Lesbók Morgunblaðsins - 13.05.1989, Side 8

Lesbók Morgunblaðsins - 13.05.1989, Side 8
I GUNNAR GUNNARSSON Sonnettusveigur um Ziscu og vorið íslenzkur texti (upphaf): Helgi Hálfdanarson fl’RwwJbm í Fíot, og vmflelhg er'Vmf4,re>ts forbt. §t>m fkevmm fíytpvf mntwr «1u éÍjrfrJ^ v% gímrf: er^iífe f«ngr*r ím i FjPt.6 -Pm ffcatflerljfopf fyffkeíl^ jpa$ Is>t(f r rét snpm «m flfle fiw &n 8tWsuííí»iri 35> £.. JJr % srfv fdn^mnr íkrfg- mr f1efo(1tr tgltmvn* rterfte ítun «df' clkjttff/fiádí Ff«r Ja^ruaK |@| suawftaui wrotfírer Jfeiíwwt^wa,. m«MÍ MírcBHWS' fjl$e 'ffvæhimð toiemáf $í©ww flj fyrmm fS>sf 9fjl neeá méinÁW la^ffeef fijffsnn mtnKvtttJifiá filhmfaeltiyrtkim ef&XkSiwá |®<rT» flegWiéwmGÍMtf ©| Hímfik tte mhiiéfct• Sjá, nú er vor, nú vakna skógarblóm, því veturinn er loksins genginn hjá. Þú ert svo fijáls og hnarreist eins og ösp! og allar raunir myrkra daga gleymdar. Þú bregður glöð á leik og lífsins nýtur sem lítil hunangsfluga í blómareit. Og jafnvel hrafnsins krunk þú kallar söng og kulað næturhúmið skjól sem lykur um hljóðlát fótspor þín og vinar þíns í þéttum skógi fram um leynistigu. Það veiztu glöggt, að þú ein átt hans ást. Þú lætur þig allt annað einu gilda; uglunnar vol á jafnvel hlýjan óm; hver gönguslóð er gæfuvegur rakinn. Hver gönguslóð er gæfuvegur rakinn, því gata sérhver liggur beint til þín. Ó, hvílíkt yndi og heill í mildum maí að mega faðma þig í skýlum lundi! Að reika um skógar-rein í vökudraumi og reisa skýjaborgir fram í tímann og unnustunni hnýta, meðan húmar að hljóðri nóttu, sveig af gleymmérei! Þú, drottning mín, ég krýp og krýni þig kórónu alls þess bezta í mínu ríki. Hlustaðu! hve þig hylla þýðir tónar! Skógur, minn þjónn! og þegn minn, dula nótt! á þessum stað skal reist mín konungshöll, já, einmitt hér — á aðeins þessum bletti! Já, einmitt hér — á aðeins þessum bletti sem allar vættir hafa sveipað ljóma af draum og ævintýri. — Þessi tré! þau teygja fram á vatnið græna skugga! Hvað þessar endur synda í sælli ró! Sjáðu, hvað engið vota er gróskuríkt! Fiðrildi hljóðlaust flögra í sólskininu, og fölgrá þoka læðist fram um teig. Hér vil ég sitja sumarlangan dag og sjónum leiða hvað sem fyrir ber, láta sem sérhver runni, blað og blóm sé máli gætt og geti heyrt þinn söng og glöð í bragði orð mín undir tekið: í björtum lundi er lítil Paradís. • Sonnettusveigur — fímmtán sonnettur fléttaðar saman Ljóðaflokk þennan orti Gunnar skáld Gunnarsson vorið 1912 til unnUstu sinnar, Franziscu Jörgensen, sem hann gekk að eiga síðar á því ári. Seinna ritaði hann ljóðin eigin hendi á bók, svo sem hér er ljósprentað, en sonur hans, Gunnar Gunnarsson listmálari, myndskreytti verkið. Þá bók gáfu þeir feðgar frú Franzis- cu á silfurbrúðkaupsdegi þeirra hjóna. Gunnari Gunnarssyni skáldi hefur verið líkt við karlssoninn í ævintýrinu, sem fór út í heim og vann kóngsdótturina og ríkið hálft. Hann hóf skáldferil sinn erlendis og hlaut þar mikinn frama; en vettvangur háns var eigi aó síður ísland, íslenzkt þjóðlíf, íslenzk örlög. Hann skipaði sér ungur í farar- brodd íslenzkra rithöfunda og bar hróður íslenzkrar skáldmenntar víða um lönd. Þó að Gunnar Gunnarsson sé kunnastur löndum sínum fyrir mikil listaverk á sviði skáld- sagna, er hann svo vel þekktur sem gott ljóðskáld, að engum kemur á óvart, þótt á aldarafmæli hans birtist fagurlega kveðin ljóð, sem áður voru einungis fáum ættingjum kunn, ort á ungum aldri af nákomnu tilefni í einkalífi. Hins vegar kynnu ýmsir að undrast, hve hljótt héfur verið um son hans, listmálarann Gunnar Gunnarsson. Ástæðan til þess, hve íslendingar hafa átt þess h'tinn kost að kynn- ast þeim snjalla listamanni, er að nokkru leyti sú, að hann starfaði framan af ævi erlendis, enda hlaut hann uppeldi sitt allt og menntun í Danmörku, þar sem hann átti móðurætt, en listnám stundaði hann bæði þar og í París. Hitt skiptir þó ekki minna máli, að hann hafði sig jafnan lítt í frammi. Hann sýktist ungur af berklum, átti löngum við alvarlegt heilsuleysi að stríða og lézt fyrir aldur fram. Hér á íslandi hélt Gunnar yngri aðeins eina sýningu, svo að kunnastur hefur hann orðið íslendingum fyrir myndskreytingar með skáldverki föður síns, Fjallkirkjunni. Hann hlaut mjög góða dóma fyrir verk sín; til dæmis komst danski listgagnrýnandinn Falke Bang m.a. svo að orði um sýningu hans: „Þar er á ferðum listamaður, gæddur frábærum og fátíðum hæfiieikum." Um teikningar hans segir Falke Bang enn frem- ur: „Gunnar Gunnarsson sýnir í þessum teikningum sínum einstæðan hæfileika til þess að tileinka sér innsta eðli viðfangsefnis- ins.“ Þau orð hins danska gagnrýnanda virð- ast myndir þessarar bókar staðfesta; svo vel falla þær að ljóðunum. Þessi ljóðaflokkur, sem skáldið unga kvað til stúlkunnar sinnar, er hreinræktaður ásta- róður í síðrómantískum anda, þar sem fögn- uður ástfanginnar æsku á samleið með feg- urð náttúrunnar á gróandi vori. Ljóðunum valdi hann eitthvert hið vandasamasta form sem um getur, þar sem er sonnettusveigur; en hann er flokkur af fimmtán sonnettum, sem fléttast saman eftir fastri og býsna flók- inni reglu. Sjálft sonnettuformið er af dýr- ustu gerð, þeirri sem kennd er við ítalska skáldið Petrarca. Fjórtán ljóðah'num, sem I hver um sig er fimm öfugir tvíliðar, er skip- að í tvær ferhendur og síðan tvær þríhend- ur. Ferhendurnar ríma ekki aðeins inn- byrðis, heldur og hvor við aðra, þannig að sama rím er á 1., 4., 5. og 8. ljóðlínu, og einnig sama rím á 2., 3., 6. og 7. línu; eða eins og oft er sýnt: a- b- b- a, a- b- b- a; en getur þó einnig verið nokkuð á annan veg, til dæmis: a- b- a- b, b- a- b- a. Þríhend- urnar ríma einnig hvor við aðra, til dæmis: c- d- c, d- c- d; eða c- c- d, e- e- d. Sveigurinn fléttast með þeim hætti, að lokalína hverrar sonnettu verður upphafslína þeirrar næstu, og eykur það enn á fjölda samrímaðra orða. En síðasta sonnettan, sú fimmtánda, er gerð úr upphafslínum allra hinna í réttri röð. Fyrir bragðið verður fyrsta lína fyrstu sonnettu einnig síðasta k'na þeirrar fjórtándu, svo þar lokast sjákur sveigurinn. Það liggur í hlutarins eðli, að svo dýrt bragform setur skáldinu býsna þröngar skorður um orðaval og krefst á þann hátt sífelldra afskipta af efni ljóðsins. Enda bera ýms ljóð af þessu tagi glögg merki þess, að þau eiga sér tvo höfunda, ef svo mætti segja; þau eru ort af skáldinu og málinu í senn. Þegar vel er ort, liggur ekki alltaf í augum uppi samvinna skáldsins við málið, eða kannski öllu heldur gh'ma þess við kröfu- hart form. Og ekki er það á allra færi að hafa skkt húsbóndavald yfir óvenju ráðríku bragformi sem Gunnar Gunnarsson virðist hafa í þessum sonnettusveig. 3 H

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.