Lesbók Morgunblaðsins - 15.04.1989, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 15.04.1989, Blaðsíða 14
Chaillot", þar sem bandarískar háskólahljómsveitir leika. Einnig verða kvöldtónleikar amerísku hljómsveitarinnar „Waterways Wind“ í húsbát, sem liggur við akkeri á árbakkanum við „Hotel de Ville“. Sama eftirmiðdag verð- ur skrúðganga, sem 51 hljómsveit frá 46 ríkjum Bandaríkjanna — aðallega háskólahljómsveitir — taka þátt í. Hljómsveitirnar munu ganga frá „Hotel de Ville“ að „Palais de Chaillot" (Trocadero). 13., 14. og 15. JÚLÍ. Hápunkt- ur hátíðahaldanna verður þessa daga. Að kvöldi hins 13. verður „Opéra de la Bastille" opinberlega vígð af forseta lýðveldisins — með tilheyrandi dagskrá, bæði fyrir opinbera gesti og aðra. Mikið verður um dýrðir, þegar hljóm- sveitimar birtast á Bastillutorgi — „Place de la Bastille" — kl. 10 um kvöldið. Þær munu standa í skugga „Colonne de Juillet" og skemmta mannlj'öldanum með hefðbundnum hætti, eins og tíðkaðist með dansleikjum að kvöldi „Bastillu-dags“. 14. júlí, á sjálfan þjóðhátíðar- daginn, að morgni mun hin hefð- bundna hersýningar-skrúðganga þramma frá l’Etoile-torgi að Con- corde-torgi. Um kvöldið mun gey- simikil skrúðganga leggja upp- frá„Porte Maillot" og enda á Con- corde-torgi. Skrúðgangan er skipulögð o g sviðsett af Jean-Paul Goude (þekktur í Frakklandi og víðar). Gangan verður hin fjöl- skrúðugasta, en í henni taka þátt 9.000 manns — allt frá tmmbu- og fánaberum upp í leiksviðsklætt listafólk. 26. ÁGÚST. Á 200 ára af- mælisdegi mannréttinda og jafn- réttis — mun línudansarinn Phillippe Petit ganga yfir Signu, á kaðli, strengdum frá Trocad- ero-torgi að annarri hæð Eiffel- turnsins. Djass- og rokkhljóm- sveitir munu síðan sjá um fjörið. Parísarsýningar í tilefhi afinælisins Frá því snemma í maí fram í október er opið sýningarsvæði í Tuileries-görðunum. Þar verða fjölbreyttar sýningar, útileikhús, tónleikar og yngri kynslóðin er ekki höfð útundan. í stóru tjaldi fýrir framan „Place de l’Hotel de Ville" verður kvikmyndahátíð með myndavali er beinist að þema byltingarinnar. Meðal kvikmynd- anna verða: „Danton" eftirWajda; „La Marseillaise" eftir Renoir; „Napoleon“ eftir Abel Gance, með undirspili Colonne-hljómsveitar- innar. Sýningartími er kl. 8 á kvöldin, en aukasýningar á mið- nætti föstudaga og laugardaga. Miðana, sem eru ókeypis, er hægt að nálgast sama dag og myndin er sýnd, í hinum ýmsu borgarsvið- um Parísar (Mairies d’arrondisse- ment). (42.76.67.00) Frá 27. október til 12. febrúar verður yfirgripsmikil sýning í Louvre- safninu á verkum David hin fyrsta síðan árið 1948. (42.60.39.26) Frá 2.-27. maí verða í Grand Palais“ sýningar á ballett Maurice Béjart „1789“, sem var sérstak- lega saminn í tilefni afmælisins. Ballettflokkur Béjart „Ballett de Lausanne" mun dansa undir tón- um frá fyrstu, sjöundu, áttundu og níundu sinfóníu Beethovens. Miðaverð verður frá 850-2.050 króna. (48.78.75.00). Einnig má panta miða frá: Entrée Spectales, BP 27509, 75424 Paris Cedex 09. Hagnýtar upplýsingar: Frá miðjum april verða söluturnar opnir, sem gefa allar upplýs- ingar um hátíðahöldin og selja dagskrárbæklinga (kosta um 80 kr.) Bæklingur yfir hátíða- höld í öllu Frakklandi er fáan- legur á „Mission du Bicentena- ire, 7 Avenue Franco Russe, 75007 Paris (45.67.17.89). Bæk- ur, skýrslur og upplýsingar um frönsku byltinguna og hátíða- höldin er líka að finna í „Med- iathéque de la Revolution" inn- an Beaubourg, frá mars fram í september (42.77.12.33). Önn- ur upplýsingamiðstöð, sem er opin allt árið er að Espace 89, á Rue du Pont-Neuf 31 (42.21.06.93). Að lokum hefiir franska rikisferðaskrifstofan og alþjóða ferðamálaráðið komið upp tollfijálsu símanúm- eri (800-891-2828), sem gefur upplýsingar um helstu við- burði, veður og veðurhorfur, gengi á gjaldmiðlum og fleira. Hátíðahöld utan Parísar Af sögulegum, tæknilegum, sjónrænum og ijárhagslegum ástæðum munu aðalhátíðahöld tvöhundruð ára afmælisins fara fram í París og Versölum. Þetta á samt ekki að hefta afmælis- gesti frá því að fara út á lands- byggðina eða út í „province" (mjög franskt orð, sem nær yfir öll frönsk landssvæði utan París- ar). Aðalmerkisdagamir verða haldnir hátíðlegir í sérhveiju frönsku sveitaþorpi, bæ og borg. Einnig verða hátíðahöld allt árið víðsvegar um Frakkland, þó að ekki sé ennþá búið að fastsetja dagsetningar. Dagana 9.-16. júlí verður mikið um að vera í höfn Rúðuborgar (Rouen), þegar 90 af stærstu segl- bátum heimsins safnast þar sam- an. Alla þá viku verða hljómleik- ar, leikhússýningar og menning- arviðburðir, sem beinast að þema byltingarinnar — bæði innandyra og utan í Rúðuborg. Upplýsingar fáanlegar á „Mairie de Rouen“ (35.08.69.00) eða á aðalferða- Margir koma við á hæðinni til að skoða hina undurfogru, hvítu byggingu „Sacré-Cæur“ — kirkju heilags hjarta — og útsýnið yfir París. Dómshöllin og Conciergerie-fangelsið — séð frá Signu. með gamlar bækur, málverk, myndir og fleira áhugavert — eru Útimarkaðir í sýningarkössum — víða meðfram Signubökkum. skrifstofunni (35.71.41.77). Franska borgin Montpellier í Suður-Frakklandi mun sviðsetja umfangsmikla rokktónleika 26. ágúst. Tónleikamir heíjast síðdegis á afmælisdaginn og standa alla næstu nótt. Upplýs- ingar í aðalferðaskrifstofu Mont- pellier (67.79.15.15). Borgin Marseille mun setja á svið sinn eigin borgardómstól, þegar mannréttindayfirlýsingin er 200 ára. Leikendur munu koma fram fyrir hönd Marseille-borgar og borgin verður dæmd „sek eða saklaus “eftir því hvernig hún reynist hafa rækt skyldur sínar við borgarana. Dómur verður sett- ur og áhorfendur munu dæma fyrir framan dómshöllina í Mar- seille, dagana 17., 18. og 19. júní. Upplýsingar í „Marie de Mar- seille“ (91.55.11.11). Oddný Sv. Björgvins Louvre Hótelde Ville La Bourdonnais- Endastöð PortdeSolférino-^ Musée d’Orsay Musée d’Orsay Dame <3So Quai Montebelio- NotreDame ÉÉá Nýja feijuleiðin milli Eiffel-turns og Hótel de Ville. Ný ferjuleið eftir Signu Fyrsta maí verðúr farin ný feijuleið eftir Signu í miðborg Parísar, sem ber nafnið „Bate- aux-leiðin“. Feijurnar munu sigla milli Eiffel-tums og Hótel de Ville, með þremur viðkomu- stöðum á leiðinni — fara frá La Bourdonnais-bakkanum við Eiffel-tura, á 45 mínútna bili, frá kl. 10 f.h. til kl. 8 e.h. Ferð- in tekur um klst. Þessi feijuleið var áður notuð fram til ársins 1934. Ferðimar bakkanum, á móti Louvre; Monte-bello við Notre Dame kirkju og á hægri bakka — við Hótel de Ville. Fargjaldið er á milli 160-240 krónur, sama hvaða vegalengd er farin. Feijurnar munu ganga fram til 30. septem- ber, en þá verður ákveðið hvort þjónustunni verður haldið áfram með sama sniði eða hvort við- komustöðum verður íjölgað upp í 11. eru frábrugðnar þeim sem nú eru famar eftir Signu, þar sem far- þegar geta farið frá borði og kom- ið um borð á hveijum viðkomu- stað. Aðaltilgangur ferðanna er að draga úr hinni geysiþungu umferð með strætisvögnum og Parísarbúar og ferðamenn eru hvattir til að nýta feijurnar. „Bateaux-leiðin mun þjóna fjór- um viðkomustöðum — La Bour- donnais við Eiffel-turn; de Sofém- ino-Musée d’Orsay; Malaquais-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.