Lesbók Morgunblaðsins - 12.08.1989, Side 7

Lesbók Morgunblaðsins - 12.08.1989, Side 7
DABBI í NESI Lengi var áberandi í þjóðlífínu að menn hentu gaman að þeim sem ekki fóru alfaraleið, jafn- vel þeim sem minna máttar voru, á einhverju sviði, en almennt gerðist. Ekki er annað senni- legra en að ýmsir þeirra sem urðu þannig fyr- ir barðinu á samborgurum sínum hafi verið þroskaheftir á nútíma kvarða. Sumir hafa sjálfsagt vegna bágra ástæðna ekki fundið sér góðan samastað í þjóðfélaginu. Kannski Til Reykjavíkur söfnuðust áður fyrr ýmsir lítilmagnar. Þar gátu þeir fundið sér lífsframfæri við einföld störf, kannski lifað á bónbjörgum. Sumir komust uppá lag með að leika á auðtrúa borgara með því að haga sér furðulega og leggja stund á einkennilegar kúnstir og uppátæki. Eftir EGGERT ÁSGEIRSSON Dabbi í Nesi á gamals aldri. Unnur Óladóttir var lengi fótaaðgerðakona á Hrafnistu í Reykjavík. Aður var hún húsfreyja á Bakka á Seltjarnarnesi. Hún var fósturdóttir Kristínar Ólafs- dóttur í Nesi. Þar á heimilinu kynntist hún Davíð Sigurðssyni sem grein þessi (jallar um og þótti vænt um hann. I vináttuskyni gaf hann Unni þessa mynd af sér sem tekin var af honum þegar hann var aldraður orðinn. féllu hæfileikar þeirra ekki í frjóan jarðveg eða þroskaleiðin grýtt. Furðusögur af orða- tiltækjum, skringilegum tilsvörum og undar- legu athæfi fólks eru áberandi í síðari tíma þjóðsögum okkar. Enn eru slíkar sögur kvöldvöku- og fjölmiðlaefni, þó frekar í þjóð- söguformi en sem samtímaefni. Bendir ýmislegt til að þjóðin hafi breyst í afstöðu á þessu sviði. Mér er minnisstætt að eitt af góðskáldum okkar sagði mér frá hlutskipti bróður síns sem var vangefinn. Gæ'fa var að fjölskyldan bjó í litlu kauptúni, þar sem allir þekktust. Umgengust því aliir manninn sem bróður, sýndu honum vinsemd eða létu hann í friði. Með því híupu aðrir undir bagga með fjöl- skyldunni, gerðu hlutskipti hennar og hans léttara en ella. Stærra samfélag var erfiðara. Til Reykjavíkur söfnuðust áður fyrr ýmsir lítil- magnar. Þar gátu þeir fundið sér lífsfram- færi við einföld störf, kannski lifað á bón- björgum. Sumir komust upp á lag með að leika á auðtrúa borgara með því að haga sér furðulega og leggja stund á einkennileg- ar kúnstir og uppátæki. Fyrir þetta þágu þeir jafnvel skildinga. Hvert samfélag og hver kynslóð kallar fram sín sérkenni. Bæjarbragur í Reykjavík fram á fyrri hluta aldarinnar bar mjög svip sérkennilegs fólks sem þar átti heima. Flestallt var fólk- ið sjálfsagt lítt áreitið og meinlaust þótt einkennilegt væri. Börn hræddust samt þetta tötrum klædda, einmana fólk. Gjarna var það óþrifalegt enda bjó það margt við kröpp kjör í lélegum kofum. í bernsku hræddist ég mjög sumt af þessu einkennilega fólki. Konur sem æddu taut- andi um götur og stræti. Karla illa í skapi sem söfnuðu drasli. Það var martröð er mig dreymdi að alþekkt á þeirri tíð, gömul, smávaxin kona í síðum svörtum pilsum veitt- ist að mér. Þegar ég eltist kom í ljós að sumir þeirra sem ég hafði áður hræðst voru skemmtilegir, fróðir og þægilegir í viðkynn- ingu. Því var leitt að sjá einstaklinga, ekki síst hópa veitast að skrýtnu fólki. Þar með dró úr möguleikunum að njóta hæfileika þess, sérkenna, einkennilegra orðatiltækja og annarra kosta sem það bjó einatt yfir. Lengi var áberandi hjá ýmsum sem áttu tal við einkennilegt fólk að tala við það háværri röddu, líta kringum sig með yfir- læti og gefa með áhugalausum svip til kynna að viðmæiandi væru ekki af sama sauðahúsi. Dag nokkurn varð breyting á. Meðal- mennskan tók völdin. Hæli voru sett á stofn og bærinn losaður við kyniega kvisti. Þeir voru fluttir út fyrir bæinn þar sem þeir þurftu að njóta sveitasælunnar og hvers annars. Æskufólk hætti að gera sér grein fýrir að borgararnir eru steyptir í ijölbreyti- legt mót. Svo langt gengu menn í að litillækka ógæfusamt fólk að gefin voru út í ábata- skyni póstkort fyrir túrista með myndum af því teknum á ljósmyndastofum. Var þetta svo vinsæll varningur að þau voru gefin út tvívegis. Ðavíð Sigurðsson var vinnumaður í Nesi við Seltjörn. Hann var uppnefndur og kallað- ur Dabbi í Nesi. Hann var meðal þeirra er stimplaður var furðufugl og kynntur sem slíkur í fyrrgreindri póstkortaröð. Dabbi í Nesi setti óneitanlega nokkurn svip á bæjar- lífið í Reykjavík um og eftir aldamótin. Af honum voru sagðar sögur. Þó átti hann sér nokkuð aðra hlið en þá sem að Reykvíking- um sneri. Meðal þeirra sem seld var mynd af var Guðmundur Arnason, nefndur Gvendur dúll- ari. Guðmundur var af Högnaætt, föður- bróðir séra Árna Þórarinssonar og dóttur- sonur Sæmundar ríka í Eyvindarholti undir Eyjaijöllum. Var séra Tómas Sæmundsson á Breiðabólstað því móðurbróðir hans. Frændgarður Guðmundar var því stór. Séra Árni lyfti minningu Guðmundar frænda okkar úr öskustó í ágætri lýsingu og velvilj- aðri í fyrsta bindi ævisögu sinnar, Fögru mannlífi. Upp frá því hafa menn lítið smæl- ingjana í öðru ljósi. Davíð Sigurðsson fæddist 21. mars 1848 Dabbi í Nesi eins og hann horfði við ýmsum Reykvíkingum. Hér hefur Ijós- myndari fengið hann til að sitja fyrir. í Bessastaðasókn á Álftanesi. Móðir hans hét Guðríður Gísladóttir, gáfuð kona og vel látin. Va hún lengst af í vist með Dabba son sinn í Nesi við Seltjörn, fyrst hjá þeim Ólafi Þórðarsyni og Valgerði Gunnlaugs- dóttur konu hans. Síðar var hann hjá þeim Guðmundi Einarssyni útvegsbónda og Kristínu Ólafsdóttur eftir að þau höfðu tek- ið við föðurleifð hennar. Við Nes var Davíð ávallt kenndur enda alla tíð heimilisfastur þar. Guðríður Gísladóttir var mikils metin á heimilinu og það svo mjög að þau Kristín og Guðmundur skírðu árið 1895 yngstu dóttur sína Ástu Guðríði á höfuðið á henni. Ásta Guðríður átti Karl Á. Torfason frá Ólafsdal, aðalbókara Reykjavíkurborgar. Bjuggu þau í húsi við Kaplaskjólsveg og nefndu Ólafsdal. Heyrir húsið nú Einimel til. Dabbi varð snemma órólegur og síðar drykkfelldur. Þar kom að hann varð óstöðv- andi túramaður. Þótt reynt væri að telja honum hughvarf og Kristín í Nesi beitti ýmsum brögðum til að stöðva hann kom allt fyrir ekki. Hann lét ekki segjast eða hneppa sig í fjötra er sá gállinn var á hon- um. Eitt sinn fann Kristin að eitthvað var í uppsiglingu hjá karli. Heyannir stóðu þá sem hæst og mátti engan vinnufæran missa. Auk þess þótti fólki sárt að sjá eftir honum í bæinn, vita mátti hvemig fara myndi. Til að aftra honum bæjarferðar tók Kristín alla skó á bænum og lét fela. Nú sást neðan af túninu hvar Dabbi fór út og inn um allra húsa dyr. Virtist árangur ekki ætla að verða af leitinni hjá honum. Þó kom þar að hann fann stakan skó og stígvél. Lengi var svipur- inn á Dabba í minnum hafður þegar hann skeiðaði svo búinn sigri hrósandi yfir hlaðið og sneri við bæjarhomið kankvís í átt til bæjarins. Davíð Sigurðsson var smár vexti, hvatur í hreyfingum á yngri árum, grannholda en bognaði með aldrinum, blíður á manninn og hlýlegur á svip. Var talið að hann bæri svipmót af frændum sínum ýmsum sem landskunnir voru og eru. Ekki má telja að Dabbi í Nesi hafi verið þroskaheftur samkvæmt þeim mælikvarða sem við nú notum almennt. Hann var þó seinn til og lét lítið yfir sér. Hann þótti þægilegur viðmælandi þeim sem honum voru kunnugir. Milli þess sem hann fór á brennivínstúr var hann dyggur vinnumaður í Nesi. Hann var þar vel látinn, ekki ein- asta hjá heimilisfólkinu í Nesi heldur einnig bæjarbúum sem viku að honum góðu marg- ir. Þó skiptir alveg í tvennt sögum þeim sem af honum fóru, þeim sem gengu milli manna á Framnésinu og þeim sem í bænum gengu. Guðmundur Einarsson í Nesi gerði út frá Hrúðunesi í Leiru. Hann fórst árið 1906 á leið sunnan við annan mann með saltfisk- farm á mótorbáti Gunnars Gunnarssonar kauprhanns. Hafði hann annan bát í togi. Á þeim báti voru þeir Dabbi og Guðmundur Jónsson sem síðar varð bóndi á Bakka á Seltjarnarnesi. Þegar þeir fjórmenningarnir voru að leggja upp að sunnan og var nokkur mann- söfnuður í Skökkuvör. Vildi þá Einar sonur Guðmundar í Nesi og síðar skipstjóri, kennd- ur við Bollagarða á Seltjarnarnesi, þá 15 ára, verða þeim samferða vestur á Nes. Einar Einarsson var starfsmaður Guðmund- ar við útveg hans í Leirunni. Þegar Einar Einarsson heyrði ósk nafna síns sagði hann: „Þú ferð ekki með.“ Var það ekki við kom- andi og sagt að Einar hefði í hótunum til staðfestu orðum sinum. Varð þetta Einari hinum unga til lífs þar sem Guðmundur faðir hans lét undan. Hann fórst í ferðinni ásamt Ólafi Ólafssyni bátvetja sínum. Var iað kallað stórslysavorið mikla 1906. Þegar veður æstist sá Guðmundur í Nesi hver hætta var á ferðum. Hann sá að bátarn- ir færu báðir niður ef annar sykki og kall- aði: „Nú verður hver að bjarga sér,“ um leið og hann hjó á tóið. Guðmundur á Bakka og Dabbi komust við illan leik upp í Kúa- gerði. Þótti það afrek mikið hjá Guðmundi tvítugum að komast á land á eina lendi:igar- færa staðnum. Dabbi var sagður sjóhræddur og hnipraði sig saman í bátnum þegar hann hrakti. Einar Einarsson tók svo við stjórn skipa og fiskaðgerðarinnar fyrir Kristínu Ólafs- . dóttur nokkur ár. Davíð þekkti marga í bænum og heim- sótti gjarna þá sem hann átti skap við. Þegar Dabbi fór í bæinn tók hann gjarn- an egg með sér frá Nesi og næstu bæjum. Innheimta fyrir eggin fór honum vel úr hendi og kom hann peningunum með skilum til eigenda þótt heimkoma drægist stundum mjög á langinn. Þá sjaldan að einhvetjir aurar höfðu glatast varð það að samkomu- lagi að það kæmi niður á eggtekju Kristínar húsmóður hans. Dabbi var mjög nákvæmur um að halda upp á afmælið sitt og hélt þá á fund vina sinna í bænum. Eitthvað hafði strætinu eitt sinn verið uppsigað við hann við slíkt til- felli og sló hann í hausinn. Lögreglumenn voru hjálpsamir Dabba og komu með hann blóðrisa að Nesi eftir afmælishaldið. Þá varð Fíu vinnukonu, sem ekki var sérlega hænd að honum, að orði: „Hann mætti nú muna eftir gebúrtsdeginum sínum.“ Tómas Tómasson 'í Ölgerð Egils Skalla- grímssonar vék ævinlega góðu að Dabba. Tómas hóf ungur að aldri störf í Sanítas hjá Gísla Guðmundssyni gerlafræðingi í Melshúsum á Seltjarnarnesi en hann setti fyrirtækið á stofn. Dabba þótti vænt um Tómas og fór vel á með þeim. Hafði Davíð af einhveijum ástæðum mikinn áhuga á ölgerð hans. Var Tómas í Ölgerðinni ávallt góður við Dabba meðan þeir lifðu báðir. Ólafur Hákonarson v?.r sjómaður og mun hafa verið sonur Ólafíu ráðskonu í þeirri frægu mutstofu stúdenta Mensa akademika á horni Lækjargötu og Austurstrætis. Eitt sinn var Ólafur sofandi í rúmi sínu er Davíð bankar uppá hjá honum. Ólafur hrekkur upp úr fastasvefni og sagði aðkomumanni að fara til andskotans. Þá svaraði Dabbi: „Guð blessi þig Ólafur minn.“ Ólafur sagði svo frá síðar: „Heldurðu ekki að andskotans karlinn fari að blessa mig. Svo ég varð að hleypa honum inn og leyfa honum að vera.“ Dr. Þórður Eyjólfsson, síðast hæstarétt- ardómari, var félagi Ásgeirs Guðmundsson- ar lögfræðings frá Nesi, sonar Kristínar. Þórður kom gjarna að Nesi á námsárum þeirra Ásgeirs og kynntist þá Dabba. Fyrir réttum 30 árum sátum við Þórður á tali. Þá missti ég útúr mér í hugsunarleysi sögu af Dabba og hafði hana eftir nafnkunnum manni. Ég fann þá að Þórði þykknaði í skapi við söguna og að heyra eftir hverjum hún var höfð. Þegar ég hafði lokið sögninni sagði Þórður: „Silfurkerin sökkva, soðboll- arnir fljóta.“ Þurfti ekki fleiri orð að hafa um mat hans á þeim tveim mönnum sem við eögu komu. Viðbrögð þessa sæmdar- manns varð mér kenning sem ég hét að reyna að bæta úr þótt síðar yrði og í smáu. Davíð Sigurðsson átti, eins og margir, tvær hliðar. Önnur vissi að Reykjavík. Af stórum hópi Reykvíkinga fékk hann nei- kvæðan dóm. Ýmsir merkir menn greindu í honum gæðablóð og mátu hann að verðleik- um. Framnesingar þekktu góðan og starf- saman mann og svo kappsaman að læsa þurfti ijósinu í Nesi til að hann færi ekki að sinna kúnum svo snemma morguns að þær fengju ekki að hvílast. Dabbi átti athvarf á hinu mikla héimili Kristínar Ólafsdóttur í Nesi alla tíð og þar til hann dó 4. ágúst 1926. Auglýsti Kristín lát hans í Morgunblaðinu, en slíkt var ekki algengt á þeim árum. Morgunblaðið sagði' frá andláti Davíðs og nefndi hann „einn af hinum einkennilegustu mönnum hér um slóðir og flestir hjer í bæ munu hafa þekkt hann“. Jarðaður var hann 12. ágúst og húskveðja gerð frá Nesi. Þegar Dabbi í Nesi dó kom Ólafur Thors til Kristínar í Nesi og spurði hvort hann og bróðir hans mættu ekki halda undir tvö horn á kistunni. Var það auðsótt mál. Höfundur er skrifstofustjóri í Reykjavik. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 12. ÁGÚST 1989 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.