Lesbók Morgunblaðsins - 15.04.1989, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 15.04.1989, Blaðsíða 11
 Infíniti bílarnir hafa fengið góðar móttökur í Bandaríkjunum. ! ' “J J| j | | l[ f *"í ‘‘ | j { i AÐ UNDIRBÚA FJÖLDAFRAMLEIÐSLU BÍLA Fimmtíu milljarða flárfesting Þótt bílamir séu ekki stórir þarf ýmsu að kosta til áður en fram- leiðslan hefst eins og til dæmis var þjá Ford áð- ur en ný Fiesta leit dags- ins Jjós. Ahveiju ári renna úr verksmiðjum bíla- framleiðenda nýjar gerðir bíla sem hafa verið mismunandi lengi í hönnun og til- raunum áður en fjöldaframleiðslan hefst. Það er líka langur vegur frá því að hönnunarstigi er lokið og þar til sjálf framleiðslan getur hafist og kostar sá undirbúningur líka stórfé. Þegar Ford verksmiðjurnar hófu framleiðslu á hinni nýju gerð Ford Fiesta höfðu átt sér stað endurbætur í verksmiðjum fyrirtækisins fyrir sem svarar yfir 50 milljörðum íslenskra króna. Að sjálfsögðu þarf ekki í hvert sinn sem breyting er gerð á bílum að gjörbreyta verk- smiðjunum, minni háttar skipulagsbreyting- ar og stillingar á tækjum nægja oft en öðru hveiju þarf að snúa öllu við og taka upp nýja starfshætti. Það var gert hjá verksmiðj- um Ford í Dagenham í Englandi, Köln í Þýskalandi og Valensía á Spáni áður en framleiðsla á hinum nýja Ford Fiesta hófst. Rúmlega 8 milljarðar króna fóru í breyting- ar í verksmiðjunni í Englandi, 11 í Þýska- landi og 12 á Spáni. Þama var einkum um að ræða kostnað við smíði yfirbygginganna, stönsun þeirra og samsetningu og síðan kaup á hvers kyns nýjum búnaði til fram- leiðslunnar. Alls fóru um 40 milljarðar króna í breytingar á vélbúnaði og 10 milljarðar að auki í annan undirbúnipg. Meðal breyt- inga á sjálfri framleiðslulínunni, færiband- inu, má nefna að dyrnar eru ekki settar á bílana fyrr en síðast, þær eru málaðar og fullfrágengnar fyrst. Gefur það starfsmönn- um betri aðgang að öðrum verkefnum við bílana og að lokum eru dymar festar á með vélbúnaði. Þessa aðferð hefur Ford þegar notað við framleiðslu á Sierra og Scorpio bílunum. Um leið og þessar miklu breytingar voru gerðar fór fram endurskoðun á flestum þáttum framleiðslunnar. Þannig vom 3.580 suðuhlutar í eldri gerð Fiesta bflsins en með nýja bílnum tókst að fækka þeim niður í 3.073 eða um 14%. Um leið var sjálfvirkni við suðuvinnu aukin vemlega og til þess að svo mætti verða var vélmennum eða iðnróbótum fjölgað vemlega. Þeir vom áður 73 í öllum þremur verksmiðjunum en em eftir breytingamar 298. Þjálfun starfsmanna er líka lykilatriði og um leið er ráðgert að auka framleiðsluna. Byijað var mjög hægt, aðeins framleiddir um 40 bílar á dag í hverri verksmiðju með- an starfsmenn vom í þjálfun og vélar reynd- ar en síðan verða framleiddir milli 690 og 1.100 bílar í hverri verksmiðju. Síðar á enn að auka framleiðsluna úr 2.510 bílum í 2.810 bíla á dag samanlagt. Litlir og stór- ir frá Nissan úxusbílarnir frá Nissan, Infiniti Q45 og M30 sem sagt hefur verið frá hér á bílasíðu, voru kynntir í Bandaríkjunum nú eftir áramótin og stendur kynningar- og sýningarherferð yfir fram eftir árinu. Hafa bílamir einkum verið sýndir í stærstu borgum landsins og hefur þeim verið vel tekið. Nissan réði 65 sérstaka umboðsmenn úr hópi 1200 umsækjenda til að annast sölu bílanna. en þessum bflum er ætlað að ná til nýs kaupendahóps fyrir Nissan, þeirra vandlátu sem vilja stóra bíla og greiða fyrir það uppsett verð. Þá kynnti Nissan fyrir nokkm tvær nýjar gerðir smá- bíla á heimamarkaði. Heita þeir PAO og S-Cargo en fmmgerð þeirra var fyrst kynnt fyrir tveimur ámm. Þessir nýju smábílar frá Nissan verða í raun ekki fjöldaframleiddir heldur aðeins eftir pöntun. Framleiddir hafa verið 10 þús- und bflar á síðustu vikum og lýkur fyrsta sölutíma PAO nú um miðjan apríl en S- Cargo verður hægt að fá keyptan í tvö ár. Með PAP bflnum er Nissan að bjóða eins konar sumarleyfisbfl eða sérstakan bíl með stórri sóllúgu, sjálfskiptan eða beinskiptan og allan mjög einfaldan í sniðum. PAO frá Niss- an er eins kon- ar skemmti- eða sumarleyf- issmábíll. S-Cargo bfllinn er líka nokkuð frábmgð- inn hefðbundnum sendibíl en hann er sagð- ur skemmtilegur í akstri og notkun og fjöl- hæfur. Þegar bílarnir vom fyrst kynntir var hugmynd forráðamanna verksmiðjunnar að setja þá á markað til reynslu og í fram- haldi af góðum móttökum var ákveðið að framleiða þá í ákveðinn tíma en ekki er lofað ijöldaframleiðslu til margra ára. S-Cargo er hugsaður sem fjölhæfur sendibíll. LESBÓK MÖRGUNBLAÐSINS 15. APRlL 1989 1 1

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.