Lesbók Morgunblaðsins - 13.05.1989, Page 3

Lesbók Morgunblaðsins - 13.05.1989, Page 3
TÓMAS GUÐMUNDSSON Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvstj.: Haraldur Sveinsson. Ritstjórar: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aðstoð- arritstjóri: Björn Bjarnason. Ritstjórnarfulltr.: Gísli Sigurösson. Auglýsingar: Baldvin Jóns- son. Ritstjórn: Aöalstræti 6. Sími 691100. lOOár eru liðin frá fæðingu Gunnars Gunnarssonar skálds þann 18. þ.m. og er þess minnst hér með umíjöllun Sigurðar Hróarssonar bókmenntafræðings um skáldið. Jafnframt hefur Lesbók valið til birtingar eina af smásögum Gunn- ars. Hún heitir Ilmur daganna. Forslðan er af portretti danska málarans Laureng frá árinu 1917 af Gunnari Gunnarssyni skáldi og er birt hér í tilefni aldar- minningar hans. Lv (vW.rlÍMW.lWi'níkarlFí.jr, ng MH&fíttf rr Vlntvreit fvrbt.. $*nt fíuiv*M mnfirr ð« frl, rrvtlí* tifijffrr fnt f. f}*r. Htt fc.I.r l,lvrt fpl'Mtf. J'JiLrit - yt( ftm líílt ’ÍtntníngmSmt r>{. Kr Atjr xlv fí*»jr** ífrriS -- K«rl(t> (tUlt Sonnettu- sveigur er heiti á vandasömu ljóðformi, sem hér er kynnt vegna þess að Gunnar skáld Gunnarsson orti einn slíkan til unn- ustu sinnar á dönsku 1912 en löngu síðargerði Gunnar listmálari, sonurþeirra hjóna, myndir við ljóðin. Þessi verk hafa ekki komið áður fyrir almenningssjónir. Helgi Hálf- danarson hefur þýtt sonnettusveiginn á íslenzku og skrifar hann skýringu á þessu vandasama formi. Ferðablaðið fjallar meðal annars um Marokkó, þar sem Jóhanna Kristjónsdóttir blaðamaður á Morgunblaðinu var á ferð nýlega. Samtal við Drottin ígærdag kaus ég helzt að vera horfinn til þín, Drottinn, því hjarta mitt var aldrað og dapurt eins og gengur. Og enginn minna vina hafði tíma til að gleðjast, svo það tók þvíekki, fannst mér, að vera hérna lengur. Og það er ekki gaman fyrir þann, sem trúði á lífið og þóttist bera æskunnar myrtuskrans um enni, að vaka fram á nætur og vera þá um tvítugt, en vakna næsta morgun sem áttrætt gamalmenni. En loks er ég þó viss um, að ég er aftur ungur, því ennþá finnst mér lífið jafn dularfullt og skrýtið, og ennþá mundi ég líklega fagna því að falla í freistni og eiga kost á því að hrasa ofurlítið. Svo þótt ég verði feginn að fara til þín seinna, þá finnst mér eins og sakir standa engin þörfað kvarta, þvíhnötturinn, sem þúgafst mér, ersjálfsagt engu síður í samræmi við lítið, en glatt og jarðneskt hjarta. Hér á ég líka fjöldamargt eftir til að dást að, margt ókveðinna Ijóða og hóp af góðum vinum. Og þar að auki veiztu, að ég hefí tíðum haft þig í huga, einkum þegar tók að líða af mánuðinum. Og þó ég geti búizt við að brugðizt hafi stundum, að bæn mín væri af nægilega sterku trausti sprottin, þá fannst mér líka árangurinn einatt fremur lítill, svo við urðum báðir leiðir á þessu kvabbi, Drottinn. En hitt er annað mál og þú sérð það sjálfsagt Iíka, að sízt er það af andúð gegn himnaríki þínu, þó barn þitt hafi einnig fengið ást á sínum hnetti og óski sér að dvelja þar um stund að gamni sínu. B B Trúináorðin Kenningar og spádóm- ar, byggðir á líkum þekkingar, og skoð- anir fyrri tíma, eru að meira eða minna- leyti úreltar, ve- fengdar eða álitnar gamaldags. Nýjar kenningar og skoðan- ir leysa hinar eldri af hólmi, afsanna þær eða komast einfaldlega í tísku. Sífellt eru að uppgötvast ný „sannindi“ og nýj- ar tilgátur eru „sannaðar" með nýjum rökum byggðum á nýrri þekkingu, nýjum reikniformúlum. Ef orðið sannleikur (staðreynd, sann- indi) þýðir: eitthvað, sem ekki verður hrakið með rökum, má segja að það sé mótsagnakennt, orðleysa, í ljósi þess sem að ofan segir. Þá er orðið sannleikur jafnafstætt hugtak og orðið tíska, árgerð eða viðhorf, þ.e. eitthvað tímabundið og háð ríkjandi þekkingu. Sannleikur er með öðrum orðum háður því skilyrði að ekki sé tekið mið af takmarkaðri þekk- ingu okkar né þeirri „þekkingu", sem ef til vill á eftir að verða leidd í ljós síðar. Þrátt fyrir þessar staðreyndir um gamlar staðreyndir og sannindi, sem eitt sinn þóttu óvefengjanleg, dragnast mannkynið með leifar af þeim, hluta, samanspyrta við ný sannindi, nýja þekk- ingu. Segja má að maðurinn sé miskunn- arsamur gagnvart úreltum kenningum og skoðunum, líkt og við íslendingar erum umburðarlyndari gagnvart erlend- um kenningum, skoðunum og tísku en íslenskum. Islensk heimspeki, lífsskoðun, er látin liggja í þagnargildi í besta falli, eða dæmd sem rugl og órar geðveikra sérvitringa í versta falii. Austurlenskar dulspekikenningar eru virtari en íslen- skar lífskenningar, eins og t.d. Háva- mál, kenningar Helga Pjeturss Brynjólfs Jónssonar o.fl. Maðurinn er með þeim ósköpum fædd- ur að vilja trúa, en leitar samt stöðugt nýrrar þekkingar, vissu. Menn vissu að jörðin væri flöt þangað til annað kom í ljós. Menn trúðu og trúa enn að til séu „æðri öfl“ sem þeir þekkja ekki. Mörg slík öfl hafa reyndar komið í ljós við beitingu nýrrar tækni og stærðfræði við mælingar og útreikninga. Og samt hefur maðurinn tilhneigingu til að neita tilvist annars en þess, sem hann telur sig vita með vissu. Menn allra tíma hafa talið sig vita allt þótt þeir vissu að þeir vissu meira en þeir sem á undan fóru. Við vitum harla lítið annað en það, að það sem við vitum með vissu í dag verður vafalaust aðeins hégómi á morgun, úrelt? Samkvæmt gömlum bókum hefur djöfullinn, sá skratti, fylgt mannkyninu frá örófi alda í einni eða annarri mynd. Og svo er enn og kveður rammt að, þrátt fyrir öll vísindi og þekkingu, þrátt fyrir raunsæi og ný sannindi. Má raunar vart á milli sjá hvort má sín meira, trúin á Belsububb eða þekkingin. Á sama tíma og vísindamenn í stærð-, eðlis- og efnafræði koma fram með bylt- ingarkenndar hugmyndir um óreiðu, Chaos, opna raunar upp á gátt inn í hið fyrrum óþekkta, fínna „Nýja heim“ í ginnungagapi sköpunarverksins, — á sama tíma og haldnar eru ráðstefnur, birtar greinar í blöðum og tímaritum úti í heimi og hver bókin af annarri lítur dagsins ljós með myndum af undrafeg- urð óskapnaðarins, á sama tíma opnar maður ekki svo dagblað eða tímarit hér uppi á ísaköldu landi að ekki blasi við ítarleg umflöllun um Vísnabók Satans, þess andskota. Það virðist vera mat tískufrömuða menningarinnar og um leið þekkingar- innar, að Fjandans kveðlingur og íra(- na)fár út af þeim seljist betur en merk- ustu uppgötvanir vísindamanna síðan Einsteinn lagði á borð formúluna e= mc2. Fjölmiðillinn, matmóðir menningar- innar, skammtar á diska okkar fréttum af Rushdie, dauðadómum írana, en lætur sér fátt um finnast afrek Leifs heppna nútímans. Ekki orð um vísindin, þekkinguna. Þegjandi þögnin liggur eins og 32 sm jafnfallinn snjór yfir íslenskum fjölmiðl- um, sem bráðna fyrir hálfmánakenndum æsingum íranskra ofsatrúarmanna út af einni skáldsögu. Mikil er trú þín, Khomeini. Og meðan þessu fer fram starir Þjóð- arbókhlaðan sljóum skotraufum sínum yfir Tjörnina í Reykjavík, höfuðborg bókaþjóðarinnar, þar sem endur forða sér með fjaðraþyt undan vængjaslætti fuglsins Fönix í líki ráðhúss Davíðs, — yfir þak Alþingishússins, þar sem menn karpa um gjaldþrot, brennivínskaup- afríðindi og þjóðlegar heræfingar, og staðnæmast við gróðahús vaxtanna, þar sem peningarnir urðu til svo koma mætti á fót glæsilegasta bókasafni landsins fyrir íslenska menningarelítu, fámenna, þar sem meira að segja dagblöðin eru bundin í skinn, Bókasafni Seðlabanka íslandSj hinu eina og sanna Bankabóka- safni Islands. Landsbókasafn íslands hímir fölt í skugga niðurnídds Þjóðleik- húss við Hverfisgötu, sunnan Skugga- hverfis. Ég las bók Mílans Kundera, Óbærileg- ur léttleiki tilverunnar, fyrir nokkru. Hún flallar þó ekki um hamingjusömustu þjóð heims, eins og titillinn gæti gefið til kynna, þjóð fegurðardrottninga oggjald- þrotakónga, heldur Tékka, eina af þraut- píndustu þjóðunum, sem mátt hefur þola áþján og erlenda íhlutun og kúgun um langan aldur, og hefur ekki kært sig um hana. Eftirfarandi tilvitnun í þá bók segir e.t.v. meira en margar ritgjörðir um ótrú- lega misjafnt hlutskipti þjóða og ólíkt gildismat. „í velferðarríkjunum þarf fólk ekki að vinna erfiðisvinnu og getur helgað sig andlegum störfum. Háskólum og námsfólki ijölgar sífellt. Námsfólkið verður að finna sér einhver ritgerðarefni til þess að krækja sér í titla. Efnin eru óteljandi, því blaðra má um allt og ekk- ert. Skjalageymslur fyllast af bunkum þéttskrifaðra blaða og það er dapurlegra um að litast þar en í kirkjugörðum, því þangað kemur fólk ekki einu sinni á degi hinni dauðu. Menningin hverfur í fjöldaframleiðsluna, skriðu tákna, bijál- æði magnsins. Ég skal segja þér að ein bönnuð bók í gamla landinu þínu hefur margfalt meiri þýðingu en allir þeir millj- arðar orða, sem háskólamir okkar hrækja út úr sér.“ Þetta segir Franz við Sabínu í bók Kunderas á bls. 118-119. Hefur hamingjusamasta þjóð í heimi glatað öllu ærlegu gildismati í vimu Hollywood-elite-happaþrennu dóps? HRAFN Harðarson LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 13. MAÍ 1989 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.