Lesbók Morgunblaðsins - 13.05.1989, Side 5
auk Borgarættar Gunnars nutu góðs af
þessum jarðelska og hjarð-rómantíska tíðar-
anda.
Glíman við guðleysið, tómið og það skip-
brot mannlegrar skynsemi sem fylgdi styij-
öldinni; viðfangsefni Strandarinnar, Vargs
I Véum og Sælir eru einfaldir, komu líka
vel heim og saman við þá gegndarlausu
uppstokkun allra eldri gilda, tómhyggju og
bölsýni sem einkenndi alla menningarmála-
umræðu í Norður- og Vestur-Evrópu á árun-
um 1918-28. Fjallkirkjan og Svartfugl
rúmast einnig innan þessa ramma þótt von-
arglæta, samábyrgð og örlagasátt ryðji þar
tortímingu til hliðar.
Um og eftir-1930 verða hins vegar nokk-
ur kaflaskil sem komu illa við Gunnar og
siglir hann þá í áberandi mótbyr í dönskum
bókmenntum. Ollu því bæði þjóðfélagsleg
og heimspekileg afstaða hans. Sósíalísk við-
horf áttu nú mjög upp á pallborðið þar ytra
og einstaklingshyggja Gunnars jafnt sem
„germanískan" voru litin fjandsamiegu
homauga. Tóku brátt að blása um hann
mjög kaldir vindar. Frostið jókst þegar leið
á áratuginn, og varð auk annars til þess
að árið 1939 flytur Gunnar alfarinn til ís-
lands eftir liðlega þriggja áratuga búsetu í
Danmörku. Við heimkomuna verða enn
þáttaskil á höfundarferli hans — fyrstu við-
brögðin vora þögn.
IV
Strax í Borgarættinni koma skýrt fram
mörg megineinkenni skáldverka Gunnars
Gunnarssonar í heild. Má þar til nefna: a)
Krafninguna á hinum klofna, sundurtætta,
óharmóníska manni sem dæmdur er til að
farast — andspænis hinum heilsteypta sem
sjálfur stjómar örlögum sínum, nær tökum
á tilvistinni og kemst af. b) Tvíhyggja; and-
stæðum er teflt saman af miklum átaka-
þunga, ekki í því skyni að leita sátta eða
heildarsamræmis, heídur til að undirstrika
eilífa baráttu og óendanleika sem oftar en
ekki nær út fyrir bókarlok. c) Hin góða
kona. Kvenmyndir Gunnars eru ætíð
keimlíkar; saklausir allt-gefandi englar sem
alsælar fóma öllu fyrir eiginmanninn. d)
Hinn mikli, staðfasti og jarðbundni óðals-
bóndi. Þetta er heilgerður maður sem harð-
gert og einangrað Iand hefur alið, maður
sem er sjálfum sér nógur, tekst á við vanda-
mál af heilindum og treystir á engan nema
sjálfan sig. e) Sögusvið sem á sér raun-
veralega fyrirmynd. Sama raunsanna sögu-
sviðið kemur fyrir aftur og aftur í sögum
Gunnars. Hér er um að ræða æskusveitir
Gunnars á Austurlandi og er oft næsta
auðvelt að heimfæra lýsingar bókanna und-
ir staðhætti þar eystra. Einnig má finna
þess ótal dæmi að Gunnar yrki raunveralega
atburði — oftar en ekki úr æsku sinni — inn
í skáldverkin (eins og raunar öll skáld). Til
að mynda er móðurmissir honum afar áleit-
ið yrkisefni, bamsfæðing á þar oft hlut að
máli. Veldur atburðurinn jafnan djúpum,
ólæknandi sáram og ævarandi harmi. f)
Að lokum má nefna rannsókn Gunnars á
mannvonsku — eina gleggstu sérstöðu hans.
Illmenni Gunnars era yfírleitt fæddir óþokk-
ar, kynborin varmenni sem með djöfullegum
og útsmognum hætti eitra samfélagið og
samferðamenn.
Fleiri megineinkenni má tína til: Trúarleg
og/eða sálfræðileg mystík/dulhyggja er víða
mjög áberandi, og hann leggur gjaman ríka
áherslu á dulvitund og hið óræða í mannin-
um. Margar sögupersóna Gunnars hafa
tæpast fullt vald á hugsunum sínum, orðum
og gjörðum. Innra með þeim era oft að
verki einhver dulin öfl sem bæði þær sjálfar
og lesendur hafa naumast nema eitthvert
óljóst hugboð um, þangað til þau bijótast
fram og taka ráðin.
Nær undantekingarlaust era skáldverk
Gunnars Gunnarssonar þrangin mikilli sið-
ferðilegri alvöra og ábyrgð. Honum er afar
nærtækt að fást við hugtök eins og sektar-
kennd, samábyrgð, sannleiksleit, erfðasynd,
fyrirgefningu og friðþægingu. Grandvallar-
munur er á afstöðu Gunnars til þriggja
síðastnefndu hugtakanna og afstöðu helstu
höfunda raunsæisstefnunnar, sem einnig
krufu þau til mergjar, margir hveijir. Allt
frá 1918 hafnar Gunnar viðteknum við-
horfum kristninnar, hann afneitar guðlegri
forsjá; eftir stendur maðurinn aleinn og
yfirgefinn, dæmdur til að glíma við örlög
sín án takmarks og tilgangs hins algóða,
miðstýrða sköpunarverks.
Ættjarðarást er líka ríkur þáttur í verkum
Gunnars, svo og náttúrahyggja. Tákn hans
eru ósjaldan sótt í ríki náttúrannar, t.d. era
hafið, djúpið og ströndin algeng leiðar-
minni; tákn ógnar og tortímingar.
I ræðu á listamannaþingi 1942 segir
Gunnar Gunnarsson:
Hlutverk listamannsins i þjóófélag-
inu er nákvœmlega hió sama og hvers
annars þegns: ad þjóna þjóó og landi
Gunnar og Franzisca kona hans á eöi árum þeirra í stofunni á Dyngjuvegi 8.
Gunnar Gunnars-
son á yngri árum.
eftir bestu getu . . . Mér fyrir mitt
leyti finnst, aö brœóralag i mann-
heimum sé hið eina, er aó sé vert
oö stefna og vinna fyrir.
Út frá þessum orðum hefur Kristinn E.
Andrésson lagt, er hann leitar eftir „kjam-
anum í verkum Gunnars". Kristinn segir:
En hver eru svör verka hans, eftir
því sem ég fæ best séð? Hver er eftir
þeim að dœma kóllun hans, og hvað
knýr skáldið svo hórðum sþorum aó
hann er eins og í hverju verki að
foröa sér úr lifsháska? Hver önnur
en sú er knýr áfram, jafnt djtipi að
innan sem miskunnarlaust að utan,
hvern einlægan listamann, hvem
sannan mann-. aö komast aö skiln-
ingi á sjálfum sér og tilverunni og
birta hana 'óðrum, að leita i lífinu
samkenndar, réttlætis og sannleika
af brennandi óslökkvandi þrá sem
ekki verður viö ráðið og vinna að
sigri þessara afla sem hvort heldur
má nefna ætlunarverk eða hugsýn
mannsins á jörðinni?
Af verkum Gunnars má ráða að hann
metur manninn ætíð eftir því sem hann er
í sjálfum sér. Gunnar er mannvinur, friðar-
sinni og heitur andstæðingur auðsdýrkunar.
Gunnar metur menn eftir hugarfari og innra
eðli. Persónur Gunnars eiga jafnan í stríði
við ógnvekjandi náttúra og óviðráðanlegar
höfuðskepnur. Persónurnar era einstæðing-
ar með fallöxi örlaganna hangandi yfir
banakringlunni. Forlögin hafa þær engu að
síður í hendi sér; eðliseiginleikamir era
meðfæddir en lokadómurinn ræðst af
breytni þeirra í mannheimum einum. í skáld-
verkum sínum leitar Gunnar að sannleika
og svið hans er tilvera mannsins og lífstil-
gangur. Gunnar sér einstaklinginn innan
takmarka fæðingar og dauða: „Mér finnst
fjarstæða að afneita tilvera annars lífs. En
að halda, að við getum gert okkur grein
fyrir eðli þess eða skilið það, það fínnst
mér guðlast. Guðdómurinn er óskiljanlegur;
það er ekki til verra guðlast en að halda,
að maður skilji hann,“ — segir hann í við-
tali árið 1963.
í smásögu Gunnars Aðventu, einni list-
rænustu og ■ merkingarfyllstu smásögu
íslenskra bókmennta, segir m.a. frá því er
leitarmaðurinnm Benedikt er að velta fyrir
sér merkingu orðsins aðventa. Honum finnst
í því felast eftirvænting, undirbúningur:
„Með áranum var svo komið að þetta eina
orð fól í sér næstum allt hans líf. Því að
hvað var líf hans, hvað var líf mannsins á
jörðinni, annað en ófullnægjandi þjónusta,
sem þó varð manni kær með því að vænta
einhvers.. .“ — segir í sögunni. Kristinn
E. Andrésson segir að það sé einmitt þessi
eftirvænting, þessi síendurvakta von um
eitthvert stórt fyrirheit sem fylgt hafi
íslensku þjóðinni og mannkyni öllu, og verið
draumsýn hennar. Kristinn ályktar að það
sé sama vonin, sama fyrirheitið og draum-
sýnin sem helst einkenni verk Gunnars
Gunnarssonar: Falleg niðurstaða og áreið-
anlega nærri sanni.
Og öll eiga skáldverk Gunnars það sam-
eiginlegt, að kjami þeirra er ekki sjálf at-
burðarásin, ekki ytri veraleiki þeirra, heldur
þær lífsskoðanir sem þar eru viðraðar og
Sjá bls.7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINIS 13. MAÍ 1989 5