Lesbók Morgunblaðsins - 12.08.1989, Blaðsíða 13
LESBOK
Mj \Ö} [r] !GJ \U} [nI (b I 'l\ [aj [bj js]! Jj [n] [Sj
12. AGÚST 1989
FERÐ4BMÐ
LESBÓKAR
Horft yfir LEGOLAND frá útsýnisturni.
Legokubbar og
ljón í Danmörku
Er Danmörk einn stór skemmti-
garður eins og Norðmenn segja?
Oddný Sv.Björgvins.
Hugsum okkur lítinn,
óþekktan sveitabæ á miðri Jót-
landsheiðinni. Lítið var þar að
sjá. Ekkert sem dró ferðamenn
til bæjarins. Svo gerðust þau
undur og stórmerki að verk-
smiðja í bænum fór að búa til
legokubba. Og Billund breyttist
í „leikkubbabæ" fyrir ferða-
menn. Danir eru snillingar í að
laða til sín ferðamenn með ein-
földustu hlutum. Bandarískir
ferðamenn segja, að Kaup-
mannahöfn sé ekkert nema
TÍVOLI. Norðmenn segja, að
Danmörk sé ekkert nema TIV-
OLÍ og LEGOLAND. Og hverj-
ir aðrir en þeir gátu látið sér
detta í hug að byggja upp fjöl-
sóttan ferðamannabæ úr leg-
okubbum. Eg spyr?
Legokubba-verksmiðjan veitir
3.500 manns vinnu. Að auki eru
2.500 útibú sem framleiða lego-
kubba víðsvegar í heiminum. Ann-
ar stærsti flugvöllur í Danmörku
er í Billund, að sjálfsögðu vegna
legokubbanna! Enda er Lego-
landið annað helsta aðdráttarafl
Gengið inn í LEGOLAND.
ferðamanna til Danmerkur. Að-
eins Tívolí dregur meira til sín.
Norðmenn hafa nokkuð til síns
máls! Legokubba-skemmtigarður-
Flugvöllur og flugvélar úr legokubbum.
inn dregur til sín eina milljón
ferðamanna árlega. Allir streyma
þeir þangað til að skoða kubbana.
Eru allir menn börn í sér?
Billund er miðsvæðis á Jót-
landi. Það tekur um 5-6 tíma að
aka yfir þvera Danmörku. Aðeins
3 tima að aka frá Hanstholm
(áfangastað Norrönu) til Billund.
Hraðbrautirnar eru greiðfærar og
vel merktar. Hámarkshraði er 110
km. En akið varlega. Vegaeftirlit-
ið er strangt! í bænum er úrval
af gistingu, tjaldsvæðum, tennis-
og golfvöllum. Inni- og útisund-
laug. Hjóla-, göngu- og reiðleiðir
út frá bænum. í miðjum bænum
er verslanamiðstöð. I Billund er
jafnvel safn sem sýnir „afþrey-
ingu ferðamanna í Danmörku“!
Og allt byggist þetta að sjálfsögðu
á legokubbunum!
En það er ekki eftir neinu að
bíða. Við skuium ganga inn í ríki
leikkubbanna. LEGOLAND nær
yfir 100.000 m2 svæði. Ævintýra-
legt, hvað hægt er að búa til úr
legokubbum. Þarna sjáum við
Amelíuborg í allri sinni dýrð. í
dönsku legokubba-höfninni sigla
bátarnir — hreyfast eftir brautum
í vatninu. Og á flugvelli eru flug-
vélar ýmist á leið upp að flug-
stöð, eða út á flugbraut. Stöðug
hreyfing eins og á háannatíma.
Við skoðum Hvíta húsið og frelsis-
styttuna í Bandaríkjunum. Síkin
í Amsterdam. Göngum inn í villta
vestrið, þar sem indíáni í fullum
skrúða grillar pylsur! Ekki veit
ég hvernig indíánar og pylsur
tengjast saman. En það er önnur
saga. Hugkvæmnin er óendanleg.
' I LEGOLANDI geta krakkarnir
farið í ökuskóla. Þar aka þau eft-
ir brautum, merkjum og vegvís-
um. Grunnur er lagður að aksturs-
þekkingu. Og þau fá ökuskírteini
frá LEGOLANDI. Leiktækin eru
líka ijölmörg. Og ef við verðum
þreytt, þá gengur lest (úr kub-
balíki) um svæðið. Líka hægt að
ganga inn í útsýnisturn. sem lyft-
ist upp í 30 metra hæð. Úr honum
er gott útsýni yfir garðinn. Og
ef við viljum sjá LEGOLAND enn
betur, þá ér boðið upp á leiguflug
í nágrenni. Safnið, „höll Títaníu"
er stórkostleg leikfangahöll, sem
býr yfir 3.000 örsmáum hlutum:
húsmunum, bókum, málverkum
og fleiru. Listsköpun fyrir kon-
ungíeg börn frá 1922.
Stutt frá Billund er ljónagarð-
urinn í Givskud. Náttúrugarður,
þar sém villt dýr ganga laus.
Garðurinn er að hluta opinn.
Hægt að ganga um meðal mein-