Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq

Lesbók Morgunblaðsins - 22.04.1989, Qupperneq 14

Lesbók Morgunblaðsins - 22.04.1989, Qupperneq 14
ton við Nfl, strætisvagnamiðstöðin 9g flugfélags- og ferðaskrifstofur. í anddyri ameríska háskólans við torgið stendur bjartleitur útskrift- arhópur, með svarta barðahatta — í fylgd prúðbúins skylduliðs, sem Ijómar af stolti. Sextán háskólar eru í Kaíró og hingað koma flest- ir Afríkubúar til að mennta sig. í hótelgarði Hiltons situr ijöldi manns yfir kaffibolla eða bjór- glasi í blíðviðrinu eða reikar um í hinu áhugaverða verslanahverfi hótelsins. Að kvöldi laugardags vindast blómsveigar, borðar og slaufur upp stigahandriðið úr móttökusal. Undir lúðrahljómi og trumbuslætti birtast brúðhjón vik- unnar, sem ganga brúðarganginn — hægt og settlega. Allt í kring eru hljóðfæraleikarar, konur með blómakörfur og brúðarmeyjar með logandi löng kerti. Blómum og smápeningum — táknum auðs og fijósemi — er stráð fyrir fram- an þau. Allt eins og klippt út úr tískublaði eða fallegri kvikmynd. Á laugardagskvöldi er gaman að ganga Tahrir-brúna yfir á Gezira-eyju, fá sér tesopa í garð- inum — þar sem elskendur sitja í rómantískum tijálundum eða á Nflarbökkum. íþróttasvæði nær yfir miðhluta Gezira, en flestir Kaíróbúar skrá sig í klúbba, þar sem þeir borða, stunda íþróttir og skemmta sér. Slíkir klúbbar eru í flestum hverfum Kaíró — arf- leifð frá Bretum! í þessum borgar- hluta eru vegfarendur vel klæddir — að koma úr nýju óperunni eða veislufagnaði. Kaíróbúar eru mjög stoltir af óperunni, sem var opnuð fyrir fjórum mánuðum. (Gamla óperan, byggð 1869 til að minn- ast opnunar Súesskurðar, brann á dularfullan hátt 1971. Verdi varð of seinn að semja Aidu fyrir vígsluhátíðina 1869 og Rigoletto var sviðsett.) Prúðbúinn skírnar- veisluhópur mætir okkur syngj- andi. Böm eru skírð hér vikugöm- ul — 7 korntegundum er dreift um húsið og fjölskyldan fagnar nýju lífi, sem búið er að sanna mátt sinn. Horft yfir Kaíró Ég heimsæki lótuslaga Kaíró- tuminn á Gezira-eyju um rökkur- skil, sest í veitingahúsið, sem snýst hægt í hring og horfi yfir borgarsviðið. Undir fótum mér andar Nfl. Eitt og eitt háreist segl berst eftir ánni, en á sunnudögum og tyllidögum flögra hvítir segldúkar skútanna eða „feluc- canna" eftir endilöngu fljótinu. Norðankul kvöldsins ýfir bámrnar eins og árstreymið sé í suðurátt, en Níl er ein af fáum ám í heimin- um, sem renna í norður. Gulleitur bjarmi hnígandi sólar endurspegl- ar eyðimörkina. Örfáa daga kular og þá leggst sandurinn yfir allt — byggingar^hvítkalkaðar í septem- ber, em núna sandbarðar! I eyði- merkuijaðrinum glóa Giza-pýr- amídarnir eins og gull í sólsetr- inu, eins og þeir hafa gert í eina milljón og sjö hundmð þúsund undangengin kvöld! „Tjaldborgin" í rökkurskilum er á að líta eins og dulræn mynd úr „Þúsund og einni nótt“ — hul- in hita- og sandmistri eins og nýtísku egypskt málverk, með tuma eða „mínarettur" spírandi upp úr hvolflaga moskuþökum, eins og há grasstrá. Ljós er í hveijum tumi og á mínútunni sex enduróma bænaköll um borgina — berast upp- til mín eins og borgin fyllist skyndilega af óteljandi söngröddum. Lengst í norðri eygi ég blævæng „Deltunnar" — í austri og vestri leggst eyðimörkin að. Efst á Moquattam-hæðum glitrar á moskuhvelfingar Mo- hammeds Alis og „mínarettur" innan „citadel“ virkisins — byggt á dögum Saladíns Tyrkjasoldáns til vamar gegn krossförum. Sam- spil ljóss og lita milli hvelfinga og súlnaganga — biðjandi fólk hafa trúarleg áhrif. Moskan er byggð til að nálgast hið háleita eins og kirkjan. I forgarði mos- kunnar stendur klukka (já, hún getur ekki einu sinni gengið!) sem lætur lítið yfir sér. Klukku þessa Fortíð og nútíð blandast skemmtilega á götum Kaíró. Asninn er elsta dráttardýr Egypta, líkt og hesturinn hjá okkur. Múhameðska verslanahverfið, Khan el-Khalili, er til húsa í 15 alda gömlum byggingum. Kátir krakkar að greiða úr garnflækjum íyrir foreldra sína í bakherbergi í teppaverksmiðju. Og „mínaretturnar" spíra eins og grasstrá upp úr moskuhvelfingun- um. Lykdn sem berst. frá krydd- búðunum á strætum Kaíró er nautn fyrir lyktarskynið! fengu Egyptar í skiptum fyrir 'obelískuna“, sem þeir gáfu Frökkum — og rís hátignarlega yfir Concorde-torg Parísar. Léleg skipti það! I íjarska sé ég borgarmúrana kringum „gömlu Kaíró“ og turn- ana tvo — áður rómverskt virki hinnar fomu Babýjonar, reist árið 30 e.Kr. á tímum Ágústusar. Inn- an múranna býr fátækasta fólkið í Kaíró. Nýlega er búið að reisa þar íbúðablokkir, með mánaðar- leigu innan við 100 krónur! íbúða- leiga er ótrúlega lág í Kaíró. Göm- ul löggjöf bindur hana og hún hefur verið óbreytt í 40 ár! Stór- kostlegt í fljótu bragði, en hefur þann annmarka, að húseigendur geta ekki haldið húseignum við, sem eru margar í mikilli niður- níðslu. Farið ekki inn í „gömlu Kaíró“ nema með leiðsögumanni — hverf- ið er framandi, en mjög áhuga- vert — geymir elstu kirkjur, elstu mosku, elstu „sýnagógu" Egypta- lands. Ég geng niður tröppur; eftir mjóum gangstígum milli húsaraða; aftur niður tröppur til að komast í kirkjuna — Abu Sarga —, þar sem María leitaði hælis með Jesúm, þegar fjölskyldan flúði til Egyptalands undan of- sóknum Heródesar. Jata Jesú stendur enn í kirkjukjallara — vel falin. Leyniinngangar og vand- lega faldar kirkjur sýna hinar hræðilegu ofsóknir, sem kristið fólk sætti í Egyptalandi. Eyði- merkurklaustrin eru eins og her- virki, en þangað flúði fólkið. En óvíða varð kristin trú sterkara afl. Kristnir Egyptar nefnast Koftar og eru enn í dag einn trúar- heitasti söfnuður Egyptalands. Mælt er með heimsókn í Kofta- safnið í „gömlu Kaíró“, sem teng- ir saman menningar- og trúar- bragðaöldur áranna 300-1.000 e.Kr. Á 14. öld skrifaði sagnfræðing- urinn Ibn Khaldun, að enginn þekkti menningarauð múhameðs- trúar, nema að heimsækja Kaíró — þau orð eiga enn við. Elsti háskóli í heiminum er El-Azhar moskan, byggð 971. Ég geng um„rakarahliðið“, þar voru nem- endur áður krúnurakaðir — gegn- um sólbaðaðan forgarð, úr honum liggja gangar í vistarverur nem- enda — inn í aðalhverfingu. And- rúmsloftið er sérstætt — bóka- söfn, nemendur í fyrirlestrum og svartklæddir kennarar stikandi um ganga. Moskurnar voru og eru lærdómssetur eins og klaustrin. Um 20.000 nemendur koma hing- að til að læra læknis- og lög- fræði, jafnt sem guðfræði. Utan dyra í hinum múhameðska hluta Kaíró eru göturnar kannski þröngar og fullar af sandryki, framandi lykt og litum — fólkið forvitið, krakkarnir þreytandi, kaupmennimir uppáþrengjandi — en Egyptar eru vinsamlegir og hjálplegir og þetta er innsta hjarta Kaíró, sem allir með ævintýra- löngun heillast af. Það er ævintýralegra að fara í búðahverfi hins múhameðska borgarhluta en hins vestræna. Upp frá Tahir-torgi liggja versl- unargötur eins og Kasr El-Nil, með andblæ vestrænna borga. En Khan el-Khalili hverfið í Kaíró er einstætt í sinni röð — litlar sam- liggjandi búðir meðfram þröngum gangstígum, oft tjaldaðir að ofan — iðandi af litum, lífi og fjörlegri verslun. Skoðunarferð þangað er ómissandi. Taktu ekki með þér túlk eða leiðsögumann — hann þiggur mútur og er vís með að segja þér hvar þú átt að versla! Þarna er ótrúlegt úrval gamalla muna, en láttu ekki plata þig, kauptu aðeins af forngripasölum, með leyfi frá ríkinu! Val skart- gripa er ijölbreytt, sömuleiðis kopar- og silfurmuna. Gefðu þér tíma til að prútta um verðið og flestir kaupmenn bjóða upp á svaladrykk eða mintute. Staðnæmst við pýramídana Ég stend fyrir framan veraldar- undrin og trúi vart mínum eigin augum — búin að heyra svo mik- ið, lesa og ímynda mér um pýr- amídana, að sýnin sjálf er óraun- veruleg. Ég veit varla af mér, fyrr en ég stend andspænis stig- anum niður í Kephren-pýramíd- ann og horfi niður — niður. í raun er ég dauðhrædd að klífa niður þennan bratta stiga — en einu sinni niðri, í örlitlu grafhýsi — kjarna pýramídans — fer ég ósjálfrátt að hugsa um allar risa- stóru steinblokkirnar yfir höfði mér — 95 metrar af samfelldum steini! Ég held að allir hljóti að fá einhveija innilokunarkennd — hugsi um þann möguleika að lok- ast inni eða fá ekki nægilegt súr- efni til að anda — en allir, sem koma hingað verða að skynja pýramídana, með því að fara inn í þá. Gætið þess aðeins að fara varlega í stigunum! Breiðgatan „Pýramídastrætið" (vígt af Eugenie keisaraynju Frakklands 1869 við opnun Súez- skurðar) liggur upp að Giza- pýramídunum. Ég varð undrandi að sjá borgina ná alveg að þeim. Síðan tekur eyðimörkin við, með röð 90 pýramída, sem ná lengst inn í efra Egyptaland — kannski eru þeir fleiri, sem sandurinn hef- ur sléttað yfir! í það minnsta var hin risavaxna steinstytta (með tveggja metra munn og eyru!) verndarvættur Kepren-pýramí- dans, hulin sandi í 1000 ár! Egypt- ar sjá í henni „föður óttans", en lögunin „ljónslíkami, með konu- höfuð og bijóst“ tengir hana við grísku goðafræðina og nafnið Sphinx. Stærsti pýramídinn, Ke- ops (137 metra hár, reistur úr 2/í milljón steinblokka), er lokaður vegna endurbóta, en 17 veikir fletir hafa fundist í honum. Úr ijarlægð sýnist auðvelt að klifra upp tröppulaga pýramídaveggina, en margir hafa látið lífið við þá iðju! Varðmenn gæta þess vand- Iega, að enginn ofurhugi klífi upp. Ofan við pýramídana, uppi á sandhólunum eru úlfaldalestir og hestvagnar — neðan við þá áhorf- endapallar. Ferðamenn geta virt undrin fyrir sér — af baki úlfalda, — úr hestvagni, — sitja fyrir fram- an þá um rökkurskil og sjá þá upplýsast, með ljósum, tónum og texta. Pýramídarnir eru tiltölu- lega nýlega þekktir í hinum vest- ræna heimi. Fáir vissu um tilvist þeirra fyrir innrás Frakka í Egyptaland 1798. Napóleon Bonaparte á heiður af að vekja athygli heimsins á egypskum fomminjum. í rökkrinu verða pýr- amídarnir ennþá dulúðgari og sú hugsun læðist að, hvort enski vísindamaðurinn, hafi haft rétt fyrir sér, — að í Keops-pýramídan- um megi lesa mannkynssöguna, -að þar séu spor Hitlers og Napó- leons rist í steininn, — og í honum megi lesa ókomna framtíð! Undar- legt að hugsa sér, að pýramídarn-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.