Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 19.08.1989, Qupperneq 7

Lesbók Morgunblaðsins - 19.08.1989, Qupperneq 7
ið ilmar og öðru hveiju þýtur rjúpa upp af eggjum eða ungum. Ekkert rýfur kyrrðina nema kurr hennar og kvak mófuglanna. Hvílíkt beitiland. Það er ekki að furða þótt æmar mjólki. En leitarmanninum er orðið órótt. Hann sér nú til hjásetukofans, sem smalar stórbýlisins hafa hlaðið sér til skjóls og dægrastyttingar á liðnum tíma. Þar get- ur enga hreyfingu að líta. Ærnar em þar ekki heldur, þær era dreifðar upp um allar hlíðar. Á þeim er ekkert heimfararsnið. Sumar era á beit, aðrar liggja jórtrandi með sprengfull júgrin. En hvar er hirðir þessarar hjarðar? Hvað hefur orðið af honum? Það er hlutverk leitar- mannsins að finna svarið við þeirri spum- ingu. Hann stígur af baki sveittum hestinum og skyggnist inn í smalakofann. Hann er tómur. En þar liggur þó nestispakki smala- stúlkunnar. Hún hefur ekki snert nestið sitt, ekki fengið sér einn bita af brauðinu sínu. Hún hlýtur að vera orðin voðalega svöng, hvar sem hún er, hugsar hann. Vinnumaðurinn lítur varfæmum augum um nágrenni kofans, sem stendur á dálitlum ás í fjallshlíðinni. Umhverfis hann era smá- dældir og lautir, grasi og lyngi grónar. En hann sér ekkert, sem veitt geti upplýsingar um hina horfnu smalastúlku, ekki þá. Nú verður hann að leita, sem hann verður að finna hana. Það er fýrirskipan húsmóður hans. Henni verður að hlýða,, ef hann þekk- ir sitt heimafólk rétt. En hann fer að öllu rólega. Hann getur ekki flýtt sér. Er það hinn steikjandi sólar- hiti, sem dregur úr honum mátt, lamar hann svo að hann má sig naumast hræra? Þetta er vatnshiti svokallaður, það er fýrir- boði rigningar, segja hinir veðurglöggu. Nei, það er ekki hitinn, sem þessu veld- ur. Það er ótti, ótti um ungu smalastúlk- una, sem hann er að leita, og örlög hennar, ótti við hjátrú og hindurvitni, dularmögn náttúrunnar, einverana uppi undir heiði. Hann gengur til hes sins, klappar honum á makkann og tekur ai honum beizlið. Klár- inn hefur gott af því að fá sér tuggu af þessu ilmandi grængresi. Þeir fóru víst nokkuð greitt fram dalinn. Vinnumanninum verður rórra. Hann fer að kanna umhverfið, gætilega eins og reyndum fjármanni og smala sæmir. Hann á mörg spor um þennan dai. Þessa lyngivöxnu ása og dældir. Einu sinni var hann ungur dreng- ur og sat hjá ánum. En nú er hann ekki að leita að fé, heldur sjálfum smalanum, ungri stúlku, frumvaxta konu. Honum finnst þetta ferðalag sitt allt í einu hálf broslegt. Hér stendur hann, í glaða sólskini skömmu eftir Jónsmessu, og leitar dauðaleit að kven- manni. Það léttir yfir honum. Aldrei man hann neinn dag svo bjartan sem þennan, aldrei sætari ilm úr jörðu, aldrei meiri gró- anda og líf; hvert sem auganu verður litið. Á slíkri stund gat engin synd verið framin gegn fegurð lífsins. Þetta friðsæla um- hverfi, landið og gróður þess, fuglarnir á hreiðrum sínum, niður árinnar og blámi him- insins, og geislar sólarinnar, allt söng þetta lífinu voldugan dýrðaróð. Uggur leitarmannsins hverfur. Hann er aftur ungur drengur, sem nýtur blíðu sum- arsins. Það hefur tekið hann í fang sér mjúkum örmum. Hann þarf bara að finna hana Stínu litlu. Það er best að ganga þarna fram að henni Smáralág. Barnsgrátur - Eða Hvað? Leitarmaðurinn snarstanzar. Hvaða hljóð var þetta? Hann hlustar í ofvæni. Úr hvaða átt kom það? Það var rétt hjá honum. Nú heyrðist það aftur, ofur veikt. Þetta var í lifandi vera. Gat þetta verið barnsgrátur? Nei, það var óhugsandi. Hann stendur við hana Smáraiág. Þaðan kemur þett veika hljóð. — Þama í þessari lyng- og mosavörpu laut lágu móðir og bam, böðuð í heitri há- degissólinni, mitt í gróanda sumarsins. — Smalastúlkan á höfuðbólinu hafði alið dóttur í hjásetunni. Leitarstarfinu er lokið. En annað, erfið- ara og nýstárlegra, bíður hins dolfallna leit- armanns. Barnið er nýfætt. Það liggur á mjúkri mosaþembu, eilítið rakri við hlið hinnar ungu móður, sem alið hefur fram- burð sinni úti í guðsgrænni náttúrunni, fjarri byggð og mannlegri umhyggju. Hún er magnþrota eftir hina miklu raun. Alein og yfirgefin hefur hún háð baráttu sína. Aðeins fuglar himinsins og kvíarnar hennar hafa staðið vörð um beð hennar. En móðir náttúra, hin milda móðir alls lifandi, hefur blessað hana, verndað hennar eigið líf og gefið henni nýtt líf, litlu telpuna, sem græt- ur við hlið hennar. I henni er í senn fólgin auðlegð hennar og örbirgð. Boðskapurinn um mikinn fögnuð eða hyldjúpt auðnuleysi. Fæðing hennar er jöfnum höndum vægðar- laus opinberan óumflýjanlegrar staðreyndar og innsigli á innsta leyndardóm hjartans. — Leitarmaðurinn hefur lítinn tíma til umþenkinga. Hann finnur að tvö ung líf hanga á bláþræði í hijúfri hendi hans. Hér hafa mikil örlög haslað honum völl. Honum er engrar undankomu auðið. Annað hvort verður þessi stund mesta gæfustund ævi hans eða skelfilegur skuggi, sem eltir hann ógnþranginn meðan hann dregur nös. Hann kastar af sér stromphúfu sinni, þerrar af sér svitaperlumar, afklæðist peysu og skyrtu og vefur þessum flíkum í snatri að hvítvoðungnum, sem hann óttast að tekið sé að draga af. Grátur hans er þagnaður, aðeins veikt kjökur eða snörl heyrist í nösum hans. Leitarmaðurinn veit hvað verður að gera, en hann hefur aldrei séð það gert. Hann krýpur við lækjarsprænu sem skoppar þama niður hlíðina rétt hjá, þvær hendur sínar og sjálfskeiðung, sem hann aldrei skilur við sig — og gerir aðskilnað móður og bams. LífEðaDauði Enn veit hann ekki hvort verður hér sterk- ara, líf eða hel. Hin unga móðir hvílir hrímföl á sínum græna beði. Hann hlúir að henni eftir föngum, rífur niður ullarskyrtu sína og vefur um hana eins fast og hann þorir. Hann þerrar vit hvítvoðungsins og sveipar hann í sína grófu vaðmálsskyrtu. Þetta litla líf, þessi veiki reyr, bláktir í hendi hans. En hádegissólin er sterk og heit. Geislar hennar verma þessi hrelldu jarðarböm. Bamið grætur að nýju og fálmar sínu litlu vanmáttugu höndum ósjálfráðri, eðlilegri leit eftir móðurlegri snertingu. Hvað á leitarmaðurinn, þessi umkomu- lausa, klunnalega bamfóstra tilviljunarinn- ar, nú að gera? Hvað getur hann gert? Hann leggur nú hvítvoðunginn án um- hugsunar að barmi hinnar máttvana móður. Lifir hún eða vora henni aðeins ásköpuð þessi 19 ár umbrotasamrar bemsku og æsku? Átti líf hennar að slokkna hér í hendi Smáralágar á þessum^sólbjarta degi, mitt í gróandanum við lofsöng og litadýrð fagn- andi náttúra. — Lífsmagn og lífsþorsti æskunnar er þrár og sterkur. Hinar blóðlausu varir bærast, og augun ljúkast upp, upp móti bláum himni og líknandi sól, fálmandi barnshendi, nýju lífi og óræðri framtíð. Nokkrir lækjarvatnsdropar úr siggrónum lófa leitarmannsins slökkva sárasta þorst- ann og hreyfingar barnsins við barm henn- ar vekja hana af martröð þjáningarinnar. Smalastúlka höfuðbólsins mælir sín fyrstu vonlausu orð þennan harmkvæladag? Er þessu þá öllu lokið? Leitarmanninum er tregt um tungutak. Hann finnur að hann stendur frammi fyrir miklum harmleik, myrkum leyndardómi ör- væntingarfullrar sálar. Engu að síður fer um hann heitur straumur innilegs fagnað- ar. Hann veit að hann hefur glímt við hinn mikla örlagavald um tvö blaktandi líf — og hann hefur sigrað, með Guðs hjálp og mildi hins sólheita dags. Já, nú er þessu öllu lokið, segjr hann. Ég fer og sæki hjálp til að koma ykkur heim. Á meðan liggur þú og hvílir þig, Stína litla. Fleiri orð era ekki sögð. Hann strýkur kinn þessa vængbrotna fugls, þessa villuráf- andi bams miskunnarinnar. Dökkt hár hennar liggur slétt og svitastorkið niður um herðamar. Annarri hendi hefur hún tekið ofurlaust um framburð sinn. Hin liggur máttlaus á mosanum. Heima á höfuðbólinu grúfír nagandi óvissan eins og ósýnilegur skuggi yfir fólk- inu. Það er komið fram yfir hádegi og engra manaferða verður vart niður dalinn. Leitar- maðurinn virðist líka vera horfinn. Hvað dvelur heimkomu hans og smalastúlkunnar með búsmalann? Ganga illir vættir ljósum logum hér um landareignina um sjálfa Jónsmessuna? Hundrað ára gömul saga um smala, sem hvarf og fannst aldrei, rifjast upp, og eykur ugginn og kvíðann. Og var það ekki hér uppi á heiðunum, sem einn fræknasti útlagi og vígamaður fornsagnanna ól eitt sinn ald- ur sinn. Það getur svo sem margt gerst hér frammi á dalnum, jafnvel þótt um hásumar sé. En nú sést til ferða leitarmannsins. Hann ríður þeysireið en hann fer einn saman. Hvaða fréttir hefur hann að færa. Fólkinu fellur verk úr hendi. Hið fjölmenna heimili stendur á öndinni. Leitarmaðurinn er nakinn niður að beltisstað, húfulaus og ríður eins og vitlaus maður. Hefur hann lent í átökum við tröll og foiynjur, útilegumenn eða Spán- veija? Hann snarast af baki, varpar ekki orði á nokkurn mann en gengur rakleitt til dyngju húsfreyjunnar sem bíður þar þung á brún. Hvað tíðindi veit hann? Fólkinu ligg- ur við örviti af eftirvæntingu. Fundurinn í dyngjunni stendur skamma stund. Hin sköralega húsfreyja kemur þaðan fasmikil og ótvílráð. Hún fyrirskipar fjórum húskörl- um sínum að leggja tafarlaust á hesta og fylgja leitarmanni aftur fram á dal. Sjálf tekur hún saman brekán og ullarfatnað, jafnvel táhreint lín upp úr dragkistu í sinni eigin dyngju. En ekki eitt orð fellur um sögu leitarmannsins. Hún er enn hin óráðna gáta, hinn dularfulli leyndardómur. Húskarl- ar slá undir nára og ríða í loftinu úr hlaði. Húsfreyja situr ekki auðum höndum. Hún lætur rýma bezta svefnherbergi bæjarins, býr þar upp rúm, hitar það upp með sjóð- heitum flöskum, sýður seyði af lífgrösum, sem jafnan hafa reynzt henni vel af lungna- bólga eða innantökur hafa heijað á fólk hennar. Um miðaftanleyti sér til ferðar húskarla að nýju. Nú ríða þeir ekki í loftinu. Aðeins einn þeirra.er á hestbaki og rekur hestana. Hinir bera eitthvað í brekáni á milli sín. Þeir fara varlega en miðar þó vel áfram. Húsfreyja tekur ein á móti þeim á hlaði úti. — Smalastúlka höfuðbólsins er komin heim úr sinni síðustu hjásetu. Heitt vatn er borið til herbergis hennar. Húsmóðirin annast allt sjálf. Ómur af bamsgráti berst fram um bæinn til fólksins, sem hefur beð- ið agndofa í göngum og gættum. Hin stórláta húsfreyja lætur það ekki sannast að hún taki hrösun hinnar ungu smalastulku sinnar með undanbrögðum eða snúi jafnvel reiði sinni upp á umkomuleys- ingjann, sem engan á að nema þá helzt hana sjálfa, sem hefur fóstrað hana á heim- ili sínu frá blautu bamsbeini. Hún setur metnað sinn þvert á móti í það að rétta henni líknandi hönd á stund neyðarinnar. Hún vakir yfir henni fyrstu nóttina, dreypir á hana heitum lífdrykk sínum og hjúkrar henni þar til hún fellur í svefn. Stóll úr dyngju hennar er færður að rúmstokk hinn- ar örþreyttu smalastúlku. Þar situr hús- freyja höfuðbólsins og lætur sér renna í bijóst öðra hveiju. Þess í milli virðir hún fyrir sér svipmót hvítvoðungsins og hina ungu móður. Um morguninn kallar hún fyrir sig tvo menn, báða henni sjálfri nákomna. Á þeim fundi er umsvifalaust skorið úr um skyldur gagnvart þessum veika reyr, þessu Jóns- messunæturbami, sem leit ljós heimsins í henni Smáralág með heiðan himinn einan að baki en sumargrænan möttul móður jarð- ar að beði. Eftirmáli Hér ætti þessum frásögukafla ef til vill. að Ijúka. En lítil viðbót verður að fylgja með. Fyrir rúmum 55 áram hitti ég konu á tíræðisaldri, farna af líkamlegum kröftum en andlega bráðlifandi og hressa. Hún sagði mér þessa sögu og margt fleira frá liðnum tíma. Þetta var saga hennar sjálfrar. Hún var barnið, sem fæddist í hjásetunni á daln- um. Allt, sem henni hafði verið sagt um það, mundi hún. Hér hefur í stórum dráttum verið fyigt frásögn hennar, aðeins vikið við nöfnum og fært í stíl. Þessi frásögn er ör- smár hluti mikillar baráttusögu eins ein- staklings, en jafnframt þáttur úr sjálfri þjóð- arsögunni, sögunni af því, hvemig íslenzku fólki tókst að þreyja þorrann og góuna á liðnum öldum og vaxa frá sárri fátækt og einstæðu umkomuleysi til bjargálna og mannsæmandi lífs. En þó nær allt hafi breyzt á íslandi sl. 145 ár eða frá upphafi frásagnarinnar hér að framan, lifir sumar — og sólarþráin enn sem fyrr, djúp og einlæg í bijósti hvers ein- asta íslendings. Þess vegna höldum við hátíð hinn fyrsta sumardag og helgum hann æskunni, sem á að erfa þetta blessaða land; sem hefur mótað lyndiseinkunn okkar, hug okkar og hönd, kosti okkar og galla. Við eram tengd því dularfullum og óijúf- andi böndum, sem tengja fortíð og nútíð og gera örlög hinnar umkomulausu smala- stúlku og barna hennar að okkar sögu og okkar örlögum. Hvar sem ég er staddur á hnettinum er skammt heim í Fagraskóg, segir þjóðskáld- ið. Mundi okkur flestum ekki vera svipað farið, til hvaða staðar, sem hin ramma taug dregur okkur? Og hver er sá 'meðal ykkar, lesendur . mínir, að hann geti ekki tekið undir þessar ljóðlínur Stefáns frá Hvítadal? Langt til veggja - heiði hátt, hugann eggja bröttu sporin. Hefði ég tveggja manna mátt, mundi ég leggjast út á vorin. Höfundur er fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðs- ins, alþingismaður og sendiherra. ÁGÚSTÍNA JÓNSDÓTTIR ÆT Astarsorg Eldtungur teygja sig til himins snarkið magnast minnir á sársaukaóþ. Eldhætta nálgast þig heillar, vermir, lamar, særir eykst. Þú hugsar óskýrt fuðrar upp skilur ekki bálið sem logar í hjarta þínu. En veistu! Ég skil því það er rautt eins og mitt sem hrópar brennur. Komdu! Lítum undan kælum okkur hlúum að sorginni gefum henni nýja og betri ás sem gleður. Barátta Hann deyr, bráðum hún líka sögðu þeir. Ég kinkaði kolli, sagðist skilja, skildi ekki. Held ég hafi fallið í dá farið á undan honum, henni án þess að kveðja samt gekk ég hljóðlega út í svarta birtuna ákveðin að gefast ekki upp þótt móti blési dálítið mannsbarn. Höfundur er háskólanemi. BIRGITTA JÓNSDÓTTIR Vonarleikir í víðáttu hugans eygi ég von um að finna tvíburasál. Um að vera ekki eineggja þjáning að eilífu. Um að til sé eitthvað svo ósnertanlega sterkt, að það dragi höfuð mitt upp úr eitruðum sandinum. - Því ég hef horft á áður fleygar setningar hrapa í haf heimskunnar. Höfundur býr í Danmörku. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 19. ÁGÚST 1989 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.