Lesbók Morgunblaðsins - 06.01.1990, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 06.01.1990, Blaðsíða 3
I-PgRáTT IHöllHaHuHlSlBSllllllIllBlil Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvstj.: Haraldur Sveinsson. Ritstjórar: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aöstoö- arritstjóri: Björn Bjarnason. Ritstjórnarfulltr.: Gísli Sigurðsson. Auglýsingar: Baldvin Jóns- son. Ritstjórn: AÖalstræti 6. Sími 691100. Forsíðan Myndin er birt í tilefni 50 ára afmælis Arkitektafélags- ins og er af vistheimili o'g íbúðum aldraðra í Seljahlíð í Seljahverfi. Arkitektar: Hróbjartur Hróbjartsson og Sigurður Björgúlfsson. Arkitekta- skóli á íslandi er nú brýn nauðsyn, segir Stefán Benedikts- son, formaður Arkitektafélagsins í ræðu, sem birtist hér ásamt myndum af íslenzkum arkitektúr. Rabb- greinin hér að neðan fjallar einnig um sama efni. Legacy er nafnið á nýjum bíl frá Subaru, sem vakið hefur verulega athygli og er nú tekinn til reynsluaksturs. Frá niðurstöðum segir Jóhannes Tómasson á bílasíðu Lesbókar. Kafka er á dagskrá í grein Jóns Gnarr, sem heitir Franz Kafka og hamskiptin. Þar er m.a. vikið að togstreyt- unni í lífi hans, sem birtist í ósk hans um að gera föður sínum til hæfis, og hinsvegar þrá hans til rit- starfa. Jónas Þorbjarnarson Töfrar Hverfull nóvemberdagur. En hann var djúpur og sólin vargull efst í hömrum sem gnæfðu yfir hlíðum. Og maðurinn við rætur' þeirra sefaðist; hann sá að einnig hann lifði á tímum fegurðar. Ejöll og himinninn, litirnir léku um hann og kvöidið kallaði álfa fram í hugann. Honum fannst er hann hélt á brott hlíðarnar og tunglið koma hljóðlaust á eftir. Höfundur fékk 1. verðlaun í Ijóðasamkeppni Morgunblaðsins 1988 og í haust kom út fyrsta Ijóðabók hans, í jaðri bæjarins. Grámyglan Ahálfrar aldar afmæli Arkitektafélagsins er hægt að segja með góðri samvizku, að íslenzkur arkitektúr sé í framför. Sumir mundu vilja bæta við setning- una og segja: Hann mátti nú skána. Kannski er það rétt. Það er þó fagnaðarefni, að um þessar mundir eru þó nokkur virkilejja frambærileg hús í byggingu eða nýlega tekin í notkun. Flestir úr röðum arkitekta viðurkenna, að ennþá beri Guðjón Samúelsson ægishjálm yfir koll- egana, en þess verður að minnast um leið, að hann fékk tækifæri, sem enginn hefur fengið síðan. í stórum dráttum má segja, að eftir Guðjón hafi komið langt og magurt skeið og afsprengi módernismans á íslandi urðu oft vægast sagt sorgleg. Þó má nefna markverðar undantekningar eins og Kópa- vogskirkju eftir Hörð Bjarnason og Nes- kirkju eftir Ágúst Pálsson, nokkur íbúðar- hús eftir Sigvalda Thordarson og einnig eftir Skarphéðinn Jóhannsson. Kannski má afsaka sumt af því versta með hinu sígilda, að það sé dýrt að vera fátækur. Það er þó langt í frá að vera algild afsökun og má minna á, hversu oft tókst af vanefnum að byggja fögur hús á tímaskeiði bárujárns- húsanna. Okkur hefur því miður farnast heldur illa sambúðin við steinsteypuna, en í seinni tíð er hún ekki eins einráð; það er meira byggt úr timbri aftur, auk þess sem ál er komið til sögunnar, stóraukin notkun á gleri og allskonar efnum til klæðninga. I Lesbók*>hef ég annað veifið kynnt nýjan og athyglisverðan arkitektúr og mun halda því áfram. Við þá viðleitni vænti ég góðrar samvinnu við íslenzka arkitekta. Jafnframt því sem fjölgað hefur í Arkitektafélaginu, svo þar er nú meirihlutinn ungir arkitektar, hefur arkitektúr á íslandi farið stórlega fram á níunda áratugnum. Hinir eldri í fé- laginu eru þó næstum alltaf höfundar þess, sem bezt hefur verið gert að minu mati. Það er vitaskuld ofur eðlilegt; þeir sem þekktir eru fá fremur eftirsóknarverð verk- efni. Hitt á sér einnig stað sem betur fer, að ungir og lítt þekktir arkitektar vinni samkeppnir og má minna á ráðhúsið í því samhengi; hús sem mun lofa sína meistara eftir því sem bezt verður séð. Þessi framför, sem nú má greina í íslenzk- um arkitektúr, er á formræna sviðinu og hún felst einnig í fjölbreyttari notkun bygg- ingarefna og kunnáttusamlegri meðferð á þeim. En þegar til þess kemur að nýta liti til umhverfisbóta og listræns ávinnings, virðast flestir íslenzkir arkitektar eiga ósköp bágt. Þar stendur hnífurinn í kúnni. Það vekur athygli, ekki sízt útlendinga, að venjulegt fólk sem verður því miður sífellt að vera að mála húsin sín að utan, fer oft æði djarflega og stundum ekki mjög smekk- lega með liti og kannski hefur þetta haft einhver áhrif á arkitekta í þá veru, að þeir hafi fælst liti og vilji sízt af öllu láta verk sín líkjast þessu. Ekki ber þetta skraut sízt fyrir augu í bæjum úti á landi. Þessi við- leitni til að lífga uppá umhverfið er líklega sprottin af því, að við búum í skóglausu landi og venjulegt fólk sér, að litlaus hús á bersvæðum eru snautleg, en fer offari í litav- ali sínu. Þar vantar betri ráðgjöf. Litir á íbúðarhúsi skipta sáralitlu máli, ef það er meiripart ársins umvafið gróðri og á kafi í skógi. Því er sjaldnast til að dreifa hér. í annan stað gæti hugsast, að þessi alþýðlega litanotkun sé andsvar við þeirri grámyglu, sem víðast hvar einkennir opinberar bygg- iftgar og arkitektar bera ábyrgð á. Þeir hljóta að vera klárir á þvi sjálfir, hvers- vegna þeir leggja ekki í þá áhættu að nota liti nema í undantekningatilvikum. Fyrir því hljóta að liggja mjög gild rök, enda þótt landsmenn hafi aldrei fengið að heyra þau. Meiripart ársins er grasið ekki grænt; him: inn og jörð eru grá langtimum saman. í stað þess að vinna gegn grámyglunni, er aukið á hana með húsum, sem eru grá að utan og jafnvel grá að innan einnig. Það er ekki að furða þótt æði margir verði þung- lyndir í þessu umhverfi. Ég læt nægja að nefna tvö verstu dæmin; hvorttveggja eru það hús, sem formrænt séð eru vel teiknuð: Seðlabankinn og Borgarleikhúsið. En það er eyðimerkurganga að virða þau fyrir sér litrænt. Það skiptir minna máli í bankanum, nema fyrir fólkið sem vinnur þar. En flestir fara sér til andlegrar upplyftingar í leik- húsið og vilja hafa það ögn hátíðlegt. Og hvað mætir auganu, þegar komið er í forsal leikhússins?: Grátt ál, grár steinn, gráir veggir. Þetta minnir einna helzt á nýja flug- stöð; þó hafa menn áttað sig á því, að ekki einu sinni í flugstöðvum er hægt að hafa grámygluna allsráðandi og má minna á, að nýlega lögðu Danif í mikinn kostnað til að gera flugstöðina í Kastrup manneskjulegri. I Borgarleikhúsinu er engin myndlist fyrir utan glermynd Leifs og eitt portret. Enginn gróður til að lífga uppá eyðimörkina. Það er synd, því þetta er vel teiknað hús. Það er þó gott svo langt sem það nær, að sætin í stóra salnum eru blá. Til samanburðar ætla ég aðeins að nefna eitt hús, sem höfundar leikhússins hefðu þurft að sjá og taka til fyrirmyndar: Fjöi- nota hljómleika og óperuhús í Nice í Frakk- landi, sem vígt var 1985. Einnig þar er mikið um ál í bland við önnur efni, en lita- meðfterðin er veizla fyrir augað. Hún er í senn hófstillt og undursamlega falleg. Á merkisafmæli sínu þarf Arkitektafélag- ið að ræða þetta í sinn hóp og menn verða að gera sér grein fyrir því til dæmis, að lita- notkun í köldu og gróðurlitlu landi á norður- hjaranum hlýtur að verða frábrugðin því, sem gott telst og gilt á suðlægari breidd- argráðum. Of margt í námi arkitekta virð- ist raunar hafa verið miðað við suðlægar aðstæður, ekki sízt flötu þökin, sem orðin eru sorgarkapítuli í byggingarsögu okkar. En kannski eru menn núna búnir að læra nóg af reynslunni. Arkitektar eru sífellt í starfi sínu að skapa okkur umhverfi og þá verða þeir að láta form og lit haldast í hendur. Hvorugt má vera án hins. Þarna verða arkitektar að taka sér tak; þeir þurfa að komast út úr eyðimörkinni. Sumir þeirra, sem ég hef rætt við um þetta, telja að litafræðin hafi verið vanrækt í námi þeirra. Vonandi verður sú hlið ekki vanrækt, þegar íslenzkur arki- tektaskóli kemst á laggirnar, svo sem vonir standa til að geti orðið. Á 50 ára afmælinu er hægt að óska íslenzkum arkitektum til hamingju með margt af því sem nú er í byggingu eða full- klárað. Þar á meðal er Þjóðarbókhlaðan, Sambandshúsið á Kirkjusandi, Kringlan, hús Sjóvá og Almennra trygginga, ráðhúsið, sambýlishús við Skúlagötu, íbúðarhúsaklasi við Hæðargarð, iðnaðar-og verzlunarhús Kristjáns Siggeirssonar við Hestháls, Epal- húsið og hús Ingvars Helgasonar við Elliðaá- rósa, Leifsstöð á Keflavíkurflugvelli og kap- ellan á Kirkjubæjarklaustri, svo eitthvað sé nefnt. Allt stendur það fyrir sínu og lofar góðu um ennþá betra framhald. Eftir stend- ur hinsvegar, að útúr grámyglunni þurfa islenzkir arkitektar að komast með ein- hveijum hætti. GÍSLI SlGURÐSSON LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 6. JANÚAR 1990 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.