Lesbók Morgunblaðsins - 06.01.1990, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 06.01.1990, Blaðsíða 9
 !P] -í, <. k v í 'j Tp l Wj %'i . 1 I ; Gamalt og nýtt: Annarsvegar svipmót kreppunnar í bárujámshúsum, sem voru lítið stærri að flatarmáli en eitt rúmgott herbergi er nú — og hinsvegar einbýlis- hús samkvæmt nýlegri tísku með áherslu á gróftyfirbragð steinsteypu oglitaðs áls. ur fyrir því að móta og koma til skila í verkum sínum þeim mikilvægu táknum sem einkenna menningarsamfélag hans umfram önnur. Félagsleg Þáttaka Frá lokum fyrri heimsstyrjaldar hafa íslenskir arkitektar verið mikilvirkir þátttak- endur í uppbyggingu samfélagsins. Fyrsta stórverkefnið var hin þróttmikla uppbygging íslenskra mennta- og menningarstofnana, eigin verslunar og þjónustufyrirtækja auk fyrstu verkamannabústaðanna á árunum milli stríða. Næsta stórvirki hófst síðan eftir seinni heimsstytjöldina. í byijun styrjaldar- innar bjuggu sex af hveijum tíu íslendingum í sveit en aðeins fjórir af hveijum tíu í þétt- býli. Eftir hernámið hófst sú þróun sem við búum við í dag að nær 7 af hveijum 10 ís- lendingum búa í þéttbýli en aðeins 3 af 10 í sveit. Frá upphafi þessarar þróunar hefur það verið þannig að meira en 2A allra íbúa í þéttbýli búa í landnámi Ingólfs. Þessi gjör- bylting í búsetu landsmanna jók eftirspurn eftir þjónustu arkitekta til mikilla muna. Enn voru íslenskir arkitektar þó fáir. Fram á 6. áratuginn hafði þróun hér sem og annars staðar á Vesturlöndum ráðist af aðstæðum fremur en langtímaáætlun. Um 1950 töldu menn að því mikla umróti sem hófst 1914 væri lokið og nú bæri að byggja framtíð sína á markvissri áætlanagerð. Það tók tímann sinn að semja sumar áætlanirnar en aðalskipulag Reykjavíkur er tákn þeirra vatnaskila sem urðu í skipulags- og bygging- armálum á 6. áratugnum og kom fram í gífur- legri fjölgun arkitekta. Þessi þróun er ekkert einangrað fyrirbæri heldur hluti af þeim stakkaskiptum sem íslenskt þjóðfélag hefur tekið á seinni helmingi þessarar aldar. Sjálf- stæði, lýðræði, verkaskipting, sérhæfing og víðtæk sérfræðiþjónusta; allt eru þetta eigin- leikar og grundvöllur þess nútíma samfélags sem vor veiðimannaþjóð er orðin partur af. Hlutverk arkitektsins í þessu samfélagi sem öðrum er víðtækt og arkitektúr er Hin elsta sérfræðigrein sem til er. Arkitektinn er kunn- áttumaður í listum og vísindum. Arkitektinn er eini aðilinn sem við byggingar og mann- virki fæst sem er menntaður til að hafa yfir- sýn yfir allan ferilinn frá því að byggingin var aðeins ósk byggjandans þar til hún er tekin í notkun. Þetta er hlutverk okkar í samfélaginu. Við erum ekki bara tæknifróðir þjónustuaðil- ar með löggiltan smekk. Nei, arkitektar hafa félagslegt og sögulegt hlutverk sem enginn annar getur sinnt, þ.e. að skapa ímynd þess samfélgs sem við búum í. Feimni arkitekta og ráðamanna við að ræða þetta hlutverk arkitekta er skiljanleg, því það virðist hof- móðugt í þeirri umræðu sem hæst ber í okk- ar þjóðlífi. En hvorki almenningur, ráðamenn né arkitektar komast hjá því, að síðar meir verður ekki spurt að því hveiju lýðkjörnir fulltrúar lofuðu á sínum tíma, heldur því hvernig sú ímynd er, sem fæst af skoðun verka okkar. Það má vera satt að í upphafi hafi verið orðið, en í reynd eru það verkin sem tala og sagan kennir að gæðin segja þar meira en magnið. Koma þarf í gang stöðugri og fjörugri umræðu um byggingarlist. Taka þarf út stöðu mála, safna og vinna úr gögnum sem varpa ljósi á stöðu arkitektúrs. Hvað eru margar byggingar hannaðar af arkitektum, hvaða byggingar eru það, hvernig eru þær, hvert er verðmæti þeirra almennt og skoðað í ljósi fjárfestinga sérstaklega. Vettvangur til um- ræðu er að því leyti til, að nú hefur nýtt arkitektatímarit hafið göngu sína. Grundvöll- ur umræðunnar er arkitektastéttin, en hana vantar nú orðið sárlega þann brennipunkt og hvata sem akademískur skóli er. Verkefni okkar nú er fyrst og fremst að starfa að því að koma á íslenskum arkitektaskóla. Hingað til hafa allir íslenskir arkitektar menntast erlendis og í raun ekkert nema gott um það að segja. Framan af og fram yfir miðja öld- ina var þetta eðlileg lausn en fjölgun íslenskra arkitekta og hröð þróun okkar nýja sam- félags gerir að verkum að við verðum nú að leita annarra leiða í menntun íslenskra arki- tekta. Umfjöllun og skilgreining á hlutverki arkitekta hér á undan tengist þessu málefni beint. Ef arkitekt á að geta skilað hlutverki sínu fyrir samtíð sína, þ.e. mótað skýra ímynd síns tíma, þá verður menntun hans að vera íslensk ef hann er íslendingur. Þótt til séu algildar reglur um form og gerð bygginga er skynjun og skilningur háð menningu og umhverfi. íslensk menning er þróttmikil og sérstæð og hún á skilið arkitektúr við sitt hæfi. Óvenjulegar jarðfræðilegar aðstæður, veðurfar, gróðurfar og sólargangur krefjast sérstakra byggingarfræðilegra viðbragða. Þrátt fyrir nám á erlendri grund hafa íslensk- ir arkitektar þegar best lætur sýnt í verkum sínum að þeir eru næmir á staðhætti okkar og menningarheíðir. Þessi staðreynd er sönn- un þess að íslenskt þjóðlíf byggi á sterkri sjálfsímynd. En nú siglum við inn i tíma- skeið dagvaxandi alþjóðlegra samskipte og þrýstingur utanaðkomandi hugmynda sem þeim samskiptum fylgir gerir nauðsynlegt að styrkja sjálfsvitund okkar allra og ekki bera arkitekta, með því að þeir verði óijúfan- legur hluti íslenskrar menningar í íslenskum arkitektaskóla. Stórt skref var stigið þegar þáverandi menntamálaráðherra, Birgir Isleifur Gunn- arsson, skipaði nefnd til að kanna forsendur þess að heija kennslu í byggingarlist á ís- landi. Nefndin skilaði áliti í desember 1988 og komst að þeirri niðurstöðu að jiefja skyldi sem fyrst kennslu í arkitektúr á íslandi, sem 3 ára fyrri hluta nám fyrir allt að 20 nemend- ur í árgangi. Kennslan skyldi vera í tengslum við sjónlistarkennslu á háskólastigi og leitað yrði eftir beinu samstarfi við erlenda skóla um seinnihlutanám. Arkitektafélagið hefur rætt þetta mál á innanfélagsfundum, í starfshópum og í ai- þjóðlegu samstarfi á þessu ári. A alþjóðlegum vinnufundi með háskólakennurúm í arkitekt- úr frá Evrópu og Norður-Ameríku var málið tekið til mjög ítarlegrar umræðu. Eriendu þátttakendurnir lögðu starfsreynslu sína og faglega þekkingu tii umræðnanna og voru sammála þeim niðurstöðum sem íslensku þátttakendurnir komust að. Stjórn AÍ leggi til við stjórnvöld að unnið verði að málinu samkvæmt 4 ára áætlun. íslenskur arkitektaskóli mun ’ ótvírætt auðga íslenskt mennta- og atvinnulíf. Sú kennsla í listum og vísindum sem i arkitekta- skóla fer fram á sér ekki hliðstæðu í okkar skólakerfi og það sérstaka svipmót sem af því leiðir í hugsun og kennslu mun stuðla að fijóum umræðum í samskiptum við aðrar háskólagreinar. Meginhlutverk skólans væri að mennta íslenska arkitekta en þegar honum yxi fiskur um hrygg gæti skólinn gegnt fleiri þörfum hlutverkum. Hann yrði þungamiðja umræðna innan arkitektastéttarinnar og milli arkitekta og annarra tengdra stétta í listum og vísindum. Hann yrði vettvangur í þjóðlíf- inu til að kynna almenningi og ráðamönnum þau ýmsu efni sem snerta arkitektúr og sam- sjá næstu síðu Innan úr Borgarleikhúsinu. Arkitektar: Guðmundur Kr. Guðmundsson, Ólafur Sigurðsson og Þorsteinn Gunnarsson. Form- rænt séð er vel að öllu staðið, en litanotkun hafa höfundarnir með öllu gefíð frá sér. Sjá nánar í rabbi á bls. 3. Bústaðakirkja. Arkitektar: Vilhjálmur og Helgi Hjálmarssynir. Nýskopun í arki- tektúr virðist oftar koma fram í kirkjubyggingum en öðrum húsum. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 6. JANÚAR 1990 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.