Lesbók Morgunblaðsins - 19.08.1989, Síða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 19.08.1989, Síða 10
 RAGNHILDUR ÓFEIGSDÓTTIR Maríuilman Ó himnabrúður má ég ekki snerta skart þitt hvítt og skínandi má ég snerta hönd þína blíða og mjúka má ég anda að mér ilmi brúðarvandar þíns ó María má ég anda að mér ilmi þínum ó himnabrúður fuglamir syngja dýrð þína í maí rósimar og liljumar opnast og daggartár þín glitra á hvörmum þeirra angan stígur upp af nývöknuðu lífi angan vara þinna sem kyssa allt til lífs ODDNÝ KRISTJÁNSDÓTTIR Að gef nu tilefni Það leitar svo margur langt yfir skammt að láninu, vina mín, hversdagslífið á litlum bæ er Ijúft, þegar sólin skín. Að hugsa um blómin að búa til mat, því bráðum koma þeir inn, að hella upp á könnuna, horfa á íjöllin, og hlýða á ámiðinn. Víst get ég hugsað um hvað, sem ég vil, heimspeki og skáldmál, uppþvotturinn er ekki vanur að íþyngja neinni sál. En svanahjón, á ósnum þama þau eiga samt huga minn, því Ijómandi gleði yfir lífmu sjálfu er Ijúfasti draumurinn. Skammdegi Skuggamir spretta úr skotunum fram. Það er skammdegi, og langar nætur. Veturinn reiðir upp hríðarhramm og í hjartanu er eitthvað sem grætur. en við fáum vorið í bætur. Útgáfufélagið Bókrún hefur gefið út Ijóð þriggja kvenna: „Bar ég orð saman" eftir Oddnýju Kristjánsdóttur, f. 1911, sem verið hefur búandi í Ferjunesi í Flóa síðan 1934. „Stjörnurnar í hendi Maríu" eftir Ragn- hildi Ófeigsdóttur, húsmóður í Reykjavík sem oft hefur ort í Lesbók og tileinkar hún bókina komu Jóhannesar Páls páfa II. Sú þriðja er „Bókin utan vegar" eftir Steinunni Eyjólfsdóttur og kemur hún í enskri þýðingu Karls Guðmuhdssonar og Ragnhildar Ófeigsdóttur. EYÞÓR RÁFN GISSURARSON Brot Dauðinn liggur í leyni bakvið svarta lygi með höggormskulda og eiturblik. Tælir þig með tárum sem glitra og skarta töfrum ljóssins, en aðrir hvísla svik. Húðin mjúk og hlý er óttinn kemur íhuga þinn með alþekkt tóm ogmyrkur. Hendur titra, hjartað brjóstið lemur horfmn fyrri kjarkur þinn og styrkur. Þú leitar yls, þú leitar heitrar vinjar lund þín mýkist er þú hana nálgast væntir, en þú veist að hún þér synjar vonarþráður lífsins sundurtálgast. En mundu að til eru menn sem ætíð segja á morgun birtir.. . Því skalt þú ekki deyja. Höfundur er í Kennaraháskólanum. Saturmis íEvrópu - Um fjölþjóðlega framúrstefnulist í Strasbourg Ivetur sem leið stóð yfir myndlistarsýning í þremur helstu listasöfnum Strasbourgar, Ancienne douane, Musée de l’oeuvre-Notre-Dame og Palais Rohan. Sýningin bar yfirskriftina „Satúmus í Evrópu“ (Sa- tume en Európe). Þemað var „Melancolie“ eða Það skýtur óneitanlega skökku við þegar afvopnun er á fullri ferð og stríðshætta í Evrópu er talin minni en nokkru sinni á öldinni, þá var efnt til temasýningar í Strasbourg og yfirskriftin er Melankólía, eða þunglyndi. Eftir RAGNHEIÐI ÁGÚ STSDÓTTUR þunglyndi. Það vekur kannski forvitni hvers vegna sýningin hét Satúmus í Evrópu og hvað hún eigi sameiginlegt með þunglyndi eða dapurleika. Hér er um nokkurs konar orðaleik að ræða, guðinn Satúmus sem borðar t.d. bömin sín er guðinn sem leið- beinir og er ímynd plánetunnar sem hefur völd og áhrif á leiðindi og djúpa sorg. Plánet- an Satúrnus sem er hæst allra pláneta og gengur hægast er ímynd kuldans, stöðug- leikans og myrkvunar sálarinnar. Sagt er að guðinn Satúmus sé fæddur undir merkj- um veikleika, dapurleika, óhamingju og sköpunar. Hugmyndin að þessari sýningu er grafik- mynd eftir Albrect Dúrer sem heitir Melan- colia I. Myndin sýnir konu eða öllu heldur engil sem situr í þungum þönkum eins og hún sé í draumleiðslu. Hún gæti verið ást- fangin kona, listamaður í hugleiðingum eða jafnvel ímynd letinnar. A myndinni sést uppsetning hluta sem geta gefið til kynna starf konunnar, en hún er sennilega í sendi- för. Collin-Thiébaut, Jannis Konnellis, Claudio Parmiggiani, Ian Hamilton Finlay, Giuseppe Penone, Thomas Huber, Anselm Kiefer og Sarkis. Flestir þessara listamanna eiga það sam- eiginlegt að hafa góða listmenntun að baki. Þeir hafa haldið fjölmargar einkasýningar, bæði heima og erlendis og tekið þátt í íjölda samsýninga. Joseph Beuys (1925—1985) Vestur- Þýskalandi). Það má segja að Beuys sé einn helsti frumhetji framúrstefnulistar í Vest- ur-Þýskalandi. Tvö atvik í lífi hans höfðu áhrif á verk hans. Hann lenti í flugslysi í síðari heimsstyijöldinni og á árunum 1955—1957 gekk hann í gegnum mikið þunglyndistímabil. Þetta tvennt skýrir verk Beuys, um dauða, endurfæðingu og sárindi. „Piano oxygéne“ (1985) nefnist annað verka Beuys á þessari sýningu. Hann notar oft píanó í sinni list og spilaði reyndar mikið á píanó. Þegar hann frumsýndi þetta lista- verk, lét hann halda tónleika. En þar sem hann gat ekki verið viðstaddur vegna veik- inda, hlustaði hann á tónleikana í gegnum síma og var honum stillt upp, ofan á píanó- inu. Ásamt símanum var píanópedölunum stillt upp ofan á píanóinu en flaska með Vitruvius/Augustus - vitruvius/Robespierre „vigne l-4“, 1987, eftir Ian Hamilton Finlay.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.