Lesbók Morgunblaðsins - 19.08.1989, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 19.08.1989, Blaðsíða 15
Lagt upp í hestaferð frá hlaðinu á Vatni. og vera með sjóstöng. Erfitt að klífa Drangey með börn.“ Hestar eru okkar líf og yndi .„Við hjónin höfum gaman af hestum og bjóðum upp á hesta- ferðir. Stundum sameina ég hesta- og veiðiferðir fyrir litla hópa út í Hrollleifsdal. í Hrollleifs- dalsá (styttum nafnið í Hrollu — útlendingum gekk svo illa að segja það!) veiðist væn bleikja, urriði og einn og einn lax. Veiðileyfi í ána eru vinsæl. í síðustu hesta- ferð upp á fjall riðum við fram á hóp af yrðlingum. Þeir eru eins og litlir kettlingar, en mjög grimmir. Ég náði í einn, sem klór- aði mig og beit. En þetta var topp- urinn á ferðinni. Eins og sett inn í dagskrána. Kannski fer ég að bjóða upp á refaveiðar,“ segir Valgeir hlæjandi. Að hlusta á þögnina „Fólk sameinast mikið í fríum. Gestir mínir eru góðir hver við annan og hafa félagsskap hver af öðrum. Til dæmis er gaman að sjáhvað hjón, sem vinna mikið sitt í hvoru lagi, ná hér vel sam- an. Margir útlendingar, sem dvelja hjá mér, eru stórborgarfólk i ábyrgðarmiklum störfum. Ég hef fundið hvað það nýtur þess að vera úti í náttúrunni. Og í lengri hestaferðum býð ég upp á hvíld í kjarrinu til að hlusta á þögnina. Oft verða þetta kiukkutímahvíldir. Ég verð snortinn af að sjá hvað fólkið nýtur þagnarinnar vel. Finnskur framkvæmdastjóri sem ferðast mikið út um allan heim sagði við mig, að hann hefði aldrei komið til lands þar sem kyrrðin væri svona sönn. Oft væri verið að auglýsa friðsæiar náttúruferðir í öðrum löndum. En við nánari athugun væri fullt af fólki og hávaðamengun í næsta nágrenni. Honum fannst líka maturinn einstaklega góður. Kannski af því að hann horfði á mig veiða silung úr hreinu vatni og hreinu umhverfi. Við megum ekki vanmeta landið okkar til ferðalaga. Það er alltaf einhvers- staðar gott veður á íslandi,“ segir Valgeir að lokum. Oddný Sv. Björgvins. Útsýnið til Þórðarhöfða er oft fallegt frá sumarhúsunum. Valgeir að veiða í gegnum ís í 14 stiga gaddi. hana. Það vildi svo vel til, að lög- regluþjónn var þarna ekki víðs fjarri og handsamaði þjófinn. í flestum tilfellum eru götuþjóf- arnir tveir, eða fleiri saman .að verki. Lögreglan kallar þá „stöðvarann“ og „krókinn". En það eru fleiri aðferðir til að stöðva ferðafólk en að sprauta á það sósum. Maður þykist missa pening á götuna, eða fer í uppnám með hrópum og köllum. Eða þvælast fyrir fótum manna, sem þeir ætla að ræna. I uppnáminu, sem þetta veldur, kemur til kasta „Króks- ins“. Fjöldi þjófnaða á götum úti er ekki tilkynntur lögreglunni sökum þess, að menn skammast sín fyrir að hafa látið hlunnfara sig. Á s.l. ári voru rúmlega 20 þús- und götuþjófnaðir tilkynntir lög- reglunni í New York. Það kemur fyrir, að um mikið verðmæti er að ræða eins og t.d. er ferðamað- ur frá Miðvesturríkjunum var blindaður með sinnepsósu og tösku hans, sem í voru perlur þriggja milljón dollara virði var stolið. Böm notuð sem beita Kona nokkur frá Kansas var gestkomandi í New York, í fyrsta sinn, fýrr í sumar, er tösku henn- ar, sem í voru 100 dollarar, fjöl- skyldumyndir, sendibréf og fleira, var stolið. Hún hafði stöðvað við neðanjarðarbrautastöð á 42. stræti, er hún mætti dreng, á að giska 7 ára, sem sagði henni grát- andi, að hann hefði meitt sig á handlegg og að hann vantaði pen- inga fyrir fargjaldi með neðan- jarðarlestinni til að komast heim til sín. „Þegar ég fór að leita að peningaveskinu mínu í handtös- kunni var það horfið“, sagði kon- an. En drengurinn hristi bara höfuðið og gekk í burtu eins og ekkert hefði í skorist", sagði kon- an. Gatan ekki eina athafnasvæðið Gatan er ekki eina athafna- svæði stræta-vasaþjófanna í New York. Þjófnaðir eru framdir í lyft- um, færistigum og hringdyrum. Við Rockefeller Center er vinsæll skautasvell á veturna. Hér leikur „stöðvarinn" sinn leik með því t.d., að þykjast vera í rangri lyftu, eða færistiga. í rugl- ingnum, sem verður af þessu, er vasaþjófnaðurinn framinn. í hringdyrum er hlutverk stöðv- arans á þessa leið: Hann tekur sér stöðu í hólfi hringdyranna, sem er fyrir framan tilvonandi fórnarlamb. Stöðvarinn þykist hafa mist eitthvað á gólfið, eða lætur sem hann sé að leita að einhveiju. Hann stöðvar því hrin- grás dyranna sem snöggvast. Stöðvarinn kemur því nú svo fyrir, að hólfið, sem fórnarlambið er í er að hálfu leyti opið til út- gangs að götunni. „Krókurinn“ þrýstir sér inn í hólfið hjá fórnar- lambinu og stelur úr vösum þess. Lögreglan í New York veitir ferðafólki eftirfarandi heilræði til að forðast vasaþjófana: . „Berið ekki meiri peninga né greiðslukort nema til brýnustu þarfa. Konur ættu að geyma pen- inga sína neðst í handtöskum sínum og bera toskuna í bandi, útiveitingastaður á sumrin og sem er krosslagt yfir bijóstið. Bera skartgripi, sem lítið ber á og erfitt er að hrifsa. Karlmenn ættu að geyma peningaveski sín í jakkavösum að framan, en ekki í bakvösum. Og allir ættu að gæta vandlega hveijir standa, eða ganga þeim næstir. Það er að sjá, að upp á síðkas- tið hafi það einkum verið japan- skir ferðamenn í stórborgum Bandaríkjanna, sem hafa orðið fyrir götuvasaþjófum. Það varð til þess, að japönsk yfirvöld gáfu út bók, með ráðleggingum til að forðast þjófnaði erlendis. í þeirri bók er ferðamönnum ráðlagt, að halda sig fjarri mönnum.sem eru með sinneps- eða tómatsósu- flöskur. Þá er talið hollt ráð, að forðast New York búa, sem bera vínflöskur. Sumum þeirra er gjarnt, að rekast á fólk og missa um leið ódýra vínflösku, sem brotnar við fallið, og heimta svo bætur fyrir hana hjá þeim, sem þeir segja _að hafi rekist á sig. ívar Guðmundsson Evrópa frá sjónar- horni Norðmanna Hvernig- blasir hún við okkur? Ég vissi ekki að Norðmenn væru svona gamansamir fyrr en ég sá Evrópukortið þeirra, sem birtist nýlega í norsku dagblaði. Danir hafa alltaf eignað sér glettnina innan norræna frændgarðs- ins! En Norðmenn eru tvímælalaust best fallnir til að segja okkur hvernig Evrópa lítur út frá sjónarhóli ft'ístundafólks. Þeir eru frægir fyrir að láta frístundir, fjiilskvldulíf og margskonar sport sitja fyrir allri vinnu. I stuttu máli, engin streita í Noregi. Áhuga- vert, ekki satt! Flestar norskar fjölskyldur eiga orlofshús eða „hyttu“ í fjöllunum og margir eru líka með „fjarðar- hyttu". Einn af hveijum fjórum Norðmönnum á bát. Um helgar er erfitt að vera ferðamaður í norskum bæjum. Allir Norðmenn uppi í Qöllum eða að sigla úti í firði. Maður verður að taka þátt í sportmennskunni með þeim. Flestum verslunum er lokað kl. 4 á föstudegi og fáar opnar á laug- ardögum. Mjög ólíkt íslenskum hugsunarhætti! Noregur er líka „nafli heims- ins“ — í þeirra augum. Svíþjóð sjá þeir bara sem stóra Volvo- verksmiðju. Það má notast við finnska gufubaðið og svolgra í sig vodka. Danmörk er stór skemmti- garður, með Tívolí og Legolandi. Hraðinn er ókeypis á þýsku hrað- brautunum. Franska eldhúsið fær góða einkunn. Ítalía er ekkert annað en mafíu-hreiður. Svartir bankareikningar í Sviss. Nýárs- tónleikar í Austurríki draga til sín. Baðströndin er á Grikklandi. Rússar eru bara Rússar. Austur- Evrópa næstum Rússar. Spánn er ódýr og Portúgal jafnvel ennþá ódýrara. Bretland er ekkert nema krónprinshjónin, Karl og Díana. En kletturinn í norðrinu ber að- eins eitt nafn — Vigdís. Það væri gaman að fá ein- hveija hugmynd um hvernig við íslendingar horfum á sömu lönd. Allar ábendingar eru vel þegnar. - O.Sv.B. r \iRAi 'NE&riií L ÍRA 1 Gopr yj -> | BÍLLÍfrJ Evrópa af sjónarhóli Norðmanna. ■ 7 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 19. ÁGUST 1989 15

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.