Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq

Lesbók Morgunblaðsins - 12.08.1989, Qupperneq 11

Lesbók Morgunblaðsins - 12.08.1989, Qupperneq 11
Úr skrifstofii á efri hæðinni. Lesbók/Sverrir Vilhelmsson Undir risgluggnnum, sem nær þvert yfir húsið og setur mestan svip á það. isverð hús, sem kosta jafnvel minna en geng- ur og gerist. Fleiri ný og nýlég hús má að sjálfsögðu nefna, án þess að ég viti hvað þau kostuðu: Landsbankahúsið á Akranesi, sem Ormar Þór Guðmundsson teiknaði, Hús Honda-umboðsins í Reykjavík, sem Manfreð Vilhjálmsson teiknaði og Epal-húsið eftir sama arkitekt, Seðlabankahúsið, teiknað af Guðmundi Kr. Guðmundssyni og Ólafi Sig- urðssyni, Kringlan, eftir Hrafnkel Thorlac- ius, Borgarleikhúsið eftir Þorstein Gunnars- son og fleiri, nýja Sambandshúsið eftir Orm- ar Þór Guðmundsson, nýtt hús Kristjáns Siggeirssonar eftir Helga Hjálmarsson og Ráðhús Dalvíkur eftir Jón Haraldsson. Af ófull£erðum, en sýnilega athyglisverðum byggingum, má nefna Glerárkirkju í Lög- mannshlíðarsókn eftir Svan Eiríksson, Þjóð- arbókhlöðuna eftir Manfreð Vilhjálmsson, og Ráðhús Reykjavíkur, sem nú er unnið að eftir teikningum Margrétar Harðardóttur og Steve Christer. Flest eru þetta opinber hús af einhveiju tagi, eða hús byggð utanum þjónustu. Þar að auki eru fjölmörg íbúðarhús, einkum ein- býlishús, sem vel hafa tekizt. Hvort þetta getur talizt þokkaleg uppskerá miðað við allt sem byggt hefur verið á undanförnum áratugum, er vitaskuld umdeilanlegt. Ugg- laust þykir einhveijum einnig umdeilanlegt, að þessi fyrrnefndu hús séu í einhveijum úrvalsfiokki og mundu þá fremur nefna ein- hver önnur. Eins og fyrri daginn verður það tíminn, sem sker úr um það, hvað kann að verða tekið í úrvalsflokk íslenzkrar bygging- arlistar. Hér er kynnt með myndum eitt af þessum húsum: Epal-húsið, nr. 7 við Faxafen í Reykjavík. Eyjólfur Pálsson, húsgagnaarki- tekt, hefur rekið þetta fyrirtæki í 12 ár og fékk Manfreð Vilhjálmsson, arkitekt, til að teikna húsið að Faxafeni 7. Það lætur ekki beint mikið yfir sér til að sjá, en mesta at- hygli vekur glugginn, sem nær þvert yfir miðjuna, þakið einnig, og skagar uppúr því. Flatarmál hússins er 470 fermetrar; undir því er kjallari og sá hluti semi stendur ofar jörðu, er að hluta til tveggja hæða. Efri hæðin er í rauninni brú, sem stendur á súlum og nær ekki út að hliðarveggjun- um. Það var hugvitsamleg lausn til að veita birtu niður auk þess sem það ljær húsinu léttleika hið innra. Utveggir eru úr trégrind, einangrað er með steinull og klætt utaná með álplötum, sem ekki þarf að mála og eiga að vera við- haldsfríar. Hér er verzlað með gluggatjalda- Verzlunarvörunni, einkum gluggaljaldaefhum, er svo haganlega fyrir komið, að þau verða líkt og hluti af byggingunni. efni, húsgögn og ýmsan annan húsbúnað. Innri léttleiki hússins verður ákjósanleg umgjörð fyrir ýmisskonar efni, sem látið er hanga niður. Sérkennilegt er það, að límtré, sem venjulega er aðeins lakkað, er hér hvítmálað, en svo þunnt að tréð kemur í ljós. Risglugginn, sem nær eins og áður segir þvert yfir húsið, veitir góðri birtu inn og að sjálfsögðu verulegum hita. Vegna þessa og vandaðs frágangs að öðru leyti er upphitunarkostnaður innan við þriðjungur af því sem eðlilegt má telja þegar miðað er við rúmmetrafjölda. Hér hefur verið teiknað og byggt hús, sem var fremur ódýrt í byggingu, er létt í rekstri og umfram allt svo fallega teiknað og útfært, einkum að innan, að líklega yrði vandfundin ákjósan- legri lausn til að hýsa þessa starfsemi. GÍSLI SIGURÐSSON Horft af palli milli hæðanna upp og niður stigann. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 12. ÁGÚST 1989 1 1

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.