Lesbók Morgunblaðsins - 19.08.1989, Page 6

Lesbók Morgunblaðsins - 19.08.1989, Page 6
J jandófsmann nr. 1“ (en fyrir þau ummæRj hef ég þegar fengið á mig hvassyrta gagn-‘ rýni í hinum sí-baráttuglaða blaðakosti Rússa erlendis, vil ég þó láta þess getið, að það er víðs fjarri mér að ætla að hefja hann á ein- hvern stall. Eins og svo margir aðrir í forystu- liði Sovétríkjanna hafði Gorbatsjov hlotið langvarandi þjálfun og tilsögn í skrifræði, áður en hann varð leiðtogi. Þær sömu hefðir og hann er að berjast gegn, hvíla líka sem þung byrði á hans eigin herðum. Hann er ekki, að mínu áliti, fijálslyndur að eðlisfari heldur öllu fremur raunsær hentistefnumaður. Snuðrandi Sporhundar Hvað sem iíður, er ekki um aðra kosti að velja heldur en perestrojku Gorbatsjovs eða þá styijöld. Pamjat-þjóðfélagið með sína and- gyðinglegu afstöðu og hvergi frábitið skipu- lögðum ofsóknum eða íjöldamorðum á óþægi- legum minnihlutahópum er svo valkosturinn andspænis glasnost. Þegar við vorum að leggja af stað aftur til Parísar, fundum við í síðasta skiptið fyrir hvimandi, banvænum skugga KGB sem grúf- ir yfir Moskvu. Það var í vegabréfaeftirlitinu og tollskoðuninni. Aldrei hef ég séð þvílíkan samsöfnuð landamæravarða á einum stað, né heldur þvílíkan mýgrút af starfsliði, sem fór sér jafn hægt og gaf sér jafn ríkulegan tíma til að grandskoða vegabréfin okkar og farangurinn. Um hvað voru þessir menn eigin- lega að standa þarna vörð? Um ömídda, örs- nauða fóstuijörð okkar? Þeir beinlínis köstuðu sér yfir handrit, símanúmer, heimilisföng, kvittanir frá fatahreinsunum í París. Konan mín, sem orðin er gjörspillt af vestrænum hugmyndum um vissa persónulega friðhelgi einstaklingsins, gat ómögulega látið sér skilj- ast hvaða erindi tollskoðunin ætti í minnis- atriði hennar um einkahagi og samsafn henn- ar af nærhöldum og bijóstahöldurum. Hún lét tollverðina greinilega heyra álit sitt á þeim, og þeir brugðust önugir og sárir við en héldu samt áfram að rýna í bréf og minnisatriði varðandi einkamál okkar: „Hringdu í Zhentyu snemma í fyrramálið .. . gleymdu ekki þessu varðandi Júra . .. Sima .. . Sonju ... Ljúsja . . . Um kvöldið — 157-29-09 . . .“ Kon- an mín lét ekki af háværum mótmælum sínum. Mér Ieiddist. Hvers vegna voru þeir með allt þetta umstang? Ekki lögðu þeir þó hald á eitt né neitt... Voru þeir bara að reyna að koma af stað leiðindum? Voru þeir að snuðra uppi glefsur og smámuni núna til þess að leggja á minnið fyrir framtíðina? Eru þeir einungis að bíða eftir því, að bundinn verði endir á það fijálsræði sem núna ríkir, en allt sem þeir finna núna kæmi þá að not- um sem efniviður í aðgerðir af þeirra hálfu? En ef til vill er skýringin einfaldari og gró- fari — þeir vilja bara ekki, að við færum að gleyma okkur og' gefa okkur á vald einhverr- ar óraunhæfrar sæluvímu. „Við, leynilögregl- an KGB, erum húsbændumir héma. Við get- um gert hvað sem er hérna, getum kíkt inn i hvaða holu sem okkur sýnist — annaðhvort ofan frá eða að neðan, og þið eigið ekkert með að koma hingað.“ Við vissum því við hveija var að eiga! AfturÍFaðm fósturjarðarinnar? í vegabréfaeftirlitinu spurði María graf- alvarlegan, þvergirðingslegan vörð: „Af hveiju ertu svona alvarlegur? Gerðu svo vel að brosa!“ Vörðurinn stimplaði vegabréfið hennar með háum smelli — og allt í einu brosti hann. Konan mín sagði þá, „Reyndu að brosa oftar, þá verður lífið skemmtilegra fyrir þig og auðveldara að lifa því. ..“ Þann- ig kvöddum við Moskvu. „Nú, hvað með það,“ segir fréttaritarinn og lætur ekki slá sig út af laginu; „emð þið ekki að hugsa um að flytjast aftur til Sovét- ríkjanna?" Mér virðist jafnvel það eitt að bera fram slíka spumingu ekki við hæfi. Á meðan við erum spurð slíkra spurninga, er augljóst, að við getum ekki talað um neina alvarlega perestrojku. Þegar enski rithöfundurinn Gra- ham Greene fluttist til Frakklands, svo dæmi sé tekið, hvers vegna spurði enginn hann, hvort hann hefði í hyggju að snúa aftur til Englands eða ekki? Hver gerir sér svo sem rellu ' út af því, hvar Graham Greene býr — í Englandi eða í Frakklandi? Og Hemingway, hann bjó í rólegheitum á Kúbu (að hugsa sér á eyju!) og var ekkert að flýta sér aftur heim til sinnar stórkostlegu fóstuijarðar. En Rússland aftur á móti býr, að því er virðist, yfir alveg sérstökum kosta- kjömm (landamærpm, KGB, innanlands- vegabréfum, ættjarðarást, perestrojka, ljúfs- árri heimþrá), sem maður verður af einhveij- um ástæðum að sinna og njóta. Öll veröldin þrábiður mann: Úr því að þú ert rússneskur rithöfundur, búðu þá í Rússlandi. Sérstaklega af því að perestrojka er í gangi! Sautján áram áður en ég í reynd fluttist úr landi, hafði ég í bókum mínum gerst út- flytjandi frá Rússlandi, og ég sé ekki eftir því. Þegar öllu er á botninn hvolft, er það ekki nokkuð sama hvar líkami rithöfundar heldur sig, ef bækur hans heyra Rússlandi til? Fáorð Húsfreyja — Það hnussar í húsfreyjunni. Hún er lífsreynd manneskja, hefur fá orð um hlut- ina en lætur gera það, sem gera þarf. Miðaldra vinnumaður er sendur að leita smalans. Hann leggur á hest og ríður sem leið liggur yfir ána og fram dalinn. Heima á bænum er andrúmsloftið undarlega bland- ið eftirvæntingu og köldu kæruleysi. Auðvit- að hefur ekkert gerst annað en það að stelp- an hefur sofnað í hjásetunni. Kannski hefur hún vaknað við vondan draum við það að rollurnar vom týndar. Kannski sefur hún ennþá værum svefni á mjúkum mosabing frammi á dal. Það væri svo sem eftir henni. Kæmleysi unglinga ríður ekki við einteym- ing nú til dags. Þannig bollaleggur fólkið. Tíminn líður og vinnumaðurinn kemur ekki. Einhver hefur orð á því að hún Stína hafi verið óvenju guggin í gærkvöldi þegar hún tók nestisbitann sinn áður en hún fór í hjásetuna. Það var eins og hún ætlaði ekki að hafa sig af stað, segir annar. ElTTHVAÐ HEFUR GERST Þegar fólkið borðar litlaskattinn er leitar- maðurinn enn ekki kominn. Nú hefur þögn- in og kvíðinn leyst skrafið og getgáturnar af hólmi. Það hefur eitthvað gerst frammi á dalnum þessa fögm miðsumarnótt. Enginn veit hvað, en einhvern einn rennir ef til vill gmn í það. En sá — er þöglastur allra. Það er farið að bera í loftið. En listamað- urinn er kominn langleiðis upp dalinn. Kjarr- J ónsmessubarnið sem fæddist í hjásetunni að er heiðbjartur júlímorgun í vestfirskri fjarðarbyggð fyrir 145 árum. Klukk- an er sex að morgni, stórbýlið er að vakna. Fyrsti reykurinn líður hægt upp úr strompinum, þráðbeint upp í tært loftið í logninu. — Unglingsstúlka opnar útidyr, tveir hundar, sem hafa sofið undir skemmukampi, teygja letilega úr sér, sperra eyrun en ómaka sig ekki frekar að sinni. Fjörðurinn er spegilslétt- ur en skammt undan landi gárar hnísuuggi sjóinn og nokkrar kríur vaka yfir Frásögnin er af atburði sem átti sér stað fyrir 145 árum og bregður ljósi á unga stúlku, sem heimilisfólkinu til undrunar kom ekki heim úr hjásetunni. Þegar leitarmaður fann hana loksins, kom í ljós, að nýtt líf hafði fæðst. Eftir SIGURÐ BJARNASON frá Vigur geri. Sólin er komin upp yfir Ströndinni og náttfallið er byijað að þorna af túninu, sem skartar fegursta skrúði fífla og sóleyja. Það er komið að slætti. Vorið hefur verið í mild- ara lagi og sprettan er góð. Stúlkan tekur tvær tréfötur, sem hvolfa við bæjarveginn, og röltir með þær upp túnið. Hún er á leið á stöðul til morgun- mjalta. Það er nýlega búið að færa frá án- um. Á stórbýlinu em 50 ær í kvíum þetta sumar. Land þess er kjarngott og mjólkin hefur flætt úr þeim, fyrstu dagana eftir fráfæmrnar. — Spor mjaltakonunnar mynda slóð í döggvott grasið. Um hvað er hún að hugsa þennan fagra júlímorgun? Það veit enginn. En í ungu bijósti elur hún sína þrá, sína dagdrauma órafjarlæga hinum fimmtíu kvíarollum, sem hún á að fara að mjólka. Á stöðlinum er engin hreyfing. Smalinn er ekki kominn með ærnar úr hjásetunni. Ef til vill hefur hann misst einhveija þeirra úr greipum sér. Þær eru óstýrilátar fyrst eftir fráfærarnar. Sauðaharmurinn getur líka verið beizkur. Ærnar muna lömbin sín fyrstu dagana eftir að þau hafa verið tekin frá þeim. Þá taka þær stundum á rás út í buskann með sámm jarmi, líkt og grát- kveini, fullu viðkvæms saknaðar. — Þessi skýring á seinlæti smalans flýg- ur gegnum huga mjaltakonunnar. Hún sest flötum beinum í grasið og bíður, horfir fram dalinn, þaðan sem hún væntir ánna, síðan niður sólflóð túnið og loks út á lygnan fjörð- inn. Þetta er meiri blessuð blíðan. Logn- væran seitlar inn í sálina. — En hvernig stendur á þessu? Smalinn kemur ekki með ærnar. Hann skyldi þó ekki hafa sofnað í hjásetunni? En smalinn, hver er hann? Það er hún Stína litla, 19 ára gömul stúlkukind, sem hefur alist hér upp, einstæðingur, sem hús- freyjan skaut skjólshúsi yfir á þarnsaldri. Hún skyldi þó ekki sofa fram á dal í morgun- sólinni og kvíaærnar hennar kotnnar út um hvippinn og hvappinn? Nei, slíkt gat ekki hafa hent hana. Það var óhugsandi. Og þó, sú fengi fyrir ferðina ef þetta hefði gerst, enda þótt hún sé mesta augnayndi piltanna á bænum og prúð og fijálsleg eins og fjallalamb. Tíminn líður, sólin hækkar á lofti. Heima á stórbýlinu er önn dagsins hafín. Mjalta- konan er öldungis ráðþrota. Smalinn hefur sofnað á verðinum. Getur nokkuð annað hafa gerzt? Hrollkenndum ugg skýtur upp í huga hennar. Hvað getur ekki gerst fram á dal, jafnvel á bjartri sumarnótt? Hefur hún ekki heyrt sögur af óvættum og huldu- fólki, jafnvel útilegumönnum, sem bjuggu á fjöllum og á heiðum uppi? Það segir fátt af einum. — Hugur mjaltakonunnar er allt í einu í uppnámi. Otal sögur og ævintýri rifjast upp fyrir henni. Eitthvað skelfilega ótrúlegt hef- ur hent hana litlu Stínu, þessa léttfættu, lífsglöðu stúlku, sem rölti í gærkvöldi hérna fram á dalinn á eftir 5 kvíaám, þegar ann- að fólk var að taka á sig náðir. Það þýðir ekki að bíða hér lengur. Hún verður að aðhafast eitthvað. Mjaltakonan hraðar sér heim, nemur öðru hveiju staðar og horfir um öxl fram dalina. En það örlar hvorki á smalanum né hjörðinni. Hun hleyp- ur við fót heim túnið. Hvers vegna lætur lómurinn svona, hann veinar eins og hann viti á sig óveður, stórrigningu og storm. Bölvaður lómurinn,, andstyggðar óveðurs- krákan að láta svona á þessum sólfagra morgni. En hvers vegna er hún að hugsa um þetta?, þetta fuglskvikindi langt frammi á firði? Það er geigurinn í bijósti hennar, uggurinn gagnvart fyrirboða yfii'vofandi ógæfu. Hjarta mjaltakonunnar slær hart og títt. Hún gengur á fund húsmóður sinnar og segir henni tíðindi. Smalinn og kvíaærn- ar koma ekki heim. Eitthvað hlýtur að hafa komið fýrir. Stúlkan er óðamála og kvíðafull. h

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.