Lesbók Morgunblaðsins - 12.08.1989, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 12.08.1989, Blaðsíða 5
yggis og karlmennsku. Þær eru eins konar hofgyðjur í japönsku þjóðfélagi nútímans; þær uppfylla hvern hans draum — og marga afbrigðilega hneigð. Þar sem venjulegur Japani eyðir þetta mörgum klukkustundum í sínum hópi, ekki bara að degi til heldur líka að næturþeli, þá hefur heil kynslóð barna vaxið úr grasi í Japan á árunum eftir síðari heimsstytjöld, sem ekki hefur kynnst því hefðbundna, stranga feðraveldi sem einkennt hefur jap- anskt þjóðfélag um aldir. Þessa ungu kyn- slóð Japana hafa mæðurnar einar mótað, en það leiðir aftur á móti til þess að ungir japanskir karlmenn eru oft í næsta smá- bamalegum tengslum við „nmma-san". „Japanskur karlmaður er að heita má milli tveggja elda: Annars vegar er heimili hans og hins vegar vinnustaðurinn. Milli þessara tveggja höfuðstöðva þarfnast hann afdreps og skjóls. Þetta skjól erum við,“ segir Fúmiko Honda, 48 ára gömul ekkja, sem stjórnar pínulitlum bar á annarri hæð í húsi einu bak við Shibuya-járnbrautarstöð- ina í Tókýo. „Það sem við erum að selja, er tími. Tími til að hlusta á viðskiptavininn rekja vonbrigði sín og raunir þann daginn; tími til þess að veita honum huggun.“ Eitt glas af öli eða whisky — og þá get- ur leikurinn hafist: Hann fer að tala — „mama-san" hlustar á; hann opnar munn- inn, „mama-san“ stingur upp í hann ein- hverju góðgæti; hann talar drýgindalega eða kvartar sáran — „mama-san“ dáist að hon- um eða talar huggunarorð til hans. Ást- leitni og kynlíf er alltaf með í spilinu, en á slíkum þemu-börum em þær tilfinningar eingöngu til umræðu og látið þar við sitja. „Segja má, að japanskt þjóðfélag sé sam- kynhneigt í sínu innsta eðli, konur em að- eins þægilegur tengiliður í hópi karla til að auka á vellíðanina,“ segir bandaríski mann- fræðingurinn Anne Allison, en hún vann í eitt ár sem þerna á bar í Tókýó og var þá að skrifa doktorsritgerð sína um kynlífs- hegðun í Japan. KYNLEG Kynni Til þess að svala kynlífsþörf og margs konar girndum hinna atorkusömu japönsku karla er til staðar í hverri borg eyríkisins Nippons geysimikið úrval heldur skugga- legra samkomustaða. Þar má nefna svokall- aða „pink saloons“, þar sem ríkir svo mikið rökkur, að viðskiptavinurinn sér aðeins ógreinilega hálfnakta stúlkuna sem er að veita honum fullnægingu, á meðan hann hellir í sig áfengi. Þá em „heilsuræktar- stöðvar" góðar til síns brúks en þar er þó að minnsta kosti reynt að hafa nudd að yfirskini. Víða er að finna japönsku útgáf- una af hinni þjóðhelgu finnsku sánu, en í Nippon bjóða „sánurnar" upp á heitt gufu- bað, nudd og kynferðislega fullnægju að auki. Til eru og ófáir „skemmtistaðir“ í Japan, þar sem gestirnir hafa einir ofan af fyrir sér um leið og þeir horfa á klámmynd- ir. Samfarir á sviði með virkri þátttöku gestanna þykja núorðið ofurlítið gamaldags, af því að körlunum niðri í salnum þykir leitt „hve fáir komast að þegar kallað er í menn til dáða uppi á sviði,“ eins og einn gesturinn komst að orði í kynsvallshverfi Tókýó, Kab- úkicho. Þegar nektarmærin uppi á sviði kallar til sín tvo karlmenn úr salnum til að serða sig í einu, draga þeir tveir hæversk- lega um röðina. Sigurvegarinn fer úr buxun- um og leggur þær snyrtilega samanbrotnar frá sér út í horn, á meðan hinn bíður spennt- ur eftir því að röðin komi að honum. Versl- un ein í Kabúkicho-hverfinu selur nýnotuð nærhöld kvenna, en þar sem ilmurinn úr þessum dessous er horfinn eftir daginn, Sjá næstu síðu Barþerna og viðskiptvinir í Tokyo: „Stuðlað að auknum starfstrama". Japanir við öldrykkju í Osaka. Hvergi í heiminum fer áfengisneyzla eins mikið vaxandi sem í Japan. ingastöðum eftir vinnulok að fastri venju, langtíma dvöl á næturklúbbum verður að föstum lið í vinnuskyldu hans. Heimilið er honum vart annað en svefnstaður: 12 pró- sent japanskra eiginkvenna geta aðeins tal- að við menn sína í tíu mínútur á degi hveij- um, 30 prósent sjá eiginmennina aðeins í einn klukkutíma á dag. í Tókýo einni eru 2.690 barir í Ginza- hverfinu, í öllu landinu eru þeir um 100.000 talsins; að minnsta kosti ein milljón bar- stúlkna sér um vellíðan gestanna. Mein- lausasta útgáfan af bar eru svokallaðir „karaöke“-ba.rir, þar sem þrír til fjórir háir kollar standa framan við veitingaborðið, dauf birta og raðir af vínílöskum með nöfn- um fastra viðskiptavina á hillum á lang- veggnum. „Karaoke" táknar orðrétt „tóm hljómsveit". Á sjónvarpsskjánum birtast stuttir myndbandsþættir og úr hátölurum glymur undirleikur við vinsæla sönglaga- texta. En það er gesturinn á „karaoke“- barnum sem sjálfur fær að syngja með hljómsveitinni; honum er réttur hljóðnemi, og lágt setti starfsmaður einhvers fyrirtæk- is, nýráðni tryggingasalinn í ódýru jakkaföt- unum sínum fer að syngja. Til þess að hann fípist ekki birtist söngtextinn á skjánum og breytir um lit í takt við undirleikinn. Því næst stekkur tómstundasöngvarinn upp á leiksviðið og athygli allra viðstaddra beinist að honum. í nokkrar minutur líður honum eins og að hann sé í aðalhlutverki í sjón- varpsþætti. Áheyrendur klappa honum lof í lófa, starfsfélagarnir óska honum til ham- ingju með frammistöðuna. Karaoke upp- fyllir á augabragði drauma manna. „Æ, ELSKU MAMMA“ Þegar komið er inn fyrir dyrnar á japönsk- um bar, tekur forstöðukona, svokölluð „mama-san“ — og í fylgd með henni eru oft yngri og fríðari þernur — ástúðlega á móti þreyttum og slæptum gestinum. Þess- ar konur stjana við karlmanninn, kurra blíðlega við hann, blanda í glas handa hon- um og vekja með honum tilfinningu sjálfsör- Japanskt par í „Love“-hóteli. Mercedes Benz hefur verið breytt í rúm. kr.) í risnu af þessu tagi. Barinn eða skemmtistaðurinn er sá rammi, sem umlykur nánari tengsl milli starfsfélaga hvers fyrirtækis og hinir ný- ráðnu eru látnir festa rætur í fyrirtækinu fyrir atbeina framkvæmdastjórans. Það er ekki fyrr en við slíkar aðstæður, að ungur Japani verður að sa-rarimanni, þ.e. fullgild- um starfsmanni. Á milli whisky-snaps og bita af hertri loðnu er sá nýráðni búinn að öðlast nægan kjark til að bera fram gagn- rýni á ýmislegt varðandi rekstur fyrirtækis- ins og jafnvel í fari yfirmannsins. Hér er honum líka m.a. bent á að sóa ekki allt of miklum tíma í unnustuna eða vini utan fyrir- tækisins, heldur að einbeita sér að fullu að velgengni síns fyrirtækis. Karaoke-barinn Ómissandi Sá nýráðni veit ósköp vel, að hann verður að fara út með starfsfélögum sínum næstum því hvert einasta kvöld næstu tvö árin. Og smátt og smátt verður þessi útivist á veit- í i i ! j i. i | I t ! I i LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 12. ÁGÚST 1989 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.