Lesbók Morgunblaðsins - 13.05.1989, Side 13
Frá gömlu Fes.
s
4, ^
11$6f, -
\ i s
Inngangur í Hotel Mamonia.
MAROKKÓ er litríkt land í öllum skilningi. Landslagið fjöl-
breytt, hvort sem farið er um auðnir Sahara í suðri, eða yfír
AtlasQöll sem liggja eftir landinu upp frá Tiznit og langt til
norðurs. Og þegar niður komið taka við sléttur og akrar sem
breiða úr sér eins og óreglulega ofið teppi.
Fólkið er að sama skapi með
ýmsu móti, berbamenningin er
enn allríkjandi sunnan Atlasfjalla,
eins og víðar í Norður-Afríkulönd-
unum.
Ýmsum sögum fer um hvaðan
Berbar séu upprunnir. En um þær
mundir sem arabar komu til Norð-
ur-Afríku voru Berbar þar fyrir.
Sjálfir kölluðu þeir sig Imazighen,
sem þýðir fijálsir menn. Róm-
veijar kölluðu þá Berba og af því
er orðið barbarar komið.
Berbar voru eindregnir and-
stæðingar arabanna í fyrstu og
vildu umfram allt halda sjálfstæði
sínu, tungumáli og siðum. Þeir
voru hirðingjar og fóru um eyði-
mörkina þvera og endilanga. Þeg-
ar arabar komu til Norður-Afríku
veittu Berbarnir viðnám í fyrstu,
en síðan tóku þeir upp samvinnu
við arabana og tileinkuðu sér isl-
am, en héldu í siði og venjur og
gera það enn þann dag í dag.
Sumir segja að Berbar eigi
uppruna sinn í Norður-Evrópu,
aðrir að þeir væru komnir úr
austri og enn aðrir að þeir hafi
verið ættflokkur sunnan úr
Afríku. Augljós sérkenni Berba
koma meðal annars fram í döns-
um þeirra, söngvum og hannyrð-
um. Berbateppi eru gerólík
arabískum teppum, sem aftur
draga töluvert dám af tyrknesk-
um gerðum, sem er ekki óeðlilegt
með tilliti til þess að Tyrkir réðu
þessum heimshluta um aldir.
En fleiri byggja Marokkó. Þeg-
ar sunnar kemur búa Sahrawiar.
Land þeirra hét áður Vestur-
Sahara og höfuðborgin var Layyo-
une. Polisario-skæruliðahreyfing-
in hefur barist gegn Marokkó til
að endurheimta landsvæðið og
nokkrir tugir þúsunda búa í flótta-
mannabúðum í Alsír. Flestir hafa
þó verið um kyrrt og mikil blönd-
un hefur orðið við araba. Marokk-
ar hafa lagt sig mjög fram um
að veita ijármagni til uppbygging-
ar í því landi sem áður var Vest-
ur-Sahara og það svo að mörgum
þykir nóg um. Stríðjð við Polis-
ario hefur svo útheimt gríðarleg
ijárútlát. Aðalbækistöðvar Polis-
ario eru í Alsír. Enn sunnar af
Layyoune er háð eyðumerkurst-
ríðið, sem hefur að vísu kyrrst
að nokkru undanfarið. A þær slóð-
ir er ferðamönnum ekki leyft að
fara af skiljanlegum ástæðum.
I Marokkó búa um 23 milljónir
manna og höfuðborgin er Rabat.
Langstærsta borgin er Casablan-
ca með á sjöttu milljón íbúa. Fjór-
ar borgir eru kallaðar keisara-
borgirnar, og hafa allir á ein-
hveijum tíma verið höfuðborg
landsins, auk Rabats eru það
Mekens, Fes og Marrakesh.
Til Marokkó koma árlega um
1,5 milljónir ferðamanna og átak
hefur verið gert hin seinni ár til
að stórauka fjölda ferðamanna.
Marokkó státar af mörgum mjög
glæsilegum hótelum, þeirra fræg-
ast er Mamonia í Marrakesh sem
telst í hópi bestu hótela í heimi,
nefna má Palais Jamai í Fes sem
er sennilega með sterkustu ma-
rokkókönsku einkennin þeirra
allra. Annars eru hótel af öllum
gæðaflokkum og þriggja stjörnu
hótel eru yfirleitt prýðileg. Gisting
er mjög ódýr á okkar mælikvarða.
Agadir er sumarleyfisstaður
árið um kring. Á ferð minni um
Marokkó í tvær vikur nú fyrir
nokkru, fyrri vikan í boði Royal
Air Maroc, lét ég að vísu hjá líða
að fara þangað, enda kannski sá
staður sem síst þarf að kynna
þ'eim sem til Marokkó fara. Á leið
til Layyoune hafði vélin viðdvöl í
Agadir. Þar var 29 stiga hiti, en
hafði verið 14 í Casablanca.
Ásamt með Agadir er Marra-
kesh líklega fjölsóttastur ferða-
mannastaður Marokkó. Marra-
kesh er ein fjögurra fyrnærandi
höfuðborga landsins. Þar er hin
fræga Koutoubla-míneretta sem
sést úr öllum áttum löngu áður
en til borgarinnar er komið. Mar-
rakesh var upphaflega eyðimerk-
urvin og gerð höfuðborg á sínum
tíma vegna þess að lega hennar
er hagstæð og ekki síður fyrir að
þar er nóg vatn. Aðaltorgið er
Djemaa el Fna, þar leika furðule-
gustu trúðar listir sínar. Sjálf var
ég hrifnari af markaðnum í gamla
bænum sem er ögn í norður frá
torginu. Þar í grennd er einnig
gyðingahverfið.
Fari ferðamenn til Fes, sem er
helgasta borg Marokkó, þar var
4