta í blóði mér þegar óveðursvindar rífa í seglin og hrekja mig.miskunnarlaust frá heimili mínu °g þegar helkaldur ísinn umlykur mig hrópa ég: Hvar eru lönd birtunnar, hvar er sólin sem teiknar þúsundir litbrigða Ijóss og skugga í þorpið mitt heimkynni minna yndisfögru söngva Hvar er nú hlýjan sem þeytir töfrailman hátt í loft, líkt og gullinn gosbrunnur eru nú böm okkar, þjökuð af hungri klæðlaus þreyja þau meðan stormurinn ræður niðurlögum spörfuglanna með ófleyga vængi Og sé engin hlýja, brosa engir söngvar til okkar akurinn í dölunum blómstrar ekki Mér er til efs að blóð þjóðar minnar renni enn í æðum mfnum Kannski ísöldin sé að setjast að til að freista mín Kannski freisting frá tíma Adams handan dauða næturinnar nálgist mig- þótt ég hafí vfsað á bug freistingum Satans fyrir margt löngu En ég.. er farinn að efa hvort blóð þjóðar minnar rennur enn um æðarnar Gleymt hef ég helgisiðum hennar og hafnað sjálfum mér. Hafnað ásjónu ættföður míns Og lifað gleðivana, f þúsund molum, hundeltur af eigin bergmáli inn f nótt þagnarinnar Og hlýja! Hvenær flæðir þú um hjarta mitt- sem þyrstir í gleðina Og hlýja! Hvenær hörfar ísinn og þfðir skynjun mína bergmál þjóðar minnar kveður enn við f sálu minni afskræmdar verur rétta fram hönd teygja ískalda hönd f átt til mín. Þýöing eftir greinarhöfundinn JL

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.