Lesbók Morgunblaðsins - 12.08.1989, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 12.08.1989, Blaðsíða 15
 !«hnvk*r Qalefell fipðmafíi hVbkagerðisV \ ^REPPUR r\ \ Hamar • ' \\ vatn. ) V , ^ HveraiéflRi'/O® *LL mmtL/ím Frá sænskri baðströnd. Olíubráðin límist við iljarnar. ið frændum okkar Svíum miklum vandræðum í sumar. Mengunin er talin stafa frá bátum, sem tæma óhreina olíu í sjóinn. Olían er nokkra daga að berast á land, svo erfitt er að ná til sökudólg- anna. Á Spáni er talað um ónýtar skolpleiðslur rétt hjá baðströnd- unum. Miðjarðarhafið er líka að verða eins og öskutunna eða ruslahaugur. Það þarf ekki marga vetrarstorma til að strendurnar fyllist af drasli. Og þá kemur önnur plága, sem Spánveijar vilja sem minnst tala um. En þeir hafa sagt. „Þegar ferðamennirnir eru famir, fyllast strendurnar af ann- arri plágu. Þá koma rotturnar!“ OG ÞAÐ NÝJASTA í BAÐ- STRANDARFRÉTTUM: Uppnám varð á frönsku rívíerunni fyrir skömmu. Nokkrir breskir krakkar voru að leika sér á ströndinni — moka og búa til sandkastala. Þá lentu þau í einskonar „títuptjóna- hrúgu"! Nokkur þeirra stungu sig. En þetta voru ekki saklausir títu- pijónar, heldur notáðar nálar, sem eituriyfjasjúklingar höfðu grafið niður. Utangarðsfólk leitar iðu- lega að næturstað á yfirgefnum baðströndum og skilja þar eftir sig notaðar sprautunálar. Bresku börnin eru nú undir eftirliti. Það kemur ekki strax í ljós hvort að nálastungurnar hafa smitað þau af hættulegasta sjúkdómi, sem ógnar heiminum í dag. Eyðninni. Frönsk yfirvöld fóru með há- þrýstidælur um ströndina, bæði til að hreinsa hana, en líka til að hrekja á brott utangarðsfólkið sem á hvergi heima. En eiturnála- hættan leynist víðar á baðströnd- unum. Gönguleið í Klambragili. Gönguleiðir Að baða sig í Klambragili Að þessu sinni skulum við velja þægilega og stutta göngu- leið upp firá Hveragerði, sem hentar allri fjölskyldunni í sunnudagsgöngu. Við styðj- umst við bók Einars Guðjohn- sens „Gönguleiðir á íslandi". Ef við göngum eða ökum inn frá Hveragerði opnast dalveipi inn miili fjallanna, vestan við Reykja- kot og Menntaskólaselið. Þetta Útsýni yfir hótelgarðinn, af svölunum. grunn og sandurinn hvítur. Það er áhyggjulítið líf sem lifað er hér. Allir eru á sandölum og stuttbuxum og lítið spáð í tísku- sveiflur. íslensku krakkarnir eru fljót að hafa uppi á hvert öðru og Helgi eignast íslenska vinkonu á sama reki. Umhverfið er það verndað að óhætt er að leyfa hon- um að fara einum í barnalaugina og hlaupa aðeins um garðinn. Hann hruflar sig á fæti einn dag- inn en Tony þjónn mætir strax með sáravatn, joð og plástur; málið er leyst og allt afgreitt með bros á vör. Helgi er í yngsta lagi til að geta tekið mikinn þátt í pjakka- klúbbnum sem starfræktur er á staðnum en hann nýtur þess að koma í safarí-dýragarðinn með gíröffum, flóðhestum, fílum, pá- fuglum, afrískúm antilópuuxum og bavíönum. Einn apanna gerir sig strax heimakominn og hengir sig utan á hliðarspeginlinn á rú- tunni okkar við gífurlegan fögnuð yngri kynslóðarinnar. I Sjávardýrasafni sjáum við þrautþjálfaða höfrunga leiká listir sínar og skoðum síðan smávaxna krókódila og dverghákarla í búr- um. Helgi hefur mikinn áhuga á hákörlum og hvölum eftir að hafa séð Nonna og Manna í fyrra og við staðnæmumst lengi fyrir framan búrin þeirra. Við förum líka í Drekahellana stórfenglegu sem eru stórir og einstaklega fallegir dropasteins- hellar rétt fýrir ofan yfirborð sjáv- ar. Það tekur eina öld að mynda einn sentimetra af dropasteini svo aldur hellanna skiptir tugum alda en um hann er ekki hægt að full- yrða — jarðfræðingar hvaðanæva úr heiminum hafa giskað á hann en ekki komist að niðurstöðu. Mallorka er íslendingum að góðu kunn og það er af sem áður var að landinn nánast ylti út úr sólarlandavélunum. Nú sést ekki vín á nokkrum manni — hvorki á daginn né á kvöldin. Þessi eyja er fjölsóttasti ferðamannastaður af öllum eyjum Miðjarðarhafsins og ýmsir möguleikar eru á að njóta þeirra gæða sem hún býður upþá. Aðeins nokkrir þeirra hafa verið nefndir hér en máski ber þó að hafa efst í huga veðursæld- ina og vingjarnleika gestgjafanna — „Majorkina“. En það sem eftir stendur tveim- ur vikum eftir að komið er heim er að vinnandi íslendingum er orðin lífsnauðsyn að komast í sól og sjó og bræða af sér grýlukert- in. Eftir einstaklega harðan vetur og sumarið sem aldrei kom, a.m.k. ekki sunnanlands, er svona ferð orðin jafn nauðsynleg fjárfesting og lýsi og lopapeysur í skammdeg- inu. Þórdís Bachmann Helgi og Kristín vinkona hans á ströndinni. Ferðamáti: Beint 7 tíma flug. Ferðatími: Fyrstu vikur í júlí. Þægilegur staður með börn: Barnadagskrá tvisvar á dag. Barnadiskó á kvöldin, sem allir hlakka til. er Grændalur eða Grensdalur. Nokkru vestar opnast annað gil eða dalur, nokkru þrengra. Þetta er Djúpagil. Dálítið hæðarþrep er að gilsmynninu og fellur þar smá- foss fram af. Við skulum ganga inn eftir þessu gili. Síðan upp úr gilinu innst og komum þá í Reykjadali. Við höldum áfram norður fyrir Molddalahnúka á vinstri hönd. Þar fyrir norðan halda Reykjadal- ir áfram. Vestur úr þeim gengur áfangastaðurinn — Klambragil, sem er kyrrlátur dalur, norðan við hnúkana. Eftir dalnum rennur heitur lækur. Margir hverir eru þarna. Sumir í læknum eða á bökkum hans. Aðrir til hliðar. Þarna má finna sér ákjósanlegan setstað í læknum, þannig að mátulega heitt og djúpt verði til baðsins. Og vatnið er hreint og tært. Einnig má ganga þangað norð- ur eftir Ástaðafjalli (um 350 m.) og niður til baðsins. Frá Reylqa- dölum og Klambragili má ganga til baka niður Djúpagil eða fara yfir Dalaskarð og út Grændal. Þarna er einn af unaðsreitum íslenskrar náttúru. Gangið vel um hann til að halda honum hreinum og óspilltum. Aðeins 10 km ganga er fram og aftur frá Hveragerði. Kort af gönguleið. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 12. ÁGÚST 1989 15

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.