Lesbók Morgunblaðsins - 22.04.1989, Síða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 22.04.1989, Síða 2
 Þ Y Z K A L A T 1 L L Úr krúsum skal hann drukkinn dauður egar flugvélin smellti hörðum og snöggum kossi á snæviþakið landið varð mér ljóst að stundin var að renna upp. Svo heppilega vildi til, að ég skyldi einmitt koma heim til stuttrar dvalar daginn þann, þegar bjórinn var aftur Fróðlegt var að sjá á hvern hátt íslenzkir veitingamenn og gestir þeirra fögnuðu þessum tímamótum. Þeir fengu viðvaninga sunnan úr Bæheimi til að skemmta og í sjónvarpinu sást, að þegarbjórinn var afgreiddur í hálfs lítra glös, var hann steindauður, öll froða horfin. Veitingamaðurinn hafði ekki gert þær kröfur til sjálfs sín, að hann kynni yfirleitt að afgreiða almennilega bjór úr krana. Eftir HJALTA JÓN SVEINSSON leyfður á Fróni. Um þetta hafði fjálglega verið skrifað í þýsku blöðin að undanfömu og greinilegt var að þetta þóttu undur og stórmerki þar í landi. Ekki það í sjálfu sér að íslendingar færu að drekka bjór, heldur hitt að þessi ágæti drykkur skyldi hafa verið bannvara í landinu norður við ysta haf síðan 1915. Ég hafði ekki lesið íslensk dagblöð síðan um áramót og vissi því ekki á hveiju maður gat átt von. Mér hafði þó borist til eyma að þýskur bjór yrði ekki á boðstól- um. Einhver hafði meira að segja fullyrt þetta í einu þýsku dagblaðanna og haft um það þung orð. Þetta þótti óhæfa þar eð þýski bjórinn hefði verið talinn sá besti, auk þess sem hann væri enn framleiddur í anda hinna ströngu laga um hreinleika hans. Það kom mér því á óvart að hitta gaml- an kunningja minn í Leifsstöð, sem kvaðst vera farinn að vinna fyrir íslenskan bjór- framleiðanda sem bruggaði sinn mjöð und- ir frægu merki frá Munehen í Bæheimi. Hann sagðist vera kominn í þeim erinda- gjörðum að taka á móti þremur Suður- Þjóðverjum sem ætluðu að leyfa íslending- um að sjá hvemig fólk ætti að skemmta sér þegar það drykki bjór. Hinn íslenski bjórframleiðandi ku hafa haft fullan hug á því að innleiða bæheimska bjórmenningu á Islandi. Hinir þrír ungu menn voru sum sé hljóðfæraleikarar og ætluðu að skemmta landanum með söng og leik. Ég hafði veitt þessum ungu þremenningum eftirtekt á meðan þeir biðu eftir farangrin- um. Þeir virtust hálf hlessa á þessu öllu saman og greinilegt var að þetta voru ekki veraldarvanir atvinnumenn, heldur einfaldir sveitastrákar. Um kvöldið komu þeir fram í beinni útsendingu bráðvinsæls skemmtiþáttar í sjónvarpinu. Þeir voru látnir syngja tvö bæheimsk alþýðulög og leika undir á harm- ónikku, trompet og gítar. Það fór ekki fram hjá neinum að þeir voru að koma fram í fyrsta skipti í sjónvarpi. Þeir voru svo taugaóstyrkir að þeir gátu hvorki spil- að almennilega né sungið, strákagreyin. Þeir voru ekki vanir að leika fyrir fleira fólk en sem nam fastagestunum á sveitak- næpunni heima í Bæheimi. Hinn íslenski bjórframleiðandi ætlaði á hinn bóginn að sýna löndum sínum hvemig þetta væri í Þýskalandi og nam því þessa saklausu pilta á brott úr heimahögum sínum og færði þá flugleiðis yfir ála Atlantshafs. —„Eflum íslenska bjórmenningu," heyrðist ánægður bjórneytandi kalla utan úr sal. Ekki vogaði ég mér niður í miðbæ Reykjavíkur þetta kvöld til þess að skála við landa mína á einhveiju hinna flölmörgu bjór- og veitingahúsa. Ég lét mér nægja að horfa á þennan viðburð í kvöldfréttum sjónvarpsins. Það var fróðlegt að sjá þar á hvern hátt íslenskir veitingamenn og gestir þeirra fögnuðu þessum tímamótum. A fyrsta veitingastaðnum, sem sjónvarps- menn litu inn á, varð þjóðin vitni að því þegar forseti borgarstjómar klippti á borð- ann sem strengdur hafði verið yfir af- greiðsluborðið. Þeásari athöfn fylgdu mik- il fagnaðarlæti viðstaddra. Meðal annars sást hvar fimmtán hálfslítra glös stóðu full á borðinu. Það vakti athygli mína að bjórinn í þeim var steindauður og öll froða horfin. Veitingamaðurinn h'afði greinilega ekki gert þær kröfur til sjálfs sín að hann kynni yfirleitt að afgreiða almennilega bjór úr krana. Góðir veitingamenn leggja mikla áherslu á að froðan sé samkvæmt gamla lögmálinu. Þeir gefa sér sjö mínút- ur til þess að láta renna í 0,2 lítra glas 1. marz 1989. Bjór á boðstólum í Reykjavík. og leyfa froðunni að jafna sig á milli og enda í hinum fræga „sveppi“, sem er aðals- merkið. Á þessum téða stað virtust allir vera að drekka dauðan bjór úr allt of stór- um glösum. Svo virtist reyndar, að íslensk- ir veitingamenn gengju með þá meinloku að bjór bæri aðeins að drekka úr stórum krúsum, eins og þeir í Bæheimi. ÞJÓÐ MÍN, Þ JÓÐ MÍN! Engu að síður verður ekki annað sagt en bjórbyltingin hafi gengið hljóða- og sly- salaust fyrir sig. Það hlýtur að hafa vald- ið hinum fjölmörgu erlendu fréttamönnum, sem vitni urðu að þessu, miklum vonbrigð- um að í raun skyldi ekkert markvert eiga sér stað. Það urðu hvergi læti eða upp- þot. íslenska þjóðin virtist taka þessu með jafnaðargeði. Margir höfðu óttast að bjórinn ætti eft- ir að auka „áfengisbölið" til muna, meðal annars ýtti hann undir áfengisneyslu fólks í vinnutíma. Það kann að vera, en verður það ekki aðeins tímabundið ástand? Erfítt er að dæma um það í bráð. En óneitanlega brá mér þegar ég kom inn á harla hvers- dagslegan skyndibitastað í borginni í há- deginu nokkrum dögum eftir bjórdaginn. Staður þessi hafði fengið vínveitingaleyfi af þessu tilefni og kominn var einn af þessum börum inn á mitt gólf. Það var þröngt setinn bekkurinn þarna eins og oft áður og glatt á hjalla. I ljós kom að annar hver hádegisgestur hafði fengið sér hálfan lítra bjórs með hamborgaranum sínum og frönsku kartöflunum, — og auðvitað var drukkið úr hinum voldugu krúsum. Marg- ir hljóta að hafa komið heldur kæringar- lausir til vinnu þann daginn að matarhléi loknu. — „Þjóð mín, þjóð mín, hvert stefnir þú?“ varð mér hugsað. Vonandi áttar þetta fólk sig smám saman á því að bjór er bullandi áfengi og slíks skal neytt í hófi. Eftir því sem ég best fékk séð, virtist bjór sá sem seldur var undir erlendum merkjum, njóta mun meiri vinsælda en sá íslenski. Mér hefur reyndar aldrei líkað bragðið að honum, burt séð frá því hvort hann hefur verið bruggaður norðan eða sunnan heiða. Það olli vonbrigðum að framleiðendum hafði ekki tekist að bæta framleiðslu sína áður en bjórbannið var numið úr gildi. Enn sem komið er virðist ekki vera nægur áhugi né metnaður til þess að framleiða besta bjórinn á Islandi, — þar sem framleiðslan er byggð á tær- asta og hreinasta vatni í heimi. ísiensku framleiðendumir hafa þegar hlotið tölu- verða reynslu af framleiðslu bjórs. Ástæð- an fyrir því að þeim hefur ekki tekist að framleiða betri vöra er líklega sú, að fram til þessa hafa neytendur hennar verið til- tölulega fáir og því fremur ómarkvissar kröfur gerðar til þeirra. Nú era hagsmun- irnir meiri og því munu þeir vonandi taka sig á. Að viku liðinni varð ég að halda á ný á vit þýska bjórsins. í Leifsstöð var ys og þys að vanda þar sem ijöldi fólks beið eftir að stíga upp í hinar ýmsu flugvélar, sem brátt myndu hefja sig til flugs. Venj- an hafði verið sú að fólk flykktist á flug- barinn eldsnemma morguns til þess að skola úr sér syfjuna með einum eða tveim- ur bjórglösum áður en lagt skyldi af stað yfir hafið. Það vora greinilega breyttir tímar umræddan morgun. Aðeins örfáir svöluðu sér á bjór. Hann var greinilega orðinn of hversdagslegur til þess að fólk hefði lyst á honum eða áhuga svona í morgunsárið. íslendingar era ýmsu vanir. Ef að líkum lætur mun „bjórmenningin“ á Fróni fá á sig sín sérstöku einkenni og vafalítið mun þjóðin aðlagast breyttum aðstæðum fyrr en varir. Höf. býr í Þýskalandi. 2 i

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.