Lesbók Morgunblaðsins - 12.08.1989, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 12.08.1989, Blaðsíða 10
Sjálfsmynd í baðherbergisspegli, 1945. Stuttu síðar lézt Helene Scherf- beck í Saltsjöbaden. með framvindu þróunar á sviði myndlistar, aðallega af bókum, tímaritum og af ein- staka málverki, sem vinir hennar tóku með sér, þegar þeir komu í heimsókn til hennar í Hyvingen, til þess að hún gæti séð verkin í frumgerð. Það var langt frá því, að Hel- ene Schjerfbeck legði með öllu árar í bát, þótt kaldir vindar tækju að næða um hana um og eftir aldamótin og þótt hún virtist um skeið allt að því útskúfuð sem listakona og öllum gleymd. Hún tók upp fyrri iðju sína að gera eftirmyndir af verkum gamalla meistara eftir pöntun og málaði auk þess við og við eina og eina mynd eftir eigin höfði. Þær mæðgur bjuggu við kröpp kjör í Hyvingen, en stundum kom þó fyrir, að Helene seldi mynd eftir sig. Finnska mynd- listarfélagið hafnaði því hvað eftir annað að kaupa verk eftir Schjerfbeck á finnsk söfn. Með einstaka undantekningum þó: Árið 1888 keypti myndlistarfélagið „í aftur- bata“ fyrir 800 finnsk mörk og 1912 keypti sami aðili málverkið „Skugginn & múmum“ frá 1883 fyrir 110 mörk til að hafa sem vinning í árlegu happdrætti sínu. 1935 seldi listakonan eina mynd fyrir 80 mörk. Þótt verkum hennar hafi verið býsna vel tekið, er hún fyrst tók að sýna myndir sínar opin- berlega, breyttist afstaða aimennings til síðari verka hennar; sýningagestir fengu ekki skilið, hvað Helene Schjerfbeck var að fara í þeim undarlegu málverkum, sem hún lét frá sér fara á sýningar á fyrstu þremur áratugum aldarinnar.'. Það verð, sem menn vildu yfirleitt greiða fyrir verk eftir Schjerf- beck, varð stöðugt iægra. Árið 1937 hélt Helene Schjerfbeck hins vegar einkasýningu í Svíþjóð og naut við það aðstoðar listaverka- salans Gösta Stenmans. Sú sýning táknaði algjör þáttaskil í viðhorfum manna til mynd- listar Helene Schjerfbecks, bæði heima í Finnlandi og í Svíþjóð. Hlaut sýningin afar lofsamlega dóma og myndirnar seldust fyr- ir hátt verð. Sjálfsmyndir SCHJERFBECKS Einn sterkasti þátturinn í verkum lista- konunnar eru sjálfsmyndirnar. Af alls 36 sjálfsmyndum, sem vitað er um, málaði hún 18 með olíulitum á léreft. Sjálfsmyndirnar sýna bæði þróun hennar sem listamanns og manneslqu. Fyrsta andlitið geislar af æsku- þrótti og lífsgleði með blá augu, og ljós- gullnir lokkar mynda umgerð um fíngerða andlitsdrættina. Onnur mynd af henni um fimmtugt sýnir konu með rannsakandi augnaráð, hárið er greitt beint aftur frá háu enninu. Sjálfsmyndin af henni áttatíu og þriggjá ára gamalli, sem hún málaði í Salt- sjöbaden 1945, sýnir andlít án augna; í stað þeirra getur að líta svört djúp af fullvissu. Útlínurnar eru hvassar, nákvæmlega dregn- ar, grófar óg svartár. Skuggi hvílir yfir öðrum helmingi andlitsins, en skær birta fellur á hinn hlutann. í þessari mynd virðist málarinn Helene Schjerfbeck vita allt, og þessi vissa ljær svipnum ákveðinn blæ gremju og ásökunar. Það er svo fátt, sem við höfum skilið. Efst: Helene Scherfbeck tvítug í París og stuttklippt, sem þá þótti dirfsufullt tiltæki. í miðju: Helene árið 1917 í Hevinge, þá 55 ára. Neðst: Helene átt- ræð árið 1940 í Ekenas. Seint og um síðir virðist ögn vera að rofa til í íslenzkri byggingarlist eftir kreppu sem staðið hefur yfir frá því Guðjón heitinn Samúelsson lauk sínu merka brautryðjendastarfi. Ekki svo að skilja að ljósir punktar sjáist ekki frá þessum áratugum. En þeir eru alltof fáir og það sem ekki getur flokkast undir annað en ein- skæra meðalmennsku, eða þaðan af verra, er svo margfalt meira að umfangi. Þetta er sorglegt í ljósi þess, að á sama tíma höfum við eignast álitlegan hóp af arkitekt- um og von er að spurt sé: Hvað lærðu þeir og hvað hafa þeir eiginlega verið að gera? Þegar tal berst að vondum arkitektúr, er viðkvæði þeirra, að byggingafræðingar teikni svo til öll íbúðarhús. En það er fleira byggt en íbúðarhús. Hvað um alla skólana, sjúkrahúsin, heilsugæzlustöðvarnar, íþróttahúsin og bankana? Er það nægilegt svar, að allsstaðar hafi átt að fara sparlega með fjármuni? Það skýrir kannski eitthvað, því augljóst mál er, að það kostar alltaf peninga að fara út fyr- ir það venjulega. En svo dæmi séu tekin: Hús Ingvars Helgasonar h/f, sem kynnt var nýlega í Lesbók og Epal-húsið, sem hér er brugðið ljósi á, sanna svo ekki verður um villst, að það er hægt að gera hvorttveggja í senn: Að teikna og byggja falleg og athygl- Arkitekt Manfreð Vilhjálmsson Inngangurinn og risglugginn, séð utanfrá. Epal-húsið við F axafen

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.