Lesbók Morgunblaðsins - 19.08.1989, Side 3

Lesbók Morgunblaðsins - 19.08.1989, Side 3
i-EgBánr [m| [O í o JJ N B V A D 8 V N, 18 Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvstj.: Haraldur Sveinsson. Ritstjórar: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aöstoð- arritstjóri: Björn Bjarnason. Ritstjórnarfulltr.: Gísli Sigurðsson. Auglýsingar: Baldvin Jóns- son. Ritstjórn: Aöalstræti 6. Sími 691100. Sinjavskij varð á sínum tíma heimskunnur fyrir andspymu í Sovétríkjunum ásamt starfsbróður sínum Daniel. Um árabil hefur Sinjavskij búið í útlegð í Frakk- landi, en fékk nú leyfi til að koma til Moskvu og vera við útför Daniels. Ferðablaðið kynnir litlu eyjuna Máritíus, um 400 suðaustur af Madagasgar. Fagurt landslag og veðursæld draga ferðamenn þangað. Eyjaskeggjar em hlýleg- ir og elskulegir í garð ferðamanna. Forsíðan er af málverki eftir Hauk Dór og var á sýningu hans á Kjarvalsstöðum í fyrra mánuði, en Lesbók féll þá niður vegna sumarleyfa. Haukur Dór vann mest í keramik áður en hann fluttist til Dan- merkur, þar sem hann býr nú og hefur mestan part snúið sér að málverki í kraftmiklum, expres- sjónískum stíl, þar sem einhverju mann-tengdu bregður að vísu fyrir, en hitt er nýtt, að Haukur Dór sýni portret eins og hér sést. Myndin heitir einfaldlega „Málverk". Portúgaiir hafa óspart hvatt erlend fyrirtæki til að fjárfesta í landinu og heilum bæjum af hótelum var rótað upp í skyndi. En nú eru þetta draugabæir mann- lausra hótela á mismunandi byggingarstigum. GUÐMUNDUR BÖÐVARSSON Gullastokkur í kistli þeim frá þínum æskumorgni sem þú lést gjarnan standa úti í horni og laukst ekki upp í augsýn nokkurs manns, — straukst aðeins rykið hurt af loki hans, og kæmi barn og segði: — sýndu mér, var svar þitt jafnan: — það er ekkert hér, — þar fann ég niðri á botni lítið lín, einn lítinn dúk — og fyrstu nálarsporin þín Ein barnsleg rós með rauðum krónublöðum, fimm rósarblöð í kirfilegri röð, og'óljóst teiknuð áfram sex til níu, — þau áttu að verða tíu — og út frá leggjum uxu prúð og væn með yndisþokka laufin fagurgræn, og það átti eflaust þarna að koma fleira, — en það varð aldrei meira. Ég veit það best, það varð þín ævisaga að verða að hverfa flesta þína daga frá þinni þrá og draumi, frá þínum rósasaumi, og nálin þín að þræða önnur spor en þau sem eitt sinn gerðir þú að tákni um sól og vor. Svo gróf ég enn hjá öðrum vinum sínum þinn útsaums dúk í gullastokknum þínum, og lagði á ný til hliðar í horp gamals friðar og fannst að væri von og huggun mín að einhver lyki seinna við að sauma ■ sína og þína drauma með rauðum þræði í þetta hvíta lín. A B B í takt við Tímann Tíminn hefur mér alltaf fundizt ómissandi og stórmerkilegt blað og það var mér að kenna en ekki blaðinu, að ég sem er þó uppalinn í þúfum, náði aldrei hinu rétta göngu-. lagi á meðan ég var þén- ari í fræðsludeild SIS fyrir margt löngu. Svo skiidu leiðir eins og gengur, en alltaf fylgdist ég með Tímanum af aðdáun þess sem veit í hjarta sínu, að sauðkindin blívur, að ekki má fækka kotum og að allt er betra en íhaldið. Æjá, ég var einatt að hnjóta um þetta síðasta. Þarna brestur mig bersýnilega rétt- an skilning, því mér hefur alltaf virzt, að hið sannasta íhald birtist á síðum Tímans og vegna þess mat ég blaðið mikils. Þar hefur verið dyggilega staðið vörð um leyf- arnar af bændaþjóðfélaginu sáluga; hvernig er nú hægt að komast lengra í íhaldi. Ég vona að Tíminn leiði mig sem fyrst í réttan skilning á þessu, en hitt hefur skeð áður, að vafizt hafi fyrir mér, hvenær þetta uppá- halds blað mitt ástundar heilbrigt íhald og hvenær það er í hagsmunagæzlu. Þarna skilur vitaskuld með mér og fæddum fram- sóknarmönnum, sem hafa þetta á hreinu. Til dæmis var ég fyrir nokkrum misserum að skrifa grein um það sem gerðist hér fyr- ir 50 árum og fletti dagblöðum af því til- efni. Þá las ég m.a., að Bjarni Bjarnason læknir vék að því í Morgunblaðsgrein, að þjóðina vantaði c-vítamín í fæði sitt, sem var sennilega rétt athugað eins og matar- æði var háttað síðast í kreppunni. Bjarni læknir mælti með aukinni neyzlu ávaxta til að bæta úr þessu. Sú ábending vakti heil- aga reiði og hneykslan á Tímanum; reynt var að gera Bjarna háðulegan með því að kalla hann „appelsínulækni". Ég skal játa, að ég varð hugsi smástund. Gat það verið óþjóðlegt, jafnvel óhollt að borða appelsin- ur? Ekki telja menn að svo sé nú á dögum. Getur þá íhaldssemi komizt á þvílíkt stig, að nýjar og áður óþekktar tegundir af ávöxt- um megi ekki sjást? Sjálfum finnst mér það full langt gengið og að mér hefur læðst sá grunur, að hér hafi uppáhaldsblaðið mitt talið að seint mundu framsóknarbændur rækta appelsínur ofaní lýðinn á mölinni. Þetta heitir víst hagsmunagæzla og hefur orðið að sérstakri íþrótt. Svo er m.a. snilld Tímans fyrir að þakka, að Islandsmeistaratignin í þeirri íþrótt er til langframa hjá arftökum Jónasar og Her- manns. Þótt óskiljanlega fáir, eða aðeins 15% þjóðarinnar kjósi flokkinn, tekst honum með fimlegum hlaupum ýmist til hægri eða vinstri að verða íslandsmeistari í kapphlaup- inu um ráðherrastóla. Hvað eftir annað fær maður í hnén af aðdáun. Sumir koma ekki auga á, hvað þetta er snjallt, en segja og skrifa að vegna þess arna situm við uppi með úrelta landbúnaðarstefnu, sem sé að sliga efnahagskerfið og eigi stóran þátt í að afkoma almennings sé verri en þyrfti að vera. Meira að segja Búvörusamningur- inn, sem mér finnst að ætti að hanga inn- rammaður á hverju heimili, hefur af öfund- armönnum verið túlkaður sem skólabókar- dæmi um hagsmunagæzlu, ef ekki algert rugl, sem bara geti átt sér stað í bananalýð- veldum. Ég hef trú á því að þjóðin plumi sig á leið inn í 21.öldina, ef Tímans nýtur við. Athyglisvert finnst mér til dæmis að sjá tök blaðsins á fagurfræðilegum efnum, sem sýna að þarna er frjálslynt, fyrirmyndar íhald; bara að menn fari ekki að taka hliðar- spor eins og Nú-Tímann, sem mosagrænir fylgismenn minnast með hrolli. Nýlega sá ég og dáðist mjög að grein eftir Garra um blá þök. Já, um þann nýlega voða, að sum- ir menn hafa tekið uppá því að mála húsa- þök blá. Mikið var ég feginn að sjá, að Tíminn lagði kapp á að vara við þessari hættu. Aður hafði Tíminn varað við því, að staðarhaldari í Viðey kynni að mála þak Viðeyjarstofu blátt, í „lit íhaldsins“. Getið þið hugsað ykkur annað eins hneyksli? Sam- kvæmt lögmálum sannrar íhaldssemi vitum við, að þök eiga annaðhvort að vera rauð eða græn. Þannig hefur það verið í áratugi og vonandi að kaupfélögin taki ekki uppá þeim ósóma að selja þakmálningu í öðrum litum; sízt af öllu bláum. Garri segir: „Þetta er sérstaklega áber- andi í sveitum. Blá þök á bæjum eða útihús- um eru beinlínis afspyrnu ljót. Þau stinga nokkurn veginn eins illa í stúf við allt um- hverfið og frekast er hægt að hugsa sér. Þau eru hreint út sagt verulega ófögur sjón“. Garri gerir uppgötvun, sem kemur mér mjög á óvart: „Aftur á móti eru grænt, brúnt og ýmis afbrigði af þeim litum mest áberandi í náttúrufari landsins.“ Ég skal viðurkenna, að ég hef ekki tekið eftir þessu; mér hefur alltaf sýnst ísland vera meira og minna blátt. Núna er ég staðráðinn í að útrýma bláum lit úr málverki; framvegis mun ég ekki eignast eina túpu af honum. Svona getur maður lært hvaða lit ber að varast, bara ef maður les Tímann. Eins hvaða litur er góður. Um það er tekinn af allur vafi í greinarlok: „Þá er græni liturinn betri“. Þetta hefur mig alltaf grunað síðan ég vann í SÍS og nú er ég viss. Annað í fari Tímans skil ég síður. Til dæmis umfjöllun um listir, sem er minn vettvangur hér á Lesbók. Ég man ekki eft- ir því að hafa séð í blessuðum Tímanum mínum stafkrók um ýmsar merkissýningar hér í höfuðstaðnum, enda eru þær bara í Reykjavík, þar sem alltaf er hvort sem er verið að sýna skilirý og annað listakyns. En svo sá ég á dögunum stórfrétt úr heimi listarinnar, sem hafði farið framhjá öllum fjölmiðlum nema Tímanum: Stærsta fyrir- sagnaletur blaðsins dregið fram og fyrir- sögnin náði ásamt mynd yfir baksíðuna þvera. Viðburðurinn: Arkitekt sem málar í frístundum hafði hengt upp vatnslitamynd- irnar sínár á Egilstöðum. Þessi frétt gladdi mig ósegjanlega; þó er hroðalegt að láta „skúbba“ sig svona. Á Morgunblaðinu höfð- um bara ekki haft spumir af þessum ein- stæða listviðburði. Ekki vakti það síður athygli, hvernig fyr- irsögnin var- orðuð: „Arkitekt sýnir góða takta“. Það þvæidist fyrir mér að skilja þessa setningu í málgagni bændasamfélags- ins sáluga og sýnir bara, að ég fylgist hvorki nægilega vel með Tímanum né tíman: um. Ennþá er ég í vafa um merkinguna. í orðabók Menningarsjóðs er sagt, að taktar geti verið sama og kækir, en ég á bágt með að skilja, að maðurinn hafi sýnt ein- hveija kæki; auk þess fylgdi fréttinni mynd af einni af vatnslitamyndunum hans. Hljóm- sveitarstjóri eða kórstjóri sem slær taktinn, gæti ugglaust sýnt góða takta, en mér er fyrirmunað að skilja, hvernig vatnslita- myndamálari gerir það, jafnvel þótt hann sé arkitekt. En þetta sýnir mér bara, að ég er ekki nægilega í takt við Tímann. GÍSLI SIGURÐSSON LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 19. ÁGÚST 1989 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.