Lesbók Morgunblaðsins - 19.08.1989, Síða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 19.08.1989, Síða 5
fylgdi okkur staðfastlega eftir. Stundum virt- ist snuðrið allt að því klúrt og óviðurkvæmi- legt. Það gekk svo langt, að þetta lögreglueft- irlit og njósnasnuður var jafnvel við haft yfir nýtekinni gröf. Eða var það ef til vill ætlunin að viðhafa sama fyrirkomulagið við andlát fyrrum pólitísks þrælkunarfanga og óforbetr- anlegs vandræðaskálds eins og tíðkast hafði á meðan hann var á lífi? Það flögrar meira að segja stundum að mér, að liðsveitir KGB hafi með tilkomu glasn- ost tekið að eflast stórlega og belgjast alveg hömluiaust út. Þess ber jú að gæta, að núna verða þeir að njósna um svo margt grunsam- legt fólk, leggja eyrun við áliti fjöldans og fylgjast náið með öllum hræringum, fylgjast með púlsinum og hafa krumluna á kverkum almenningsálitsins! Perestrojka 'er ekki hag- stæð KGB, sem er fjandsamlegt því eðlilega ftjálsræði sem þjóðfélagsþegnamir eru að reyna að öðlast. Ef þjóðfélagið yrði fijálst, hver borgaði þá öllum þessum skara af njósna- liðurh laun — þessum sérfræðingum í að bæla niður frelsi manna? KGB á þönum KGB reyndi á allan hugsanlegan hátt að hamla gegn því að ég næði sambandi við fólk, og með fullum ásetningi sviðsettu þeir svívirðilegt'éjónarspil í sívökulu eftirliti sínu með mér eins og þeir væru að reyna að fiæma mig burt úr fæðingarborg minni. Eftirlits- menn stóðu á verði allan tímann fyrir utan húsið og stöppuðu niður fótunum til þess að halda á sér hita. María sendi þeim tóninn. „Hvernig geta þeir staðið sí svona þarna án þess að hafa nokkuð að gera! Það ætti að rétta þeim skóflu, þá gætu þeir að minnsta kosti mokað snjónum af gangstéttinni fyrir framan húsið.“ Þegar við höfðum um það bil klukkustund- ar viðdvöl í datsjunni (15 km fyrir utan Moskvu), þar sem Daniel dvaldist síðustu æviárin, birtist lögreglan alveg óvænt og til- kynnti heldur vandræðalega, að sem útlend- ingar værum við komin „ólöglega inn á bann- svæði“. Gæflyndu lögreglumennirnir gerðu sér lítið far um að fara í launkofa með þá staðreynd, að þeir höfðu verið neyddir til að taka af okkur skýrslu samkvæmt skipunum frá KGB. Logndrífan fyrir utan, sem minnti okkur á rússneska veturinn eins og við höfðum þekkt hann hér áður fyrr, voru þau laun sem við uppskárum fyrir „lögbrot" okkar. En í Moskvu var ég velkominn gestur. Það var langt síðan að ég hafði mætt slíkum ein- lægum vinahótum og hlýju. Ef til vill höfðu mér einungis einu sinni áður á ævinni hlotn- ast álíka hlýlegar móttökur — það var þegar þeir fóru með mig í þrælkunarbúðimar. Það voru einmitt þessir zekarsem veittu mér slíkar viðtökur, þ.e.a.s. þeir menn sem eins og ég sjálfur höfðu verið flokkaðir sem „glæpamenn sérstaklega hættulegir ríkinu". Þeir heilsuðu mér eins og bróður, og því æðisgengnar sem Vinirnir tveir. blöðin úthrópuðu Daniel og mig og því meiri þvingunum sem sovésk yfirvöld beittu okkur, þeim mun betur komu þeir fram við mig ... MÖGNUÐ ÓLGA UNDIR NlÐRI í heimalandi okkar er verið að heyja linnu- lausa hugmyndafræðilega borgarastyrjöld. Ekki ýkja löngu áður en við fórum frá París til Moskvu, barst okkur bréf frá kunnu ljóð- skáldi í Moskvu: „Á þessum tímum er allt heldur drungalegt og óráðið; fjölmargir von- ast eftir blóðsúthellingum, fólskuverkum og grimmdaræði ásamt með öllum „fornum ein- kennum“: Harðstjórn, járnhnefanum, ógn- vekjandi leiðtoga, herskipan. Úr öllum áttum heyrast nú þegar innilegar beiðnir um að koma Vitali Korotitsj, ritstjóra Ogonyoks, bak við lás og slá og þagga niður í honum; hann espar þetta fólk meira en nokkuð annað, og núna beinir þessi herskari „hinna dyggu og ráðdeildarsömu" spjótum sínum að hon- um ... Það skiptir engu, hvað þeir segja við ykkur þessir sem eru bjartsýnir varðandi per- estrojku — ástandið er mjög svo alvarlegt, og það er hræðilegt að lifa á þessum tímum; óhemjuleg gnótt af lasti og illmælgi hrúgast upp, heilu hafsjóarnir af einskis nýtum pen- ingum, heiftaræði og grimmd fátæktar, hung- urs og húsnæðisleysis, af þjóðernishatri og fyrirlitningu — allt þetta er að bijótast fram eins og holskefla úr undirdjúpunum og er látið beinast gegn menntamönnum, sem fullir vanþakklætis hafa gleymt því, að á dögum Snillings allra tíma og þjóða, fór vöruverð lækkandi með hveiju ári, þá var röð og regla á hlutunum og hver þjóðernishópur vissi hvaða sess honum bæri að skipa.“ Ef tímaritið Nýir tímar birtir viðtal við Lév Kopelév, velþekktan rússneskan andófsmann sem styður perestrojku frá núverandi heima- högum sínum í Köln, þá ræðst dagblaðið Við útför Boris Pasternaks, 1960, báru þeir Sinjavskij og Daniel kistuna eftir húskveðju. Sovétskaja rossíja á Kopelév með hreinrækt- uðu orðfæri stalíntímans og lætur þess um leið getið, að Kopelév sé gyðingur. Þetta leið- ir hugann að gömlu rússnesku hringdans- kvæði, þar-sem annar hópur dansara syngur, „Og við sáum og sáum hirsinu ...“, en hinn hópurinnn svarar, „Og við skulum á hirsinu traðka og trampa .. Rússneskir menntamenn, í innsta eðli fijálslyndir og lýðræðissinnaðir, skipa sér í öndverða fylkingu gegn rússneskri þjóðernis- hyggju, sem stöðugt er að reyna að troða niður í svaðið það sáðkorn sem lýðræðis- sinnar reyna að sá. NýttKuldaskeið Framundan? Orðaflaumurinn — sú orrahríð orðanna sem nú stendur yfir — færir meðal annars sönnur á rótgróna íhaldssemi þessa þjóðfélags, sem fórnar höndum til himins í örvæntingu og heimtar sína perestrojku en lætur annars ein- faldlega hvergi haggast. Það hefur reynst miklu auðveldara að gefa út skáldsögu Boris Pasternaks „Doktor Sjívago“ heldur en að framleiða spægipylsu. Og ef engin spægipylsa er fáanleg,’ þá mun glasnost líka lognast út- af. Auk skrifræðisins, risavaxins herafla, leynilögreglunnar KGB, auk nauðsynjarinnar á að halda sovétlýðveldunum og öðrum lönd- um við efnið í „sósíalískri samvinnu" kemur svo til tregða og viðtekið aðgerðarleysi alls þorra Sovétmanna sem hafa löngu týnt því niður, hvernig eigi að sýna nokkuð einstakl- ingsframtak, eftir að hafa verið sviptir því í svo fjölmörg ár — allir þessir þættir hanga eins og þung hnyðja við fætur þjóðarinnar .. . Það er langt frá því, að ég sé að segja, að glasnost og perestrojka séu ekkert annað en reykský sem kænir aðilar hafa látið stíga upp til þess að blekkja íbúa Rússlands og Vesturlandabúa í sambandi við yfirvofandi „frelsunar-endurbætur". Ég fagna heils hug- ar glasnost, boðað af „yfirandófsmanninum" Gorbatsjov, sem hefur snúið sumum af hug- myndum Sakharovs yfir á tungumál Komm- únistaflokksins. Það er samt erfitt að losna með öllu við þær illu grunsemdir, að einn góðan veðurdag muni öll þessi perestrojka einfaldlega snúa baki við sjálfri sér og taka að feta hinn gamalkunna og örugga stíg til nýrrar stöðnunar og kuldaskeiðs eins og gerst hefur svo margsinnis áður. í Sovétríkjunum er auðveldara að banna veikburða „skref í frjálsræðisátt" heldur en að leyfa þau og ýta undir þau. Upplýst Einveldi Okkur finnst, að tilraunir til að koma á auknu lýðræði, séu eingöngu mögulegar í vitorði með æðstu stjórn ríkisins sem hefur til að bera hugrekki til að innleiða fijálsræði í vandlega fyrirskrifuðum skömmtum. Lýð- ræði hefur núna verið innleitt að fyrirskipun stjómvalda, sem svo geta hvenær sem er aukið það eða takmarkað að vild. Er svo komið, að valdstjórn er orðin skilyrði „frjáls- ræðis“. Af þessu leiðir svo innra ósamræmi og hikandi skref perestrojku, sem virðist ótt- ast sinn eigin skugga og lítur í sífellu um öxl á sína eigin „stöðnuðu" fortíð. Við höfum enga ástæðu til að efast um einlægnina í viðleitni Gorbatsjovs og fyrirætl- unum. En samt sem áður er það svo, að sterk- asta haldreipi sovésks frjálsræðis og rússn- eska fullveldis heldur áfram að vera góðvild hins blessaða landsföður zarsins og hans tryggu hirðmanna. Við verðum núna vitni að upplýstu einveldi, og megi Guð gefa að fram- hald verði á því. Eíns og alltaf hefur viljað við brenna reynist harðstjórn vera einasta trygging fyrir framförum og almennri upplýs- ingastefnu í Rússlandi. Eftir að ég hefi leyft mér að kalla Gorb- atsjov — og þá í samræmi við ríkjandi mat í þessum efnum á valdatíma Brézhnévs — „Ég ann menningu íslendinga44 Brot úr samtali Matthíasar Johannessens við Sinjavský frá 1975. Samtalið í heild er að finna í bókinni Félagi orð, sem út kom hjá Bókaforlaginu Þjóðsögu 1982. Sinjavský var handtekinn 8. sept. 1965 ogdæmdurtæp- um mánuði síðar, ásamt vini sínum Nikolai Arschak (Juri Daniel), fyrir róg um sovétkerfið eins og segir í forsendum dómsins, árás á Sovétríkin og síðast en ekki sízt fyrir að senda rit sína úr landi, svo að unnt væri að géfa þau út erlendis. Þeir hlutu fimm og sjö ára þrælabúðavist. Að sjálfsögðu eru í búðum kommúnista ekkki ákjósanlegustu vinnuskilyrði fyrir rithöf- unda, en Sinjavský fann reynslu sinni form: hann skrifaði Maríu Wasilewnu konu sinni fimmtán til tuttugu bréf í Mordwini-búðun- um, það var ekki bannað ef bréfin fjölluðu ekki um fangabúðirnar, þrældóminn né grimmd varðanna. Eitthvert þus um lífið og tilveruna og óskiljanlegt þrugl um ómerkilegt fólk eins og Swift, Mandelstam, Shakespeare, Pushkin, Gogol eða Akh- matovu, list og sköpun, menntir og menn- ingu gerði ekkert til — og bréfin komust klakklaust og óbreytt í hendur Maríu sem varðveitti þau eins og sjáaldur auga síns. Auk þess voru þessi bréf skrifuð með svo smáum bókstöfum að verðirnir áttu erfitt með að lesa þau. Nú er þau orðin einhver merkasti vitnisburður sem til er um þrek mannsins og hugrekki andspænis magn- þrungnu valdi sovézkra kommúnista. Inn í hugleiðingar þessa menntaða bókmennta- fræðings og skálds um menningarleg efni er oft og einatt fléttað lýsingum úr þræla- búðalífinu og eins konar sagnaminnum frá þessu dantíska dauðsmannslandi. Sinjavský var leyft að skrifa konu sinni tvö bréf á mánuði, eða tuttuguogfjögur á ári — og urðu þau fimmtán hundruð þéttskrifaðar síður á fimm og hálfu ári. Má telja að bréf þessi séu hápunktur lífs hans og listar. í vitnisburði sínum við Sakharov-réttar- höldin í Kaupmannahöfn í október 1975 sagði María m.a., „að í Sovétríkjunum væri öll fjölskylda hins pólitíska fanga í raun dæmd um leið og hann, kona hans, börn, foreldrar og systkin, þótt þaú væru hinum megin gaddavírsins. Hún lýsti því hvernig hún missti atvinnu sína sem kennari eftir réttarhöldin yfir manni hennar og hvernig hætt var við að gefa út bækur hennar, þótt um það hefði verið samið.“ Sinjavský-hjónin bjuggu í fjölbýlishúsi þar sem var sameiginlegt eldhús. Konan sem annaðist eldamennskuna þar lýsti því yfir, að María fengi ekki aðgang að pottum eldhússins „til að elda hafragraut handa syni glæpamanns.“ Og ennfremur lýsti María Sinjavský því, „hvernig farið er með eiginkonurnar þegar þær fá að heimsækja menn sína í fangabúð- irnar, en það var áður 3-4 sinnum á ári, en hefur nú verið takmarkað við 3 heim- sóknir. Konan er klædd úr hveri spjör bæði áður og eftir að hún sé mann sinn og leitað í fötum hennar. Það er hlustað á hvert orð sem fer á milli hjónanna og eiginkonan er hijáð á margan annan hátt, m.a. með því að neita henni um fleiri heimsóknir reyni hún ekki að fá mann sinn til að láta að vilja yfirvaldanna. María sagði, að bréfin til fanganna væru ritskoðuð og oft væru felldir niður úr þeim kaflar. Mörg ráð eru höfð til að leika á ritskoðunina. Hún nefndi sem dæmi að maður hennar hefði verið mikill aðdáandi ljóðskáldsins Mandelstam. Hún hefði komið ljóðum hans til Andrei með því að lýsa því í- bréfum sínum, hvern- ig hún væri að verða vitskert og því byijuð á að yrkja ljóð. Þannig fékk Andrei Sinj- avský ljóð Mandelstams í fangabúðirnar. María sagði, að það tæki oft margar vikur fyrir fangana að fá bréf sín, nema eitthvað dapurlegt og sorglegt væri í þeim. Þá brygði svo undarlega við, að fangarnir fengju bréfin umsvifalaust." En hvað þá um þetta ógnarvald, er nokk- ur von til þess að það breytist á næstunni? Sinjavský sagði í samtali okkar: „Þegar ég var ungur, var ég kommúnisti og veit, hvernig þeir hugsa. Og ég þekki líka rússneskan almenning og veit, að hjá hon- um getur orðið þróun gegn valdinu og kommúnismanum, þótt valdið sjálft muni ekki breytast. Ég held ekki að fólk geti risið gegn kommúnismanum í Rússlandi, svo öflugt hernaðarlegt vald sem hann styðst við, þótt þróunin sé í þá átt. Hugsjón- in er ekki eins brennandi nú og áður - og ofstæki og hugsjónaeldur deyja hægt og bítandi, kommúnisminn einnig, eins og trú án guðs gerir alltaf... Fágun sem á rætur í ræktaðri menningu einkennir' ekki sízt þennan mann. Jafnvel íslenzk menning er honum sjálfsagt um- ræðuefni og hugstætt: „Ég ann menningu íslendinga," sagði hann í lok samtals okk- ar. „Ég hef lesið íslenzkar fornsagnir á rússnesku og undrazt hvað íslenzk máls- menning er á háu stigi. Ef allar þjóðir í heimi ættu jafnmikla málsmenningarhefð, væru mörg óleyst vandamál nú leyst. Þekk- ing fólksins á eigin hefð og arfi er aðdáunar- verð. Og ég veit að ísland er ekki í augum Islendinga aðeins staður þar sem þeir verða að lifa, heldur á hver steinn í þessu landi mál og getur talað við fólkið um arf, sem lifir og blómgast enn á okkar dögum. það er mjög mikilsvert. Og ekki sízt að sagnir og sagnaminni lifa á vörum fólksins. Allt vekur þetta bjartsýni... Andrei Sinjavský hefur aldrei komið til íslands. Hann þarf þess ekki. í Gúlaginu venjast menn því að fara í ferðalög í hugan- um. Enginn hefur staðfest jafnrækilega fyrir mér og Sinjavský þau orð Lao Tze, að menn þurfi ekki að fara út úr húsi sínu til að kynnast heiminum. — En sjaldan hef ég samt orðið jafnundrandi og hlusta á þennan fyrrverandi Gúlag-fanga tala um Island, eins og hann hefði verið alinn þar upp. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 19. ÁGÚST 1989 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.