Lesbók Morgunblaðsins - 12.08.1989, Blaðsíða 3
STEINN STEINARR
l-EgRtHT
M lO R a V N B V A D 8 l_ N 8_
Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvstj.:
Haraldur Sveinsson. Ritstjórar: Matthías
Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aöstoö-
arritstjóri: Björn Bjarnason. Ritstjórnarfulltr.:
Gísli Sigurösson. Auglýsingar: Baldvin Jóns-
son. Ritstjórn: Aöalstræti 6. Simi 691100.
Draumar
til sölu, heitir grein um þá hlið á Japan, sem Japan-
ir hafa fyrir sjálfa sig, þar sem munúðin er verzlunar-
vara og spyija má, hvort Synir sólarinnar séu kynóð-
ir. í öllum borgum er urmull af því, sem þeir nefna
á ensku „Love“-hótelum og þangað hverfa menn í
stríðum straumum eftir vinnu.
Forsídan
er frá Vestmannaeyjum og myndverkin sem þarna
sjást, bera vott um stórhug Vestmannaeyinga og
listrænan metnað. Myndin til vinstri er eftir Ragn-
hildi Stefánsdóttur myndhöggvara og er gerð í minn-
ingu Guðríðar Símonardóttur frá Vestmannaeyjum,
sem betur er þekkt með þjóðinni undir nafninu
Tyrkja-Gudda.
Myndin á fótstallinum til hægri er „Fæðing Psy-
kes“ eftir Einar Jónsson, - og við fótstallinn stendur
brottfluttur Vestmannaeyingur, Gunnar Stefánsson,
sem eitt sinn var einn af hinum liðtæku stangar-
stökkvurum Vestmannaeyinga.
Ljósm.Lesbók/GS.
Heimurinn
og ég
Þess minnist ég, að mér og þessum heimi
kom misjafnlega saman fyrr á dögum.
Og beggja mál var blandið seyrnum keimi,
því báðir vissu margt af annars högum.
Svo henti lítið atvik einu sinni,
sem okkur, þessa gömlu fjandmenn, sætti:
að ljóshært barn, sem lék í návist minni,
var leitt á brott með voveiflegum hætti.
Það hafði veikum veitt mér blessun sína
og von, sem gerði fátækt mína ríka.
Og þetta barn, sem átti ástúð mína,
var einnig heimsins barn — og von hans líka.
Og við, sem áður fyrr með grimmd í geði
gerðum hvor öðrum tjón og falli spáðum,
sáum það loks í Ijósi þess, sem skeði,
að lífið var á móti okkur báðum.
Prelude
Bílaþáttur Lesbókar tekur að þessu sinni Honda
Prelude til reynsluaksturs og hann er sérstæður í
þá veru, að hann er með stýringu á öllum hjólum.
Þar að auki erþessi sportútgáfa af Hondu geysilega
sprækur og stórskemmtilegur bíll, sem fær allsstað-
ar háa einkunn fyrir góða hönnun og aksturseigin-
leika.
Nú ölum við ei lengur beiskju í barmi
né byrgjum kala neinn í hjörtum inni,
því ólán mitt er brot af heimsins harmi,
og heimsins ólán býr í þjáning minni.
B
B
Um rabb og Repp
Af hverju heitir þessi dálk-
ur „rabb“? Orðið hefur
alltaf minnt mig á anda-
mál, en það heitir „bra--
bra“, eins og bömin vita.
Líklega er nafnið frá
þeim árum, þegar blaða-
menn fóru af duldum ástæðum að lækka
flugið í orðavali og tóku að kalla sjálfa sig
niðrandi nöfnum eins og fréttasnata og
blaðasnápa. Þeir hættu líka að ganga, en
fóru að labba og rölta, jafnvel ráfa og reika.
Sigfús Blöndal þýðir „að rabba“ með „pass-
iare, snakke (sammen), tale fortroligt".
Ekki sem verst. En uppruninn? Varla er
orðið mjög fornt? Jan de Vries segir í „Alt-
nordisches etymologisches Wörterbuch", að
sögnin þýði „plaudern, schwátzen (spát
bezeugt)", og finnst mér það allt heldur
óvirðulegt, en um tengsl orðsins við önnur
tungumál segir hann aðeins, að það þekkist
í mállýzkum í Norður-Noregi og Svíþjóð og
auk þess í hinni útdauðu hjaltlenzku („norn“
eða norrænu). Eftir því að dæma er það
allgamalt. Algengt hefur það líklega ekki
verið, því að í orðabókum Fritzners og Guð-
brands Vigfússonar er aðeins eitt og sama
dæmið nefnt í báðum, og er það úr Karla-
magnúsar sögu, „vei verði yðr, svá mart
sem þér rabbit“. Annar þýðir orðið með „at
pludre, fremfore med skjodeslos og uklar
Tale, sluddre“, en hinn „to babble, talk
nonsense". Ekki lízt mér á.
í rabbi mínu hér í Lesbók 6. maí var ég
að hugsa upphátt um það, hver áhrif Bran-
des hefði haft á íslenzkt menningarlíf. Það
er alltaf gaman að vitna í sjálfan sig, og
því ætla ég að endurtaka hér tvær setning-
ar: „Hvor skyldi nú hafa orðið áhrifadrýgri
hérlendis, Grundtvig eða Brandes? Þegar
til langs tíma er litið, grunar mig, að Bran-
des hafi betur, miklu betur.
Svo vildi til, að skömmu síðar rakst ég
á ummæli Þorleifs Repps um Grundtvig
og ísland og fannst þau styðja þetta álit.
Að vísu er tilefnið þýðing Grundtvigs á
Heimskringlu, sem Repp líkaði ekki, en
e.t.v. mætti heimfæra orðin yfir á áhrif eða
áhrifaleysi Grundtvigs hér á landi almennt.
Repp segir (árið 1819; og skilst mér reynd-
ar af samhenginu, að hann hafí hrópað orð-
in að Grundtvig):
„Intet Slægtskab er fjernere end det
imellem Dem og Island, intet er mindre
Grundtvigsk en Island og intet mindre Is-
landsk end Grundtvig. Ég býst ekki við, að
það komi að sök, þótt ég birti þetta óþýtt,
enda munu ekki aðrir en þeir, sem kunna
dönsku, hafa áhuga á að lesa það hvort eð er.
Þorleifur Guðmundsson Repp hefur lengi
verið gleymdur flestum löndum sínum, nema
hvað margir kannast við sorgarsöguna frá
misheppnaðri meistaraprófsvöm hans, sem
endaði með fyrirskipuninni „descende ex
cathedra, scurra!“ („stíg niður úr pontu,
fífl!“). Þessi gleymska er svo sem eftir öðru
í hinum hættulegu tengslarofum í íslenzkri
menningu nú á dögum, þegar menn muna
ekki einu sinni aftur á næstu öld. Þorleifur
var sérkennilegur í lund, en hann var merki-
légur stjórnmálamaður á sinni tíð, fluggáf-
aður og hreint ótrúlega fjölhæfur mennta-
maður (sjálfur Ghlenschlæger fékk hann til
þess að lesa yfir latínúkveðskap sinn). Á
síðustu öld þekktu íslendingar sannarlega
nafn Þorleifs Repps, þegar hann var talinn
vilja ganga feti framar Jóni Sigurðssyni í
sjálfstæðisbaráttunni. Bæði Reykvíkingar
og Árnesingar kusu hann fulltrúa sinn á
Þjóðfundinn 1851, en hann komst ekki heim
til íslands. Nú er jafnvel sagt, að ýmsum
hafi ekki þótt það verra, því að ella hefði
hann skyggt á sjálfan Jón forseta. Mat sam-
tíðarmanna á stjórnmálamönnum breytist
oft eða gleymist alveg með næstu kynsióð.
Nöfn manna, sem áratugum saman voru á
hvers manns vörum fram yfir miðja þessa
öld, heyrast nú naumast nokkru sinni nefnd,
og ungu fólki eru þau ókunnug. Hveijir
hinna núlifandi verða nafngreindir eftir þijá
áratugi?
6. júlí si. sýndu nokkrir menn þá ræktar-
semi að reisa-'Þorleifi stein á gröf hans.
Hún er ofarlega við stíginn sunnanverðan,
sem liggur frá sáluhliðinu við Suðurgötu
að klukknaportinu, þar sem áður stóð líkhús-
ið. Gröf hans væri gleymd, hefði Reykjavík-
urblaðið Þjóðólfur ekki skýrt ýtarlega frá
útför hans í maí 1858. (Raunar hafði verið
til Þjóðólfs stofnað skammt þar frá í kirkju-
garðinum á leynilegum næturfundi fimm
manna seint um haustið 1848.) Steinninn
er fimmstrendur grágrýtisdröngull austan
úr Hreppum. Vonandi veðrast hann ekki til
lýta með tímanum, svo að áletrunin og
merki Þorleifs, sem klöppuð eru á steininn,
máist í burtu. Einkunnarorð hans á hnitmið-
aðri latínu eru letruð á steininn, „Non nisi
volentibus imperare“, og þykir mér leitt að
geta ekki komið þeim til skila á jafn-hnitmið-
aðri íslenzku, en merking þeirra er eitthvað
á þessa leið: Enginn skal yfír öðrum ráða,
nema sá vilji sjálfur, sem ráðskast skal
með. Vonandi reynir einhver, sem les þetta,
að stytta þetta nú um helgina, án þess að
merking raskist, og yrði þeim tíma ekki
verr varið en við að ráða krossgátu eða leysa
skákþraut, nú eða yrkja hringhendu, fáist
þá einhver við það lengur. Hvernig væri
annars „enginn skal öðrum ráða nema vilj-
ugum“? Miðað við þessi einkunnarorð, finnst
mér það einkennilegt, sem nú hefur heyrzt,
að Þorleifur hafi kannske verið fyrsti sósía-
listinn á Norðurlöndum! Þetta gæti sem
bezt verið okkar kjörorð fijálshyggjumanna,
en alls ekki forsjárhyggjumanna. Nú, jæja,
ég þekki skrif Þorleifs ekki nógu vel enn
til þess að geta fullyrt neitt um það, hvað
hann kann að hafa skrifað í blöð sín í Höfn
(„Dagen“, „Tiden“ og ,,Krigen“), en víst er,
að sósíalisminn leit öðru vísi út í þá daga,
meðan hann var enn aðeins bundinn í orðum
á bókum, — og hefði betur áldrei verið leyst-
ur út þaðan. Kannske á Þorleifur eftir „að
komast í tízku“, verða „in“, eins og ensku-
mælandi íslendingar segja nú um mundir,
svona líkt og Jóhannesi Birkilandi skaut úr
kafi hjá einni kynslóð menntamanna, mjög
óvænt, og ætla ég þó.alls ekki að bera þá
saman að öðru leyti. Ekki munu einkunnar-
orð Þorleifs verða vinsæl hjá ráðríkum
landsfeðrum og uppalendum barna, og ekki
var Sigurður Breiðfjörð á sama máli, þegar
hann kvað:
Ráði sá, sem ráðið hefur fyrri.
Það, sem þykir bami bezt,
bamið stundum skaðar mest.
Þótt mér verði tíðrætt um „tengslarof",
breytist þó ekki allt. í blaðaviðtali um dag-
inn er níræð kona, sem komið hefur sautján
börnum á legg, spurð um vandamál í lífi
hennar fyrrum. Hún „segir, að vandamál
hafí alltaf verið til, en ekki segist hún muna
eftir neinu sérstöku, nema þá helzt vondum
veðrum“. Aðspurð um „allan þrældóminn",
segir hún: „Við þekktum ekki þetta orð, að
„þræla“ . . . Við þurftum bara að gera verk-
in og skila þeim, hver og einn einstakling-
ur. Það átti að skila verkinu vel. í öðru biaða-
viðtali svarar 22ja ára gömul stúlka, þegar
hún er spurð að því, hvort hún stefni að
einhveiju sérstöku, að hún vilji mennta sig
(og ná þar langt) og „eignast heimili og
börn“. Blaðamaður spyr þá, hvað henni fínn-
ist leiðinlegast að gera, en fær stutt og lag-
gott svar: „Ekkert".
MAGNÚS þórðarson
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 12. ÁGÚST 1989 3