Lesbók Morgunblaðsins - 15.04.1989, Blaðsíða 10
GUÐRÚN ÞURA
KRISTJÁNSDÓTTIR
Ást
við hittumst
á veginum langa
ég tók í hönd þína
við urðum samferða
á veginum
var hvítt blóm
og kaktus
við gengum
gegnum ilm þeirra
hönd íhönd
þú varst stórstígur
ég smástíg
ég horfði
á eftir þér
síðasta spölinn
vegurinn er auður
ég staldra við
lít um öxl
blómið breiðir úr sér
litríkt
kaktusinn er án
nála
ég flýti mér
til að ná þér
því ég finn ennþá
fyrír hönd þinni
Höfundur er laganemi.
INGIBJÖRG
GÍSLADÓTTIR
Ástar-
óður til
fjalsins
Brattar hlíðar, hvassir tindar
og mjúkar línur
á milli.
Leikur fjóss og skugga
um líkama þinn.
Kyrrstæður síbreytileiki
náttúru þinnar
heillar mig, heltekur mig.
Langar, bjartar nætur
sitjum við sitt hvoru megin
við fjörðinn
ég í smæð minni — og þú —
í öllum þínum tignaríeik.
Og þó erum við
tengd.
Sterkar og sterkar
dregur þú mig til þín.
Þú skilur
þú ert
og þó þekki ég ekki nafnið þitt.
Höfundur vinnur viö fjölskylduathvarf á
Græniandi.
FORNV I NATTA
Vinátta og reynsla
Satt er hið fomkveðna að Langvinimir rjúfast
síst, segir Öngull í Grettlu og hefur þá í huga
fóstru sína. Reynsla kennir mönnum hverjum
þeir geta treyst. Raun skal vin prófa og með
falsi er vinar nafii nema raun fylgi með
sannri vingan eru tvö spakmæli þýdd úr
latínu á þrettándu öld. Hið síðara minnir á
Síraksbók (XXXVII 1); „Margur er ei vinur
nema af nafninu." Orðið „vinur" þótti mikið
virðingarheiti, ekki síður en „drengur" sem
enn er göfugt orð í móðurmáli okkar. í
þörf skal vinar neyta, og duga sumir
vinir vel, en sumir illa hljóðar málsháttur
í sögukomi sem snarað var úr ensku á
fimmtándu öld, og hefur frumtextinn þó
annað spakmæli á þessum stað, en náskylt
þó annað spakmæli á þessum stað, en ná-
skylt þó.
Fyrsti hlutinn er kunnur af öðmm fomrit-
um: ívents sögu sem er norsk þýðing á
frönsku verki og Sverris sögu eftir Karl
ábóta á Þingeyri (d. 1212). í franska fmm-
textanum segir þó að í þörf „reyni“ (ekki
,,neyti“) menn vini sína, og svipað á sér stað
í enska sögukominu sem ég gat um áður.
Þegar Barði í Heiðarvíga sögu skilar Þórði
á Breiðavaði hestunum tveim, þá em honum
boðnir tveir hestar að launum. En Barði
vill engin laun fyrir þetta „Skal þín vinur,“
segir hann, „í þörf neyta.“ Menn reyna
vini sína þegar mikið ríður á, og þá kemur
best í ljós hveijum er hægt að treysta. Orð-
ið atgerðarvinur er notað um mann sem
sannar vináttu sína í verki. Tvö spakmæli
sunnan úr álfu koma mér í hug: Sá er sann-
ur vinur er í nauösynjum hans er búinn
til hjálpar eftir megni og Margir teljast
vinir svo lensi sem vel gengur, en í nauð-
syn eru þeir fáir. Svo mikið kvað að þess-
ari hugmynd að á tólftu eða þrettándu öld
varð til nýyrðið „nauðsynjavinur", en fleir-
tala er skýrgreind á þessa lund í fomri sögu:
„Þeir vinir heita svo er manninn fyrirláta
eigi á tímum nauðsynjanna." Þótt orðið
„nauðsynjavinur" komi ekki fyrir í Grettlu
þá birtist hugmyndin sem í því er fólgin á
einum stað í sögunni. Grettir dvelst vetrar-
langt í Háramarsey úti fyrir Sunnmæri, og
þar vinnur hann frægasta afrek sitt í Nor-
egi: drepur tólf berserki einn síns liðs og
forðar með því móti húsfreyju og dóttur
hennar frá mikilli svívirðing. Bóndi er ekki
heima meðan þessi ósköp dynja yfir, og
verður honum mikið um þegar hann kemur
heim og heyrir alla söguna. Þá vill hann
sanna Gretti vináttu sína og þakklæti: „Og
það mun eg til mæla,“ segir Þorfinnur, „sem
fáir munu mæla til vinar síns, að eg vilda
að þú þyrftir manna við, og vissir þú þá
hvort eg gengi þér fyrir nokkum mann eða
eigi. En aldrei fæ eg launað þér þinn vel-
gjöming, ef þig stendur engi nauður." Nokk-
ur síðar lendir Grettir í því óláni að verða
manni að bana og fer síðan á fund Þorfinns
og segir honum hvað hafi gerst. „Þorfinnur
Síðari hluti
Menn reyna vini sína
þegar mikið ríður á, og
þá kemur best í ljós
hverjum er hægt að
treysta. Orðið
atgerðarvinur er notað
um mann sem sannar
vináttu sína í verki.
Eftir HERMANN
PÁLSSON
tók vel við honum, „og er það gott,“ sagði
hann, „að þú ert vinaþurfí." (Hér eins og
víðar í fomsögum á fólk nú á tímum bágt
með að átta sig á orðum og gerðum þeirra
manna sem þar er lýst, nema tekin séu mið
af þeim hugmyndum sem tíðkuðust með
lærðum íslendingum um það leyti sem sög-
umar vom skráðar.)
Vitaskuld þótti sjálfsagt að menn leituðu
til vina sinna þegar á reið: Tryggan vin bið
þú ténaðar;
vel kveða dyggva dugast,
segir í Hugsvinnsmálum, sem hvetja menn
til að láta hyggindi sín koma að haldi sjálf-
um sér og vinum sínum. En aldrei skyldi
maður stæra sig af því að duga vini sínum,
heldur átti hann að gæta eins vandlega:
Þann dugnað veittu
vinum þínum
að eigi fylgi mikið mein.
4. ÓTRÚIR VlNIR
Enginn hörgull er á vamaðarorðum í fom-
um ritum um ótrúa vini. Málshátturinn Illt
er að eiga þræl að einkavin, kemur fyrir
í fjórum sögum að því er ég veit best, og
auk þess í Konungs skuggsjá. í Örvar-Odds
sögu er sérstaklega varað við Óðni, enda
þótti hann ærið viðsjárverður. Illur er Óð-
inn að einkavin. Onnur spakmæli mætti
nefna í næstu andrá: Illa hefir sá er ótrú-
an vin hefir. Illt er vin véla, þann er þér
vel trúir. Sjá vandlega við vélráðum vina
þinna. Haf eigi vináttu við vonda menn.
Skáld Hávamála leggur hér merkileg orð í
belg: „Með illum vinum brennur eldi heitari
ást fímm daga, en slokknar þegar hinn
sjötti kemur og allur vinskapur versnar.“
„Ef þú átt annan vin sem þú trúir illa og
vilt þó hljóta eitthvað gott af honum, þá
skaltu mæla fagurt en hyggja fátt og
launa honum lausungu með lygi.“ „Og þetta
skal segja um þann vin sem þú trúir illa
og þér er gmnur að geði hans: þú skalt
hlæja við honum og mæla um hug þér.“
Annars staðar í Hávamálum skýtur upp
orðinu „viðhlæjandi" í sambandi við vini:
Ósnotur maður
hyggur sér alla vera
viðhlæjendur vina.
Lítill vafi getur leikið á því að hér er um
suðrænt spakmæli að ræða. Hitt er alkunn-
ugt að heimskum mönnum getur gengið illa
að þekkja trúan vin, einkum ef þeir eru sjálf-
ir talhlýðnir í þokkabót.
Af þeim „ótrúu vinurn" sem spilla fyrir
í fomsögum skal einungis tveggja getið.
Frægastur þeirra er Mörður Valgarðsson í
Njálu sem lætur margt illt af sér leiða.
Hann kann að „mæla fagurt" þótt hann
„hyggi flátt“ og hikar ekki við að beita vin-
áttu í því skyni að ráða niðurlögum þeirra
sem hann öfundar. „Nökkuru síðar reið
Mörður til Bergþórshvols og fann þá Skarp-
héðinn. Hann sló á mikið fagurmæli við
þá og talaði hann þann dag allan og kveðst
við þá margt vilja eiga. Skarphéðinn tók
því öllu vel, en kvað hann þó þess ekki leit-
að hafa fyrri. Svo kom að hann kom sér í
svo mikla vináttu við þá að hvorugum þótti
ráð ráðið, nema um réðist við aðra.“ En
Mörður lætur þó ekki fagurgalann nægja
einan, heldur gefur hann þeim Skarphéðni
einnig stórgjafir, qg á hinn bóginn rægir
hann fóstbróður þeirra við þá uns þeir fall-
ast á að verða honum að íjörlagi. Þeir Njáls-
synir eru ósnortnir menn og talhlýðnir og
sjá ekki við brögðum Marðar, enda veitist
honum létt að teygja þá til vinskapar við
sig og eggja síðan til aðfarar við Höskuld.
Njáll skilur af hugviti sínu hvemig í málinu
liggur, en með því að synir hans trúa nýjum
vini og em auk þess hættir að hlýða öldruð-
um föður, þá getur hann ekkert ráðið við
þann dapra atburð sem brátt ber að höndum.
Undarleg eru samskipti þeirra skáldanna
í Bjamar sögu, Þórðar Kolbeinssonar og
Bjamar Hítdælakappa. Þórði er svo lýst að
„hann þótti vera spottsamur og grár við
alla þá er honum þótti dælt við“. Bjöm var
nokkm yngri en Þórður og „hafði enn sem
margir aðrir orðið fyrir spotti Þórðar og
áleitni," og fyrir þær sakir flýr hann að
heiman og dvelst nokkur ár í annarri sveit.
Þegar Bjöm er átján vetra hittast þeir í
Noregi, og þá fer Þórður að sækjast eftir
vináttu Bjamar, heitir trúmennsku sinni og
„talaði þá allfagurt við Bjöm.“ Síðar fær
Þórður unnustu Bjamar með prettum, og
eftir það rænir Bjöm Þórð, en Ólafur helgi
sættir þá. Þótt svo sé í pottinn búið, þá
býður Þórður Bimi til veturvistar, og „fór
þar um fögmm orðum“ hve vel hann mundi
veita honum. Móðir Bjarnar treysti Þórði
illa: „Það mun sýna að eg mun ekki mjög
talhlýðin. Hugðu svo að Bjöm,“ segir hún,
„að því flárra mun Þórður hyggja sem
hann talar sléttara, og trú þú honum
eigi.“ [Eins og Sigurður Nordal hefur bent
á, þá virðist hér og raunar einnig á öðmm
stað í sögunni vera bergmál frá Hávamál-
um. Hitt hefur einnig verið sýnt að hinn
lærði söguhöfundur hefur þekkt Hugsvinns-
mál.] En Björn var þeim mun talhlýðnari
en móðir hans að hann þá heimboð Bjarn-
ar, og reyndist beininn ekki jafn ríflegur
og boðið. Slitnar nú brátt vinfengið, enda
lýkur málum á þá lund að Bjöm fellur fyrir
Þórði og mönnum hans.
5. Flaumslit
Hér að framan var drepið á dapra frá-
sögn af tveim æskuvinum og fóstbræðmm
sem týndu vináttu sinni um haust og urðu
síðan hvor öðmm að bana á útmánuðum
misseri síðar. Vinslit virðast vera báðum
jafnt að kenna, og hallast því ekki á með
þeim. í ýmsum öðmm frásögnum lýkur
langri vináttu með hörmulegum hætti, og
er lýsing á Bolla og Kjartani einna frægust
af slíku tagi. Ein af dæmisögum Sólarljóða
fjallar um svipað minni, og hljóðar hún svo
í endursögn: „Vingott var með þeim Sváf-
aði og Skarphéðni; hvomgur mátti vera án
hins, uns þeir urðu óðir um eina konu; henni
var auðið aó valda þeim bölvi. Þeir gættu
hvorki leiks né ljósra daga fyrir þessa hvítu
mey. Þeir gátu ekkert munað nema hinn
ljósa líkama hennar. Daprar urðu þeim hin-
ar dimmu nætur; þeir gátu aldrei sofið
sætan blund. Og af slíkum harmi safnaðist
hatur milli virkta vina. í flestum stöðum
verða fádæmi grimmilega goldin. Þeir gengu
á hólm um hina vitm konu og fengu báðir
bana.“
Á einum stað í Hávamálum þar sem
rætt er um vináttu, minnir skáldið á þann
háska sem stafar af svikum eða brigð:
Allt er betra
en sé brigðum að vera.
En litlu fyrr { kvæðinu varar skáldið við
flaumslitum, en svo vom vinátturof forðum,
kölluð. Sá sem týnir góðum vini hefur e.t.v.
engan fulltrúa eftir, engan til að teygja að
gamanrúnum, engan til að telja raunir sínar.
Vin þínum
ver þú aldregi
fyrri að flaumslitum.
Sorg etur hjarta
ef þú segja né náir
einhveijum allan hug.
Eftirmáli
í ýmsum sögum sem hér er ekki getið
er vinátta merkur þáttur, þótt ekki virðist
fara mikið fyrir henni nema aðgát sé höfð,
enda má þessi grein kallast hugvekja frem-
ur en rannsókn. Styrkur ritsmíðar liggur
að nokkm leyti í þögn: sumt af því sem
blasir við sjónum þegar skyggnst er eftir
vináttu í fornum sögum er hér látið ósagt.
Obbinn af þeim fræðimönnum sem fjallað
hafa um íslendingasögur láta sér annarra
um atburði en hugmyndir og taka meira
mark á gerðum manna en orðum. Slíkt tóm-
læti hefur valdið því að ýmsar kenningar
um eðli sagna fá engan veginn staðist ef
skipulegum rannsóknum er beitt. Hitt er
þó öllu ískyggilegra að mörgum njótöndum
fomsagna hefur skotist (þótt skýrir séu)
yfir sum minnisstæðustu atriðin í þeim. Nú
er kominn tími til að sögumar séu lesnar
af þeim skilningi og athygli sem þær eiga
skilið.
Höfundurerprófessorvið Edinborgarháskóla.