Lesbók Morgunblaðsins - 13.05.1989, Qupperneq 11
írsk mál-
þverstæða
írlandi er mál lítils minnihluta fyrsta mál þjóð-
arinnar. Ekki nóg með það. Fram fer harður
áróður fyrir notkun tveggja tungna. Efla ber
minnihlutamálið. Þetta lætur skrýtilega í eyr-
um, en eins og margt annað í Irlandi á það
írar láta sér annt um
tungu sína en tala þó
ensku
sínar sögulegu skýringar. írska ér frummál-
ið. Enskan er nýliði, eiginlega innrásaraðili.
Hér þarf skýringar við í stuttu máli. Utan
írlands er almennt talað um gelisku, þegar
gamla írska málið er haft í huga. En hugtak-
ið geliska samsvarar þrem afbrigðum sömu
tungu: írsku, skozkri gelisku og manx (sem
ennþá fýrirfinnst á eynni Mön). írar sjálfir
tala rökrétt um írsku, þegar þeir eiga við
eigin tungu.
Enn í lok fimmtándu aldar var írska al-
mennt talmál - einnig meðal ensku yfirstétt-
arinnar sem öllu réð. Enska var aðeins töluð
af fáum í stærstu bæjunum og Palehéraði
umhverfis Dublin, þangað sem ensku herr-
unum var ýtt af írlandshollum starfsbræðr-
um.
Sigurjón Guðjónsson
þýddi.
Eins og nú er komið er öllu umhverft.
írskan er nú töluð einungis af fímm hundr-
aðshlutum þjóðarinnar. I raun og veru er
enskan tunga íra. En það er bezt að láta
það ekki í ljós við þá. Það getur dregið dilk
á eftir sér. Allur þorri íra telur írskuna
nauðsynlega. Annars glata land og þjóð
sjálfum sér. Að þeir nota enskuna er einung-
is hagkvæmnisatriði. Þannig hefur það ver-
ið í nokkrar aldir.
vorum
dögum.
Vegakilti
með ein-
ungis
írskum
nöthum
gefurað
lítaí
vestur-
héruðun-
um enn á
Qn Cheatbrú H
Casla II
paillimh 5
Qn Spidéal Z
mm routi
Cill Chiaran
/ Skotlandi lifir gelíska á vesturströndinni og eyjunum úti fyrir. Á myndinni sést
póstskilti á eynni Sky.
MÁLIÐ ER MIKILVÆGARA
EnFrelsið
Þegar írska lýðveldið var stofnað árið
1922, var það tekið fram í stjómarskrá
þess, að írska væri fyrsta mál landsins.
Kunnátta í því var heimtuð af öllum starfs-
mönnum lýðveldisins, lögreglu og hermönn-
um.
Frelsishetjan, hinn mikli stjómmálamaður
Eire, Eamon de Valera, gekk svo langt að
hann lýsti því yfír „að Irland með tungu
sinni en án frelsis er mikilvægara en fijálst
írland án eigin tungu". Þetta voru stór orð,
sem sýndu að tungan er honum fyrir öllu.
Nú á dögum er írska aðeins töluð í fátæk-
um hémðum á vesturströndinni, í Conne-
mora, Donegal, Dingle og Kerry. Að öðm
leyti er írsku helzt að finna á vegmerkjum.
Geliska nafnið stendur alls staðar efst á
þeim. Fyrir neðan stendur enska nafnið, sem
flestir fylgja af sjálfu sér.
Máláróður
Innan stjómsýslu og stjómmála hefur
geliskan einnig varðveitzt á táknrænan hátt.
Lýðveldið heitir Eire, forsætisráðherrann er
almennt kallaður taoseach, þingið Oire-
ahtas, neðri deildin Dail Eireann og ferða-
skrifstofa ríkisins gengur undir nafninu
Board Failté. Útlendingum fínnast írsku
nöfnin dálítið mglingsleg. Hér er um tungu
að ræða, sem er ef til vill ekki dauð, en felur
í sér tímaskekkju. Hvað sem J)ví iíður þá
er írskan til, og ekki aðeins á Irlandi. írsk-
an er líka eitt af opinbemm málum EG og
gerðabók er færð á írsku ... Það stafar af
því að írland gekk í EG á áttunda áratugn-
um.
Á Norður-írlandi er írskan ekki til opin-
berlega. Bretar hika við að veita írskunni
sérréttindi samskonar og gelisku í Skotlandi
og á vissum svæðum í Wales.
Eins og stendur er haldið uppi áróðri til
að efia írskuna, auka notkun fmmmálsins
hversdagslega, einnig utan héraðanna á
vesturströndinni. En jafnvel mestu áhuga-
mennimir um vöxt írskunnar em þó lítt
sannfærðir um að hægt verði að færa klukk-
una aftur, svo að írskan verði á ný höfuð-
tunga þjóðarinnar. Enskan er of föst í sessi
til þess. En það kemur ekki í veg fyrir að
írskir föðurlandsvinir beijist fyrir aukinni
írskunotkun í daglegu lífí.
Hættan Að Deyja Út
Að baki áróðrinum stendur geliska banda-
lagið (The Gaelic League) sem stofnað var
1893 til að halda vörð um írskuna. Aðrar
stofnanir era hér líka að verki.
Án framlags þeirra mundi írskan senni-
lega hafa dáið út í byijun aldarinnar segir
Sean Mac Mathna, forstöðumaður gelisku
málmiðstöðvarinnar í Dublin. Á öðmm tug
aldarinnar efldi frelsisbaráttan áhuga fyrir
hreinni, írskri tungu. Og í stjómarskrá lýð-
veldisins unga er gert ráð fyrir að írskan
sé fyrsta tungan.
Frá þessum dögum hefur mikið vatn
mnnið til sjávar. Hópur þeirra sem talaði
írsku minnkaði stöðugt allt til 1980, en þá
komst jafnvægi á. Nú er talið að ein milljón
íra (af 3V2 milljón í lýðveldinu) skilji írsku.
MálValdsins
En á sama tíma hefur staða írskunnar
veikst hvað ríkið snertir. írskukunnáttu er
ekki lengur krafist af þeim sem em í ríkis-
þjónustu, írska gildir ekki lengur hjá dóms-
valdinu, írskukennsla í skólum hefur verið
skorin niður og ríkissjónvarpið vanrækir
írskuna. Opinberlega er írskan í efsta sæti
en ekki í reynd.
Þetta hefur valdið því að Sean Mac
Mathna og skoðanabræður hans þverskall-
ast við framferði yfírvalda. Þeir heimta
nýja yfírlýsingu af þeirra hálfu um réttindi
írskunnar, aukinn styrk til að hvetja íra að
læra gamla málið og bæta hlut þess í skól-
um landsins.
Við ætlum ekki að neyða neinn, en fleiri
tungumál er auður út af fyrir sig, leggur
Sean Mac Mathna áherzlu á.
Hver þróunin verður er erfítt að spá um.
Sem áður kjósa flestir ensku. tungu valds
og hagkvæmni um langt skeið. En um leið
halda menn fast við, að írskan verði varð-
veitt sem hluti þjóðarsálarinnar. Fyrir utan-
aðkomandi er hér um þverstæðu að ræða.
Fyrir írann er þetta sjálfsagður hlutur.
Skólarnir Brugðust
írskunni
Blómöld írskunnar er löngu liðin hjá, en
þó lifír tungan enn. Eigi maður samræður
við íra bendir hann á með nokkra stolti,
að írska sé næst elzta tunga Evrópu, Baska-
málið sé eldra, og um leið að næstum sextfu
þúsund írar tali enn írsku, þó að sjálfur
tali hann meira ensku ...
Að enskan varð drottnandi mál á írlandi
stafaði af löngu málstríði sem endaði með
styijöld. Þegar skólakerfí var innleitt árið
1831, varð enskan kennslumálið, og böm
sem töluðu írsku vom hædd og lögð í ein-
elti. írskan var lftillækkuð.
Ekki bætti það heldur úr skák, að foringj-
ar íra, með Daniel O’Connell í fararbroddi,
töluðu ensku þar eð það var hagkvæmara
á sviði stjómmála.
Og þannig hefur haldið áfram. Nýjasta
málkönnun, er fram fór í byijun yfírstand-
andi áratugar, sýnir að 31,6 prósent íra
telja sig írskumælandi. En það em ekki
nema fimm hundraðshlutar sem tala írsku
daglega. Auk þeirra kunna 10 prósent frsku
vel og önnur tíu allvel. Aðrir bjarga sér
þolanlega á írskm Ennþá finnast nokkrar
þúsundir manna í írlandi sem kunna ekkert
í ensku. Þær eiga heima í Connemara og
nálægum héraðum. Og þar er eina útvarps-
stöðin sem sendir út á írsku.
Til foma var írska — eða geliska — töluð
á öllu írlandi og í mestum hluta Skotlands.
Málið barst með Keltum, sem komu á
fímmtu öld til írlands. Og þaðan barst
tungan til Skotlands.
Eitt er það sem Skotar em ekki sérlega
ánægðir með, en það er að þeir hafa dregið
nafn af gömlu íranum. Orðið Scott (scotus
á latínu) þýddi fyrr meir maður sem talar
írsku (gelisku). Enn í dag lifir geliskan á
nokkmm stöðu í vestanverðu Skotlandi,
einkum á eyjunum vestan og norðvestan
við það.
írska eða geliska er indóevrópskt mál,
sem að mestu leyti hefur haldið sínum foma
orðaforða. Lánsorð úr grísku og latínu em
næsta fá. Málið nær yfir um það bil sjötíu
þúsund orð.
írskan stóðst málsásókn víkinga og Nor-
manna og lengi vel Englendinga. í upphafi
sextándu aldar vom einnig ensku herramir
hálfírskir. En síðar hófst hið svæsna land-
nám með Elísabetu I., Cromwell, Vilhjálmi
af Óraníu o.fl. Með kúgunarlögunum í lok
seytjándu aldar varð írskan aðeins sveita-
mál. Höfðingjar landsins töluðu allir ensku.
Árið 1831 kom nýja skólakerfið til. Tutt-
ugu ámm síðar talaði ekki fjórði partur
landsmanna írsku. Hungursneyðin um miðja
nítjándu öld kom harðast niður í írskumæl-
andi fylkjum. Áhuginn fyrir írskunni dofn-
aði, og i byijun okkar aldar talaði áttundi
hluti Irlendinga þetta foma mál.
Og þá hófst áróður fyrir endurheimt þess
sem enn er í fullu gildi.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 13. MAÍ 1989 1 1