Lesbók Morgunblaðsins - 15.04.1989, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 15.04.1989, Blaðsíða 3
N L ^m:'* (MJ Ifi! Bj O^ ií. NJBi X A Ð ^S l_ 11, Í Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvstj.: Haraldur Sveinsson. Ritstjórar: Matthias Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aðstoð- arritstjóri: Björn Bjarnason. Ritstjórnarfulltr.: Gísli Sigurðsson. Auglýsingar: Baldvin Jóns- son. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Sími 691100. Forsídan er af emaleruðu myndverki eftir Einar Hákonarson og er meðal þeirra, sem hann sýnir á Kjavalsstöðum. Sýningin verður opnuð í dag. Myndin heitir „Sof- andi". Einar fór í vetur til Svíþjóðar og lærði ema- leringu, sem er forn tækni og tíðkaðist m.a. hjá Egypt- um löngu fyrir Krist. Glermassi er.látinn saman við lit, málað á sérstaklega grunnað undirlag úr járni og síðan brennt við háan hita. Þannig verður emaleruð mynd bæði ljós- og veðurþolin og hentar þetta t.d. mjög vel utanhúss. IMjála en einkum þó höfundur hennar hefur lengi verið hugstæð- ur Sigurði Sigurmundssyni, bónda og fræðimanni í Hvítár- holti í Hrunamannahreppi og hefur hann nokkrum sinnum tjáð sig þar um í Lesbók. Nú hefur Sigurður lokið við ritgerð um höfund Njálu sem kemur út í bók og af því tilefni hefur Guðrún Guðlaugsdóttir átt við hann samtal. Memphis er nafn á framúrstefnuhönnun, sem flestir hafa ugglaust heyrt nefnda, ef ekki séð. Hér var á ferðinni í febrúar einn af frægustu hönnuðum Memphis-hópsins, Michele De Lucchi og átti Anna Bjarnason samtal við hann um sögu þessarar hreyfingar og myndir eru af hlutum í Memphis-stíl. Ferðablaðið er að þessu sinni tileinkað París, sem alltaf hefur sér- stakt aðdráttarafl. Nú verður mikið að sjá og heyra þar vegna 200 ára afmælis frönsku byltingarinnar. JOHANN JÓNSSON Hvað er klukkan...? Dagur var kominn að kvöldi, kyrrð og svefnró í bænum, lognöídusöngvar frá sænum, sumar í blænum ... Gott kvöld, hvað er klukkan? Röddin var Ijúfmál sem lognið, létt og flögrandi bros um varanna rósreifað flos... Háríð blakaði í blænum, bjart eins og vorið á sænum ... I augunum hillti undir ungan dag, þar sem allt var fætt — nema sorgin. Og enn var komið að kvöldi og koldimmt í bænum — og náhljóð frá niðmyrkum sænum, Gott kvöld, hvað er klukkan? Röddin var grátklökk, sem hálfstilltur strengur, steingjörður íshlátur svall um varanna grástorknað gjall... Sem vængur með flugslitnum fjöðrum • flökti strý undir höfuðdúks-jöðrum... í augunum drottnaði alvöld nótt, þar sem aílt var dautt — nema sorgin. Jóhann Jónsson (1896-1932) er fyrst og tremst frægur fyrir kvæðið Söknuð, en þótt hann félli frá ungur, orti hann fleiri góð Ijóð, þar á meðal það sem hér birtist. Jóhann hélt ungur til Þýzkalands, þar sem hann veiktist af berklum, sem drógu hann til dauða. Varla ér það stór hópur manna hér á landi sem nú til dags les verk Ge- orgs Brandesar. Mér hafa sagt fróðir menn, að til skamms tíma hafi þó ýmsir all-lengi haldið tryggð við Brandes og þaullesið verk hans. Og örfáa veit ég um, sem enn sækja þekkingu og skemmtun til þessa snjalla danska heimsborgara. Öðru vísi mér áður brá mætti segja af þessu tilefni. Fyrir og um aldamótin síðustu var Brandes svo mikill áhrifavaldur í íslensku menningarlífi, að langt fram eftir öldinni töluðu sómakærir sveitaklerkar með hryllingi um „Brandesaröldina" og það guð- leysi og þá hugarfars-lausung, sem ríkti meðal áhanganda hans. Sagt var, að Brand- es spillti ungum lærdómsmönnum með skríf- um sínum og. skoðunum á lífinu og til- verunni. Hann var guðleysingi og lítt hrifinn af kirkjunni eða boðun þjóna hennar, en hafði þeim mun meiri áhuga á því sem frum- lega var hugsað í álfunni. Hann var t.d. í þeim fámenna hópi, sem þegar í stað gerði sér grein fyrir þýðingu Nietzsches í andans lífi Evrópu. Þessar umræður eru nú orðnar verkefni þeirra, sem reyna að átta sig á framvindu menningar, fremur en þær veki hugaræs- ing. Viðkvæmni gagnvart frumlegum og nýstárlegum skoðunum hefir minnkað, þótt enn geti verið harla grunnt á alls konar skoðanakúgun enn þann dag í dag. Skoð- anakúgun kalla ég þegar neitað er að ræða álitamál, skoðanaskipti fá ekki að eiga sér stað, og jafnvel svo langt gengið, að telja óþarft að ræða viðkvæm ágreiningsmál af því, að í raun sé ekki ágreining um að ræða, heldur sé andstæðingurinn veill á geðsmun- um. Um það eru dæmi frá voldugum ríkjum. Umræða á liðnum tíma kemur okkur stundum spánskt fyrir sjónir vegna þess, að stundum virðist sem deiluaðilar hafi alls B Að lesa — Brandes ekki uppgötvað í hverju ágreiningur var fólginn. Það getur verið í senn fróðlegt og skemmtilegt að reyna að finna hver rök menn notuðu í slíkum deilum og hvað raun- verulega lá að baki þeim. En víkjum aftur að Brandes. Hann er tvímælalaust einhver skemmtilegasti rithöf- undur sem ég hefi gluggað í. Ritgerðir hans um heimspekinga og skáld 19du aldarinnar eru í hæsta máta það sem kallað er „spiritu- el", andríkar. Þar fer saman yfirburða þekk- ing og hæfileiki til þess að tengja saman hluti, sem sýnast óskyldir á yfirborðinu. Og ekki hvað síst er honum lagið að draga saman aðalatriði og lýsa ytri umgjörð og innri tilfinningum. Nokkrar ritgerðir Brandesar hafa orðið mér umhugsunarefni og vakið forvitni mína um ýmislegt á 19du öidinni og þær hræring- ar, sem þá áttu sér stað, og eru forsendur margs af því, sem einkennir okkar eigin tíma. En það er önnur og lengri saga en svo að rakið verði í örstuttu rabbi. Um helgina las ég stutta ritgerð eftir Brandes, ritgerð sem ég las fyrir allmörgum árum og rifjaði nú upp mér til skemmtunar og nokkurs gagns, vonandi. Ritgerðin heitir Um lestur, og er hugleiðing um það hvað í því felst að lesa bækur, og jafnframt leið- beiningar um hvernig skuli lesa. Brandes bendir á hve fjarri öllu lagi sé -að setja upp lista yfir einhver ótiltekinn fjölda bóka sem hver og einn skuli lesa til að geta talist til vel lesinna manna. Stundum séu menn að gera lista yfir „hundrað bestu bækur, sem skrifaðar hafa verið", en þess -konar mat sé ætíð út í hött vegna þess, að óralangt er frá þvi, að hverjum og einum henti hið sama. Hin svokölluðu sígildu rit heimsbókmenntanna eru þess eðlis, mörg hver, að sérstakar forsendur þarf til að geta notið þeirra, og verður lesandinn að þekkja bærilega til þess menningarheims, sem þau er sprottin úr, til þess að hafa af þeim gagn. Því skyldi enginn fyrirvaralaust fara að lesa þau. Plató og Sófókles, Hóras og Virgill, Shakespeare og Racine, Göthe og Shelley hafa allir samið stórbrotin verk, en það fer enginn fyrirhafnarlaust inn í heim þeirra. Sá lesandi, sem vill lesa til þess að auðg- ast af reynslu og eflast í skilningi á mann- legu eðli og mannlegum tilfinningum í hin- um margbreytilegustu myndum, á, að ínati Brandesar, að byrja á því að lesa verk sam- tíðarmanna sinna og feta sig þaðan til þeirra verka, sem eldri eru og oft á tíðum fram- andi að efni og framsetningu. Lestur á ekki að vera til þess eins að drepa tímann, held- ur á lesandinn að leggja sitt af mörkum til að ná sambandi við höfundinn, leitast við að skilja hvað fyrir honum vakir, hver eru innbyrðis tengsl verka höfundarins og hvernig sambandi þeirra við verk annarra höfunda er háttað. Ekki er þó neitt við það að athuga, að lesa sér til afþreyingar. Lestur á að vera skemmtun. Leiðinlegar bækur eru aldrei merkilegar, og ef til vill er það einkenni góðra bóka, að þær eru skemmtilegar. Brandes leggur mikið upp úr því, að fólk lesi vel það, sem það les og lesi fremur fáar bækur vel en margar bækur á hundavaði. Það er líka meira um vert að kynna sér rækilega einn höfund, eða lesa um eitthvert ákveðið tímabil og öðlast bærilega vitneskju um það en þeytast heimshorna milli og grauta í mörgu, en kunna ekkert til nokkurr- ar hlítar. Þær bækur, sem höfða til lesan- dans, á á að lesa oft, og eiginlega ekki hætta fyrr en maður er orðinn gagnkunnug- ur þeim. Þá er komið að þeirri spurningu, sem erfiðast er að svara: Gerir lestur góðra bóka, úrvalsrita, lesandann betri, hæfari, umburð- arlyndari, víðsýnni, vitrari en ella? Ef til vill verður góður lesandi víðsýnn, jafnvel skilningsríkur á veikleika manna og þar með ætti hann að öðlast eitthvert um- burðarlyndi, þó ekkert skuli um það fullyrt. En ekki treysti ég mér til að segja neitt um það hvort hann verði betri eða vitrari. Vera má, að hann öðlist eitthvað af þessum eiginleikum, en það er ómögulegt að dæma um hvort það sé af því að hann les góðar og viturlegar hugsanir, eða hvort hann les úrvalsrit af því að hann er þegar góður maður og vitur. Ekki er sjálfgefið, að mennt- un, í hvaða formi sem hún er, geri fólk betra eða vitrara, þótt hún geri það hæfara til að vinna ýmis störf. Við þessar hugleiðingar Brandesar, (reyndar blandaðar eigin hugsunum) hefi ég litlu að bæta, nema því einu, að ekki virðist hin besta menntun og ítarlegasta þekking á því, sem snjallast hefir verið sagt eða nákvæmast hugsað en annað, komið í veg fyrir skoðanakúgun og sjálfbirgingshátt þeirra, sem telja sig hafa hinar einu „réttu" skoðanir. Brandes var sjálfur viss um yfir- burði sína og naut þess að berjast við það, sem hann taldi rotið og skaðlegt. Að honum var líka vegið af fullkominni hörku. Þrátt fyrir allt eru verk hans hressandi tilbreyting frá doða geldrar umræðu annars vegar og ruddalegra niðurrifsstefnu hins vegar. Brandes er góður leiðsögumaður um evr- ópskan menningarheim 19du aldarinnar, einkum ef manni tækist að lesa verk hans á þann hátt sem hann ráðleggur okkur. HARALDUR ólafsson LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 15. APRÍL 1989 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.