Lesbók Morgunblaðsins - 13.05.1989, Side 6
Sól roðar rjáfur dags,
þá riður nótt í hlað
og drunginn leitar lags
að lauma moldarkóggli í hjartastaó.
Hún mundi ekki annað
en ilmandi daga — allt
þangað til. Það var ekki
á hveijum degi hún
fékk nóg að borða; ilm-
urinn var þar eigi að
síður. Það var ekki ilm-
ur af því tagi sem menn
anda að sér með nefí og munni: hann barst
um sál og líkama að öðrum leiðum. Ilmur
þessi var í loftinu í kring um hana líkast
tíbrá — svalaði taugum og heila ljúflega og
laðandi. Ljós dagsins reis að morgni sem
furða af rústum næturinnar, fyrsti sólar-
geislinn barst inn til hennar sem blóm-
vöndur. Hver morgunn var sem upphaf
hamingju og yndisleika.
Henni myndi hafa veitzt erfítt að skil-
greina þessa þrotlausu hamingjukennd; hún
þurfti ekki að hugsa sig mikið um til þess
að verða að kannast við að fleiri ástæður
voru til fyrir hana að hryggjast en gleðjast:
fátækir foreldrar sem fyrirurðu sig fyrir að
búa við ónóg efni; sjúkleiki föður hennar
sem þau einnig reyndu að leyna; og svo
margt margt fleira. Leiðindi af ýmsu tagi
og lítið annað en leiðindi.
Það var ekki laust við að hún kenndi
samvizkubits á stundum áð hún skyldi ekki
taka sér kvalræði foreldranna og eigin ugg-
vænlegar horfur nær en hún gerði. En þeg-
ar hún var nú svona sköpuð að hún réð sér
ekki fyrir fjöri og feginleik? Þreyta sat aldr-
ei lengur í limum hennar en á meðan hún
settist og gleymdi sér. Hún gat ekki að sér
gert að vera síhlæjandi og brosandi; varð
að vera á einlægu iði; ánægjan var eðli
hennar. Sögðu menn. Og hún trúði því —
á þeim árum efaðist hún aldrei um að því
væri raunverulega þannig varið. En ánægj-
an var ekki eðli hennar; eða þá ekki nema
að nokkru leyti. Það var þessi iimur sem
umlék hana frá morgni til kvölds — í þann
tíð.
Ilmríkastir allra voru vitanlega helgidag-
amir, þegar hún mátti um frjálst höfuð
strjúka og gat brugðið sér bæjarleið eða
átt von á gesti — það var oftast Pétur,
maðurinn minn ætti hún líklega að segja;
hún var því svo óvön enn sem komið var.
Þau höfðu gift sig í vikunni sem leið. Það
varð semsé Pétur, sonur hans Eyjólfs
skalla.. . Gestir hennar höfðu oftast verið
Pétur og Bjöm, frændi hans og uppeldis-
bróðir. Raunar hafði Bjöm víst frekar verið
tökupiltur og síðan vinnumaður en fóstur-
bam.
Það hafði aldrei hvarflað að henni í þá
daga að það myndi verða Pétur. Hafði hún
eiginlega ekki litið á hann sem annað en
fylgifisk frænda síns? Að Pétur bæri hug
til hennar; hún hefði ekki trúað því ef ein-
hver hefði sagt það. Hjónaband og þess
háttar hugsaði hún lítið um; nema hvað hún
líklega hafði gengið út frá því sem nokkum
veginn vísu — einhvers staðar í leyndum
hugans — að þegar þar að kæmi... hlyti
það að verða Bjöm. Það var eitthvað svo
sjálfgefíð. Ástæða til að festa þau mál var
ekki fyrir hendi — bezt að vera ekkert að
bollaleggja um framtíðina. Einfaldast að
bíða og sjá til þangað til það á sínum tíma
gerðist — af sjálfu sér. Einmitt þessar til-
finningar, einmitt þessi bið — hvort tveggja
var óaðskiljanlegt ilmi daganna.
Um þá hluti var annars bezt að hugsa
sem minnst og tala sem fæst — úr því sem
komið var; örðuggreindum orðum fylgir á
hælana ömurlegur hversdagsleiki. Hún hafði
farið hjá því að gefa Bimi tækifæri til að
tala við sig um einkamál; farið hjá því bros-
andi og ofurlítið ögrandi stundum. Þóttist
vita hvað honum liði — hann átti einnig að
vita hvað henni leið ... Engin ástæða til
að vera að færa það í tal. Og það því síður
sem það myndi hrella móður hennar að
raunalausu — fyrr en nauðsyn bar til; móð-
ur hennar, sem dró ekki dul á andúð sína
á piltinum. Andúð sem unga stúlkan botn-
aði lítið í. -
Félagi Bjamar, — maðurinn hennar, sem
varð . . . Hana hafði ekki órað fyrir því þá,
hún myndi sem sagt ekki hafa trúað því
að hann kynni að koma einn góðan veður-
dag og biðja hennar. Hann gæti ómögulega
gengið þess dulinn hvert hugur hennar
stefndi. Maður af því tagi, hægur og ófram-
hleypinn, hlyti að eiga hægt með að sætta
sig við að annar yrði fyrir valinu. Einkenni-
legt að hugsa til þess nú. Þá hafði hún
kunnað fremur vel við hann og viðmót hans.
Á því hafði orðið snögg breyting — því
miður. Samheldni frændanna sem virtist svo
einlæg og óbrotleg; hafði hún af Péturs
hálfu ekki verið annað en varðganga? Að
hann aldrei leit af Bimi: var það vegna
þess að hann taldi sig þurfa að hafa hemil
á honum? Og þeim báðum? . . . Hún minnt-
ist þess nú að það brá stundum fyrir torræð-
um glampa í augnaráði Bjamar þegar talið
barst að frænda hans og — vini. Hvers vegna
hafði hún ekki gefið því betur gætur hvem-
ig vináttu frændanna í raun og vem var
háttað? Líklega hafði hugur hennar verið
um of bundinn við Bjöm til þess að annað
kæmist þar að.
Þegar svo Pétur einn góðan veðurdag
kom einn síns liðs þeirra erinda að fastna
sér hana fyrir konu — hafði hún tekið hon-
um. — Ójá, hún hafði tekið honum... Það
hafði gengið einhvern veginn eins og af
sjálfu sér — enda vafalaust bæði lengi og
vel undirbúið. Hún hafði ekki orðið vör við
komu hans; það var sjaldan hávaði á ferð-
inni þar sem Pétur fór. Um Bjöm gegndi
öðm máli: það hlaut að vera heymardaufur
maður sem vissi ekki óðara um komu hans.
Að vísu hafði hún verið stödd frammi í eld-
húsi þegar biðilinn bar að; en hurðin að
göngunum hafði staðið opin — og framhjá
þeim dymm hafði hann hlotið að ganga til
baðstofu þegar hann — án þess að kveðja
dyra — hafði gengið inn þeirra erinda að
ná tali af foreldmm hennar — áður en hann
fyndi hana. Þá hluti hafði hún þó ekki hug-
leitt — fyrr en eftir á... Þau höfðu sent
smalapiltinn fram eftir henni; hann kom
með boð frá foreldrum hennar; þau báðu
hana að finna sig inn í hjónaherbergið, aldr-
ei þessa vant. Þegar inn kom — sat Pétur
þar fyrir. Hún hafði rekið upp stór augu;
en gefízt lítill tími til umsvifa. Pétur var
því líkastur að hann hefði flutt þeim andláts-
fregn. Það hafði hvarflað að henni — og
henni hafði bæði hitnað og kólnað um
hjartarætur — hvort nokkuð kynni að hafa
komið fyrir Bjöm. Annars gafst henni sem
sagt ekki tækifæri til langra hugleiðinga;
móður hennar — klökk, svo sem vera bar,
en einbeitt vel — veik án tafar að efninu.
Leiftursnöggt sá unga stúlkan fyrir sér
hvað bauðst — húsfreyjustaðan á langbezta
búinu þar um slóðir; hún var varla búin að
átta sig almennilega þegar öllu var til lykta
ráðið. Hitt var þó enn sárara að hún hlaut
að kannast við það fyrir sjálfri sér, að jafn-
vel þótt hún hefði farið fram á að mega
hugsa sig um og einhver frestur hefði
fengizt... myndi allt hafa farið á sömu
lund. Það var sú meðvitund sem særði hana
mest. Aumingjaskapurinn! Svikin við sjálfa
sig. Heigulshátturinn ... Hefði hún haft
þessa vikureynslu að baki sér þá — myndi
aldrei hafa farið þannig fyrir henni.
Nú var það um seinan. Það var búið og
gert. Það skelfilega og fyrir hana niðurlægj-
andi var, að þangað til það var búið og
gert — hefði ekki verið hægt að afstýra því.
Enda varla von. Hvenær hafði hún heyrt
talað um ungan mann sem álitlegt manns-
efni nema annaðhvort óðal væri í hendi eða
hann stæði til arfs eða embættis? M.aiyv
vænleiki sem ekki fylgdi auður eða ættfyígi
var hóflega viðurkenndur; en ekki laust við
að sumum kynni að þykja slíkur eiginleiki
viðsjárverður, einkum þeim er áttu dætur í
hættu, ógefnar. Sérstakar gáfur var hægt
að nýta til dægradvalar, væri eigandinn
ótorleiddur til samdrykkju; fíflið hefur alla
daga verið vel séð í og utan hirða. Það er
indæll maður sem ganga má af hálf dauðum
eða vel það í óreglu eða skepnuskap án
þess að það kosti annað en lítils háttar veit-
ingar. Sem tengdasonur þykir fáum hann
hins vegar vel valinn. Frá fomu fari var
landlægt og þótti hrósyrði einna mest um
konu, að tala um hana sem „gott gjaforð"
í merkingunni: efnuð eða frændsterk. Álit
kvenna fór einna helzt eftir því hve mann-
vænlegir biðlar þeim buðust.
Fáar konur þoldu án þess að bíða álits-
hnekki að „ógæfumenn" gimtust þær ...
Lá þama grafin hin eiginlega ástæða fyrir
því hve treg hún hafði verið að gera út um
mál sín við Björn? Höfðu tilfínningar hennar
í raun réttri ekki verið annað en ástabrall,
sem skynsemin — án fullrar vitundar henn-
ar sjálfrar — hélt í skefjum? ... Hún var
farin að hafa hálfgerðan viðbjóð á sjálfri
sér. — Framhjá því varð víst ekki komizt
að eitthvert afl innra með henni sem hún
hvorki kannaðist við né viðurkenndi, hafði
ráðið gerðum hennar — án tillits til þess
hvað tilfinningum hennar leið. Það var ekki
fyrr en um seinan að hún hafði verið fær
um að átta sig á sjálfri sér. Það sem ráðið
hafði niðurlögum hennar — einlægrar og
óspilltrar að hún taldi — var óttinn við al-
menningsálitið, tekinn að erfðum mann fram
af manni í marga ættliði. Þegar hún hug-
leiddi reynslu sína í þeim efnum var hún
ekki viss um að hún gæti bent á nokkurt
hjónaband sem víst væri að gagnkvæm til-
finning hefði verið einráð um, þegar til þess
var stofnað.
Það hvarflaði að henni að hjónaband
þyrfti ekki að vera ævilangur hlekkur, ef
sú yrði raunin að það væri öðrum hvorum
aðila ijötur sem hann fyndi til undan. Það
var hægt að skilja að lögum. Að hlaupast
á brott væri meira að segja engin frágangs-
sök. En þegar hún íhugaði þá atburði sem
samfara hlytu að vera skilnaði eða flótta
setti að henni hlátur; hún hló hátt og full
örvæntingar. Brot á hjónabandi — nema í
leynum — var ófær leið öðrum en mestu
kjarkmönnum, fólki sem treysti á mátt sinn
og megin, hetjum færum um að bjóða byrg-
inn kóngi og karli. Hún leit niður á sjálfa
sig fyrir að þora það ekki; en vissi hins
vegar ógnarvel að hún myndi ekki treysta
sér til þess. —
Ilmur daganna!... Ilmur daganna hafði
umhverfzt í ódaun undanlátssemi og sjálfs-
fyrirlitningar. Hún hafði verið að vona að
hugur Bjarnar myndi einnig snúast til fyrir-
litningar þegar hann fengi vitneskju um
trúlofun hennar. Henni fannst sér myndi
verða að því einhver léttir. Þess vegna hafði
hún svarað Pétri því, þegar hann — af sinni
venjulegu hógværð — eða gætni — stakk
upp á að þau keyptu sér leyfisbréf og væru
ekkert að flíka trúlofun sinni fyrr en vígslan
væri um garð gengin; hún hafði brosað og
spurt hvort hann tímdi ekki að bjóða heim
gestum? Það voru hennar ráð að öllum bú-
andmönnum innsveitis og uppkornnum böm-
um þeirra flestum var boðið í brúðkaupið.
— Bjöm sá hún við það tækifæri í fyrsta
skipti eftir að hún hafði trúlofazt frænda
hans og félaga; hann hafði ekki gert sér
til erindis að óska henni til hamingju; — sá
hann í kirkjunni. Fyrirlitning var ekki
finnanleg í viðmóti hans; í svip hans sá hún
hryggð og annað ekki; hryggð sem var ef
til vill ekki alveg ómenguð gremju — við
sjálfan sig...
Það var þessi svipur á andliti hans sem
hafði hitt hana í hjartastað. Nú var hann á
bak og burt. Og hafði ekki haft fyrir að
láta það uppi við einn eða neinn hvert ferð-
inni var heitið.
Hún aftur á móti sat húsfreyja á stór-
býli — staða hennar öfundsverðust allra þar
um slóðir. Allt sem augað leit þegar hún
vaknaði að morgni heyrði henni til. Jörðin
var víðlend — hún myndi ekki lifa það að
kynnast öllum þeim klettum, staksteinum
og giljadrögum, öllum þeim tjömum, fífufló-
um og lyngbrekkum sem höfðu orðið eign
hennar um leið og hún lét ánetjast. Samt
þráði hún með sviða í brjósti morgnana
góðu þegar hún vaknaði fagnandi en bláfá-
tæk í stafgólfskompunni sinni í gömlu bað-
stofunni heima — saknaði þeirra trega-
full... og var sá tregi þó þegar tekinn ei-
lítið að sljóvgast.
Það var hennar, allt sem hún augum leit.
En jafnvel þótt hún hefði átt heiminn gerv-
allan: ilmur daganna var horfinn endanlega
og átti ekki afturkvæmt.
1915